Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er fæddur í Reykjavík 1962 og fyrstu 10 ár ævi minnar var ég búsettur í Kópavogi en fluttist síðan á Álftanes og bjó þar til tvítugs. Því næst lá leiðin til Reykjavíkur í Þingholtin, þar sem ég bjó til ársins 1986. 


Síðan fylgdi löng útlegð (12 ár) í Austur-Berlín, Þýska Alþýðulýðveldið/DDR, en síðan flutti ég yfir til Vestur-Berlínar, sem á þeim tíma var yfiráðasvæði Bandaríkjamanna, Breta og Frakka. Eftir dvölina í Berlín lá leiðin til Basel og Zürich í Sviss. Að dvöl minni í Sviss lokinni flutti ég aftur til sameinaðs Þýskalands og bjó fyrst í Kíl, síðar í Trier, en fluttist að lokum til Hamborgar. Eftir að ég fluttist aftur heim bjó ég í Keflavík, en fluttist síðan í stuttan tíma til Reykjavíkur. Nú er ég búsettur í Njarðvík.


Eftir að ég fluttist heim var óperusöngvaraferillinn að mestu lagður á hilluna og ég vann um skeið í innanlandsdeild ferðarskrifstofunnar Terra Nova og síðar sem sölustjóri utanlandsdeildar í sama fyrirtæki. Um tíu ára skeið vann ég hjá Tollstjóranum á Suðurnesjum, síðast sem yfirmaður tollskrifstofu embættisins. Síðar starfaði ég sem þrjóunarstjóri á tollasviði embættis Tollstjóra í Reykjavík. Nú starfa ég sem verkefnisstjóri við undirbúning nýrra tölvukerfa fyrir embætti Tollstjóra. Um 4 ára skeið hafði ég það að aðalatvinnu að starfa við samningaviðræður Íslands og ESB, þar sem ég mér voru falin mjög mikilvæg verkefni, s.s. utanumhald samningsafstaða Íslands í tollamálum.


Námsferillinn er einnig fjölbreyttur: Kársnesskóli (Kópavogur), Bjarnastaðaskóli (Álftanes), Garðaskóli (Garðabær), Verzlunarskóli Íslands, Söngskólinn, Nýi tónlistarskólinn, einkanám í söng, Óperustúdíó Óperunnar í Zürich, fjarnám í ferðamálafræðum/Akademie für Fernstudium und Weiterbildung, Tollskóli ríkisins, Háskóli Íslands - BA próf í þýsku. Titill BA ritgerðar var: „Konzepte der Deutschen von den Isländern - Im Vergleich zu dem Selbstbild der Isländer“. Að því afrekuðu lauk ég meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA - Master of Public Administration). Lokaritgerð mín í því námi bar titilinn: „Áhrif inngöngu Íslands í Evrópusambandið á tollyfirvöld“ (e.The Consequences for Iceland's Customs of Membership within the EU). Nú stunda ég nám í Leiðsöguskóla Íslands og hyggst ljúka því vorið 2024.


 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Guðbjörn Guðbjörnsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband