Vinstri menn aðhyllast aftöku án dóms og laga

Fólk á að mótmæla, mislíki því eitthvað og ég er í raun hissa á að engin hópmótmæli hafi átt sér stað undanfarna daga og vikur. Ég er því hins vegar mjög ósammála að gera Davíð Oddsson að einhverskonar holdgervingi alls þess, sem mistekist hefur undanfarin 6-7 ár.

Davíð ber vissulega mikla ábyrgð líkt og margir aðrir, sem komið hafa að þessum málum. Sumir eru stærri leikendur í þessum sorgarleik, s.s. stjórn Seðlabankans, stjórn og forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Viðskiptaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, forsætisráðuneytið og svo auðvitað forstöðumenn bankana og útrásarvíkingarnir. Hluta ábyrgðarinnar má meira að segja senda til Alþingis, sem til þessa hefur ekki talið sig þurfa að axla neina ábyrgð. Hversvegna tryggði Alþingi ekki nógu góða lagaumgjörð fyrir fjármálastofnanir. Hver fer með löggjafarvaldið á Íslandi?

Mér sýnist, að hér sé um pólitískar nornaveiðar af verstu sort að ræða, þar sem markmiðið er að koma höggi á ákveðinn stjórnmálaflokk í gegnum fyrrum leiðtoga hans og þjóðarinnar um árabil. Sjálfstæðisflokkurinn bera vissulega mikla ábyrgð á því, hvernig málum er fyrir komið, en það gera aðrir flokkar einnig - að VG undanskyldum. Forystumenn flokkanna, þingflokkar og stjórnmálaflokkarnir sjálfir munu þurfa að sæta pólitískri ábyrgð fyrir það sem gert var og það sem ekki var gert á undanförnum mánuðum og árum. Í þessu uppgjöri fólksins í landinu verða margir að segja af sér og öðrum verður sagt upp, pólitískt umboð margra þeirra, sem stjórnað hafa landinu undanfarið mun ekki verða framlengt. Sem sjálfstæðismaður segi ég auðvitað því miður!

Við sjálfstæðismenn verðum að koma fram af heiðarleika í því mikla uppgjöri, sem framundan er og axla ábyrgð á mistökum okkar. Annars mun trúverðugleiki flokksins skaðast og fólk mun ekki treysta okkur í framtíðinni. Ég vil heiðarlegt, umfangsmikið og nákvæmt uppgjör. Ég er því ekki sammála mörgum samflokksmönnum mínum, sem mér virðast hvetja til, að öllu verði í raun gleymt eða sópað undir teppið og flestum þeirra, sem þátt tóku í þessu sukki og svikum við þjóðina, verði fyrirgefið. Best er að einhverjir aðrir en Íslendingar framkvæmi uppgjörið. Best væri að fá fá erlenda aðila til verksins og treysti ég norska fjármálaeftirlitinu og/eða ríkisendurskoðun Noregs best til að taka þessi mál út hjá okkur.

Nornaveiðaveiðarnar, sem fram fóru í dag, eru ekki skref í átt til heiðarlegs uppgjörs, heldur er hér um venjubundið lýðskrum vinstra liðsins að ræða. Aðgerðirnar eru þeim, sem til þeirra stofnuðu, til skammar. Fjölmenn og friðsamleg mótmæli, þar sem landsmenn krefjast uppgjörs og að þeir, sem sökina bera í þessu máli, verði látnir axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum, eru hins vegar nauðsynleg og skynsamleg.

Nornaveiðar - aftökur án dóms og laga - líkt og vinstri menn bjóða nú upp, sundra þjóðinni og skapa upplausnarástand! 


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sko... auðvitað eru fleiri en Davíð sekir um einhvers konar afglöp en hins vegar er hann búinn að leika svo stórt hlutverk hjá þessari þjóð í mörg ár að hans hlutur er mun stærri en annara. Hann var í forsæti þegar frelsið var veitt án þess að ramminn utan um frelsið væri athugaður og honum fylgt eftir. Hann er í forsæti í æðsta peningavaldi landsins án þess að beita af neinu afli þeim meðulum sem þar eru til að halda utanum bankana og aðrar stofnanir. Það er ekki nóg að nefna hlutina í ræðum ef engin eftirfylgni er. Svo verður ekki framhjá því litið að hann talaði afskaplega galgopalega í Kastljósi þannig að ekki er hægt að kalla neitt misskilning sem þar kom fram. Hann talaði skýrt og greinilega og það kostaði gríðarlegar upphæðir. Þetta til samans held ég að hljóti að vera grunnur til afsagnar. Reyndar er alveg örugglega ekkert sem lagalega setur hann frá embætti en það er siðferðilega ábyrgðin sem gildir þarna.

Með tíð og tíma verða vonandi tíndir til einhverjir sem bera lagalega og fjármálalega ábyrgð en ég get ekki annað en verið sammála þeim sem eru ósáttir við Davíð og hans framgöngu núna.

Björg Árnadóttir, 19.10.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Alveg sammála þér Björg - meira að segja hjartanlega!

Ég aðhyllist bara ekki þessa leið, sem verið er að fara!

Hversvegna mótmælir fóki ekki bara gegn öllu þessu lið í heild sinni í stað þess að ráðast á Davíð, sem margoft benti á að ekki væri allt með felldu!

Hann á auðvitað að segja að sér og stjórn Seðlabankans, stjórn Fjármálaeftirlitsins o.s.frv.

Ég er meira að segja þeirra skoðunar að kosningar verði að fara fram næsta vor!

Það er ekki hægt að segja um mig að ég vilji ekki að fólk axli ábyrgð, bara ekki á þennan hátt - þ.e.a.s. með einelti í garð eins manns!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Ingólfur

Er nokkur maður sem á meiri sök á ástandinu en Davíð?

Hver einkavinavæddi bankana?

Hver sá til þess að regluverkið í kringum bankana væri nánast ekkert?

Hver skipaði sjálfan sig sem seðlabankastjóra án þess að hafa fagþekkingu í það embætti.

Hver hélt uppi okurvaxtastefnunni?

Hverjum tókst samt ekki að halda verðbólgunni undir viðmiðunnarmarkmið nema í brot af þeim tíma sem markmiðin hafa gilt um?

Hver minkaði bindiskyldu bankanna?

Hver passaði ekki upp á að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri í samræmiefnahagskerfið?

Hver ákvað 75% yfirtæku Glitnis sem gerði ástandið enn verra?

Hver tilkynnti um rússalánið sem ekki var?

Hver bað um að fá að koma í drottningarviðtal í Kastljósinu og sagði það sem íslenska þjóðin vildi heyra en allir erlendir fjárfestar tóku sem yfirlýsingu um kennitöluflakk frá talsmanni íslenska ríkisins?

Ef Davíð á ekki að segja af sér núna, hvenær er þá tilefni til þess að segja af sér?

Ingólfur, 19.10.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þú og menn með álíka þrælslund eruð til skammar, ekki þeir sem hafa dug og þor til að kalla eftir ábyrgð á alvarlegasta klúðri íslandssögunnar. Það er líka útúrsnúningur að fólk kenni Davíð einum um þótt sök hans og andvarleysi hafi verið hrikalegt... ég meina, fullt af venjulegu fólki út í bæ var búið að sjá þetta fyrir og margir í nokkur ár, einnig sumir af okkar skynsömustu hagfræðingum sem bentu ítrekað á að þetta gæti aldrei undir nokkrum kringumstæðum farið vel. Þeir sem voru á fínu kaupi hjá þjóðinni við að gæta fjöreggsins reyndust ýmist sofandi og vanhæfir eða með gráðuga krumluna á kaf í kjötkatlinum.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 02:49

5 identicon

HEYR HEYR GEORG!

HDM (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband