Þörf á íslenskri „Realpolitik“ ...

Otto von BismarckÁ tímum sem þessum er ekki þörf á lýðskrumi heldur raunsæisstjórnmálum (þ. Realpolitik). Í stað þess að berja hausnum við steininn og halda áfram að tala um hversu „óréttlátt“ það er að við verðum að borga þær skuldir, sem við Íslendingar virðumst hafa komið okkur „óafvitandi“ í fyrir getuleysi okkar embættis- og stjórnmálamanna, verðum við „tækla“ þetta vandamál á yfirvegaðan og skynsamlegan hátt. Í því felst einmitt það sem Alþingi ákvað að gera í haust undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar og það sem núverandi ríkisstjórn er einnig að reyna að gera – þótt árangurinn hafi að mínu mati ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir –, þ.e.a.s. að semja okkur út úr þeim vanda sem við erum í.

SigurveldinVissulega eru vextirnir háir og ýmis ákvæði samningsins því sem næst óásættanleg. Spurningin er hvort eitthvað betra sé í boði og svar mitt er að því miður virðist það ekki vera tilfellið. Óréttlátt er þetta og grátlegt, en því miður er staðan þessi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Aðalatriðið er að mínu mati að endurreisn bankanna og atvinnulífsins hefjist sem fyrst, því annars þurfum við ekki einu sinni að hafa áhyggjur af Iceasave reikningunum eða öðrum skuldbindingum, þar sem allt verður komið í þrot: ríkisfjármálin, atvinnurekstur og heimilin.

Richard Nixon í KínaEf að við ráðum ekki við greiðslur af lánunum – sem ég tel að niðurstaðan verði á endanum – verðum við hvort eð er tilneydd til að takast á við það seinna og semja aftur um Icesave málið og aðrar skuldir. Ég spyr ykkur því, landsmenn góðir, hvort við verðum ekki í betri aðstöðu til að endursemja um vexti og afborgunarskilmála, þegar bankarnir hafa verið endurreistir og hjólin aftur farin að snúast, búið að leysa úr sárasta vanda atvinnurekstrar í landinu, vanda heimilanna og vanda ríkissjóðs og sveitarfélagana. Verðum við ekki í betri aðstöðu til að semja við Breta og Hollendinga og aðra lánadrottna þegar við erum orðin aðildarríki ESB og okkar ráðamenn sitja fundi með ráðamönnum ESB nokkrum sinnum í mánuði. Getum við ekki rætt þessi mál á öðrum nótum en gert hefur verið undanfarna mánuði þegar því efnahagslega ofsaveðri, sem geisað hefur undanfarið tæpt ár, er lokið og þjóðarleiðtogar heimsins hafa róast niður og heimurinn allur er farinn að sjá út úr versta moldviðrinu.

Die NiederlageStundum verður maður að kyngja stoltinu um einhvern tíma og horfa á ástandið raunsæjum augum og vinna úr stöðunni eins og hún er í dag en ekki eins og við óskum okkur að hún sé. Það sama verða stjórnvöld einnig að gera. Þetta þurfa þjóðir að gera þegar þær tapa stríðum og við töpuðum þessu stríði og erum gjörsigruð þjóð, líkt og Sigurður Líndal benti réttilega á fyrir skömmu – þannig er nú einu sinni lífið, það er ekki alltaf réttlátt, skemmtilegt eða þægilegt!

Myndir:

  1. Otto von Biskmarck
  2. Churchill, Roosevelt og Stalin á Jöltu
  3. Nixon í Kína
  4. Hermaður í Berlín árið 1945 

mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðbjörn. Nú er ég sammála þér. Að kyngja stolti og taka ábyrgð er að mínu mati afskaplega stór sigur bæði einstaklingum og þjóð.

Við sjáum hvert stoltið og ábyrgðarleysið hefur komið okkur. Megum ekki gleyma því að öll fæðumst við í þennan heim í þessari vídd til að læra. Af vitleysunum lærum við mest.

þannig getum við séð gróða í þessu basli. Gróði mælist ekki alfarið í beinhörðum peningum. það er mín skoðun. Við þurfum bara að kynnast því sjálf í raun hversu gefandi það er að gefa til þeirra sem minna mega sín og jafnvel eru útskúfaðir, til að fatta það í raun.

Andlega fátæktin er verst.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.7.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þakka ágætan pistil Guðbjörn þó ekki sé ég að öllu sammála. En realpólitík þurfum við og  kasta flokkadráttum og fjötrum fyrir borð.

Já, við erum sigruð þjóð á vissan hátt. En hinsvegar er staða okkar öfundsverð til lengri tíma litið m.v þær hörmungar sem aðrar þjóðir þurfa að kljást við í náinni framtíð. Ég fer aldrei ofan af því.  Ég lít á aðsteðjandi vanda sem tímabundinn, nokkur ár verða erfið. Hversu erfið er undir okkur sjálfum komið. Við höfum áður gert þjóðarsátt til að leysa vandamálin. Nú þurfum við risavaxna þjóðarsátt til að leysa úr því ofboðslega ójafnvægi sem hefur myndast í hagkerfinu - stórir hópar eru vel efnaðir og komnir fyrir vind, aðrir (börn hinna fyrrnefndu) eru aftur í hörmulegri stöðu. Það er okkar að jafna þetta. Innlenda kökuskiptingin með aðferðum fyrri ára - verðtryggingu, gengistryggðum lánum og ofurvöxtum er að ganga frá okkur. Og við missum fjölda manns úr landi ef ekki verður úr þessu bætt. Þetta er pólitískt viðfangsefni og taka verður hagsmunahópa undir vegg og skýra fyrir þeim alvöru máls. Þeir græða ekkert þegar upp er staðið á óbilgjörnum kröfum sem flæma aðra úr landi - einmitt fólkið sem á að greiða þeim elliárin t.d

Hliðin gagnvart útlöndum er síðan annað mál. Samningar hljóta að vera leiðin þar - en þeir verða aldrei af neinu viti meðan viðsemjendur okkar fá ekki stöðuna á hreint. Á meðan við erum vopnlaus í samningum eins og sendiför Svavars Gestssonar var líklegast.

Kv.

Ólafur Eiríksson, 5.7.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Anna Sigríður:

Já, ég er nú enginn sósíalisti, en það er satt að við sem höfum aðeins meira á milli handanna verður að herða sultarólina. Því má hins vegar ekki gleyma að vandinn er kannski mestur hjá millistéttinni, en þar fóru ansi margir mikið fram úr sér. Ég hef aðeins við eitt erlent myntkörfulán að kljást og verði mín sultaról hert um of, mun ég einnig á endanum lenda í vanskilum. Þarna held ég að ég tali reyndar fyrir hönd flestra landsmanna. Og satt er það að andlega fátæktin er verst af öllu og slæmt er þegar menn eru í pólitísku keiluspili á tímum sem þessum. Sem hægrimaður er ég á svipaðri línu og Vilhjálmur Egilsson, sem sér einu mögulegu lausnina í samningum og ESB inngöngu. Allt þetta verður að ganga mjög hratt fyrir sig.

Ólafur:

Já, og það sem við hefðum þurft alveg frá því haust er þjóðstjórn, sem er eitthvað sem ég sá ekki þá frekar en svo margir aðrir.

Ég veit ekki hverjir eru mjög efnaðir núna. Ég átti 50-60% í húsinu mínu fyrir ári, en það er að étast upp. Ég réði mjög vel við skuldbindingar mínar fyrir og geri það í sjálfu sér þokkalega enn.

Vissulega eru verðtryggingin, gengistryggð lán og okurvextir búin að ganga sér sér til húðar og við verðum að finna skjóta lausn á því máli. Eina færa leiðin er einhverskonar hraðleið inn í ESB og hraðleið að evru.

Ég tel að Samfylkingin hafi verið að vinna að slíkri lausn alveg frá því í haust og yfirlýsingar embættismanna ESB og ýmissa stjórnmálamanna ESB ríkjanna í allan vetur séu ekki tilviljun ein, heldur að búið sé að varða veginn fyrir okkur. Þannig kæmi mér ekki á óvart að farið yrði í einhverskonar skuldaniðurfellingu og nauðasamninga samfara aðildarviðræðum við sambandið eða fljótlega í kjölfar aðildar að ESB. Evrópusambandið hefur ekkert að gera við okkur sem hálfgert þrotabú eða bagga á öðrum aðildarríkjum. Þetta gerir mig samt ekki að krata heldur að raunsæjum hægrimanni, sem skortur virðist vera á í þessu landi.

Það er einnig hárrétt hjá þér að fari sem horfi mun bresta á mikill landflótti, með þeim hörmulegu afleiðingum, sem af slíku ástandi stafar. Viðsemjendur okkar eru fullkomlega meðvitaðir um stöðuna og það er það sem róar mig. Ríki með 200 - 240% skuldir af þjóðarframleiðslu er að mínu mati því sem næst gjaldþrota. Svavar og félagar sömdu ekki vel, en þeir voru bara ekki í neinni aðstöðu til eins né neins. Sennilega höfum við verið í því sem næst vonlausri stöðu allt frá árinu 2007.

Það er þó engin vonleysistónn í mér, heldur er ég fullur bjartsýni, þ.e.a.s. ef okkur tekst að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga og þar með ESB. Sumir Íslendingar munu kalla mig gungu, en þegar ég hugsa til dætra minna 14, 16 og 18 ára og þeirra framtíðar, þá tek ég því eins og karlmaður.

Samlíkingin verið Versalasamninginn svokallaða er mjög góð, því að í þeim samningi var eitt aðalatriðið að Þjóðverjar lýstu yfir allri ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni (þ. Kriegsschuldartikels 231). Þannig var hin endanlega upphæð og tímarammi skaðabótagreiðslnanna ekki festur niður í samningnum, en það sama á við um okkur, því endanleg upphæð liggur enn ekki fyrir og þannig ekki heldur á hversu löngum tíma við munum borga upphæðina til baka.

Skaðabótanefndin (þ. Reparationskommission) hafði með höndum eftirlit með því hversu mikla greiðslugetu Þjóðverjar hefðu og ákváðu síðan hversu miklar bætur Þýskaland ætti að borga á hverju ári.

Ég byrjaði að lesa mjög góða grein á þýska Wikipedia í kvöld um Versalasamningana og ég held ég þýði hluta hennar á morgun til að Íslendingum fram á að Þjóðverjar sömdu og sömdu sig síðar að stóru leyti úr þessum málum. Þetta er að mínu mati leiðin út úr þessu máli, en ekki einangrun landsins.

Öndin trítilóða:

Já, Nixon. Ferð Nixons til Kína er mjög gott dæmi um "Realpolitik", en arkítektinn að þeirri ferð var Henry Kissinger.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 01:54

4 identicon

Alveg sammála þér með að við verðum að kyngja þessu öllu saman og neyðumst til að borga. Með öðrum orðum, sigruð þjóð., alla vega , eins og staðan er nú, sama hvað Davíð Oddsson, eftirlaunaþegi, er að henda fram núna. Honum fer allra ,allra best , að tjá sig ekki um þessi málefni, hann er búinn að gera alveg nóg og á ekkert að tjá sig meira um þetta. Samningsleiðin er alltaf farsælust, í deilum á milli þjóða, það veit ég  en Davíð ekki. Hér þarf að koma upp nýrri hugsun, nýju siðferði, nýrri stjórnsýslu, eins og hún leggur sig og hæfu fólki á hvern stað í stjórnsýslunni. 'Eg er alveg viss um, að ef svo hefði verið með þá aðila , sem stjórna áttu eftirlitshlið efnahagsmála, hefði aldrei farið eins illa og nú er ljóst. Augljóslega er siðblindan þvi miður enn hroðaleg og á ég ekki til orð til að lýsa, minni hneykslun á siðblindni varaformanns Sjálfstæðisflokksinns og hennar eiginmanns. Að hún skuli leyfa sér að sitja á þingi enn, er mér óskiljanlegt, enda vanur því frá Danmörku og Evrópu, að sjá stjórnmálamenn víkja sjálfviljugir, fyrir mikið minni yfirsjónir.

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 01:59

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Friðjón:

Við semjum um grið (tímabundin), en tökum síðan málið upp aftur ef við erum ekki að ráða við þetta, sem mér þykir einsýnt mál! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 02:09

6 identicon

NÚ ERUM VIÐ ALGERLEGA SAMMÁLA

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 02:32

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Í haust þurftum við þjóðstjórn og það var reynt, en hverjir haldið þið að hafi komið í veg fyrir það?  Samfylkingin, samkvæmt því sem Steingrímur J. Sigfússon sagði aðspurður á fundi í Stykkishólmi í desember síðastliðnum, eða eins og hann orðaði það það ver boðin þjóðstjórn og forusta samfylkingarinnar sagði þvert nei.

Einar Þór Strand, 5.7.2009 kl. 08:50

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Nú er ég loksins sammála.  Látum þjóðina borga skuldir Björgólfs og biðjum Guð að redda okkur eitt stykki Stalín til að stjórna og helst einni styrjöld með.  Þó ég sé á móti lánum sem ekki er hægt að borga til baka þá held ég að Icesave lánið verði þjóðinni til happs.  Hún lærir að standa saman og meta gildi notaðra fata.   

Björn Heiðdal, 5.7.2009 kl. 08:54

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góðar greinar hjá þér. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 09:32

10 identicon

Virkilega góður pistill hjá þér Guðbjörn. Staðan er slæm en ég tel að valið sé ekkert. Þetta verða nokkur erfið ár og mín spá er sú að við borgum ekki allar okkar skuldir heldur verði þær felldar niður eða samið uppá nýtt. En að það þýði að segja við borgum ekki, við borgum ekki, nei það gengur ekki. Mér sýnist því miður að nú sé stjórnaandstaðan komin í pólitík og sé ósammála því sem hún áður hélt fram eins og sést sérstaklega á Sjálfstæðisflokknum sem í síðust Ríkisstjórn taldi að við ættum að borga en nú eitthvað allt annað og öðruvísi. Þingmenn setja ofan eins og svo oft áður með svona málflutningi. Jafn sorglegt og það er tel ég að þingmenn Ríkisstjórnarflokkanna væru gegn þessu samkomulagi ef þeir væru í stjórnarandstöðu. Því miður snýst þetta um áhrif og völd en ekki heill Íslands. Þakka þér aftur fyrir mjög góðan pistil.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 10:33

11 identicon

Þú talar um að afnema lýðskrum en stendur svo í slíku sjálfur. Það er alveg hreint ótrúlega magnað að allir sem predika sönginn um að "kyngja stoltinu og borga" þeir eru harðir ESB sinnar. Tilviljun???

Kolbrún (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:17

12 Smámynd: AK-72

Ágætt að sjá pistil frá Sjálfstæðismanni sem horfir á raunveruleikann, en er ekki fastur í hjólförum pólitískt lýðskrums sem ætlað er til að ná völdum á ný.

Ég hef verið hægt og rólega að komast sjálfur á þá skoðun að samningaleiðin er eina færa leiðin og ég efast stórlega um að við getum fengið nýjan samning. Þessi sjö ár sem við fáum í frest, er tími sem er nauðsynlegur okkur sem þjóð þó að þetta sé skítasamningur. Í raun er þessari orustu tapað, við getum barist til síðasta manns og stórtapað henni á vígvelli sem er okkur erfiður og fjandsamlegur, eða við getum viðurkennt ósigur, haldið á undanhald til að bjarga sem flestu, endurskipulagt okkur og reynt að ná til baka vopnum okkar. Stríði er nefnilega ekki tapað þó stórorusta tapist.

En svo er það þetta sem mér finnst vanta í umræðuna og það er fórnarkostnaður þess að hafna samning. Einhverjir hrópa og kalla um að það sé hræðsluáróður og reyna að kaffæra allar raddir sem reyna að benda með rökum á, raunverulagar áhættur af því að hafna samning. Það fólk þarf að segja hvort það sé til í að taka ábyrgð á þeim ömurlegu afleiðingum sem gætu orðið af höfnun og hugsanlega lengingu kreppunar um fjölda ára, eða verður bara bent og sagt:"Þetta er allt stjórninni að kenna".

AK-72, 5.7.2009 kl. 12:25

13 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar Þór:

Auðvitað vildi Samfylkingin bara vinstri stjórn og hún fékk hana - illu heilli!

Björn:

Sælir eru einfaldir ... 

Baldur:

Takk fyrir það og sömuleiðis! 

Tryggvi:

Þetta er hábölvað, "helvítis fokking fokk" og á slíku eru bara til flóknar og sársaukafullar lausnir!

Kolbrún:

Þetta hefur ekkert með ESB að gera - alls ekkert! Ef ég gæti fengið skuldirnar niðurfelldar - þó ekki væri nema um svona 50% - þá gæfi ég skít í ESB og allt sem því viðkemur! Vandamálið er að hluti lausnarinnar felst í ESB aðild og samningaleiðinni. Smá skammtur af raunsæi er hluti af uppskriftinni að lausn á þessu risavaxna vandamáli!

AK-72:

Þetta er allt hárrétt hjá þér. Ég er svo bandsjóðandi argur út af þessu máli að það hálfa væri nóg. Ég væri svo til í að taka slaginn við Breta, Hollendinga og ESB, en það er engin lausn. Við töpum þessu stríði við 500.000.000 manna - 27 ríki! Að auki megum við ekki gleyma að engir aðrir eru að koma okkur til aðstoðar: Bandaríkin, Kína eða Rússland. Allir eiga nóg með sig, en það kann að breytast á 7 árum!

Fórnarkostnaðurinn er svo gífurlegur að út í það er ekki hugsandi - bara ekki hugsandi. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 13:58

14 Smámynd: Auðun Gíslason

Nú er ég þér hjartanlega sammála!  Raunsæisstjórnmál og sleppum lýðskruminu!

Auðun Gíslason, 5.7.2009 kl. 14:05

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef þetta sjónarmið hefði ráði hér á áttunda áratug síðustu aldar væri íslenka fiskveiðlösagan 12 mílur.

Guðmundur Jónsson, 5.7.2009 kl. 15:14

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur:

Þessu er ekki saman að jafna - engan veginn.

Annarsvegar var um að ræða þjóð, sem lifði nær eingöngu á fiskveiðum. Þjóðir heimsins sáu að Bretar, Þjóðverjar og fleiri þjóðir fóru ránshendi um Íslandsmið og stefndu lífsviðurværi okkar í hættu. Að auki áttum við volduga vini þá, Bandaríkjamenn, sem umhugað var um að við værum þeim velviljaðir vegna herstöðvar hér upp á Miðnesheiði!

Ekki saman að jafna - því miður! 

Nú fóru íslenskir víkingar ránshendi um Bretlandseyjar og meginlandið og uppskáru mikið. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 16:11

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Já þú segir það Guðbjörn. Og finnst þér það réttlæta að breskir stjórnmálamenn fari ránshendi um íslenskt samfélag þar sem þeir krefja meðalfjölskildu í landinu um 35.000 pund. Pund sem þeir prentuðu reyndar sjálfir með tilkostnaði fyrir þá sem svaraði til lítis annars en bleksins og pappírsins í bleðlana.

Guðmundur Jónsson, 5.7.2009 kl. 16:35

18 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Guðbjörn, þú virðist vera sammála mér um að núverandi Icesave samningur sé íslendingum ofviða, hvers konar siðferði er það að skrifa undir skuldbindingar sem maður telur sig ekki geta staðið við? Til að semja aftur seinna, semsagt ljúga og pretta, það er nóg komið af því. Realpolitik er einmitt að horfast í augu við staðreyndir og láta ekki íslensk, þetta reddast stjórna ferð, bendi jafnframt á grein í Vísi http://visir.is/article/20090704/FRETTIR01/705717415. Það er ekki hægt að leysa vanda sem menn vilja ekki viðurkenna að sé til.

Kjartan Björgvinsson, 5.7.2009 kl. 17:35

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur:

Nei, mér finnst það alls ekki og við munum aldrei geta greitt þetta og ég helg að Bretum og Hollendingum sé það ljóst. 

Kjartan:

Ég er sammála þér.

Þetta snýst ekki um lygar eða að við viljum svíkja og pretta fólk.

Bretar og Hollendingar vilja ekki sjá að við getum ekki greitt þetta og það tekur nokkur ár fyrir þá að átta sig á því.

Ég hvet þig og aðra til að lesa maraþonblogg sem ég mun birta á eftir um Versalasamningana.

Þar sjáum við hversu flókin og öfugsnúin svona mál eru. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 18:59

20 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Það er hlutverk íslenskra stjórnvalda að gæta hagsmuna íslendinga í nútíð og framtíð. Það má vel vera að bretar og hollendingar séu hræddir við að missa andlit við að gera raunhæfa samninga. Það er bara ekki vandamál Íslands, sama hversu mikið er reynt er ómögulegt að reyta hárið af sköllóttum. Að skrifa undir í von um að hægt verði að endursemja síðar er hættuleg taktík þegar engin ákvæði um hvenær og af hvers vegna slík endurskoðun getur átt sér stað í samningnum.

Versala samningurinn var afar slæmur samningur sem hafði hræðilegar afleiðingar, einmitt af því að ekki var litið til þess hvað var raunhæft, hefnargirnd ræði för. Ég býst nú ekki við að við getum farið í stríð við breta og hollendinga, en það er afar sennilegt að fólksflótti verði mikill frá Íslandi sem mun leiða til minni greiðslugetu, hærri skatta og skerðingu lífskjara fyrir á þá sem eftir verða sem aftur mun leiða til enn meiri fólksflótta. Það verður að grípa um rót vandans og ákvarða aðgerðir út frá staðreyndum. Ísland losnar ekki úr skuldasúpunni við að bæta stöðugt nýjum lánum við höfuðstólinn. Það verður að viðurkenna stöðuna og leita samninga um afskriftir skulda.

Kjartan Björgvinsson, 5.7.2009 kl. 19:33

21 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Kjartan:

Nákvæmlega sammála þér.

Lestu nú langa bloggið og þá sérðu hvað ég er að fara.

Þetta fólk sem fyrst við okkur þegar við erum komin í þrot.

Það hefur ekkert breyst á 80-90 árum - því miður! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 20:09

22 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Alltaf sami kjaftur á ykkur íhaldsdindlunum. Þið nennið að eltast við allskonar aukaatriði en minnist varla einu orði á, hvað þá að mótmæla, mesta hneyksli síðustu mánaða og þá á ég að sjálfsögðu við hækkunina á brennivíninu.

Þetta eru landráð í mínum huga. Stalín blessaður hafði þó vit á því að vera meira og minna fullur alla daga og Churchill mun víst hafa drukkið serrí og viskí ótæpilega. Þetta voru alvöru menn.

En þetta sportídíótaviðundur Steingrímur aðalritari fremur landráð fyrir allra augum og fáir standa upp og mótmæla. Mér ofbýður þetta. Maður skreppur í nokkrar vikur að heimsækja barnabörnin í Danmörku og kem heim til að fá þetta í andlitið.

Og ofaní allt annað lét löggan loka hóruhúsinu við Hverfisgötu.

Ég neyðist víst til að gerast pólítískur flóttamaður í Danmörku... aftur

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 21:31

23 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Já, og þetta er aðeins byrjunin á hækkunum á brennivíninu! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 21:49

24 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jájá, og síðan lækkar hann ellilífeyrinn minn. Þetta hefði Stalín blessaður aldrei gert. Hann var líka fullur flesta daga. Þetta er ljóta ákavítislausa þjóðfélagið

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 22:16

25 identicon

"..að við verðum að borga þær skuldir, sem við Íslendingar virðumst hafa komið okkur „óafvitandi“ í.."

Hver sagði þetta væru okkar skuldir, hérna og það án ríkisábyrgðar og án samþykkis Alþingis? 

Ert þú (Guðbjörn) eins óréttlátur og huglaus eins og þú skrifar um hér og/eða algjör Gúnga Norðursins, eða hvað? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 11:22

26 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þorsteinn:

Ég átti nú von á að vera kallaður gunga og hugleysingi fyrir þessi orð mín.

En þú snýrð út úr orðum mínum, en auðvitað klikkuðu embættis- og stjórnmálamenn hér á landi sem í Bretlandi og í Hollandi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.7.2009 kl. 19:15

27 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mér þykir mikið til þessa Þorsteins koma. Hann virðist vera góður drykkjumaður og ábyggilega vel kenndur þegar hann skrifaði þetta. Svona eiga alvöru menn að vera.

Hann gæti jafnvel verið á einhverju sterkara.

Sigurður Sigurðsson, 6.7.2009 kl. 21:54

28 identicon

Guðbjörn "En þú snýrð út úr orðum mínum,.."

Hvernig er hægt þú (Guðbjörn) að snúa út úr þessum orðum :"..að við verðum að borga þær skuldir, sem við Íslendingar virðumst hafa komið okkur „óafvitandi“ í.."

"Hver sagði þetta væru okkar skuldir.. án ríkisábyrgðar og án samþykkis Alþingis?" 

Hvað skuldir eru þetta, eru þetta ekki skuldir Landsbanka ehf og þessi ógreidda innistæðutrygging vegna "ICESAVE" þeas til sjálfseignar-tryggingarfélags, og hver sagði að þetta væru skuldir okkar (Íslendinga), og/eða þessar skuldir sem Landsbankinn ehf stofnaði til vegna "ICESAVE", þú?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband