Skiptum um skoðun

Ég á fallegan bíl - Mercedes Benz, C-Klasse, Avant Garde, með sóllúgu, árgerð 2007 (með nýja lúkkinu) - og er það sem kallað er léttur bílaáhugamaður.

Ég er einnig áhugamaður um almenningssamgöngur. Hvernig stendur á því að þetta land, sem ekki framleiðir bíla, olíu og bensín er ekki meira hrifið af almenningssamgöngum?

Svarið er einfalt:

1. Þær eru of sjaldan á ferðinni.

2. Þær taka of langan tíma.

3. Þær fara ekki nákvæmlega á þá staði, sem við viljum fara á.

4. Þær eru ekki nógu "töff", þar sem ég get ekki sýnt nýja bílinn minn.

Ég vil taka það fram að síðasta ástæðan vegum minnst og er ég til í að fórna henni fyrir hinar hvenær sem er, sem þýðir hins vegar ekki að ég vilji fórna bílnum mínum. Ég fer 3-4 á milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur á viku og vildi svo gjarna nota lest, en hún er einfaldlega ekki fyrir hendi.

Í Þýskalandi notaði ég neðanjarðarlestir, sporvagna og strætisvagna um 12 ára skeið og átti allan tímann bíl. Spurningin er því ekki um það, hvort maður notar bíl eða almenningssamgöngur, heldur frekar, hvort boðið verði upp á almennilegar almenningssamgöngur til að maður geti sparað bílinn meira?


mbl.is Olíuverð í nýjum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt eru þetta góðar og gildar ástæður fyrir því að við notum ekki almenningssamgöngur, nema þá kannski sú síðasta . Eitt er þó víst að til þess að grundvöllur sé fyrir uppbyggingu slíks kerfis þarf líka hugarfarsbreytingu hjá almenningi gagnvart slíkum ferðamáta. Ef ekki er tækifæri og vilji nú hjá fólki til að taka sig á gagnvart breyttum ferðavenjum og ferðamáta þá er ljóst að ekki er grundvöllur fyrir framförum á þessu sviði í nánd. Með samhentu átaki getum við öll stuðlað að því að grundvöllur verði fyrir almenningssamgöngukerfi sem virkar og um leið lagt okkar að mörkum fyrir betri heim, minni mengun og heilsusamlegra lífi. M.ö.o., hættum óþarfa skutli, sameinum erindi sem þarfnast bílferða og drögum úr einmenningsferðum á milli staða.

bkv. 

Ólafur (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband