Nú er kominn tími til að ræða uppgjör, rannsókn og framtíðina

Það var auðvitað deginum ljósara, að engin önnur lausn var til á þessu erfiða IceSave máli en að semja við Breta, Hollendinga og hin 25 ríki ESB. Það voru ekki þjóðir Evrópu, sem klúðruðu þessum málum og það var ekki heldur íslenska þjóðin, heldur var útrásarvíkingunum og íslenskum stjórnvöldum um að kenna. Reikninginn borgar síðan auðvitað þjóðin og skuldunautarnir, sem lögðu alsaklausir peninga sína í banka, sem þeir töldu örugga.

Þessu máli er þó fyrst lokið þegar þeir embættismenn, sem ábyrgð báru á eftirlits- og grandvaraleysinu, eru farnir úr sínum stöðum og þeir stjórnmálamenn, sem sváfu á verðinum, eru búnir að taka dómi þjóðarinnar í þingkosningum.

Nú er kominn tími til að ræða umfangsmikla rannsókn á þessu flókna máli og síðan uppgjör í kjölfarið. Þetta þarf að fara hratt fram, því ekki er víst að allir verði á í þeim stöðum, sem þeir eru í dag eftir að búið er að kafa ofan í málið. Við þurfum á starfhæfri ríkisstjórn að halda sem allra fyrst og þá er ég ekki að tala um vinstri stjórn, heldur sömu ríkisstjórn og er nú við völd, þó hugsanlega með einhverjum breytingum.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég leyfi mér að efast stórlega um að Geir og Ingibjörg sé rétta fólkið til að semja um ICESAVE þar sem þau bera þunga sök á hvernig málum er háttað og það er því miður megn spillingarfnykur af leyndinni í kringum málið.

Sigurjón Þórðarson, 16.11.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það voru ekki þjóðir Evrópu, sem klúðruðu þessum málum

Jú það var einmitt skítasamband Evrópu sem eyðilagði skynsaman bankarekstur í löndum okkar. Ef Seðlabanki Íslands og Davíð Oddsson hefðu lagt til að bankarnir hefðu verið reknir úr landi árið 2003 eða að öðrum kosti yrði sett á þá stór bindiskylda og höft, og sett á þá lögbundna sjóðamyndun til að mæta stór-töpum, þá hefði hann verið krossfestur opinberlega - bæði Seðlabankinn og Davíð. En ekki bara á Íslandi heldur einnig í ESB musteri Samkyrkingarinnar. Þessi sjóðamyndun til að mæta stór-tapi var til dæmis felld úr dönskum lögum því hún var dæmd sem samkeppnishindrun af ESB (já hvað annað). Já hvað annað!

Núna þarf danska ríkið að hósta upp ríkisábyrgð þessum vesalingarekstri til hjálpar. Og núna þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga stóran hluta af því sem Seðlabanki Íslands var búinn að vara við árum saman. En bankamálaráðherra Samkyrkingarinnar er heyralaus enda með stjörnur í skónum.

Þetta skítabandalag Evrópu mun smá saman komma okkur öllum á hausinn í eitt skipti fyrir öll. Þetta var enn einn naglinn í líkkistu þessa kommúnistabandalags Evrópu. !!! Þetta er alger skandall !!!!

Ég er æfur!

Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurjón:

Það er nú þess vegna að ég vil fá rannsókn. Ég vil vita nákvæmlega, hvort og hvenær Seðlabankinn eða Fjármálaeftirlitið varaði ríkisstjórnina við þessum ósköpum. Hversvegna ekki var farið nákvæmlega ofan í saumana á hlutunum, þegar viðvaranir bárust frá frændum okkar Dönum nokkrum árum síðan.

Gunnar:

Ég átta mig ekki á því, hvernig ESB kom bönkunum á hausinn? Auðvitað var framkoma Breta gagnvart KB banka algjörlega óafsakanlega og það á að ráða bestu lögfræðinga til að skoða, hvort ekki er flötur á að lögsækja Breta fyrir þá gjörninga, sem og fyrir að setja okkur á lista yfir hryðjuverkamenn, fyrir utan yfirlýsingarnar að við séum gjaldþrota þjóð og glæpamenn.

Ég skil hins vegar kröfu ESB um að gæta verði jafnræðis milli þegna Íslands og annarra þjóða, sem aðild eiga að EES samningnum. Svo má auðvitað segja að tilskipun ESB um þessa inneignaábyrgðasjóði sé stórgöllum, þ.e.a.s. að hægt sé að stunda bankarekstur um allt EES svæðið, en síðan séu löndin þar sem viðkomandi banki er með lögheimili ábyrg fyrir ábyrgðargreiðslum á innlánum. Þetta þarf allt að skoða betur, en aðalmálið var að tryggja lánið frá IMF og öðrum þjóðum, sem ætla að hjálpa okkur.

Gunnar, ég er einnig æfur.

Æfur út í útrásarvíkingana, sem settu okkur á hausinn!

Æfur út í eftirlitsstofnanirnar, sem áttu að fylgjast með að útrásarvíkingarnir settu okkur ekki á hausinn!

Æfur í út ráðherrana, sem áttu að fylgjast með að eftirlitsstofnunirnar væru að fylgjast með því að útrásarvíkingarnir settu okkur ekki á hausinn!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.11.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Símanúmer Samfylkingarinnar er:

Samfylkingin -- skrifstofa

Hallveigarstíg 1 (2. hæð), 101 Reykjavík

Sími 414 2200

Fax 414 2201

Netfang: samfylking@samfylking.is

Vefstjórn: vefstjori@samfylking.is

Vefsetur: www.samfylking.is

Kennitala flokksins: 690199-2899

Bankareikningur: 0111-26-19928

Kveðjur

PS: Á innan við 10 árum hefur þessum her embættismanna ESB tekist að eyðileggja grundvöllinn fyrir heilbrigðum og íhaldssömum bankarekstri í heilum 27 löndum og einnig á Íslandi. En eins og allir vita þarf bankarekstur að vera íhaldssamur ef hann á að geta gengið upp til lengri tíma en hægt er að mæla með reglustrikum Evrópusambandsins

Kveðjur

Ekki reyna Guðbjörn, please

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Rögnvaldsson: 

Það rekur mig enginn úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Samfylkinguna!

Ég er og verð hægri maður og Samfylkingin er fyrir mig enginn valkostur!

Það er ekki brottrekstrar að ég - og u.þ.b. helmingur Sjálfstæðisflokksins - séum ESB sinnar. Hvað ætlarðu að gera við varaformanninn og hluta þingflokksins? Eiga þau einnig að ganga í Samfylkinguna.

Fyrst að þú býður mér upp á að ganga í flokk á vinstri vængnum, þá ætla ég líka að bjóða þér í tangó:

  • Vinstrihreyfingin - grænt framboð
  • Suðurgötu 3
  • 101 Reykjavík
  • Pósthólf 175
  • 121 Reykjavík
  • sími 552 8872
  • tölvupóstur vg@vg.is

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.11.2008 kl. 07:59

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Í nokkrar vikur hafa ráðamenn talað um að nauðsynlegt væri að rannsaka allt málið í heild sinni. Það þarf allt að koma í dagsljósið. En hvað svo? Hefur eitthvað raunhæft gerst? Er einhver rannsókn byrjuð? Er málið komið í einhvern farveg?

Sigurður Jónsson, 17.11.2008 kl. 23:31

7 Smámynd: Stefanía

Þarf ekki að slökkva eldinn áður en skemmdir og upptök eru könnuð ?

Stefanía, 17.11.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill Guðbjörn. Ég er þér hjartanlega sammála.

Þessi Gunnar sem fer hér hafmörum á síðunni hjá þér og reyndar víðar hér á moggablogginu þessa dagana, það er eitthvað mikið að gerast hjá honum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 00:57

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þetta boð Guðbjörn, ég tek þjóðholla Vinstri Græna fram yfir Evrópusambands-samfylkingar-trúboðið hvernær sem væri - any day!
 
Mín virðing fyrir Vinstri Grænum er 10 milljón sinnum meiri en virðing mín fyrir undirlægjunum í Samfylkingunni sem aldrei hafa haft annað á dagskrá sinni en að leggja niður Ísland, tala niður Ísland, og tala niður gjaldmiðil Íslands. Hingað til hafa Vinstri Grænir alltaf verið þjóðhollir. Því ber ég mikla virðingu fyrir. Þessutan veit maður hvar maður hefur Vinstri Græna því þeir eru ekki gufur (lofttegund)
 
Allt er miklu betra en að missa fullveldið og sjálfstæði Íslands niður til vesalinganna hér í ESB-Brussel. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer í ESB-shoppingtúr (atkvæðaveiðar) þá mun ég svo sannarlega ekki hika við að ganga í Vinstri Græna svo framarlega sem þeir halda sig burt frá því að selja sjálfstæði Íslands í shoppingferð á gjaldeyrismörkuðum heimsins. Markaðir sem breytast dag frá degi og ár frá ári. Ekkert getur komið í stað góðrar hagstjórnar og óskorins fullveldis. Ekkert!

Af hverju barðist þú ekki fyrir ESB inngöngu þegar gengið var gott og samfylkingarbankarnir ekki búnir að koma öllu í óefni á Íslandi og á meðan allt lék í lyndi? Af hverju ekki? Var það gengið? Háa gengið?


 

Þeir sem halda að Evrópusambandið sé best til að stýra öllum mögulegum og ómögulegum hlutum eru annaðhvort vitskertir eða blindir.

 

Þessi fjármálakreppa sem er í gangi er að hluta til hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins því þeir hafa markvisst unnið að því að veikja magrar þrær sterku undirstöður sem þjóðirnar hafa byggt undir bankastarfsemi landa sinna í árhundruðir.

 

Evrópusambandið þvingaði svoleiðis Danmörku (2005) til að afnema það sem Danir kölluðu “hensættelser til tab” í fjármálastofnunum. Þetta var gamalt fyrirkomulag sem komið var á í Danmörku í kjölfarið á bankakreppum fyrri tíma og sem tryggði það að bankar settu til hliðar fjármagn til að mæta tapi sem KANSKI gæti komið fyrir í rekstrinum. Þetta tryggði einnig að bankar voru passasamir í lánveitingum til viðskiptavina og áttu alltaf stórar fúlgur á kistubotninum.

 

En þetta var dæmt sem "ólöglegur ríkisstuðningur" því bankarnir fengu skattafrádrátt út á það fjármagn sem þeir voru skyldaðir til að leggja fyrir til að mæta tapi. En þetta tryggði einnig varkárni í útlánum og hindraði þar með bólumyndun í fjármálageiranum. Þetta hefði til dæmis komið í veg fyrir gjaldþrot Roskilde Bank.

 

Evrópusambandið heldur eins og Sovétríkin héldu að þau vissu allt best og gætu allt best. Alveg eins og Sósíal-Demó-Kratar halda alltaf að allt fólk sé fífl. Þessvegna búum við í áætlunarbúskapskerfi við sem búum í ESB.


Alveg eins og Ingibjörg Sólrún sagði: Skilaboðin frá Evrópusambandinu voru skýr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hér fyrirsæta, lufsa og dyramotta Evrópusambandsins 
 
Viltu fá fleiri skýr skilaboð frá Brussel Guðbjörn?
 
Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2008 kl. 00:58

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Vinur minn - líkt og margir minna vina mikill sjálfstæðismaður - sagði um daginn að það mætti líkja þessu við stórslys og nú væri verið að hlúa að sjúklingunum.

Ég veit meira um þetta slys og segi hiklaust að þetta slys var vegna ölvunaraksturs. Tveir blindfullir bílstjórar keyrðu hver á annan. Það sem verra var er að lögreglumenn horfðu á mennina drekka hvert glasið á fætur annað við barinn og stöðvuðu mennina ekki í að aka af stað!

Ég spyr einnig. Geta sjúkraflutningamenn og starfslið sjúkrahússins ekki hlúð að þeim sjúku á meðan lögreglan rannsakar?

Útilokar aðkoma sjúkraflutningamanna og lækna að lögreglan vinni sitt verk?

Hvernig er það í venjulegu lífi okkar þegar svona slys eiga sér stað? Byrjar löggan að rannsaka þegar fólk er komið í endurhæfingu eða jafnvel aftur út á vinnumarkaðinn - líkt og í okkar tilfelli?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.11.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband