Hvalurinn er aðeins hluti fæðukeðjunnar ...

Það er nú farið að verða þreytandi þetta væl og raus um hvalina og virkjanir hjá honum Árna. Ég yrði ekki hissa, þótt að hann legðist næst gegn fiskadrápi, rollumorðum og sjófuglaaftökum. Í framhaldi af því verður okkur efalaust bannað að borða fjallagrösin, því þau eru einnig ætluð dýrunum. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá ,að hér er um óraunsætt öfgafólk að ræða, sem þekkir enga málamiðlun og getur ekki sætt við að við nýtum náttúruauðlindir landsins okkar og hafsins í kringum það á sjálfbæran hátt og okkur til hagsbóta, líkt og  fyrri kynslóðir okkar Íslendinga hafa gert um aldaraðir.

Á hverjum andskotanum eigum við að lifa á þessum annars fallega grjóthólma hér langt norður í ballarhafi? Hér vex varla gras, hvað þá einhver gróður, sem við getum haft til matar. Hér svalt þjóðin heilu og hálfu hungri allt frá því að land byggðist, þegar einhverjir misvitrir uppreisnarmenn frá Noregi og fangar þeirra hröktust hingað fyrir algjör mistök í leit að einhverskonar paradís.

Er þetta fólk allt saman meira og minna veruleikafirrt? Erum við virkilega afkomendur sama fólks og eigum við sameiginlega menningararfleið? Ég skil þetta svo sem með fólk, sem býr í Mið-Evrópu og heldur að kjöt sé búið til í vélum og síðan pakkað inn í plast. En við Íslendingar, sem eigum að hafa aðeins meiri tengingu við náttúruna og fortíðina en svo að við vitum ekki á hverju við lifum og að við séu í samkeppni við aðrar dýrategundir um hituna.

Auðvitað vil ég ekki að hvalurinn deyi út, heldur að stofn hans sé það sterkur, að hann ekki sé hættu á að verða útdauða. En að leyfa honum að fjölga sér út í hið óendanlega er firra, þar sem hann á sér enga náttúrulega óvini nema okkur.

Samkvæmt vísindavef Háskóla Ísland er áætlað að þær 83 tegundir hvala, sem finnast í heiminum, éti um 300 til 500 milljón tonn af sjávarfangi árlega. Þetta er um það bil 3 til 5 sinnum meira en fiskveiðifloti allra landa aflar samanlagt. Mestur hluti fæðunnar er áta og smokkfiskur, sem eru fisktegundir sem menn nýta ekki. Talið er að hvalir við Ísland éti um 6 milljónir tonna af sjávarfangi árlega, sem skiptist niður í um 4 milljónir tonna af átu og smokkfiski og 2 milljónir tonna af fiski. Til samanburðar má nefna að við Íslendingar fiskum um 1,5 milljónir tonna af fiski árlega eða 0,5 milljónum tonna meira en Hrefna étur, en svo skemmtilega vill til að það er einmitt hún, sem étur langmest af fiski eða um 1 milljón tonna af fiski árlega.

Hvalkjöt er úrvalskjöt, sem allir landsmenn ættu að borða nokkrum sinnum á ári. Öfugt við kjúklingana og svínin, sem við borðum með góðri lyst og alin eru upp í þröngum búrum og svínastíum, þá elst Hrefnan upp í frelsi og hamingju við Íslandsstrendur. Þegar ég bjó í Þýskalandi lögðu þarlendir náttúruverndarsinnar mikið upp úr því að maður borðaði dýr, sem ólust upp við hamingju og við frelsi, líkt og Hrefnan hjá okkur. Árni ætti að kynna sér þessa sýn á hlutina og ég er viss um að Kristján í Hvalnum væri til í "sponsora" það!

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson 


mbl.is Hrefnuveiðar tilgangslausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður

Hjartanlega sammála þér, Hef sjaldan séð eins mikið af hval og síðasta ár. Eins var hér í Eyjafirði bæði hrefnur og hnúfbakar, það sem við köllum Bakkaáll, sem rétt innan við Hjalteyri, í allan vetur. Það hefur alltaf verið talað um að þessi  kvikindi fari til hafs á veturna en það var ekki svó í þessu tilviki. Hrefnu og hnísu kjöt er eitt af því besta sem ég fæ ummmmm

Þórður, 19.5.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband