Er enskukunnáttu Svavars um að kenna?

Ég held að við séum núna að sjá fram á hvaða skaði hefur verið unninn í þessu Icesave máli með því að skipa alls óhæfan mann til formennsku í samninganefnd Íslands í þessu viðkvæma og erfiða máli. Það er í mínum huga ólíklegt að menn, sem hafa það að atvinnu að semja við fólk og gefa út álit líkt og það sem lögmannsstofan breska gaf út, fari með rangt mál í skýrslum sínum.

Ég verð að viðurkenna að ég treysti Svavari Gestssyni síður en fyrrgreindri breskri lögmannsstofu þegar kemur að því að tjá sig á enskri tungu á fundum um svo flókin efni er þarna voru á dagskrá. Auðvitað mun Össur Skarphéðinsson síðan viðurkenna, að hann hafi vitað af framvindu mála allan tímann og Steingrímur J. Sigfússon einnig. Það er aldrei að vita nema konan í fílabeinsturninum, Jóhanna Sigurðardóttir, láti svo lítið og þykist eitthvað vita um hvað er á seiði í íslenskum stjórnmálum.  


mbl.is Svavar neitaði að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú verðum við bara að treysta á forsetann.

Sigurður Þórðarson, 30.12.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Lítið hefur breytts síðan Sverrir Stormsker skrifað þetta   9.11.2009

..Fyrir örfáum mánuðum reyndu dýrðlingarnir gegnsæu þau Jóhanna Skjaldborg og Steingrímur Gjaldborg að lauma Icesave ánauðarsamningnum ólesnum í gegnum Alþingi, án allra fyrirvara, og töluðu um "frábæran samning" sem Svavar-ég-nenni-þessu-ekki-Gestsson og einhver Mr. Bean krotuðu annarshugar undir í útlandinu að beiðni Steingríms, góðvinar þeirra. Samfylkingarforkólfarnir töluðu þá um að þeir myndu samþykkja hann blindandi einsog kettlingar og voru skýjum ofar í einfeldni sinni, fákunnáttu og ábyrgðarleysi. "

-- Kynningarfundur í London í vor hafi verið haldinn fyrir utanríkisráðherra til að greina frá valkostum í deilunni við Breta og Hollendinga. Össur segist ekki hafa sótt fundinn en samkvæmt gögnum lögmanna Michon de Reya sat Össur fundinn. Í gögnum lögmannsstofunnar kemur jafnframt fram að Svavar Gestsson aðalsamningamaður Íslands hafi farið fram á að utanríkisráðherra fengi ekki að sjá tiltekin gögn er vörðuðu málið.

Sanngirniskrafa er að skjölin verði kynnt og þingmenn fái tækifæri að meta þau. Ennfremur að Svavar Gestsson yrði kallaður á þingnefndarfund til að upplýsa undirlegheitin. Í fyrstu ætlaði ríkisstjórnarmeirihlutinnn ekki að verða við þessum óskum en verð að lokum að lúta í lægra haldi.

Skotfæri stjórnarinnar í Icesave-umræðunni eru á þrotum og málefnastaðan gjörtöpuð. Icesave-frumvarpið bíður eftir náðarhögginu.  

Nú segir Svarar að hann þurfi ekki að mæta telur það kannski nóg að Mr. Bean mætti í gær fyrir þingnefnd þess vinnubrögð eru með ólíkindum í svona stóru máli sem kemur til með að hafa áhrif á þjóðina jafnvel í nokkrar áratugi.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 30.12.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Nú verðum við bara að treysta á forsetann."

Er forsetinn ekki síðasti Alþýðubandalagsklíkumeðlimurinn sem á eftir að bregðast þjóðinni í Æsseif málinu, Svabbi, SJS og Össur hafa allir brugðist hingað til.

Halda menn virkilega að Svabbi hafi gert þetta af sjálfsdáðum?? þessar upplýsingar voru einfaldlega ekki þóknanlegar  ESB vegferð Samfylkingarinnar.

Össur vissi þetta fyrirfram og bað Svabba að fjarlægja þessar upplýsingar.

Einni spurningu er ósvarað en hún er, hvað fær SJS í staðin fyrir Æsseif?? kannski úrsögn úr NATO??

Eggert Sigurbergsson, 30.12.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband