Svo orðlaus, að ég fann ekki fyrirsögn!

Það er með ólíkindum að lesa um aðfarir bankanna undanfarin ár, en það versta var þó að allt var þetta gert fyrir luktum dyrum. Hér var um almenningshlutafélög, sem nær allir landsmenn voru hluthafar í gegnum lífeyrissjóði sína og því er málið enn alvarlegra. Hvernig gat slíkt átt sér stað án þess að fjölmiðlar skrifuðu um það? Svarið vita allir!

Að bankastjórar skuli hafa lánað "sínu" fólki án þess að krefjast einhverrar ábyrgðar er hreint út sagt með ólíkindum. Þetta á ekki síst við vegna þess að bankarnir hafa varla lánað einum einasta manni án ábyrgðar frá örófi alda. Þetta gildir jafnt um þá sem eru í mjög öruggri og sæmilega borgaðri vinnu á borð við mig og þá sem hafa ótryggari vinnu og lægri laun. Hér tóku þeir sig til og lánuðu samstarfsfólki sínu til kaupa í áhættufjárfestingum á borð við hlutabréf - gjörsamlega siðlaust, hreint út sagt ógeðsleg spilling!

Fyrir um átta árum síðan "neyddist" ég til að skrifa upp á lán hjá mér nákomnum aðila, sem ég vissi að var á lágum launum. Ég hafði grun um að viðkomandi gæti lent í vandræðum með afborganir og það kom síðan auðvitað upp á daginn - lánið féll á mig. Í tvö ár fór öll mín aukavinna meira og minna í greiða þetta lán. Ekki kom til greina að fella lánið niður, þótt sá bankamaður sem ég var í samskiptum við viðurkenndi fúslega, eftir að hafa skoðað fjárhag viðkomandi, að bankinn hefði aldrei átt að veita þetta lán.

Nú stend ég frammi fyrir því að lenda aftur í að borga lán annars óreiðufólks, sem skrifaði ekki einu sinni upp á lánið hjá. Ég lendi í að borga lán útrásarvíkinganna 33, sem auðsjáanlega eru þó miklu fleiri og skipta líklega hundruðum og sitja að hluta til enn í íslenskum bönkum. Það er ekki nóg með að þessir "glæpamenn" séu að fá skuldirnar sínar felldar niður, heldur á þetta fólk að halda vinnu sinni og er eflaust á mun hærri launum en flestir landsmenn.

Ég fékk netpóst um daginn, þar sem ýjað var að því, að unnið væri dag og nótt að afskriftum lána hjá hundruðum ef ekki þúsundum Íslendinga. Þar á meðal átti að vera fjöldi þingmanna, ráðamanna og annarra. Öll vitum við af lántökum ýmissa ráðamanna, sem höfðu þó vit á að koma þessum fjárfestingum sínum í hlutafélög fyrr á þessu ári, eða líklega um svipað leyti og þeir hafa frétt af hruni íslenska fjármálakerfisins. Ég trúði þessum netpósti ekki í fyrstu, en nú veit ég ekki hverju ég á að trúa og er skapi næst að halda engu sé logið upp á þetta fólk.

Ég er sem betur fer með litlar skuldir og "aðeins" með myntkörfulán á bílnum mínum upp á 7 milljónir, sem fyrir þremur mánuðum var í 3,5 milljónum. Á þessu láni er sjálfskuldarábyrgð, sem enginn virðist vera á þeim buxunum að fella ábyrgðina niður á! Ég átti 60% í húsinu mínu fyrir ári og á núna 40% í því. Um mitt næsta ár gæti ég verið eignalaus og sömu sögu segir hálf íslenska þjóðin.

Hvað er að gerast og hvað gerðist í þessu eftirlitslausa, löglausa, siðspillta þjóðfélagi okkar á undanförnum fjórum árum?


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú talar um að ráðamenn hafi haft vit á því að flytja skuldirnar yfir í hutafélög.  Er það þannig að fólki sé boðið upp á það að flytja skuldir sínar í hlutafélög eða yfirleitt að hafa skuldir í hlutafélögum án annara ábyrgða?  Hverjir veita slík lán?

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:26

2 identicon

Niðurfelling skulda með einum eða öðrum hætti gildir ekki fyrir pétur og pál, við verðum helst að tvítryggja öll lán sem við fáum. Skv. því sem hefur komið fram í umræðunni gilda hinsvegar sérreglur fyrir yfirmenn banka, suma stjórnmálamenn og etv fleirum, sem virðist geta fært skuldir í eignarlausum ehf-um.

palli litli (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:46

3 identicon

ER ÞETTA POSSIBLE  ? IAM LOOSING MY MIND , PLEASE HVERNIG ER ÞETTA HÆGT ?..ÉG VIL FÁ SVONA MEÐFERÐ ,ÉG GET EKKI SÆTT VIÐ ANNAÐ EN NIÐURFELLING ..EINS OG sera jón, ÉG ER JÓN.Ég er svo reiður að vil hropa ,oskra og rifastkjaft…Fékk þetta á emaili í dag, þetta á víst að vera frá e-hverjum blaðamanni…  Ég fékk eftirfarandi e-mail, finnst ég verði að senda það áfram, vonandigerið þið það líka:Landsbankamaðurinn sem var hnepptur í varðhald fyrir 100 miljónafjárdráttinn sé farinn að mala á fullu.Davíð Oddson hefur þessi sönnunargögn, þetta er ein af leynibombum hans enhann er með gögnin um þetta mál og líka mál á fleiri þingmenn. Þess vegnamun hann fagna utanaðkomandi rannsókn.Upplýsingar um braskið hans Lúðvíks sem á Fasteign ehf, Miðklett ehf og Eyktehf - sem á nánast aðra hverja byggingu í Borgartúninu, koma úr átt Davíðs,sem gerði slíkt hið sama við Þorgerði Katrínu á sínum tíma í tengslum viðKaupþing í nóvember sl.Lúðvík er ekki sá eini sem fékk sk. “mútu lán” hjá L.Í, lán með helmingilægri vöxtum en gengur og gerist.Sif Friðleifs fékk líka 75 milljónir líka á vildarkjörum til að kaupahlutabréf í Decode - sem er líka verið að afskrifaÞorgils Óttar fékk Keflavíkurflugvöll á 11 miljarða en ásett verð vallarinseru 50 miljarða á vildarkjörum frá L.Í en hann hefur aldrei þurft að borgakrónu af því og það er verið að afskrifa það líka.Ég hef fengið þessar upplýsingar staðfestar og sannaðar en málið er að um 80- 90% þingmanna eru innblandaðir inn í viðskipti af þessu tagi á einn eðaannan hátt.Sigurjón Ólafsson er að vinna í þessum afskriftum á vegum Landsbankanum íApóteksturninum í Austurstrætí og þá vinnu er hann að vinna augljóslega ífelum með tætarana í fullum gangi.Og svona í lokin er Björgvin G. með myntkörfulán upp á einhverja tugimilljóna, borgar á aðra miljón af því á mánuði og mér skilst að KPMG hafiverið að vinna að afskriftum fyrir hann þegar þeir voru stöðvaðir ífyrradag, eitthvað hefur þó Sigurður G. lögfræðingur Glitnis og mágurBjörgvins fengið þegar afskrifað nú þegar.Uppýsingar af þessum toga hefur Davíð Oddson á nánast allan þingheim og erþví sallarólegur.Þeir þora ekki að hrófla við honum og láti hann því frekar valta yfir sig ámeðan þeir fá að láta tætarana ganga. lokin er Björgvin G. með myntkörfulán upp á einhverja tugimilljóna, borgar á aðra miljón af því á mánuði og mér skilst að KPMG hafiverið að vinna að afskriftum fyrir hann þegar þeir voru stöðvaðir ífyrradag, eitthvað hefur þó Sigurður G. lögfræðingur Glitnis og mágurBjörgvins fengið þegar afskrifað nú þegar.Uppýsingar af þessum toga hefur Davíð Oddson á nánast allan þingheim og erþví sallarólegur.Þeir þora ekki að hrófla við honum og láti hann því frekar valta yfir sig ámeðan þeir fá að láta tætarana ganga.

Jón ekki sera jón (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 11:03

4 identicon

Góð grein....því meira sem kemur á yfirborðið því reiðari verður maður. Og það "besta" er að engin tekur ábyrgð, enginn segir af sér, engin viðurkennir neitt og engin segir sannleikann. Þetta er ljóta spillingareyjan.....það verður gaman fyrir unga fólkið að taka við þessu landi. Sem betur fer flutti ég til útlanda fyrir nokkrum árum síðan...ég hafði nú planað að koma aftur enn eftir þetta þá kemur það ekki til greina....ég ætla nefnilega ekki að taka þátt í að borga þessa vitleysu. Vona að allt heiðarlega fólkið fái gleðileg jól.

Erik Jonsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Höfundur ókunnur

Það að öskra ávallt Davíð, Davíð, burt með Davíð! í þessari ágætu kreppuumræðu (krísuumræðu) er fádæma heimskulegt.  Innlegg "jóns" er fínt og einkennandi fyrir einmitt hinn dæmigerða "jón". Spillingin er alls staðar. Í hverri fjölskyldu má finna fórnarlamb "more fool theory".

 Næsti kjörseðill þarf að vera svona: http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/729682/

Höfundur ókunnur, 20.12.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Eiga fridsom motmaeli ad halda afram eda verdur spillingunni ,,Motmaelt", af fullum krafti...?

Sjaid! Ad... hvergi i heiminum kaemust stjornvold upp med ad steypa landsmonnum i tvilikar adstaedur sem raun ber vitni og....Halda afram ad stjorna landinu eins og ekkert hafi sked...!

Eg hef adur talad um spillinguna a Islandi en enginn tok tad alvarlega... Nuna hafa augu almennings loksins opnast fyrir tvi hvernig islenska valdastettin fer med hinn almenna borgara, sem a ad borga a naestu aratugum ,,Reikninginn"...en ekki teir sem skulda hann...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.12.2008 kl. 12:06

7 identicon

Þú ert ekki sá eini sem ert orðlaus. Maður streðar dag og nótt til að borga af lánum sem að blésu út vegna einmitt svona hegðunnar og hegðunin heldur áfram! Það er verið að reka fólk úr vinnu, fólk er að missa aleigu sína og börnin manns eru gjaldþrota við fæðingu, en svo á að fella lán þeirra sem eru meðsekir í svindlinu? Hvað er hægt að leggja mikið á almenning? Ég er ekki hissa að fólk sé reitt og farið að henda hlutum. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef einhver hreinlega tapaði sér og gerði eitthvað hræðilegt.

Maður hefur þann valkost að vera hér eða ekki. Ég er farin að hallast á það að það sé best að fara bara. Láta allt draslið hrynja og byrja upp á nýtt í öðru landi.

linda (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 12:13

8 Smámynd: halkatla

Þetta er virkilega góð grein.

halkatla, 20.12.2008 kl. 14:20

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er dapurleg staða Guðjón. Þú áttir sem betur fer eins og þú segir 60% í þínu húsi þegar þetta brast á. Staða þeirra sem skulda 60% í sínum eignum eða meir er enn verri. Staða þeirra er verri en dapurleg. Ofaná þetta er fólk umvörpum að missa vinnuna. Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er að ríki og sveitarfélög boða samdrátt og niðurskurð og síðan enn meiri niðurskurð. 

Ef það á ekki að gera Háskóla Íslands kleyft að taka við þessum 1.600 manns sem sóttu nú um inngöngu í skólann og þessum 1.600 nemendum verður vísað frá vegna fjárskorts þá fer ég að mæta hjá honum Herði.

Mér líst illa á framhaldið og óttast hvað gerist hér á næstu mánuðum og þá er ég að tala um óeirðir og uppþot. Það þarf að eiga sér stað algjör stefnubreyting á næstu dögum og vikum. Stjórnvöld verða að fara að snúa vörn í sókn og fara að tala á jákvæðum nótum.

Ég held því miður að það fólk sem við höfum nú við stjórnvölin hafi ekki það þrek, kraft og áræði sem þarf til að vinna okkur út úr þessu. Það er þess vegna sem ekkert er að gerast, enginn virðist vita neitt og við fáum engar upplýsingar. Fólkið sem við höfum valið inn á þing í síðustu þremur þingkosningum eru allt "GÓÐÆRISÞINGMENN". Þetta er fólk sem við völdum í góðæri til að stjórna í góðæri.

Þegar ég mæti á Landsfund Sjálfstæðisflokksins nú í janúar þá ætla ég að kjósa með því að sótt verði um aðild að ESB og sá samningur verði lagður fyrir þjóðin.

Ég ætla hins vegar ekki að kjósa núverandi forystu til áframhaldandi starfa. Ég vil skipta um formann og varaformann í Sjálfstæðisflokknum. Ef enginn býður sig fram á móti þeim þá ætla ég að skila auðu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 15:40

10 identicon

Mig langar til að segja frá mér og mínum manni sem ekki höfum fengið neitt niðurfellt af lánum. Við tókum við 2mur lánum sonar okkar þegar hann fyrirfór sér fyrir nokkrum árum og höfum borgað af þeim síðan + af okkar húsnæðislánum.

Bankinn hefur ekki fengist til að afskrifa eina krónu af þessum lánum drengsins þó að vafasamt hafi verið á sínum tíma að hann hafi verið borgunarmaður fyrir þeim.

Ég tek það fram að við skrifuðum ekki upp á þessi lán heldur komu þau í ljós þegar drengurinn var látinn. Ég verð ótrúlega reið þegar ég heyri af þessum niðurfellingum skulda hjá fólki sem á nógan pening.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:03

11 Smámynd: Heidi Strand

 Ísland er Sikiley norðursins.

Heidi Strand, 20.12.2008 kl. 23:29

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fyrirgefið að ég snúi mér fyrst að "kommentera" á athugasemdir ykkar núna á sunnudagsmorgni, en ég gerði eitthvað, sem ég geri allt of sjaldan eða að fara með dætrum mínum í Kringluna. Það var mjög gaman í jólainnkaupunum og er ég næstum búinn. Að innkaupunum loknum bauð ég þeim á tælenska veitingastað hér í Reykjanesbæ, sem við höfðum út af fyrir okkur, því það voru engir aðrir gestir - ekki skemmtileg tilfinning!

Gísli og Palli litli:

Rétt hjá ykkur!

Friðrik Hansen:

100% sammála þér!

Burt með góðærisþingmennina - alvöru fólk inn á þing, sem hefur tekið þátt í þessu þjóðfélagi. Við hægri menn þurfum algjörlega að snú bakinu við þessum "steríótýpum", sem við höfum sent á þing undanfarin 20 ár. Fá menn á borð við Eykon og Pétur sjómann aftur í ræðustól - menn sem þekktu atvinnulífið! 

Erik og Anna-Karen:

Takk fyrir!

Höfundur ókunnur:

Alveg sammála þér með Davíð Oddsson. Auðvitað er óþolandi að hann skuli hafa verið settur í Seðlabankann og þaðan af verra að hann skuli ekki hafa viljað fara sjálfviljugur í burtu.

Davíð er auðvitað mjög sérstakur, en hann er að mínu mati enn stærsti stjórnmálamaður, sem við höfum átt á lýðveldistímanum. Hver þorði að bjóða þessum mönnum birginn. Hver talaði um einokun Baugs, tók peningana út úr KB banka þegar honum ofbauð græðgin, varaði við myntkörfulánunum og þeirri ótrúlegu þenslu, sem hér ríkti. Davíð stjórnaði ekki landinu undanfarin ár eða þegar þjóðarskútunni var strandað, það voru aðrir menn og konur!

Spillingin er svo víða að maður veit eiginlega ekki hvar á að byrja og í hvaða stjórnmálaflokki!

Guðrún Magnea:

Já, maður var hálfgerður kjáni og hefði átt að hlusta betur á fólk!

Linda:

Lausnin er ekki að við öll förum, því við sáum það á árunum 1997-2004 að hér var hægt að lifa frábæru lífi og hafa það gott án þess að standa þessari "útrás", sem skilaði 95% þjóðarinnar litlu sem engu nema skuldum.

Við þurfum að skoða ESB aðild og skipta út 80% af þingmönnum okkar. Síðan þarf að kjósa næsta haust!

Nafnlaus:

Það eru margir nafnlausir, sem segja sömu sögu og við tvö og í raun mikið verri dæmi, þar sem fólk hefur misst aleiguna og meira til!

Heidi:

Ég hef verið mikið á Ítalíu og maturinn er betri á Sikiley - annars hárrétt hjá þér!

Að vísu er sakleysissvipurinn meiri á Íslendingum, minni t.d. á Bjarna Ármannsson, sem var bestur í að setja upp gáfu- og sakleysissvip af öllu þessu glæpagengi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.12.2008 kl. 09:07

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Niðurfelling Ábyrgða!

Af hverju voru bankarnir ekki skikkaðir til að draga tap séreignasjóðanna frá höfuðstól skulda sem mikill meirihluti fólks glímir nú við enda með allt í sama bankanum?

Hvernig er hægt að setja ungt fólk í skuldafangelsi með því að lána 3 milljónir til bílakaupa sem í dag er komið í sjö og verðmæti bílsins í tvær. Grandalausir foreldrar skrifuðu jafnvel uppá. Þegar atvinnumissir bætist svo við breytist vonleysið í örvæntingu.

Gera stjórnendur þessa lands sér grein fyrir þeirri vá og þeim hrikalega aðstæðum sem blasa við fjölskyldum þessa lands. 

Margt ungt fólk í dag á sér ekki vonarglætu vegna einnar undirskriftar á pappír og veit ef það borgar ekki verður gengið á eignir foreldra og ástvina.

Ég á afar erfitt með að vanda orðaval gagnvart þeim sem dæla í gegnum pappírstætara, ábyrgðum forríkrar elítunnar.   

Í flestum siðmenntuðum ríkjum bera lánastofnanir mikla ábyrgð þ.e. ef bankinn er nóg og vitlaus til að lána einstaklingum sem sýnilega geta ekki borgað þá taka þeir skellinn sjálfir, eins geta þeir ekki gengið á aðrar eignir en lánað var út á í upphafi.

Ég hef áhyggjur af unga fólkinu í dag og pistillin hér að ofan frá "Nafnlaus" skilur mig eftir með stóran hnút í maganum. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 21.12.2008 kl. 09:23

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ragnar þór:

Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu hér á landi og þá sérstaklega fyrst sex mánuði næsta árs, þegar stóri skellurinn kemur.

Mikilvægt er að við töpum okkur ekki í ofbeldi og skemmdarverkum, því það hjálpar engum.

Hins vegar þarf auðvitað að tryggja að þeir sem sköðuðu þjóðfélagið á þann hátt, sem gerst hefur hljóti makleg málagjöld.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.12.2008 kl. 12:02

15 Smámynd: Hundur í manni...

Já en hvar er fjámrálarðránuneytseftirltið ?

Hundur í manni..., 28.12.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband