Áhuginn á ESB eykst með vaxandi atvinnuleysi og erfiðleikum

Augljóst er að yfirlýsing Olli Rehn, að Íslendingar geti ekki átt á von á einhverri sérmeðferð er kemur að varanlegum undanþágum frá fiskveiðistefnu ESB, hefur haft áhrif á afstöðu fólks til aðildarviðræðna. Hitt sem auðsjáanlega hefur haft áhrif til minnkunar áhuga landsmanna á ESB aðild - í bili a.m.k. - er að aðildarríki sambandsins skuli öll sem eitt hafa tekið afstöðu gegn hugmyndum Íslands um að greiða ekki evrópskum eigendum sparifés á íslenskum reikningum inneign sína.

Þegar fólk er búið að átta sig á, að auðvitað urðum við að fara eftir EES samningnum eins og öðrum skuldbindingum, sem við höfum skrifað undir og að sökudólgarnir eru auðvitað ekki embættismenn eða stjórnamálamenn ESB, heldur okkar eigin embættismenn, eftirlitsstofnanir og stjórnmálamenn, sem eru annaðhvort ekki læsir á tilskipanir ESB eða hunsuðu þær þrátt fyrir að skilja þær.

Það er skiljanlegt, að Olli Rehn - sem yfirmaður stækkunarmála ESB - komi ekki fram með einarða afstöðu, þar sem hann gefur í skyn, að Íslendingar fái varanlegar undanþágur á fiskveiðistefnu ESB. Á hverju átti fólk eiginlega von? Hélt fólk að ESB tæki upp veskið og þeir borguðu erlendar skuldir okkar og gæfu okkur til viðbótar undanþágu frá því máli, sem erfiðast verður að semja um - fiskveiðimálunum - áður en viðræðurnar hafa einu sinni hafist? Hér er verið að semja um knallharða hagsmuni en ekki verð á leðurjakka á tyrkneskum útimarkaði! Að auki eru þetta menn, sem kunna að semja í svona viðræðum!

Auðvitað mun taka á í aðildarviðræðum að fá þær undanþágur, sem nauðsynlegar eru fyrir okkar aðild að ESB, t.d. varðandi fiskveiðimál og landbúnaðarmál. Að mínu mati eigum við þó ótrauð að fara í viðræður við ESB - með skýr samningsmarkmið - og reyna að ná eins góðum samningi og hægt er og leggja niðurstöðuna síðan fyrir þjóðina. Telji þjóðin samninginn ekki uppfylla væntingar sínar verður honum hafnað og þá getum við snúið okkur að því að byggja upp landið án aðildar að sambandinu, t.d. með einhliða upptöku evru, dollars, norskrar krónu eða svissnesks ranka eða öðrum ráðstöfunum, sem duga landinu til framtíðar.

Það sem ekki á að gera - er að gera ekki neitt!


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 13:32

2 identicon

Fínn pistill hjá þér.  Ég er samt algerlega á móti því að við förum í viðræður við ESB strax.  Við erum of brotin og lömuð til að geta beitt fullum krafti í þessum samninga viðræðum.

Ef við gengjum jú inn í ESB myndi ekki aðeisn sjávarútvegurin vera spurningamál heldur myndi landbúnaður með öllu leggjast niður.  Þar sem innflutningur á margfallt ódýrari landbúnaðarafurðum myndi hreinlega setja bændur á hausinn.

Ég tel að við eigum að  styrkja landbúnað ( ekki með því að borga þessum bændum útum allar tryssur styrki til að halda búunum gangandi)   Það er bara óumflýjanleg þróun að búunum verður að fækka og þau verða að stækka.   Verða einskonar búgarðar eins og þeir þekkjast erlendis.   Við þurfum einnig að auka framleiðslu á mjólk og kjöti og reyna að hefja útflutning á þessum afurðum.

Ég myndi vilja sjá það að við værum öflugt útflutningsríki þegar að við förum í ESB.  Ef við gerum það núna þá eins og ég segi leggst landbúnaðurinn af og við fáum ekki lengur okkar mjólk og okkar frábæra lambakjöt nema innflut frá evrópu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er góð grein Guðbjörn.

Arnar, af hverju heldur þú að landbúnaður muni leggjast af hér göngum við í ESB? Í ljósi þess að landbúnaður í afskekktum héruðum allra landa sem eru í ESB í dag blómstrar, af hverju heldur þú að slíkt muni ekki gerast hér líka? Sama hvert þú kemur, í afskekkt hrjóstrug héruð Portúgals, á Ítalíu, á Hjaltlandseyjum. Allstaðar er blómlegur landbúnaður. Einkennilegt?

Finnar óttuðust mjög um sinn landbúnað þegar þeir gengu í ESB. Landbúnaðarmál voru notuð þar sem Grýla í kosningunum. Í dag segja finnskir bændur að ESB aðildin hafið verð þeim blessun. Af hverju heldur þú að svo sé?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 00:22

4 identicon

Hvað með pólska bændur ???  Hvað með þá staðreynd að atvinnuleysi hefur aldrei veirð meira í Finnlandi síðan eftir að þeir gengu í ESB

Landbúnaður kemur til með að verða fyrir stóru höggi þar sem að hann reyðir sig að miklum hluta á styrki frá ríkinu.  Bændur gætu ekki náð endum saman öðruvísi.   Hvað helduru að gerist þegar bónus fer að bjóða upp á mjólk og jógúrt og aðrar landbúnaðarafurðir frá hinum evrópulöndunum ódýrara en íslensku afurðirnar.

Landbúnaðurinn er bara engann veginn í stakk búin til að taka þess háttar reiðislagi eins og staðan er í dag.   Ég segi að við leggjum áherslu á að auka alla landbúnaðarframleiðslu og byrjum að flytja þessar afurðir út því auðvitað er okkar mjólk og okkar lambakjöt það besta í heimi.   Þegar við erum orðin útflutningsríki sem að önnur lönd í ESB versla við.  Þá getum við sótt um aðild.  Þá verðum við "útflutningsríki" í staðin fyrir að þurfa að kaupa allt að frá öðrum löndum.   Jafnvel gæti þettta farið að koma krónuni okkar á flot aftur þannig þegar við göngum inn í ESB verða öll lánin búin að lækka.  Krónan verður sterkari og kaupmáttur okkar íslendinga verður meiri.   Að sækja um aðild í dag festir gengisvísitöluna það langt niðri að það væri eins og að stökkva 30 ár aftur í tímann.   Hvernig eigum við svo að breyta því, lækka skuldirnar okkar aftur í "eðlilegar horfur" ef að við göngum inn í ESB ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Arnar Geir:

þetta eru hreinlega rangar upplýsingar hjá þér. Atvinnuleysi jókst upp ca. 20% við fall Sovétríkjanna, en minnkaði síðan nokkuð fljótt eftir að Finnar gengu í ESB. Undanfarin 5 ár hefur atvinnuleysi í Finnlandi verið í kringum 2%, en hækkaði á þessu ári og er í kringum 4,5% núna. Fyrrverandi tengdaforeldrar mínir eru finnsk og börnin mín þar með 1/2 finnsk, svo ég þekki þar vel til.

Varðandi landbúnaðarmálin er ljóst að við verðum að verja íslenska hagsmuni við inngöngu í ESB. Hins vegar er borðleggjandi að Ísland - staðsett við heimskautsbaug og á mörkum hins byggilega heims - verður aldrei með einhvern útflutning á landbúnaðarafurðum, sem máli skiptir.

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.11.2008 kl. 07:07

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Setti inn ranga mynd:

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband