Hversu mikið og hversu hratt geta kommúnistar og sósíalistar étið ofan í sig?

Það verður gaman að fylgjast með ríkisstjórn VG og Samfylkingar næstu mánuðina og hugsanlega næstu árin - ef marka má skoðanakannanir.

Ég velti því fyrir mér hversu mikið og hversu hratt meðal sósíalisti og meðal kommúnisti getur étið ofan í sig af kosningaloforðum og yfirlýsingum?

Við erum ekki aðeins að tala um að þeir ætli ekki að borga kröfur varðandi skuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans, heldur að skila eigi láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að ekki megi skera niður í félagslega kerfinu, heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu!

Ef marka má yfirlýsingar forystumanna VG, þá á að auki í "hreinsuninni" að reka hálfa stjórnsýsluna - sem skipuð var af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki - og að því mér skilst á nær allt dómskerfið einnig að víkja - enda "gjörspillt" líka! Hvernig þetta ágæta fólk heldur að Ísland eigi að "fúnkera" á hálfri stjórnsýslu og hálfu dómskerfi er mér illskiljanlegt!

Hvorki VG eða Samfylkingin hafa stutt lögregluna í landinu til góðra verka. Nei þessir aðilar hafa haft í flimtingum að lögreglan ætti að halda sig til baka, þegar æstur múgurinn kastar í lögregluna saur, hlandi, grjóti eða steinhellum eða brýtur rúður á Alþingi eða stjórnarhúsinu eða skemmir aðrar eigur almennings. Sumir stjórnamálamenn hafa hreinlega hvatt til árása á lögregluna í orði eða með látbragði. Enn aðrir hafa lagt sig fram um að rífa niður rannsóknir Ríkislögreglustjóra, sem beinst hafa að auðjöfrum og fjárglæpamönnum. Ég býst við að fjárveitingar til Ríkislögreglustjóra verði skornar niður við trog í næstu fjárlögum og að varnir landsins verði í lausu lofti eftir að þeir eru búnir að leggja niður Varnarmálastofnun.

Hvað ætlar ríkisstjórn sósíalista og kommúnista að gera þegar að kreppu lokinni verður spurst fyrir um álverksmiðju á Bakka eða kísilverksmiðjur í Þorlákshöfn eða Helguvík? Hvað gerir grasrótin í þessum flokkum ef þessi starfsemi verður samþykkt af þeirra eigin flokkum? Heldur hún áfram að hlekkja sig við vinnuvélar og stöðva framkvæmdir? Lýsum við fyrst Vesturlanda yfir fullum stuðningi við hryðjuverkasamtökin Hamas? Nú er ekki einungis hætt á einangrun landsins vegna bankahrunsins, heldur kannski einnig vegna öfgafullrar stefnu í utanríkismálum?

Rekstrarreikningur ríkisins lítur svona út árið 2009:

520 milljarðar - Útgjöld ríkisins 

370 milljarðar - Tekjur ríkisins

150 milljarðar - Skuldaaukning

Við vitum hvernig sósíalistar og kommúnistar leysa slík vandamál: það verður lagður "hátekjuskattur" upp á 5-7% á alla sem hafa laun yfir 350.000 kr. og að auki verða skattar hækkaðir svo á fyrirtækin að þau sem geta flýja land og þau fáu sem lifa af kreppuna gefa upp öndina. Að auki verður þjóðin skuldsett enn meira en orðið er nú þegar!

Guð hjálpi okkur Íslendingum næstu mánuði og hugsanlega næstu ár! 

 


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég er nú sammála greinarhöfundi. Nú sem aldrei fyrr er ég feginn að búa erlendis. Ekki flyt ég heim meðan kommarnir eru við völd, það er á hreinu.

Heimir Tómasson, 29.1.2009 kl. 08:22

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég vil biðja þig afsökunar á þessari athugasemd minni en mér finnst hún þér ekki sæmandi, þú ert nú þarna kominn í gamla kaldastríðsfarið. Þinn flokkur we með annarra hjálp búinn að koma hér öllu í kalda kol og hrökklast frá vegna aðgerðaleysis og mér hefur nú fundist sem þú værir nú ekki ánægður með gang mála og þegar svona er komið þá er björgunarsveitin kommúnistar, ja svei svona málflutningi.

Kv.

Magnús

Magnús Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 08:25

3 identicon

Ef ég væri yfirlýstur sjálfstæðismaður myndi ég hafa hægt um mig þessa dagana.

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:25

4 identicon

Sveinn, myndin þín segir allt sem segja þarf.

 Lítið að marka þínar skoðanir meðan hún er við, en þetta er sorgleg staðreynd. Hærri skattur þýðir oftast lægri skatttekjur í ríkissjóð. Allir hagfræðingar vita það, VG eru bara of góðir til að hlusta á hagfræðina og halda að það gerist ekki hjá þeim þó það hafi gerst hjá öllum öðrum.

 Þau örfáu fyrirtæki sem eru ennþá að koma gjaldeyristekjum inní landið og hafa ekki lifað af kerfinu eða rænt íslenska ríkisborgara (ccp t.d.) munu flýja land ef skattar á fyrirtæki hækka mikið meira. Þá fáum við engar skattekjur frá þeim?

 Hvernig réttlætir þú það að það eigi að refsa þeim sem leggja sig fram við vinnu og fjárfesta í námi? Af hverju ætti ég að nenna að vinna meira til að fá hærri laun ef það þýðir að ég þarf að borga miklu hærri skattprósentu til ríkisins.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:27

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég er yfirlýstur Sjálfstæðismaður Aðalbjörg og skammast mín ekkert fyrir það.

Jónas Jónasson, 29.1.2009 kl. 08:42

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Sama hér.

Heimir Tómasson, 29.1.2009 kl. 08:45

7 identicon

Veistu eg vorkenni þeim sem eru blindir að þeir sja ekkert nema vinstri stjórn. VG hefur sagt að þeir vilja helst skilja imf láninu til baka. hmm þeir vilja ekki borga icesave. hvað kemur næst engin helguvík allar virkjanir látna bíða. eg segji bara kosningar og kosningar strax (vanhæf rikistjórn )

hilmar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:46

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Öll:

Er ekkert að gera lítið úr ábyrgð okkar sjálfstæðismanna - hef þegar margorft lýst yfir að við öxlum okkar hluta af ábygðinni fyrir því, hvernig hlutum er fyrir komið! Ítreka það hér og nú!

Aðalbjörg: 

Er ekki málfrelsi í þessu landi! Mega engir aðrir en VG og Samfylkingin lýsa yfir skoðun sinni þessa dagana? Hvernig lýðræði er það? Stór hluti Íslendinga eru enn hægri menn, þrátt fyrir að "lánlausa" forustu og aðgerðaleysi og ákvarðanafælni undanfarinna ára!

Eru það einungis stjórnleysingjar og vinstri menn sem mega segja skoðun sína, en tjáningarform þeirrar í mótmælum einkennist aðallega af skrílslátum og skemmdarverkum.

Búkollabaular:

Gaman að þér!

Ég hef nú aldrei verið frjálshyggjumaður líkt og margir í mínum flokki, en þú vilt kannski meira af slíku - ekki ég!

Magnús:

Ég er ekkert ánægðari með mína menn núna en ég hef verið undanfarna mánuði! Um það snýst málið alls ekki og ekki var ég að biðja um þessa ríkisstjórn, heldur aðgerðir frá þeirri fyrri!!!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.1.2009 kl. 08:51

9 identicon

Ég var flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi, en nú skammst ég mín fyrir að hafa kosið þann hægriöfgaflokk sem hefur komið okkur nánast í gjaldþrot og gert okkur að álgjörum fíflum frá öðrum löndum séð. Ég hef sagt mig úr flokknum eins og hundruðir annara hafa gert að undanförnu og núna hlæ ég bara að heimskulegum málflutningi þeirra sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:58

10 identicon

Nákvæmlega !  Það er nefninlega alveg frábær jarðvegur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið fyrirtækjum og fólkinu í landinu.  Ætlar þú svo að fara að bölsótast útí Samfylkingu og Vinstri Græna ?  Þú lætur eins og þeir séu að taka við einhverju normal ástandi sem þeir ætli að fara að gera að einhverju helvíti fyrir fyrirtækin og fólkið í landinu !  Get real og spáðu aðeins í stöðuna sem þeir eru að taka við !

Egill Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:11

11 identicon

Mikið ofsalega finnst mér Framsókn sleppa vel í þessari umræðu.....

 Ég veit ekki betur en að hvert einasta mannsbarn hérna á Íslandi ætti að vera að klappa fyrir hægri stjórninni fyrir að koma hlutunum í lag eftir niðurníðslu vinstri stjórrnarinnar frá 78-91.  FME var í höndunum á Samfó undanfarin ár, hvernig stendur á því að það er þá Sjáfstæðisflokknum að kenna hvernig fór?

Bankarnir lentu í höndunum á Framsóknarmönnum (Valgerður Sverris), ekki Sjálfstæðismönnum en samt baular enginn á Framsókn....? Hvað er að???

Hverjir eru það sem fengu erlenda sérfræðinga til landsins til að fara yfir málin eftir bankahrunið? Jú mikið rétt, Sjálfstæðismenn.  En bara af því að það komu ekki svör daginn eftir á þessu brjálæðislega flókna máli þá er allt þeim að kenna, helvítis sjálfstæðismenn.  Í staðinn þá fáum við rugludalla sem garga eins og óþekk börn á foreldra sína og heimta meira dót á meðan foreldrarnir horfa í budduna og reyna að finna sér aðra vinnu til að geta verslað í matinn og haldið lífiinu áfram (börn = VG, foreldrar = Sjálfst).

En veistu ég er nokkuð sáttur, það er betra að fá vinstri stjórn í nokkrar vikur í staðinn fyrir 4 ár, bara í guðanna bænum ekki gleyma Framsóknmönnum, þar eru alvöru óþverrar.

Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:19

12 Smámynd: Heimir Tómasson

Er búið að ferma þennan sem var kosinn formaður um daginn? Eða var hann ekki kosinn? Hvernig var þetta? Voru þeir einhverntímann með fjármálaráðuneytið?

Heimir Tómasson, 29.1.2009 kl. 09:26

13 identicon

Held ég að það sé illa komið fyrir lýðræðinu ef fólk með pólitískar skoðanir sé allt litað svart - hvítt eftir því hvart það sé „vinstri - hægri“.

Þetta er gengið svo langt að menn með vissar skoðanir eru úthrópaðir sammfélagslegum bannorðum eins og kommúnisti, anarkisti eða samsærissinni (lesist maður sem heldur fram samsæristkenningum). Bannorðin er þannig að orðið er slæmt orðsins vegna en engar röklegar ástæður liggja bakvið. Nefni ég sem dæmi svar Ingvars Linnet hér ofan.

Það er ekki lengur pláss fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu því það er búið að neikvætt gildishlaða öll orð og heiti sem vinna gegn núverandi kerfi.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:27

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Í mínum huga eru orðin sósíalisti og kommúnisti samheiti.

Júlíus Valsson, 29.1.2009 kl. 09:35

15 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hef ekki haldið uppi vörnum fyrir núverandi stjórnkerfi eða þeim sem hafa verið við völd hér undanfarin ár - bara hreint ekki. Þeir sem nenna geta lesið pistla mína sl. ár í þessa átt.

Lausnin er hins vegar ekki falin í vinstri stjórn, heldur breytingum á stjórnarskránni og smávægilegum breytingum á stefnu Sjálfstæðisflokksins! Að auki þarf að setja betri samkeppnislöggjöf og löggjöf um banka og fjármálastarfsemi. Hverfa þarf frá "eftirlitsleysi" frjálshyggjunnar - sem ég hef aldrei aðhyllst - í hæfilegt eftirlit með markaðnum og þetta gildir ekki aðeins um Ísland, heldur allan heiminn. Það er ekki síst vegna þróunar í heimsviðskipum að þetta þetta á við um allan heim.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.1.2009 kl. 09:36

16 identicon

Guðbjörn minn.

Alveg nákvæmlega sama hvað þið klórið mikið yfir skítinn. þessi smáþjóð hefur aldrei nokkurn tímann staðið í öðru eins klúðri ,eins og núna, eftir ykkur. Þjóðin er búin að fá fyrir löngu nóg af klíkuskap og óstjórn ykkar. Ykkar menn halda áfram með fáranlegar yfirlýsingar, sem þjóðinni fellur ekki. Biðlaun ráðherra.,"Maður er vanur að taka við því sem er rétt að manni", segir Árni, sem enn er Fjármálaráðherra og Björn segist bara vera að "fara að lögum". Ykkar menn vinna á fullu enn við að jarða flokkinn, þjóðinni til mikilla heilla og bjartari framtíðar. Stefna Sjálfstæðisflokksins er steindauð og jarðarförin fer fram á vordögum  

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:54

17 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Held að þurfi meira en "smávægilegar breytingar á sjálfstæðisflokknum" hann er komin svo lang frá öllu því sem hann lagði af stað með þegar hann var stofnaður.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.1.2009 kl. 10:13

18 identicon

Rúnar Berg, mér finnst ekkert að því að gera útá þessa mynd sem stendur fyrir ríki sem var þekkt fyrir mismunum borgara sem endaði með að ríkið sjálft féll í sundur, skíturinn sem kom í ljós þegar það féll var rosalegur.

 Nákvæmlega það sem Vinstri Grænir eru að gera, þeir lofa gulli og grænum skógum, þeir lofa því sem kjósendur vilja, en allir þeir sem hafa kynnt sér málið vita að það gengur ekki sem þeira segja, allar þessar lausnir ganga ekki.

Hatur á Sjálfstæðisflokknum er að gefa þeim atkvæði, bara því þeir eru á móti, ekki af því að þeir hafa eitthvað til síns máls. Það hræðir mig.

Ingvar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:15

19 identicon

Ja nu er beðið eftir rannsókninni um bankahrunið se lokið. Þá getum við sannað syndir sjálfstæðismanna. Mer finnst bankastjorarnir eigi ekki vera gefa yfirlýsingar meðan málin eru í rannsókn.Sjálfstæðsmenn bera fulla ábyrgð á hruninu.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:32

20 identicon

Það er vert að halda því til haga að VG hafa árum saman minnt á  þörfina fyrir regluverk og eftirlit með fjármálageiranum - sem hefðu forðað okkur frá Davíðshruninu.

Birna (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:48

21 identicon

Hér er kalda stríðið skollið á og menn mjög gáfuleigir.  Heimir Tomm vert þú bara áfram erlendis og því lík rugl grein.  Er ekki í lagi með ykkur drengir, hafið þið ekki fylgst með því sem hefur verið að gerast á Íslandi. 

"Smávægilegar breytingar á stefnu Sjálstæðisflokksins".  Það sannast hér að það er sama hvað þessi flokkur gerir að asnarnir kjósa hann alltaf aftur.

Brynjar

Brynjar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:13

22 identicon

Guðbjörn, ég er nú bara að reyna að setja mig í spor kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Það sem ég á við er að mér finnst vanta upp á auðmýkt í viðhorfi ykkar Sjálfstæðismanna til stöðunnar.  Þið kusuð flokkinn sem ber höfuð ábyrgð á þessu ástandi, hvort sem það var nú gert af gáleysi eða ásetningi.  Mér finnst með ólíkindum að venjulegt fólk sem á engra hagsmuna að gæta sé að verja þennan flokk þegar staðan er sú að þjóðin er á hausnum og rúmlega það. Mér finnst að þið ættuð að þakka fyrir að einhverjir skuli vilja taka að sér að reyna að laga til eftir áralanga óstjórn Sjálfstæðisflokksins hér á landi.   P.S. Hélstu einhvern tímann í alvöru að Geir léti Davíð fara úr Seðlabankanum?

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:41

23 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvað er að fólki:

Er sósíalisti skammyrði um sósíaldemókrata?

Upplifa VG meðlimir kommúnisti sem skammyrði? Ég þekki meðlimi í VG sem eru stoltir af því að vera kommúnistar og skammast sín ekki!

Ég skammast mín ekkert fyrir að vera kallaður íhald, markaðssinni, kapítalisti eða auðvaldspúki, en kallið mig ekki frjálshyggjumann, því ég hef ekki aðhyllst þær kenningar í 25 ár!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.1.2009 kl. 16:03

24 Smámynd: Stefanía

Var ég eitthvað að misskilja nýju reglurnar hér á blogginu...eða, mega  "nafnlausir" enn commenta ?

Stefanía, 29.1.2009 kl. 17:27

25 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Árni Björn:

Það var nú eitt af því sem Geir Haarde og félagar að þeir vildu bíða með kosningar þar til skýrslan um bankahrunið yrði birt. Heldurðu að þeir hafi viljað bíða til að láta slátra sér í kosningum vegna niðurstöðu slíkrar úttektar. Það held ég ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að fela varðandi hrun bankanna - alls ekkert! Auðvitað stóð minn flokkur sig ekki vel - frekar en aðrir flokkar á Alþingi/að mínu mati allir samsekir - á Alþingi og setti ekki nógu vanda löggjöf um banka og fjármálafyrirtæki og það sama má segja um eftirlitshlutverk Seðlabanka og Fjármálaeftirlits, sem skrifast ekki á Sjálfstæðisflokkinn, heldur Framsóknarflokk sem var lengst yfir eftirlitinu og síðan Samfylkinguna, sem var yfir eftirlitinu þegar afdrifaríkustu skrefin voru tekin, t.d. varðandi Icesave reikningana.

Gunnar Þór:

Ég vil frekar verða rekinn en að fá ekki að segja mína meiningu! Væri gaman ef að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að ég yrði rekinn, gaman að taka þann slaginn!!

Að mínu mati eru þessi skrif mín algjörlega í samræmi við það sem ég hef skrifað undanfarið ár eða svo. Ég hef gagnrýnt mína menn fyrir aðgerðaleysi og hvatt þá til aðgerða, en ekki óskaði ég eftir aðstoð þessarar vinstri stjórnar við lausn mála.

Er það lýðræðislegt að minnihlutastjórn stjórni landinu, sem í er annar flokkurinn sem ber stóra ábyrgð því hvernig málum er fyrir komið, þar sem hann stjórnaði Viðskiptaráðuneytinu, sem bankarnir og Fjármálaráðuneytið heyra undir, sl. 1 1/2 ár. Að auki situr þessi stjórn í skjóli stuðnings Framsóknarflokksins, sem fór með Viðskiptaráðuneytið við einkavæðingu bankanna og ber því pólitíska ábyrgð á einkavæðingu bankanna og mesta ábyrgð á því, að ekki var sett strangari löggjöf um banka og fjármálastofnanir undanfarin 5-6 ár!

Þetta er skrípaleikur án nokkurra fordæma! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.1.2009 kl. 20:35

26 identicon

Mikið rosalega er ég sammála síðasta ræðumanni

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:25

27 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er aldeilis að þið kvartið meðan við tökum til eftir ykkur og mennina sem störfuðu í ykkar umboði. Þið hafið keyrt landið svo langt til andskotans að það er heimssöguviðburður og nafn landsins orðið samheiti yfir efnahagshrun vegna óstjórnar. Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá var eitt sinn sagt og má með sanni segja að það er morkið tré sem ber jafn hörmulegan ávöxt og stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hefur verið fyrir Ísland. Nú er að sjá hvort ekki farnist betur undir stjórn vinstrimanna, en í því samhengi má benda á að óðaverðbólga var einmitt stöðvuð í síðustu ríkisstjórn sem var laus við Sjálfstæðisflokkinn.

Allt tal um að allir flokkar á þingi séu samsekir þar sem ekki voru settar nægjanlegar reglur um starfsemi bankanna er fyrirsláttur enda voru tillögur VG um að hemja bankana slegnar út af borðinu af skiftandi ríkisstjórnum sem ekki hafa leyft þeim að koma til afgreiðslu hvað þá annað. VG tókst ekki að hemja bankana en þeir reyndu þó að hafa vit fyrir ykkur. Ekki er heiðarlegt að kenna þeim um slysið sem var að reyna að benda þér á að fara aðra leið.

Hvað varðar skattahækkanir að þá vil ég benda á að 20-30% af skatttekjum ríkisins mun fara í hítina sem óstjórn Sjálfstæðisflokksins skildi eftir sig sem t.d. er meira en allur tekjuskattur landsmanna. Mundu því eftir því hverjum þú átt að þakka tekjuskattinn sem hverfur af launum þínum, því það er auðmannastéttin og flokkurinn hennar. Með slíka stóraukna vaxtabyrgði sér hver heilvita maður að auk sársaukafulls niðurskurðar er óhjákvæmilegt að fara í stórfeldar skattahækkanir. Að öðrum kosti yrði niðurskurðurinn svo sársaukafullur að hann myndi kosta lækkun meðalaldurs, hækkun ungbarnadauða, útbreddar félagslegar hörmungar, upplausn og landsflótta. Á erfiðum tímum þurfum við að forgangsraða því sem er mikilvægt fyrst og er hluti af því að ganga hart á eftir bruðli jafnt í opinberum rekstri (með nipurskurði) sem í einkarekstri (skattlagning). Baráttan framundan er uppá líf og dauða fyrir samfélagið okkar og þið munið sjá að ríkisstjórn undir Jóhönnu mun skora bruðlið í samfélaginu á hólm og hafa okkur út úr þessu ástandi á þann hátt. Meðan að fólk í þessu landi á ekki fyrir að fara á sjúkrahús og tugir þúsunda eru atvinnulausir er ekki stætt að kvarta yfir því að borga háttekjuskatt.

Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 22:46

28 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Heyr, heyr Guðbjörn

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 29.1.2009 kl. 23:58

29 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Frjálshyggjumenn hafa í ritum sínum síðustu 85 ár kallað þær lánabólur, þann óhefta vöxt peninga í umferð og þá verðbólgustefnu sem Sjálfstæðisflokkur stóð fyrir síðustu ár 'andlýðræðislegan' og 'andkapítalískan'. Frjálshyggjumenn hafa einnig varð við því að þessi stefna myndi leiða til efnahagslegs hruns og hruns gjaldmiðilsins.

Þau verkefni sem leysa þarf, eins og halli í ríkisfjármálum, háir stýrivextir, há verðbólga, atvinnuleysi, gjaldeyrisskortur(og gjaldeyrishöft) og gífurlegar skuldir Íslendinga og íslenska ríkissins eru öll afleiðingar stefnu Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.

Ég ber meiri virðingu fyrir þeim sem stíga fram og vilja leysa vandann (S, VG og nú síðast B) en Sjálfstæðisflokknum sem reynir enn að segja okkur að ástandið sé bara alls ekki eins slæmt og við höldum.

Lúðvík Júlíusson, 31.1.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband