Að þekkja ekki sinn vitjunartíma - ráðningin mun skaða málstað okkar sjálfstæðismanna ...

Geir, Davíð og ÁrniÉg tók mér nokkrar klukkustundir til að melta þessa frétt. Það eru eflaust margir hissa, að ég skuli ekki hoppa hæð mína í öllum herklæðum yfir því, að Davíð Oddsson sé orðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þetta gleður mig ekki. Þetta gleður mig álíka lítið og þegar Davíð, sem er án efa einn merkasti og besti stjórnamálamaður og leiðtogi, sem þetta land hefur alið af sér, var gerður að bankastjóra Seðlabankans. Enginn kemst með tærnar, þar sem Davíð Oddsson hafði hælana sem stjórnmálamaður og leiðtogi, hvað sem andstæðingar okkar sjálfstæðismanna segja. Ég sé í dag engan fyrir mér, sem getur fyllt það skarð er varð þegar Davíð hvarf úr stóli forsætisráðherra og formanns Sjálstæðisflokksins!

Bjarni og Kjartan á SelfossiStaðreynd er hins vegar, að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki hagnast á ráðningu Davíðs, frekar en flokkurinn hagnaðist á sóðakjafti hans á síðasta landsfundi, undarlegum yfirlýsingum hans í kjölfar hrunsins eða ummælum, sem féllu þegar hann var rekinn úr Seðlabankanum. Vissulega megum við sjálfstæðismenn vera aðeins sýnilegri, en ekki á þann hátt sem Davíð hefur verið undanfarið ár. Ég er ekki að sjá að við endurvinnum það traust, sem við höfum tapað með Davíð í bílstjórasætinu, í farþegasætinu að framan eða í aftursætinu. Tími þessa stóra foringja er einfaldlega liðinn og ég held að flestir hugsandi sjálfstæðismenn geri sér grein fyrir því. Það mun aðeins skaða flokkinn, þegar Davíð byrjar að blanda sér óbeint í pólitík að nýju, því það mun hann örugglega gera. Ég myndi ekki vilja vera í sporum Bjarna Benediktssonar eða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur núna. Það er eins gott fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins að ráðfæra sig við Davíð Oddsson áður en yfirlýsingar eru gefnar. Annars getur sá hinn sami gert ráð fyrir að verða tekinn á beinið og það af Davíð Oddsyni, sem er á efa einn orðheppnasti maður landsins. Ég hef allavega lítinn áhuga á að verða fyrir barðinu á Davíð í háði eða að hann ausi úr skálum reiði sinnar yfir mér. Núna heldur Davíð reyndar ekki lengur um valdataumana í Sjálfstæðisflokknum og forsætisráðuneytinu og situr ekki lengur í stóli stjórnarformanns Seðlabanka Íslands, en hann er á stað, þar sem hann getur haft gífurleg völd. Það sem ég óttast er að hann muni ekki fara vel með þau völd. Skaðinn sem trúverðugleiki Morgunblaðsins verður fyrir út af þessu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Hvernig eiga blaðamenn að skrifa á hlutlausan hátt um hrunið og þátttöku Davíðs og Sjálfstæðisflokksins í því. Hvernig eiga blaðamenn Morgunblaðsins að geta skrifað á hlutlausan hátt um kvótamálið eða ESB aðild Íslands? Óskar Magnússon er álíka lélegur "business" maður og aðrir þeir sem hafa haft sig í frammi í viðskiptum eða hinni svokölluðu útrás undanfarin ár. Þessi gjörningur hans sannar þetta svo ekki verður um villst. Það er svo mikill fnykur af sérhagsmunagæslu í þessu máli, að mér verður hreint út sagt flökurt!

Winston ChurchillÞað mikilvægasta fyrir sérhvern stjórnmálamann er að þekkja sinn vitjunartíma, en einhvernvegin virðast fæstir átta sig á þessari staðreynd. Það virðist einfaldlega vera svo erfitt að afsala sér völdum og athygli, að velflestir stærstu stjórnmálamenn heimsbyggðarinnar flaska á þessu. Sem dæmi má nefna Winston Churchill og það sama má segja um Margaret Thatcher og Helmut Kohl.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Þú nefnir að þekkja sinn ,, Vitjunartíma" sem hefur verði vanda mál stjórnmálamanna í gegnum söguna mikið rétt,  vantar  Erich Honecke frægast  dæmið síðustu ára sem Mikhail Gorbachev marga varaði hann við en hann skildi ekkert eða vildi þap ekki. Sem ekki vildi Perestrokiu né hafa glasnost  í sínu landi því fór sem fór.

Ráðning Davíðs kom mér á óvart sem og öðrum en úr því sem komið er er bara að bíða og sjá hvernig málin þróast og þá hvort þau verða litríkari eða ei eða til heila eða ei.

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 24.9.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Rauða ljónið:

Já, auðvitað lítið annað að gera en bíða átekta.

Annað hvort mun koma í ljós að þetta var "brilljant" leikur eða þetta er hreint og klárt "fíaskó"!

Ég hallast að því síðarnefnda, en óska Davíð samt góðs gengis!!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.9.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Guðbjörn minn, ertu ennþá Sjálfstæðismaður ? ? ? ?

hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 20:25

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Já, það er ég og fylgi sjálfstæðisstefnunni!

Þetta eru ekki trúarbrögð, þótt sumir virðast halda það! Davíð er hvorki dýrlingur eða páfinn. Það er ekki Guðlast að gagnrýna hann eða ráðningu hans sem ritstjóra Morgunblaðsins, hvað þá að gagnrýna störf hans í Seðlabankanum, sem hann hafði hvorki menntun né reynslu til.

Samt hefur hann nú líklega verið mun betri en Trotskíistinn eða Marxistinn, sem nú er í Seðlabankanum fyrir vinstri menn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.9.2009 kl. 20:31

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Já en þú veist Guðbjörn að sjálfstæðisstefnan yfirgaf flokkinn fyrir mörgum árum, og með þessum nýja gjörning er ekki að sjá að hún sé á bakaleið næstu árin..So why bother ?

hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Því miður er þetta að mörgu leyti rétt hjá þér, en ég vona enn að menn vakni til lífsins í Valhöll!

Það er enginn annar valkostur fyrir þá, sem eru hægri þenkjandi!!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.9.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Mér líst bara alls ekki á þessa atburði.  Ég óttast þetta mjög.  Nú er áróðursmaskína farin af stað.  Þetta minnir helst á aðdraganda hryllingsins í mannkynssögu 20. aldarinnar.  Þetta eru verulega alvarlegir tímar.

Og ég er skíthræddur um að fólk sé svo fljótt að gleyma.  Að áróðursmaskínan muni hafa tilætluð áhrif.  Hér komist aftur að þau hagsmunaöfl sem bera ábyrgð á hörmungum samfélagsins en hafa ekki beðist afsökunar.  Þau munu svífast einskis.  Þetta verður sóðalegt.

Ég hef sagt upp Morgunblaðinu.  Ég ætla ekki að láta hafa mig að féþúfu og fífli.

Næsta skrefið er að slökkva á bloginu.  Ég kveð þig Guðbjörn, þú settir saman áhugaverða og fína pistla!  Láttu nú hvorki þessi öfl né tækifærismennsku hrekja þig af leið!

Með kveðju,

Eiríkur Sjóberg, 24.9.2009 kl. 21:11

8 identicon

Góð grein Guðbjörn.Það heiðarlegasta sem ég hef lesið í nokkur ár, skrifað af sönnum Sjálfstæðismanni með gömlu gildin að leiðarljósi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég vorkenni virkilega Bjarna Ben.  Það verður ómögulegt fyrir hann að stjórna flokknum og skapa trúverðuga fjarlægð frá tíma Davíðs og Geirs, með Davíð skjótandi frá hliðarlínunni.  Það verður gaman að fylgjast með hverjir úr Sjálfstæðisflokknum fái dálkapláss núna á Morgunblaðinu og sérstaklega verður athyglisvert að fylgjast með hvernig Davíð mun taka á Sjálfstæðismönnum fylgjandi EB aðild.

Það tók breska verkamannaflokkinn 15 ár að vinna sig frá Thatcher.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.9.2009 kl. 22:13

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

neee kemur ekkert á óvart. hann og sú stefna sem mun koma með honum mun sundra ESBinngöngu einunginni sem ríkt hefur í fjölmiðlum á Íslandi. þannig að sem ESB sinni þá ertu vitanlega ósáttur við það og það kemur ekki á óvart.

Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 00:41

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eríkur:

Ég hef enn ekki ákveðið hvort ég mun í framtíðinni blogga á þessum vettvangi eða einhversstaðar annarsstaðar! Kannski hittumst við annarsstaðar - don't know where, don't know when, eins og segir í dægurlaginu!

Ragna:

Já, kannski erum við orðnir of fáir sannir sjálfstæðismenn eftir í flokknum = ég, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson og nokkur þúsund til viðbótar?

Andri Geir:

Þú ert algjörlega að lesa mig rétt!

Fannar:

Þótt þú trúir því ekki, eru stærri mál til en ESB aðild! Koma Davíðs til Morgunblaðsins mun styrkja ESB aðildarsinna innan Sjálfstæðisflokksins en ekki veikja.

Það er fámennur harðlínukjarni hagsmunagæslumanna LÍÚ og gamalla þjóðernissinna, sem hefur hæst í Sjálfstæðisflokknum varðandi andstöðu við ESB. Hinir fylgja síðan harðlínukjarnanum, að hluta til af því að þeir vita ekki betur og munu aldrei vita betur, þ.e.a.s. fólk, sem ekki nennir að kynna sér málin (grillararnir hans Hannesar). Svo eru það hinir, sem eru í raun pólitískir en þora ekki annað en að beygja sig undir ægivald hagsmunahópanna, og þeir geta skipt um skoðun, fái þeir rök fyrir því!

Hæst glymur í tómri tunnu! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.9.2009 kl. 07:17

12 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvað skal segja? - Þetta er mjög athyglisverður vinkill og ég get nú ekki annað en sagt að það séu spennandi tímar framundan. Ég get nú ekki á mér setið og hlakka nú svolítið til að sjá hvernig hann tekur á þessu. Davíð tekst alltaf að koma mér á óvart. Verður þetta Fíaskó eða brill?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.9.2009 kl. 07:27

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

stærri mál en ESB aðild? samkvæmt öllu því sem þessi ríkistjórn og það sem stærsti flokkur landsins gerir eða hefur viljað gera undanfarið árið, þá er ESB aðild Ísland mikilvægari en allt annað. allt hefur verið beðið með. heimilin, fyrirtækin, peningastefnumálin, endurskoðan á lögum um seðlabankan, gjaldeyrislán sem eru að sliga landið, verðtryggð lán sem eru að éta upp eignir heimilana og svo framvegis. allt er þetta ómerkilegt tuð í samanburði við aðild að ESB. og fólk sér það að ESB aðild er það eina ESB sinnarnir sjá og vilja vinna að.

Guðbjörn. ég veit ekki hvort að þú hefur tekið eftir þessu en þið ESB sinnarnir eruð í mjög litlu minnihluta sjálfstæðismanna. ef það rétt munað hjá mér þá fóru einhverjir af ykkur og kusuð samfylkinguna, þannig að það er nú voðalega lítið að marka hvar þið skráið ykkur í flokk. 

Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 07:31

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

MEira að segja erkibiskup ykkar ESB sinna Eiríkur bergmann veit, að við munum EKKI ganga inn í ESB, nema ef búið verður að rústa öllu hér og allt á uppboði, og í stundarbrjálæði myndu landarnir kjósa sig þangað inn.

Þetta setur aðgerðaleysi stjórnvalda í aðra og skýrari mynd /samhengi.

Til hamingju með að Da´við verði ritstjóri Mogga.  Loksiuns kominn aftur maður með hreðjar og þor.

ÞEtta mjúka lið er farið að fara illilega í taugarnar á mér.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 25.9.2009 kl. 10:00

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

það verður athyglisvert að fylgjast með næsta kafla Baugsmálsins. Hann er greinilega að hefjast. Erkifjendurnir með sitthvorn fjölmiðilinn til brúks og nokkuð öruggt að framundan er einhver undarlegasti tími í fjölmiðlasögu okkar. Farsinn heldur áfram og ekki nema von að veröldin hristi hausinn og hæðist að okkur, bölvuðum vesalingunum sem létum og látum enn, taka okkur ósmurt í alla enda, berjum potta, pönnur og einstaka löggu, kjósum yfir okkur sama fólkið aftur og aftur, röflum og tuðum út um eyrun á okkur, en steinhöldum svo kjafti og erum stillt þess á milli. Til hamingju með nýja ritstjórann! Bubbi kóngur "is back"! og það passar ágætlega inn í það aumkunnarverða leikrit sem þjóðin er nú þátttakandi í. 

Halldór Egill Guðnason, 25.9.2009 kl. 10:46

16 identicon

Heiðarleg umfjöllun hjá þér og sönn að mínum dómi þó í ljósi reynslunnar skuli aldrei gefa sér fyrirfram hvað Davíð er né tekur upp á - við gætum séð annan stíl fyrst þangað til sér á spilin hjá honum en eftir spil held ég að Davíð snúi sér að skemmtilegri verkefnum en reka dagblað í taprekstri uppá náð bankamanna og einkavina sem halda á afskriftapennum lánsfjár - og eru held ég hin sönnu breiðu spjót þessa dagana. 

Áhrif á fjölmiðla og stjórnmál alveg augljós eins og þú bendir réttilega á og er hvorugu til framdráttar - né heldur þeim stóru og brýnu verkefnum sem takast þarf á við um stjórn þjóðarskútunnar.

Ég skil einfaldlega ekki hvað Sjálfstæðismenn - sá hluti flokks sem öllu ræður - er að hugsa með því að þvælast endalaust fyrir úrlausn brýnustu málefna þjóðar og þjóðarbús, ekki síst með því að styggja vini okkar og viðskiptamenn í útlöndum endalaust með því að segja að ábyrgð á innistæðum alsaklausra innistæðueigenda upp að 20.887 evrum sé vafamál handa lögfræðingum að rífast yfir.

Hlakka svo dag eftir dag eftir dag yfir óförum og vandkvæðum um borð í þjóðarskútunni - eins og Einar Guðfinnss á bloggi sínu í morgun, o.s.frv. - Hverju halda menn að þetta skili þjóð og þjóðarbúi?

Það eina sem svona framkoma gerir er að fæla kjósendur frá Sjálfstæðisflokki því kjósendur eru löngu komnir með uppí háls og hærra af sundurlyndi um brýnustu mál eftir sumarið sem fór mest í innantómt karp um ekkert.

Að þessu sögðu má kannski bæta því við undir alkunnu sem allir sjá en virðast oft skilja ákaflega illa að í Sjálfstæðisflokki voru eru og verða áfram tveir pólar - eins og vel kemur fram hér í athugasemdum að ofan og verða að ná sátt og snúa bökum saman ef ætla sér áfram að stjórn þjóðarskútunnar.

Sumir hafa kallað þetta efri stétt og miðstétt og má kannski til sanns vegar færa.

Ég hef lengi verið sammála þeirri útbreiddu skoðun að efri stéttin hérlendis eins og annars staðar um norðurlönd og í Evrópu skilur aðeins einn sannleik í tilverunni: vald og fjármagn.

Þjóðirnar og þjóðabrotin skilja þessa stórlexíu sögulegum djúpskilningi þjóðar og fjölskyldusögu gegnum stríð, hungur og vosbúð meiri og hörmungar tröllauknari en við höfum nokkurn tíma þurft að fást við hérlendis.

Þess vegna eru stjórnmálaflokkar þessa fólks - efri stéttar fólks - flokkun sem er fyrst spurning um viðhorf og smekk, síðan vald og fjármagn - alltaf innan við tíu prósent flokkar víðast hvar þar sem öflug fjölmiðlun þrífst - tjáningarfrelsið er virt í raun og sann.

Ef til vill er kominn tími til þess núna á Íslandi að spyrja sig og alla aðra hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru hér á landi - kafa djúpt undir yfirborð, rifja upp sögu og fortíð og framgöngu...

en ekki síður hvers vegna hlutirnir eru ekki eins og þeir eru t.d. hjá frændþjóðunum á norðurlöndum - þetta er alveg eins fólk og við en bara miklu miklu reyndara og sjóaðra fólk í ótryggri veröld yfirvalds og fjármagns

Til dæmis: hvernig það gat gerst að lítill hópur efristéttarfólks gat selt millistéttinni á Íslandi (80 - 90% þjóðarinnar) þá firru og selur enn upp úr guðspjalli með hjálp guðspjallamanna víðast í efri lögum þjóðarinnar að Íslendingar ein þjóða skuli lifa endalaust undir hrossalækningu verðtryggingar lánsfjár - eina eignaform fjárígildis sem gert er að heilagri vísu með endalausri eignaupptöku úr vösum millistéttarinnar í vasa efri stéttarinnar

Og það sem verra er: Þessi eign: lánsfé - er leigð eign - leigð af okkur sem lánum fjármálastofnunum/lífeyrissjóðum peningana og auðvitað einnig leigð af útlendingum um allar jarðir í allskonar gjaldmiðli. 

Eign leigð við lágu endurgjaldi til endurútleigu á okurprís hér þó leigðu út eðlilegum óverðtryggðum prís útlendingum alls staðar, þar á meðal frændum okkar og ófáum íslendingum íbúðareigendum þar, gegnum útibú sín á hinum norðurlöndunum.

Eign að láni endurleigð út á okurprís hérlendis með skuldafjötrum endalausum og endalausri eignaupptöku samtals yfirþyrmandi háar fjárhæðir úr vösum millistéttar til efri stéttar - það sést bara aldrei í heilögum bókum þeirra sem sitja við miðlun/sölu lánsfjár til notenda því þeir fáu og stóru fá mest fyrir lítið á með við flest í millistétt og þau fáu sem enn telja sig neðri stétt fá minnst fyrir mest.

Þannig jafna þeir út debet og kredit í sínum heilögu leynilegu bókum undir blindu auga stjórnvalda/stjórnsýslu/hagsmunasamtaka launþega og smærri fyritækja. Og það er því miður flest staurblint fólk sem þar ræður húsum núna og aldrei fær sýn úr þessu því svo heitt trúa þau á guðspjallið og helgar bækur efri stéttarinnar ef ekki þegar innvígð einkavinaprís í viðskiptafærslur þeirra bóka.

Er ekki kominn tími til að stofna öflugan fjölmiðil/fréttablað/fréttamiðil sem einbeitir sér að því að rannsaka og rukka stíft um svör við brýnustu spurningum okkar tíma - svo komið sé í veg fyrir að niðurstaðan um nútíð okkar samtíð verði sú ein að engin sé framtíð í þessu landi?

Ég myndi kaupa áskrift þreföldu verði að blaði/miðli sem einbeitti sér að svona málum.

Jónas G

jge (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:43

17 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Guðbjörn - ætli bæði Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn séu ekki mörgum ljósárum á undan þér í vitneskju um ESB.  Hvernig dettur þér í hug að gefa það í skyn að fólk sem ekki aðhyllist Brusselvaldið  hafi ekki kynnt sér málið og hafi þ.a.l. rangt fyrir sér um hagsmuni Íslands hvað varðar inngöngu í ESB.

Þú skaust þig algerlega í fótinn þarna.  En sem betur fer, að mínu mati, fjölgar þeim sem eru andvígir ESB, ég tel það vera vegna þess að fólk er farið að kynna sér málið betur, varla verr, er það Guðbjörn ???

Sigurður Sigurðsson, 25.9.2009 kl. 12:15

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það verður að koma í ljós síðar, hvort þessi ákvörðun var nokkurs konar harakiri.

En, ég myndi sakna Moggans, ef hann hætti að koma út.

---------------------

Ljóst er þó, að Mogginn mun nú fara í mjög eindregna stjórnarandstöðu.

Mjög líklega, verður þar einnig eindreginn andstaða gegn ESB ráðandi, héðan í frá.

Tja, síðan reikna ég með, að ritstjóragreinar verði ofta á milli tannanna á fólki, þ.s. hann mun ekki standast það að rífa kjaft.

----------------------

Það verður allavegna fjör í kringum Moggan, héðan í Frá - "for better or for worse".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.9.2009 kl. 12:36

19 identicon

Sigurður, Davíð var einu sinni stuðningsmaður ESB. Síðan tók hann upp Thatcherisma, ásamt nýfrjálshyggjunni og snérist gegn aðild Íslands að ESB.

Staðreyndin er að Davíð (eftir því sem ég fæ best séð) hefur afskaplega litla þekkingu á ESB. Sérstaklega það sem hefur verið að gerast innan sambandsins síðan 1993. Þegar núverandi skipulag tók gildi innan þess.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:38

20 identicon

Miklir atburðir verða hér. Líklega dregur til tíðinda fljótlega uppúr áramótum, þegar vopn verða úr slíðrum dregin og valdahópar opinbera stefnu sína og þjóðfélagssýn. Ráðafólk í Sjálfstæðisflokknum sést ekki fyrir í blindri hræðslu sinni við breytingar og mannaskipti í valdastofnunum þjóðfélagsins. Skítt með þjóðina. Hentistefna og "Populismi" Framsóknarflokksins er að hirða til sín óbreytta kjósendur Sjálfstæðisflokksins í stórum stíl. Valdakjarninn í Sjálfstæðisflokknum getur ekki setið aðgerðalaus og leyft tunguliprum Framsóknarstrákum að fara Hægra-megin fram úr sér. Nýju þöggunarboðorðin verða því byggð á grjótharðri Hægristefnu. Hófsamari öfl innan Sjálfstæðisflokksins munu fylgja þessu til að byrja með og ekki átta sig fyllilega á hvað er í gangi fyrr en búið verður að hrekja ríkisstjórnina frá völdum (völdum sem hún hefur ekki haft kjark til að taka sér), og við höngum í illvígri stjórnarkreppu ofan á algjörlega óleysta efnahagskreppu, næsta haust.

Þegar blása á til sóknar og taka völdin, sem virðast vera að koma á silfurfati, koma innri brestirnir fyrst fyrir alvöru upp á yfirborðið. Það tekst ekki að fylkja liðinu. Markmiðin eru of óliík. Hagsmunirnir og þjóðfélagssýnin svo hrópandi andstæð að ekki verður barið í bresti. Klofningur niður í dýpstu rætur Sjálfstæðisflokksins verður ekki lengur umflúinn. Við skulum ekki reikna með neinum sérlega miklum penheitum í stjórnmálunum hér á næstu misserum og árum. Þetta verður ljótt og þetta verður óvægið. Á fínustu heimilum á fólk eftir að kæra sig kollótt þótt verulegt kusk falli á hvítflibbana.

Ólafur G. Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:35

21 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Adda:

Það er því miður meira í húfi en svo að þetta sé einhver leikur!

Það að Davíð taki við sem ritstjóri Morgunblaðsins er heldur ekki enginn tilviljun eða leikur, heldur þá þrælskipulagður og útspekúleraður leikur!

Fannar:

Það er auðvitað ótrúleg ósvífni að herma því upp á mig, sem var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fórnaði 5-6 vikum af mínu sumarfríi í prófkjör og kosningabaráttu, að ég hafi kosið eitthvað annað en sjálfan mig og Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum.

Það má vel ver að við séum í miklum minnihluta innan flokksins, en 25-30% erum við nú sennilega. Ef við færum væri flokkurinn líklega með þetta í kringum 18-22% fylgi á landsvísu og miklu mun minna í Reykjavík. Er það vilji meirihlutans að henda Þorsteini Pálssyni, Benedikt Jóhannessyni, Jóhannesi Nordal, Ragnhildi Helgadóttur, Vilhjálmi Egilssyni og mörg þúsund annarra hugsandi sjálfstæðismanna úr flokknum af því að þeir eru á annarri skoðun en þið í Evrópumálum?

Skoðanakannanir sýna að stuðningur við ESB er meiri hjá vel menntuðu fólki en ómenntuðu: Þetta kemur mér ekki á óvart og það á líklegast einnig við hjá Sjálfstæðisflokknum!

Jónas G:

Ég er sammála sumu í þinni ágætu athugasemd, en öðru ekki!

Sigurður Sigurðsson:

Það má vel vera að Davíð og Hannes séu ljósárum á undan mér varðandi ESB - ég hef ekki hugmynd um það?

Ég eyddi tveimur árum í að kynna mér ESB vegna meistaraprófsritgerðar, sem ég skrifaði í Opinberri stjórnsýslu, en Lokaritgerð mín í því námi bar titilinn: „Áhrif inngöngu Íslands í Evrópusambandið á tollyfirvöld“ (e.The Consequences for Iceland's Customs of Membership within the EU).

Ég held að flestir Íslendingar hafi ekki kynnt sér málefni ESB mjög vel, en ég skipti t.d. um skoðun á ESB við að lesa um það og skrifa um það meistaraprófsritgerð (var andvígur aðild, en er núna hlynntur aðild).

Einar Björn:

Það má vel vera að Morgunblaðið seljist aðeins betur næstu mánuðina á meðan Davíð er að hella úr skálum reiði sinnar. Síðan tekur bara við "business as usual" og fólk fær leið á þessu og þá kemur sannleikurinn í ljós.

Ég óska Davíð og Morgunblaðinu alls hins best, en óttast því miður það versta!

Jón Frímann:

Það var bara ekkert að nýfrjálshyggjunni í byrjun, en síðan gekk hún aðeins og langt í afnámi reglna og afnámi á eftirliti - líkt og svo margar stefnur. Nú þarf aðeins að ná aftur jafnvægi.

Ég hef persónulega engan áhuga á einhverju "skandínavísku velferðarkerfi" hér, heldur vil ég snúa aftur til þess þjóðfélags, sem Davíð skildi við árið 2004!

Davíð hefði átt að hætta eftir að hann lét af embætti sem utanríkisráðherra. Þá væri hann lofaður og prísaður sem stærsti stjórnmálamaður Íslandssögunnar fyrr og síðar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.9.2009 kl. 17:40

22 identicon

Þetta er orðið hálfklámfengið þetta leiðtogablæti ...

"Stórasti stjórnmálamaður sögunnar" "Merkasti og besti"...þessi gaur er bara pappakassi eins og ég og þú.!

Vill til að hann ákvað að spandera lífinu með reðurtákn um hálsinn að tilbiðja sjálfan sig.  Engin ástæða til að taka þátt slíkri firringu.

Grátbroslegt að horfa á týnda sauði grátbiðja aðra týnda sauði að halda i hendina á sér þegar farið er í rússibanann.

Opna augun , "Enjoy the ride" ...Hey ...jafnvel setjast fremst!

En nei ...það vantar "Leiðtoga"....Úfff....

Vonandi rennur þetta leiðtogablæti af nýjum kynslóðum  -ykkur verður víst ekki bjargað eftir áratuga uppeldi á Djöflaeyjunni.

Arnar Helgi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:25

23 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef ég þekkti þig ekki Guðbjörn, myndi ég halda að þessi skapstyggð þín væri heiðarleg greining á vandamálum Sjálfstæðisflokksins. Ég veit hins vegar hvað býr að baki og það er nákvæmlega það sama og knýr Sossa-hjörðina til að hlaupa fyrir björg, vegna inngöngu Davíðs Oddsonar. Skapstyggð er vægt heiti á þessu einkenni.

  Það sem þið ESB-sinnar óttist er að Davíð muni opna umræðuna á Morgunblaðinu og hleypa að skoðunum fullveldissinna. Undir stjórn Ólafs Stephensen var Morgunblaðið eyðilagt með þjónkun við erlenda hagsmuni. Þeim Ólafi og húsbónda hans Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera blaðið að auðvirðilegum áróðurs-snepli í þágu Evrópskra nýlenduvelda og þeim tókst einnig að gera blaðið gjaldþrota.  Sjálfstæðismenn, sem flestir eru baráttumenn fyrir fullveldi Íslands og sjálfstæði þjóðarinnar, taka þessum breytingum á Morgunblaðinu fagnandi. Þær eru nú þegar orðnar flokksmönnum hvatning til að hrista af sér dofa efnahagshrunsins. Jafnframt er þjóðin að vakna til vitundar um villukenningar Sossanna varðandi Evrópusambandið. Svik og prettir vinstri-elítunnar gagnast ekki lengur til að hrekja Sjálfstæðismenn í skjól.  Allar þínar hrakspár Guðbjörn eru einungis til þess fallnar að verða hlægilegar, er tímar líða. Ráðning Davíðs var djörf ákvörðun, en mun gagnast Morgunblaðinu vel. Umræðan í landinu mun verða fjölbreyttari og lýðræðislegri, með tilkomu opins Morgunblaðs. Styrk staða fullveldissinna mun bara verða sterkari, til mikilla hagsbóta fyrir Íslendska þjóð. Framtíðin er allt í einu orðin mun bjartari en áður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 18:30

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hvet alla bloggara hér á blog.is til að færa sig, á Wordpress, Eyjuna sem það býðst, eða eitthvert annað og hætta að fjármagna þessa blóðsugu, Morgunblaðið.

Það er ábyrgðarhlutur að styðja spillta fjölmiðla- og kvótakónga sem hafa kostað skattgreiðendur a.m.k. 3 milljarða og fóðra ritstjóra sem henti 350 milljörðum af skattfé út um gluggann sem seðlabankastjóri og er aðalhönnuður íslenska efnahagshrunsins sem forsætisráðherra.

Farið sam helst ekki úr öskunni í eldinn, til Jóns Ásgeirs á blogg.visir.is.

Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 01:11

25 Smámynd: Ólafur G. Sigurðsson

Vona að þú hafir vistað athugasemd mína áður en þú eyddir henni Guðbjörn. þú veist betur en ég að hér er um sögulegt plagg að ræða. Góðar kveðjur, Ólafur G. Sigurðsson.

olisigurdsson@hotmail.com

Ólafur G. Sigurðsson, 26.9.2009 kl. 03:52

26 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ólafur:

Ég hef aldrei eytt einni einustu athugasemd á mínu bloggi og kann það ekki einu sinni!

Hafi einhverri athugasemda verið eytt, þá sáu einhverjir aðrir um það? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.9.2009 kl. 09:46

27 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Arnar Helgi:

Meira að segja svörnustu andstæðingar Davíðs verða að viðurkenna að hvað Davíð varðar var þarna á ferðinni einhver merkilegasti leiðtogi og stjórnmálamaður þjóðarinnar. Ég er þess handviss, að þetta verður úrskurður sögunnar, en að um leið verði skipun hans í stól bankastjóra Seðlabankans gagnrýnd, sem og að hann setjist nú í ritstjórastólinn hjá Morgunblaðinu.

Loftur Altice:

Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en eitt mál og það þótt það sé stórmál á borð við ESB aðild.

Við skulum síðan láta söguna um að dæma hvor hafði rétt fyrir sér, bæði varðandi ESB aðild og þá ákvörðun að Davíð sest í ritstjórastólinn.

Ég er ekki jafn hrokafullur og segi að málflutningur þinn sé "hlægilegur" og gildir það jafnt um þetta mál og ESB aðildina.

Þetta sífellda tuð um nýlenduherra er þó broslegt. Vissulega voru Bretar, Frakkar, Spánverjar, Portúgalar, Belgía, Holland og Þýskaland voru nýlenduherrar og meira að segja Danir voru með okkur, Noreg, Færeyjar og Grænland sem nýlendu og Svíar með Finnland. Kannski má rekja þennan ótta okkar og Norðmanna til þessa "nýlendukomplex", sem ykkur ESB andstæðingum er svo tíðrætt um?

Theódór:

Kannski er best að halda sig á Moggablogginu, sjá hvernig hlutirnir þróast og blogga þá á móti sérmunagæslufréttunum, þegar - ekki ef - þær fara að birtast! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.9.2009 kl. 09:59

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú ætlar ekki að láta hrekja þig í burtu, sem er mjög virðingarvert. Ég hef alltaf gaman af að kíkja á þitt blogg. Ég veit ekki hvort þú vitir það, en við vorum næstum vinnufélagar fyrir nokkrum árum, ég var bara á hæðinni fyrir neðan, hjá skattinum.

Gangi þér vel í baráttunni fyrir siðbót innan flokksins, mun örugglega kíkja eitthvað við hjá þér. Þú munt finna mig hér.

Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 14:01

29 identicon

Skynsamlegt innlegg hjá þér, Guðbjörn.

Það vill svo til að ég þekki allnokkra Sjálfstæðismenn sem upplifa sig sem heimilislausa þessa dagana. Ég velti oft fyrir mér af hverju góðir og gegnir hægrimenn taka sig ekki saman og stofna nýjan hægriflokk sem ekki er sligaður af ábyrgð á öllu því sem Davíð og Halldór brölluðu saman. Það væri gaman að sjá hvort slíkur flokkur fengi ekki fljúgandi meðbyr.

Hinrik (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:31

30 identicon

Sæll Guðbjörn,

mikið er ég ánægður með þessi skrif þín eins og oftast nær núorðið.  Ánægður með svör þín til Fannars, hann enda alveg sérstaklega þröngsýnn og illa upplýstur maður.  Fyrsta sem mér datt í hug var að hann væri utan af landi, einhverju smáþorpinu, og viti menn...

Sammála mörgum hérna, var einmitt að hugsa það sama og Hinrik.  Er ekki kominn tími til að jarða þetta ,,sjálfstæðis"hugtak og stofna nýjan hægri flokk (gamla sjálfst.stefnan) sem er þó laus við drauga fortíðar, ef svo mætti segja.  Þ.e. gömlu kolkrabbaklíkuna sem má verða eftir í hinum eiginlega Sjálfst.flokki.

Ef menn taka skref aftur á bak og skoða, kalt mat, hverjir það eru sem helst eru á móti ESB aðild, þá eru það 1.: menn á aldur við Björn B., Davíð, Styrmi og Loft Altice, menn sem muna sjálfstæðisbaráttuna í rósrauðum blæ, ölvaðir af þjóðernishyggju og sáu fyrst svertingja með berum augum eftir þrítugt, og var illa við.   2.: fólk sem veit lítið sem ekkert um ESB, m.ö.o. illa upplýst fólk, og fólk frá smáum samfélögum úti á landi.   3.: lítið menntað fólk og þröngsýnt í takti við það (skýrir meira fylgi við ESB með hærra mennt.stigi, því hærra mennt.stig, því meiri þjálfun í að sækja sér upplýsingar sjálfur, greina og meta rétt).

Mér finnst ágætt að hafa menn eins og Davíð, Einar K. Guðf., Heimssýn.liðið, Loft Altice, Bjarna Harðar, Jón Bjarnason og svo mætti lengi telja, því þeir veikja mikið málsstað andstæðinga ESB, þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að vera með gífuryrði (sem sjaldnast standast nánari skoðun), einhliða yfirlýsingar sem opinbera vanþekkingu þeirra á málefninu og síðast en ekki síst, byggir þeirra málflutningur nánast á þeim rökum einum að þjóðarstoltið og ,,sjálfstæðið" beri að verja með öllum tiltækum ráðum.  Þar skipa þeir sér í hóp með Bjarti nokkrum í Sumarhúsum (eiga hreint ótrúlega mikið sameiginlegt varðandi hugsunargang) en eins og ,,upplýstir" vita, skrifaði nóbelsskáldið þá sögu sem ádeilu á þá forheimsku sem hér var landlæg, enda Íslendingar þá flestir naut,,heimskir" (heimskir í sömu merkingu og á víkingaöld, þ.e. höfðu varla farið út fyrir sína heimasveit og þekkingin og þröngsýnin eftir því.  Heim-skur = hefur alltaf verið heima og veit lítið).

Nóbelsskáldið lýsti Bjarti sem ,,manninum sem sáði í akur óvinar síns alla ævi" (vegna heimsku).  Þessi lýsing á alveg bærilega við marga hörðustu andstæðinga ESB og er þeim alveg treystandi til að blaðra málstað sinn á bólakaf án nokkurrar hjálpar.  Maður situr bara álengdar og fylgist með, brosandi. 

Kv. S.

SH. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 11:00

31 identicon

P.S.

ég ætlaði ekki að taka það sérstaklega fram því mér fannst það svo augljóst en kannski er vissara að taka það fram;  varðandi kalt mat á því hverjir eru helst á móti ESB aðild, 4.liður:  og auðvitað þeir sem eru að gæta sinna eigin hagsmuna, eiginhagsmunagæslupólitík.

SH. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 11:15

32 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það hafa margir hvatt mig til að standa fyrir stofnun nýs hægriflokks og ég skal ekki neita að freistingin er mikil!

Þegar ég hins vegar fer á fundi í Reykjavík - stærri fundi - og finn stemninguna þar, þá lyftist brúnin á mér og ég sé að þessi mikla andstaða er að stórum hluta hjá núverandi og fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokknum og svo fólki á borð við Loft Altice, Jóni Vali og öðrum Heimssýnarmönnum. Þessi afstaða litast af því að þetta fólk hefur enga sjálfstæða skoðun, heldur er vant að hlýða í blindni ákvörðunum formanns og klíkunnar í kringum hann. Núna eru sjálfstæðismenn með formann, sem hlýðir Davíð og Birni frænda sínum - er hugsanlega fjarstýrt af gömlu flokksklíkunni!

Stór hluti Sjálfstæðisflokksins eða það sem ég vil í dag kalla hægri fólk í Reykjavík og í Kraganum (fólk sem er vel menntað og víðsýnna) er frekar hlynnt ESB aðild, eða vill - líkt og ég - sjá hvað kemur út úr viðræðunum.

Ég er næsta viss um að það fólk svara í kosningakönnunum að það sé andvígt eða frekar andvígt ESB aðild, þótt það vilji sjá hvað kemur út úr viðræðunum. Af þessum sökum er erfitt að segja hvað þessar niðurstöður kannana eru í raun að segja okkur! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.9.2009 kl. 11:28

33 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

S. og Guðbjörn -

Þetta er dálítið hættuleg afstaða - þ.e. afstaða er mótast af fyrirlitningu gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar.

Þ.s. er í gangi, er einfaldlega, mismunandi sýn á, hvers konar framtíð er best.

Ekki það, að annar hópurinn sé heimskur og hinn ekki.

Staðreyndin er sú, að báðir tveggja, harðir fylgismenn og harðir andstæðingar, magna upp úr öllu valdi, áhrifin fyrir Ísland, af ESB aðild.

Hið rétta er, að áhrifin eru næsta lítil, hið minnsta í samhenginu næstu 10-15 ár. Það á hvorn veginn sem er.

Við höfum ágæta möguleika til að blómgast, hvort sem er fyrir innan eða fyrir utan ESB.

Þessi sterk þjóðernissinnaði hópur, sem þið vitnið í, er einfaldlega einn skoðanahópur á meðal margra, í þjóðfélaginu. Flestir Ísl. eru hvorki harðir með eða harðir á móti, og geta sveiflast á hvora hliðina, eftir því sem utanaðkomandi áhrif og einnig, umræðan gengur.

þ.e. algerlega óÞarft að aðhyllast einhverja harðlínustefnu í þessu.

Persónulega, held ég að við eigum að leisa núverandi deilumál við Breta og Hollendinga fyrst, og helst okkar verstu kreppu einnig, og síðan velta þessum málum fyrir okkur seinna. Ekkert liggi á. Ég tel engar líkur á, að ESB veiti okkur einhvers konar stöðugleika samning, er reddi öllu fyrir okkur - sjá nýlegt blogg.

Í ljósi Stiglitz, hef ég verið að endurmeta aðeins afstöðu mína gagnvart krónunni, og er eiginlega kominn á þá skoðun, að rétt sé að hafa hana enn um svona cirka áratug, þ.s. við græðum meira en við töpum á lággengi hennar, en það hvetur til útflutnings, sem er nákvæmlega þ.s. við þurfum.

Svo niðurstaðan er, geimum ESB málið enn um sinn,,,þá verður komið betur í ljós, hvernig ESB er að þróast, þ.e. t.d. hvort þ.e. að þóast í átti, sem draga stórlega úr áhrifum smáríkja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2009 kl. 13:42

34 identicon

Einar -

ekki get ég með nokkru einasta móti skilið hvernig þú færð það út að ég hafi verið að segja að allir sem eru á móti ESB séu heimskir.  Í fyrsta lagi er eina umfjöllunin um heimsku nánari vísan og skilgreining á tiltekinni skáldsögu, sem gefin er sem ákveðin líking.  En þú telur að setningar eins og;  ,,Þessi lýsing á alveg bærilega við marga hörðustu andstæðinga ESB" feli í sér að þar með sé verið að segja að allir andstæðingar ESB séu fyrirlitnir af mér og teljist heimskir.  Skarpur Einar.

Sama gildir þá um setningar eins og; ,,því þeir veikja mikið málsstað andstæðinga ESB, þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að vera með gífuryrði (sem sjaldnast standast nánari skoðun), einhliða yfirlýsingar sem opinbera vanþekkingu þeirra á málefninu og síðast en ekki síst, byggir þeirra málflutningur nánast á þeim rökum einum að þjóðarstoltið og ,,sjálfstæðið" beri að verja með öllum tiltækum ráðum."

Er ekki einmitt verið að segja að slík afstaða, sem forsenda andstöðu, sé bara til þess fallin að veikja málstað andstæðinga?  Einmitt vegna þess að þetta er ómálefnalegt og ekki til eftirbreytni?  Byggir ekki á neinum efnislegum staðreyndum málsins.  Eru bara öfgaskoðanir og lýsa helst tilfinningum frekar en yfirvegaðri afstöðu að vel athuguðu máli.  Hvort sem menn eru með eða á móti.

Er ekki einmitt sérstaklega tekið fram að þetta einskorðist við tiltekna menn (og konur) sem láta svona, og hafa látið svona opinberlega?

Samt telur þú að ég fyrirlíti alla andstæðinga ESB og telji þá heimska.  Skarpur Einar.

Þetta er ástæða þess að ég myndi aldrei nenna að halda úti bloggsíðu, það er alltaf ótrúlega stór hópur fólks sem getur ekki með nokkru móti bæði lesið tiltölulega einfaldan texta og skilið hann líka.

S. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:30

35 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ef menn taka skref aftur á bak og skoða, kalt mat, hverjir það eru sem helst eru á móti ESB aðild, þá eru það 1.: menn á aldur við Björn B., Davíð, Styrmi og Loft Altice, menn sem muna sjálfstæðisbaráttuna í rósrauðum blæ, ölvaðir af þjóðernishyggju og sáu fyrst svertingja með berum augum eftir þrítugt, og var illa við. 2.: fólk sem veit lítið sem ekkert um ESB, m.ö.o. illa upplýst fólk, og fólk frá smáum samfélögum úti á landi. 3.: lítið menntað fólk og þröngsýnt í takti við það (skýrir meira fylgi við ESB með hærra mennt.stigi, því hærra mennt.stig, því meiri þjálfun í að sækja sér upplýsingar sjálfur, greina og meta rétt)."

------------------------------

Þú ef til vill fattar ekki hvað þú ert að segja í ofannefndum orðum.

Skv. þá er fólk, sem ekki er fylgandi aðild, skipt í ofantalda 3. hópa.

Ég held, að afstaða þín sé mjög skír.

Ég bendi m.a. á, að þegar vinnuveitendur gerðu síðast félagskönnun, þá var skiptingin u.þ.b. 45/55, þ.e. vinnuveitendur of klofnir í málinu, til að beita sér sem félag.

Ég geri ráð fyrir því, að klofningur hljóti að ganga í gegnum alla þjóðfélags hópa.

---------------------------

Rétt hjá þér, að öfgakenndur málflutningur er engum til gagns, sbr. orð eins og einangrunarhyggja, sem gefur þá mjög skökku mynd, að alternatívið sé einhvers konar einangrun.

Þ.e. einmitt, vísvitandi rangflutningur, þá eiga báðar meginfylkingar hlut að, sem er skaðlegur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2009 kl. 16:51

36 identicon

Sæll Guðbjörn

Það vantar reyndar nýjan flokk í okkar stjórnmálaflóru og ég er sammála þeirri greiningu sem þú setur fram um það mál hér að ofan

en í ljósi þess sem hér er ritað mætti ekki snúa þessu við og hreinsa út í flokknum þá sem hæst láta og skemma mest og gætu þá stofnað sinn íhaldsflokk efri stéttar yst á hægri væng - eftir stæði Sjálfstæðisflokkurinn nýr á sínum góða gamla grunni breið fjöldahreyfing miðstéttarfólks

Við Einar Björn (aths 32 ef ég tel rétt) vil ég segja að auðvitað á að forðast í lengstu lög að kalla fólk heimskt í skoðanaskiptum um menn og málefni

en jákvæð áhrif ESB-umsóknar eru þegar komin fram í jákvæðara viðhorfi umheimsins til Íslands og íslensks efnahagslífs sem nú hefur kúrs til að sigla eftir

einnig eru jákvæð áhrif þegar komin fram í íslenskri stjórnsýslu sem nú svarar spurningum ESB-samstarfsins af kappi og hefur ábyggilega lært umtalsvert af þeirri yfirferð og yfirlegu sem þarf til þess að svör Íslands verði af þeim kaliber að tekin verði gild af þeim tuttugu og sjö þjóðum og þjóðþingum sem fá svör okkar í skýrsluformi til umræðu ásamt ályktunum og tillögum ESB.

Og við getum einmitt ekki beðið - vegna viðskiptahagsmuna, hagstjórnar og lífskjara þjóðarinnar

íslensk króna er ónýt í utanríkisviðskiptum og einnig sem gjaldmiðill fyrir innlent atvinnulíf, lífskjör og hagstjórn

ástæðan er eilíft gengisflökts minnsta gjaldmiðils í heimi sem hefur að baki sér ónýtan bakjarl vegna bágrar gjaldeyrisstöðu og óstjórnar í peningamálum sem heldur stýrivöxtum glæpsamlega háum

Gengisflökt krónu með þrýstingi á verðlag ásamt verðtryggingu skapa hér vítahring sem þarf að brjótast út úr ef land og þjóð ætla sér áfram til jafns við þær þjóðir sem við helst og mest viljum bera okkur saman við um hagsæld og velferð.

m bkv

Jónas 

Jónas Gunnar Einarsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:54

37 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá gerir ráð fyrir að þú sért ósammála Stiglitz - eða, til vara, að þú sért sáttur við hina afleiðinguna, að atvinnustig sveiflist til að ná fram þörf fyrir efnahagslega aðlögun.

Gengisflökt, er hægt að lágmarka, með skynsamri hagstjórn. Aldrei þó afnema.

Ísl. hagkerfið hefur ekki val um að aðlagast sveiflum, einungis um, hvað það akkúrat er, sem er breytan er framkallar þá aðlögun.

---------------------

LOL, ekki veit ég hvað sá spurningalisti skilur mikið eftir. En, við skulum vona að þeim hafi verið svarað af kostgæfni, því mikil pressa er á að klára málið innan þröngs tímaramma - og ísl. embættismanna, er virkilega örlítið í samanburði við aðrar þjóðir.

Tímapressa, gæti einmitt orsakað óvönduð svör.

----------------------

Jákvæð áhrif á hagkerfið? Þegar komin fram?

Ég verð að reikna með, að þú sért að tala um minnkaðan ótta erlendis frá, um hrun og eitthvað skánuð lánskjör.

Þ.e. að sjálfsögðu túlkunaratriði.

Það einfaldlega, að við stöndum enn, er einfaldlega sjálfstæð ástæða. Ekki sé ég neinar forsendur, til að greina áhrifin í sundur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2009 kl. 18:25

38 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá gerir ráð fyrir að þú sért ósammála Stiglitz - eða, til vara, að þú sért sáttur við hina afleiðinguna, að atvinnustig sveiflist til að ná fram þörf fyrir efnahagslega aðlögun.

Gengisflökt, er hægt að lágmarka, með skynsamri hagstjórn. Aldrei þó afnema.

Ísl. hagkerfið hefur ekki val um að aðlagast sveiflum, einungis um, hvað það akkúrat er, sem er breytan er framkallar þá aðlögun.

---------------------

LOL, ekki veit ég hvað sá spurningalisti skilur mikið eftir. En, við skulum vona að þeim hafi verið svarað af kostgæfni, því mikil pressa er á að klára málið innan þröngs tímaramma - og ísl. embættismanna kerfi, er virkilega örlítið í samanburði við aðrar þjóðir.

Tímapressa, gæti einmitt orsakað óvönduð svör.

----------------------

Jákvæð áhrif á hagkerfið? Þegar komin fram?

Ég verð að reikna með, að þú sért að tala um minnkaðan ótta erlendis frá, um hrun og eitthvað skánuð lánskjör.

Þ.e. að sjálfsögðu túlkunaratriði.

Það einfaldlega, að við stöndum enn, er einfaldlega sjálfstæð ástæða. Ekki sé ég neinar forsendur, til að greina áhrifin í sundur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2009 kl. 18:28

39 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar Björn:

Ég er ekki að segja að andstæðingar ESB séu "heimskir", heldur illa upplýstir og á því er reginmunur!!!

Síðan er ég einungis að benda á niðurstöður skoðanakannana, en þær sýna svo ekki verður um villst, að stuðningur við ESB aðild eykst innan allra flokka með aukinni menntun.

Ég er einungis að benda á staðreyndir og hér er því ekki um gildishlaðnar yfirlýsingar og upphrópanir að ræða líkt og margir ESB andstæðingar nota óspart!  

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.9.2009 kl. 18:51

40 Smámynd: Kama Sutra

Góð greining hjá SH. (27.9.2009 kl. 11:00).  Sammála hverju einasta orði.

Kama Sutra, 27.9.2009 kl. 20:36

41 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef einnig séð þessar mælingar - en ég bendi á, að þessi tenging hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega.

En, fjölmargir taka þá afstöðu, að skortur á upplísingum sé ástæðan, þannig lausnin sé frekari upplísing.

Í gegnum slíka afstöðu, skín einmitt slík óbilgyrni er ég var að benda á.

Þetta er í raun og veru, sama afstaða og þeir sem aðhyllast trúleysi hafa. Þeir benda á þá mælingu, að fólk með háa menntun innihaldi fleiri einst. að hlutfalli sem séu trúlausir, þannig ergo, aukin menntun sé lækning við trú.

Með því að setja þína röksemdarfærslu í annað samhengi, þá sýni ég þér fram á, að hún er ekki sanngjörn.

---------------------

Þvert á móti, held ég að í fjölmörgum tilvikum, sé það áhugi á ESB, sem sé það sem oftast nær leiði til þess, að menn afli sér upplísinga. Áhugafólk, að öllu jafnaði, sé þá einnig mjög hlynnt aðild.

Síðan, er það einnig ákveðin óbilgyrni er felst, í tilteknu ofmati á háskólamenntun. Það má hljóma einkennilegt, frá einst. með háskólapróf í fleirtölu, en mjög mikið er af bráðnauðsynlegum störfum, er þarfnast heilmikillar sérhæfðrar þekkingar, sem er ekki þó á háskóla stigi.

Við skulum ekki vanmeta, mikilvægi bráðnauðsynlegra starfsgreina, sem ekki krefjast háskólamenntunar, né gera lítið úr því fólki, er gegnir þeim - með því, að gefa þó ekki nema óljós í skyn, að það hafi ekki vit til að sjá hvað sé rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband