Orða sinna á hver ráð

Þessi fagurgali Guðna og annarra í stjórnarandstöðunni er óviðeigandi við núverandi aðstæður. Þessi ríkisstjórn er búin að vera við völd í tæpt ár og að sjálfsögðu bera framsóknarmenn jafn mikla ábyrgð á þessu ástandi og sjálfstæðismenn.

Það ástand sem nú er hér landi má að sjálfsögðu að mestu leyti rekja til ástands mála í peningamálum og á fjármálamörkuðum um allan heim og þar hafa íslensk stjórnvöld enga sök. Auðvitað má gagnrýna stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi, en í sjálfu sér er spurningin hvað á að gera við slíkar aðstæður. Vilja landsmenn virkilega að ríkissjóður steypi sér í skuldir til að styrkja við krónuna, sem að öllum líkindum hefur lítil sem engin áhrif nema hugsanlega til skamms tíma. Hér er, sem fyrri daginn, um það að ræða að einhverjir virkilegir fjármálasnillingar eru að græða stórt - t.d. Bjarni Ármannsson - á meðan aðrir minni snillingar eru að tapa stórt - t.d. Hannes Smárason. Síðan á hin svo kallaða hreinsun sér stað og einhver hluti fyrirtækja verður gjaldþrota og önnur hagræða eins og þá geta - endurtekið efni.

Við hin, sem ekki eigum neitt nema hugsanlega eigum þetta 40-50% af húseigninni okkar erum sennilega hvorki að græða né tapa á þessu og höldum áfram að vinna í sveita okkar andlits. Ég mun leggja mitt af mörkum hvað sparnaðinn varðar og hætti við að gera upp baðherbergið og mun síðan skera niður útgjöld, þar sem ég get til að borga niður yfirdráttinn. Síðan er bara að harka að sér fram að næsta "góðæri" og þá fer maður í baðið, kaupir nýjan bíl og fer til sólarlanda - lengi lifi Ísland!

Guðbjörn Guðbjörnsson


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband