Framleiða, framleiða, framleiða ...

Ég vil síðan taka fram að mér finnst þetta skemmtileg, jákvæð taktík hjá Björgvini að "hvetja" olíufélögin til dáða á þennan hátt. Viðskiptaráðherra hefur eflaust önnur ráð í pokahorninu ef þetta virkar ekki. En er ekki sagt að maður eigi alltaf að reynda kurteisu leiðina fyrst?

Nú í framhaldi af þessu lofi á Björgvin G. Sigurðsson, vil ég lýsa yfir ánægju minni með ítarlegt viðtal við formanninn minn, Geir H. Haarde, í Fréttablaðinu í dag. Þarna skýrir Geir málin út frá sínu sjónarhorni, leiðréttir ýmsan misskilning og svarar gagnrýni. Þetta gerir hann á mjög rökfastan, heiðarlegan og vandaðan hátt, líkt og honum einum er lagið.

Geir er mjög bjartsýnn á framtíðina og bendir á að horfur Íslendinga til lengri tíma séu öfundsverðar og þetta styðji erlendar skýrslur. Hér sé aðeins um tímabundinn vanda að ræða, sem við munum ná að jafna okkur fljótt af.

Hann bendir á að til þess að öðlast aftur jafnvægi í efnahagslífinu, þurfum við aðeins að uppfylla þau skilyrði sem ESB setur fyrir myntbandalaginu og þá sé aðild að ESB og myntbandalaginu í sjálfu sér óþörf.

Ég efast ekki um að þetta sé satt hjá Geir, en hvað er þá langt í næsta skell? Verður hægt að afnema verðtrygginguna, verður hægt að bjóða okkur upp á svipað verð á matvöru og annarri þjónustu og innan sambærilegra ESB landa, lækka vextirnir hjá okkur?

Þar sem ég er 100% sammála forsætisráðherra - og það þekki ég af eigin reynslu - er að eina leiðin út úr erfiðleikum, sem þessum, er að framleiða, framleiða, framleiða eða vinna, vinna, vinna og spara, spara og spara!

 


mbl.is Viðskiptaráðherra: Eldsneyti á að lækka hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt ömurlegt í þessu viðtali að hann algjörlega valtar yfir ráðherra úr Samfylkingunni varðandi Íbúðalánasjóð og er síðan með fáránlegar meldingar varðandi evruna. Það er allt Ísland farið að öskra á ESB, bæði atvinnulífið, baklandið úr Sjálfstæðisflokknum, en hann þráskallast við og segir það að það sé Íslandi fyrir bestu að vera fyrir utan Evrópusambandið. Það sem ég held er að það sé vegna hagsmuna Sjálfstæðisflokksins en ekki þjóðarinnar sem  þessi staða er. Flokkurinn fyrst, svo fólkið. Það er og hefur alltaf verið viðkvæðið.

Valsól (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einhver sagði mér að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og stórt farþegaskip og það tæki tíma að snú slíku skipi.

Munurinn á skipi og stjórnmálaflokki er hins vegar að farþegar geta skipt um farkost og jafnvel áhöfnin líka. Síðan er alltaf hægt að skipta út skipstjóra, ef hann áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum og að skipið er í hættu.

Ég sé nú enga hættu á því í bili, en svo gæti þó farið.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.8.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband