Burt með vinstri menn og ríkisvæðingu - við viljum hagvöxt, atvinnu og framkvæmdir

Það verður að teljast furðuleg forgangsröðun hjá ríkisvæðingar vinstri stjórninni, að eftir að stór hluti íslenskra fyrirtækja - ekki aðeins bankarnir - er kominn í hendur ríkisins, fyrirtæki og heimili landsins eru á leið í fjöldagjaldþrot, fjöldaatvinnuleysi ríkir í landinu, gífurlegur halli á ríkissjóði neyðir stjórnvöld til að skera niður laun, þjónustu og framkvæmdir og stutt virðist vera í miklar uppsagnir hjá ríkinu, þá sé það eina sem stjórnvöldum dettur í hug að kaupa til baka fyrirtæki, sem að hluta til hefur verið einkavætt.

Með þessu er ríkið ekki aðeins að koma í veg fyrir að 100 milljarða fjárfesting í orkuiðnaðinum á Suðurnesjum verði að veruleika á næstu árum - sem kæmi í knallhörðum gjaldeyri til landsins - heldur einnig að setja áform um álver á Suðurnesjum í hættu, áform um kísilverksmiðju á Suðurnesjum í hættu og áform um byggingu gagnavers á gamla varnarsvæðinu í hættu.

Hvar ætlar Steingrímur J. Sigfússon og stúdentinn Katrín Júlíusdóttir að fá fjármagn til uppbyggingar í landinu? Hafa þau enn ekki áttað sig á því að aðstæður eru aðrar nú en árið 2007 og að lánamöguleikar okkar eru og verða næstu árin nær engir?

Við þurfum hér fólk við völd, sem hefur eitthvað annað á stefnuskránni en ríkisvæðingu þess litla atvinnurekstrar, sem enn er ekki kominn í hendur ríkisins. Burt með vinstri menn og ríkisvæðingu - við viljum hagvöxt, atvinnu og framkvæmdir!


mbl.is Vilja hlut Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Rosalega ertu illa þenkjandi.

Það er erkki þess virði að svara þessu heimskulega bulli í þér.

Níels A. Ársælsson., 1.9.2009 kl. 07:36

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Guðbjörn, upp með kapítalistana sem lögðu þjóðfélagið í rúst.

Miki öfunda ég menn em hafa unun af því að láta arðræna sig og traðka á sér.

Jóhannes Ragnarsson, 1.9.2009 kl. 07:38

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jói hugsa sér vitleysuna !

Og maðurinn kemur af Suðurnesjum þar sem bæjarstjórinn Árni hefur lagt arfleið 10 kynslóða í rúst með græðgisvæddum lántökum og sölu á eignum almenings.

Nú standa dýrin í miðjum rústunum og góla á björgunnarsveitarmennina.

Og hvað kallaði "pappakassinn" ráðherrann okkar ?

Níels A. Ársælsson., 1.9.2009 kl. 07:48

4 Smámynd: Álfdís Eir

Vitleysa, norska ríkið á meirihlutia í öllum orkufyrirtækjum og olíuvinnslufyrirtækjum í Noregi. Þar hafa menn haft vit á því að gefa ekki útlendingum auðlindir sínar. Þrátt fyrir það virðist nú ekki hafa skort mikið á hagvöxt, þvert á móti.

Hvað varðar lánamöguleika virðast þeir ekki vera miklir hjá Magma heldur. Það er varla að ástæðulausu sem þeir þurfa að taka lán hjá orkuveitunin sem þeir stefna ekki að því að greiða af næstu árin. Passaðu að gleypa ekki svona við málflutning fjárglæframannana, eins og dæmin sýna virðast þeir hafa takmarkaðan áhuga á uppbyggingu en meiri á því að rífa til sín allt það "dauða fé" sem þeir finna og skiptir þá engu um afleiðingarnar fyrir aðra en þá.

Álfdís Eir, 1.9.2009 kl. 08:10

5 identicon

Það sem mér finnst alvarlegast í þessu tilfelli er að hér er plott erlendra auðmanna að verða að veruleika. Það var að alveg ljóst að tilgangur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins með innkomu sinni hér var til þess að þeir kæmust yfir orkulindir okkar. Nú heyrist að AGS sé að þrýsta á að þessi viðskipti eigi sér stað og er það alveg í takt við þær viðvarandir sem hafa verið uppi um ags.

Þetta mál er yfir vinstri hægri snú hafið. Ég myndi svo sem frekar vilja sjá að félag eins og Almenningur fengi að kaupa þetta en er svo sem nokk saman ef þetta helst í landinu.

En ég er lika algjörlega hættur að trúa á að gera nokkra einstaklinga vell auðuga á meðan þjóðin lepur dauðan úr skel. Suma hluti eigum við öll og ættum að eiga öll. Hver er sanngirnin í því að einhver einn eða fáir einstaklingar fái mestan arð af sameiginlegri auðlind? Rökin fyrir slíku hafa verið að einstaklingurinn hámarki hagnaðin af auðlindinni betur en ríkisrekið batterí. Ég held að nýliðnir atburðir afsanni að það sé einhver órjúfanleg regla. Nokkrir einstaklingar urðu og eru gríðalega gráðugir og settu rekstur fyrirtækja sinna og reyndar allt landið undir í stærsta veðmáli sögunar og töpuðu. (í það minnsta tapaði fólkið og þjóðin) Eru búnir að skuldsetja heila þjóð til eilífðar og svo er sama þjóðin núna að tapa auðlindunum sínum og þar með tapa hluta af greiðslugetu sinni. Þetta sýnir mjög glökt í mínum augum að einkrarekstur er ekkert gullinsnið. Einnig held ég að Svíjinn hafi sýnt að það sé hægt að hafa góðan rekstur í ríkiseigu, vísa þar með í meðal annars Absolut vodka verksmiðjur þeirra. Þar að auki er ekkert víst að þessir græðgis svín hafi tapað veðmálinu sínu því helst grunar mig að þeir eigi milljarðar á milljarða ofan á Tortóla eða í álíka skattaparadísum.

Hreint kerfi/hugmyndafræði virkar ekki. Það er ekki allt eins. Það þarf að taka mið að af aðstæðum.  Núverandi aðstæður kalla á að við þurfum að verja okkar eigur. Passa að það sem er sameiginlegt sé sameiginlegt. Hlúa að einkaframtaki í nýsköpun. Svo þurfum við að labba inn í alþingi og henda þessu liði út öllu saman því þetta eru óttarlegir aumingjar sem þora ekki að standa upp í hárinu á erlendum stór þjófum og kúgurum jafnvel  þó þeir hafi verið varaðir við. 

Víðir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 08:21

6 identicon

Ótrúlegur áróður um að allt sem erlent séu glæpamenn og fólk sem ekki er hægt að treysta. Hver er hagnaðurinn og hvert fer hann. Er enginn hagnaður að hafa vinnu fyrir íslendinga, eigum við að laða að erlendar fjárfestingar til að skapa atvinnu eða eigum við að treysta á bótakerfi ríkisjóðs til að framfleyta fjölskyldum í landinu.Ef við erum alltaf hrædd um að hagnaður fari úr landi þá fáum við enga fjárfesta sem okkur eru þóknanlegir. Innlendir eða erlendir fjárfestar, hver er munurinn? Mér sýnist að íslenskir fjarfestar hafi verið duglegir við að koma "hagnaði" úr landi undanfarin ár. Engar reglur sem ríkisvaldinu er heimilt að setja geta komið í veg fyrir það.Einkavæðing orkufyrirtækja sem verða í samkeppni við opinberar orkuveitur s.s. OR og Landsvirkjun, hver er áhættan? Allir geta keypt rafmagn af hvaða orkuveitu sem er, ef næsta orkuveita getur ekki skaffað rafmagn á samkeppnishæfu verði það fara viðskiptin annað. Það er ekkert einkasöluleyfi í gangi lengur. Liggur þá áhættan í því að opinberar orkuveitur geta ekki staðist samkeppnina við einkareknar orkuveitur, er það hræðslan?Almannahagsmunir liggja í dreifikerfinu, á meðan það er í opinberi eigu getur engin orkuframleiðandi okrað á neytendum því þeir munu einfaldlega snúa sér annað með viðskiptin.  

Þórir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 08:22

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þórir.

Eiga ekki Bakkabræður landsnet símans ?

Níels A. Ársælsson., 1.9.2009 kl. 08:27

8 identicon

Eftir að hafa lesið þetta ótrúlega bull, þá mun ég aldrei kaupa tónlist með annars hinum ágæta söngvara Guðbirni Guðbjarnarsyni. Snúðu þér frekar að því að losa Reykjanesbæ áður við Árna Sigfússon kæri Guðbjörn !!! 

Stefán (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 08:29

9 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það hlýtur að vera þér erfitt, Guðbjörn  að þiggja laun frá Steingrími J. 

Þórir Kjartansson, 1.9.2009 kl. 08:46

10 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Manneskjan er sjálfri sér lík. Það er alveg sama hvaða kerfi er sett á laggirnar. Þeir sem vilja fá sem mest útúr því er oftast sama fólkið og fá sinn vilja á endanum.

Ég vil að ríkisstjórnin hafi það sem yfirlýst megin markmið að endurselja þau fyrirtæki sem henni hafa fallið í skaut. Þó ekki öll í einu og með látum og skilyrðislaust eða hverjum sem er! Þetta verður að vanda. - Aðalatriðið er að ef hér yrði yfirlýst stefna að ríkisrekstur væri framtíðin þá munu blóðsugurnar leggjast á ríkið með því að ná aftur undirtökum í stjórnmálflokkunum og síðan smegja sér þaðan í völd og auð (sbr sósíalismann og Ísland haftanna eftir stríð).

Við höfum enn tíma en ef þetta varir of lengi munu sömu 'blóðsugurnar' sem áður vildu óheftan ríkisrekstur ekki taka það í mál að selja neitt það sem þeir hafa hvort eð er eignað sér. Þá þyrftum við að ganga aftur í gegnum bullið í Hannesi Hólmsteins og félögum. Steingrímur forði oss frá því!

Gísli Ingvarsson, 1.9.2009 kl. 09:10

11 Smámynd: Magnús Jónsson

100 milljarða kúlulán, nei takk !! get bara ekki tekið á mig og fjölskylduna meiri byrðar fyrir kúlulánsþega og laxveiðifélaga.  Á bara ekki meiri pening sorry..

Magnús Jónsson, 1.9.2009 kl. 09:27

12 identicon

Þetta snýst heldur ekki um að laða að erlendar fjárfestingar inn til landsins. Hvaða erlenda fjárfesting felst í því að fá lánað hjá hinu opinbera til að kaupa endurnýjanlega orkuauðlind á óverðtryggðu láni sem verðbólga étur upp? Ég get ekki annað séð en að hér séu framsóknarmenn enn og aftur að gefa eignir þjóðarinnar á silfurfati til einhverra útvaldra gæðinga. Eini munurinn er sá að nú er það erlent orkufyrirtæki sem við vitum svosem ekkert hver á.

Svo er það annað mál að fá erlend fyrirtæki til þess að fjárfesta hér á landi og kaupa orkuna af hinu opinbera. Ekki veit ég til þess að ríkisafskipti af orkusölu til álverana hafi skilað þeim verri samningum, síður en svo, þeir fá orkuna á svo góðu verði að stjórnmálamenn hafa ekki þorað að láta okkur vita hvert verðið er. En slíkt verður að sjálfsögðu að koma í veg fyrir í framtíðinni. Orka er að verða ein takmarkaðasta auðlind veraldar í sífellt stækkandi heimi iðnaðar og samskipta.

Það verður líka að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki leiki þann leik að velta kosnaði inn í dótturfélög sín hérlendis líkt og álverin hafa gert, í þeim tilgangi að þurfa ekki að greiða neina skatta á íslandi á þeim forsendum að dótturfélögin séu ekki að hagnast. Indriði Þorláksson setti þær tölur fram í skýrslu sem hann vann um arðsemi stóriðju á landinu að hvert álver skilaði langt innan við prósenti af vergri landsframleiðslu.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:30

13 identicon

farið ekki að grenja Vinstri vælarar ;) þið kvörtuðu ekki í góðærinu var það ? nei sennilega ekki. Það sér það hver heilvita maður að þessi stjornvöld eru búin að bæta gráu ofan á svart með ICE-SLAVE samningum er það ekki ? hvaða gloríur ætla vinstri menn að gera næst spyr ég bara? Hvað er gott við það vilja búa í landi sem allt er gert til að berja niður mannsandan og  ríkisvæða allt ekki neitt. og hvurskonar fólk vill greiða skuldir landsbankamanna, það er allavega ekki með bein í nefinu :) hver flaug um í einkaþotunni  hans Jóns ásgeirs var það Óli grís já það var nefnilega Óli grís. hvað sagði hann erlendis you aint seen nothing yet :) átti hann ekki að grípa í taumana þegar dugleigir buissness kallar spurðu um leyfi til að lána fólki í erlendri mynt. Jú það átti hann  að gera vegna þess að fme gerði það ekki og ekki gerðu seðlabankinn það.  En hann greip í taumana í fjölmiðlakjaftæðisins. eru ekki allir að skilja hvað ég er að segja ? það er alveg búið að sjást að vinstri gengur ekki fyrir Ísland. landráðsmenn sf og vg eiga að skammast sín.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:31

14 Smámynd: Hannes Friðriksson

er þetta sá sami Guðbjörn og safnaði undirskriftum á sínum tíma til stuðnings þess að Hitaveita Suðurnesja yrði áfram eigu opinberra aðila?

Kveðja

Hannes Friðriksson , 1.9.2009 kl. 11:04

15 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Guð forði okkur frá því sem þú biður um, þar hefur verið prófað m.a. s.l. 18 ár með skelfilegum árangri. Pilsfaldakapitalisminn ykkar sjálfstæðismanna er í besta falli óraunsætt áráðsíurugl sem við hin erum nú að borga fyrir ykkur og þá sem þátt tóku.

Ekki meir takk!

Unnur G Kristjánsdóttir, 1.9.2009 kl. 15:09

16 Smámynd: Rauða Ljónið

Í sjáfum sér er málið mjög einfallalt VG Vinstri Galnir hefur um áraráðið öskrað um að raforkuverð væri of lagt og orkan of ódýr tap á allri orkuvinnslu og orku þyrfti að hækka tap væri á allri innlendri orku , hinsvegar hafa þeir aldey geta sanna þetta öskur sitt alt sem þeir hafa sagt um þetta hefur fallið um sjálft sitt sem ósannindi, síðustu 8 mánuðum hafa þeir getað komið að kaupum á HS en ekkert hefur gerst annað  en að bjarga, Útrásarvíkingunum og og óráðsíumönnum hefur gengið fyrir, að bjarga heimilunum nei setja lálaunafjölskyldur út á gaddinn já nú koma þeir sem sem einhverjir Supperhálvitar á æðandi um og öskrandi eins og apar þegar það er of seint.

Guðbjörn veistu það ekki að það er bannað að vera vondur við þroskahefta sem sjá ekki ljósið í misgjörðu VG.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 1.9.2009 kl. 16:45

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hefur einhver hérna, lesið samingana?

Samningarnir:

Enska: http://www.or.is/media/PDF/09_08_31_Project_Heat__SPA__Execution_copy.pdf

Íslenska: http://www.or.is/media/PDF/Orkuveita__SHARE_SALE_AND_PURCHASE_AGREEMENTthyding_310809.pdf

Það væri ágætt, að fólk nennti, að lesa þetta yfir, svo það geti síðan vitnað beint í þær greinar, sem það er ósammála,,,í stað þess, að éta skoðun einhvers annars upp, að óathuguðu máli.

"At a glance" virðist samingurinn, miklu mun jafnari, gangvart báðum aðilum, en t.d. Icesave samingurinn:

Samingurinn við: Holland

Samningurinn við: Bretland

En, ef einhver nennir að gera samanburð, þá sést t.d. að í samningi OR við Magma Energy, eru u.þ.b. sami fjöldi varnagla ákvæða fyrir báða aðila.

En, í Icesave, snú öll varnagla-ákvæði, gegn okkur, og einungis eitt um möguleika á endurskoðun, er vita bitlaust.

Þannig, að í snöggri lesningu, virðist þessi samningagerð, miklu mun vandaðri, heldur en samningagerð Svavars Gestssonar.

-------------------------

Notið hlekkina, til að bera þetta saman, þ.e. ef einhver ykkar er ekki letiblóð.

Síðan, svarið með tilvitnunum.

-------------------------

Ein helsta gagnrýnin í fréttum, virðist snúast um eitthvert hugsanlegt gengistap, OR ef krónan hækkar.

En, fyrir mitt litla líf, get ég ómögulega séð, hvernig einhver getu ímyndað sér, að krónan eigi eftir að hækka.

Einungis frekari lækkun, er í pípunum. Það ætti að vera hverjum manni augljóst, svo við erum að tala um líkur á gengishagnaði frekar en gengistapi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.9.2009 kl. 23:54

18 Smámynd: Björn Bjarnason

Mikið mjög er ég sammála þér Guðbjörn.

Björn Bjarnason, 2.9.2009 kl. 00:48

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það var nú ríkisstjórn Geirs Haarde sem kom öllu atvinnulífinu eins og það lagði sig í hendur ríkisins. Hún átti að heita hægri stjórn, en reyndist meiri vinstri stjórn en flestar vinstri stjórnir í sögu lýðveldisins.

Theódór Norðkvist, 2.9.2009 kl. 00:56

20 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er alveg ótrúlegt hvað umræðan er ómálefnaleg og byggð upp á hræðsluáróðri og frösum. Þetta er mjög góður samningur miðað við þarfir okkar í dag og gengisáhættan hjá OR er lágmörkuð með því að setja samninginn inn í erlenda lánasafnið og með tengingu við álverð. Okkur vantar erlendan gjaldeyri og aukin umsvif og við fáum hvort tveggja svona.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.9.2009 kl. 07:45

21 identicon

Guðbjörn hvaða gjaldeyri ert þú að tala um að komi inn við þessa sölu, er ekki OR að lána fyrir kaupunum með veði í hlutabréfunum ?

Magnús Dan (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:48

22 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Guðbjörn. Allt tal í kringum þessa samninga OR og Magma hafa snúist um þessa 12 milljarða og að lífeyrissjóðir, ríkið.. sveitarfélög(sem eru nýbúin að selja) ættu að kaupa.

Málið snýst bara ekki einungis um þessi hlutafjárkaup heldur þarf nýr eigandi að geta komið að fjármögnun á frekari framkvæmdum með aukningu hlutafjár í HS Orku til þess að laga eiginfjárstöðu félagsins ef það á að ráðast í frekari virkjun jarðhita á Reykjanesinu. Virkjun sem slík mun kosta allt að 70 milljarða og það verður ekki allt fengið að láni . ... en kannski er það einmitt það sem VG vill ekki, þ.e. frekari nýtingu jarðhitaauðlinda af því það fer í Helguvík?! Þá eru þeir sáttir að komast í meirihlutastjórn og geta stöðvað frekari fjárfestingar til uppbyggingar á virkjun á svæðinu.

Friðjon (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:45

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús - ef þú nenntir að lesa samninginn yfir, þá sægir þú að 1/3 kaupverðsins, er borgaður út, og restin er síðan sett á skuldabréf gefið út af OR, en undirritað af kaupanda.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2009 kl. 17:35

24 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er ekki bæði haldið og sleppt Guðbjörn minn, hvorki í þessu né öðru.

Kolbrún Baldursdóttir, 2.9.2009 kl. 19:38

25 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Níels:

Hversvegna ertu þá að skrifa athugasemd hjá mér - ekki bað ég þig um það?

Jóhannes:

Það voru ekki kapítalistarnir, sem lögðu landið í rúst, heldur siðspilltir stjórnendur bankanna og útrásarvíkingarnir, getulausir embættismenn og stjórnmálamenn!

Þetta hefur ekki með okkar einkavæðinguna að gera eða að stefnan hafi á einhvern hátt brugðist, heldur brugðust einstaklingar í bönkunum, stórfyrirtækjum, hjá ríkinu og í stjórnmálunum.

Níels:

Eigum við ekki að tala um Samfylkingarmennina í Hafnarfirði og hvernig þeir skilja við sitt bæjarfélag eða skuldastöðu R-listans þegar hann skildi við Reykjavíkurborg!

Ekki koma með svona bull - því ég kann að verjast!

Álfdís Eir:

Noregur er sjöundi stærsti olíuframleiðandi heimsins og þriðji mesti útflytjandinn. Er hægt að bera sig saman við svona ríki? Eigum við að bera okkur saman við Kúvæt?

Víðir:

Ég er alveg til í að vernda okkar eigur - allavega upp að vissu marki. Ég er alls ekki að mælast til þess að hér fari fram útsala á bönkunum, tryggingafélögum eða öðrum íslenskum fyrirtækjum.

Nei, ég er að benda á að kannski sé rétt að selja HS Orku og fá þannig gjaldeyri inn í landið til fjárfestinga upp á 70 - 100 milljarða, en það er sú fjárhæð sem orkuver á Suðurnesjum munu kosta til að byggja álverið, kísilverksmiðjuna og gagnaverið.

Þórir:

Loksins einhver stuðningsmaður kominn.

Er það virkilega svo að þeir 700-1000 sem lásu þessa færslu mína séu allir ósammála mér eða þorir enginn að benda í bullið á vinstra liðinu?

Gísli:

Við erum í sjálfu sér á sömu skoðun, en málið er að við þurfum núna á innspýtingu að halda, sem mun koma í gegnum Magma. Það getur vel verið - og er í raun líklegt - að við Íslendingar kaupum HS Orku aftur til baka eftir nokkur ár!

Magnús:

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Ef þeir borga ekki af láninu er veð í HS Orku. Hugsa fyrst og skrifa svo!

Heimir:

Sælir eru fátækir í anda.

Gunnar:

Gaman að heyra í þér ...

Hannes:

Gaman að þér. Það var einmitt Össur - flokksfélagi þinn - sem keyrði í gegn lög sem skylduðu HS til að skipta félaginu upp í tvö félög. Þess vegna urðu HS Veitur og HS Orka til. Reykjanesbær ákvað að selja sinn hlut í HS Orku til að eigan stærri hlut í HS Veitu, auk þess sem bærinn fær peninga, sem hann - líkt og önnur sveitarfélög - þarf á að halda.

Talaðu við kratana í Hafnarfirði og Grindavík og spurðu þá út í söluna á HS!

Ég talaði um það við þig fyrir utan Samkaup (nú Nettó) að ég sæi fyrir mér lausn, þar sem orkuframleiðslu fyrir bæjarfélög og stóriðju yrði skipt upp. Ég er ósáttur við að ég sem íbúi Reykjanesbæjar eða íbúar Reykjavíkur eða íbúar Íslands taki á sig fjárhagslega ábyrgð vegna framkvæmda til orkuframleiðslu fyrir stóriðju.

Að mínu mati væru ásættanlega sjónarmið að bæjarbúar tækju á sig ábyrgðir vegna framleiðslu og dreifingu á orku til eigin nota, en ekki fyrir atvinnustarfsemi.

Unnur:

Gott hjá þér - þekki komma þegar ég sé hann!

Rauða ljónið:

Að venju sérðu ljósið ...

Einar Björn:

Það er farsæl lausn á Icesave málunum á leiðinni - trúðu mér!

Björn Bjarnason:

Loksins er einhver sammála mér!!!

Theódór:

Að mörgu leyti rétt, enda ver ég ekki ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde.

Ég er sjálfstæðismaður, en átta mig á því að Geir var mistök!

Adda Þorbjörg:

Þú hittir naglann á höfuðið!

Kolbrún:

Skil þig ekki alveg - endilega skýrðu mál þitt, því við höfum nú oft verið sammála! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.9.2009 kl. 20:15

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. hugsanlega rétt.

Þ.s. mér finnst líklegast, er að mótaðilar okkar, byðji ríkisstjórnina um að senda samninganefnd á sinn fund.

Síðan verði farið yfir raunstöðu Íslands, lið fyrir lið, þar til báðir aðilar eru sammála.

Síðan, er þá fyrst hægt að reikna út raunhæfa greiðslugetu, og þar með, að hvaða marki Ísland getur staðið undir Icesave.

Svo, ég reikna með, nýjum samingaviðræðum, og síðan að þeim afloknum, annað hvort alveg nýjum samningi, eða mjög endurbættum.

Þá þarf Alþingi, að nýju að fjalla um málið,,,en, seinni umfjöllun ætti að vera miklu mun fljótlegri, en sú fyrri.

Ef til vill, getur málinu verið lokið, fyrir páska.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2009 kl. 22:03

27 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar Björn:

Nú erum við að nálgast hvorn annan.

Fyrirvararnir og andstaða Framsóknarflokksins voru hins vegar nauðsynleg til að ná málinu á þetta stig! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.9.2009 kl. 22:14

28 identicon

Sæll; Guðbjörn - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Guðbjörn !

Ég er sammála þér; um nauðsyn brotthvarfs vinstri stjórnar, en,....... ALDREI AFTUR - MIÐJU MOÐS STJÓRNIR; SJÁLFSTÆÐIS- OG FRAMSÓKNARFLOKKA, ágæti drengur !

Heldur; vísdóms fólk, hinna vinnandi stétta, sem eitthvað kann - vill og getur, að Stjórnarráðinu, þökk fyrir.

Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 01:35

29 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Óskar Helgi:

Þá er bara spurningin með hverjum verður hægt að mynda ríkisstjórn?

Ekki reyndist sú síðasta með krötunum vel og ríkisstjórn með VG mun ekki ganga vegna þeirrar öfgavinstri- og öfgaumhverfisstefnu, sem þeir standa fyrir!

Þá er nú orðið fátt um fína drætti!!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.9.2009 kl. 07:01

30 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það lítur út fyrir það, Guðbjörn, en málið er ekki enn í höfn, og það getur einnig farið á þann veg; að þeir taki harðari afstöðu, og málið fari á byrjunarreit.

Við getum bara beðið, og séð hvað verður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.9.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband