Heimssýn hræðist breytingar á viðhorfi landsmanna

Það er ljóst að Heimssýn og Heimastjórnarliðið í Sjálfstæðisflokknum hræðist að landsmenn séu í auknum mæli að aðhyllast aðildarviðræður við Evrópusambandið, en nýleg skoðanakönnun Sterkara Íslands sýnir að ESB-aðildarviðræðusinnum er að vaxa fiskur um hrygg. Það er auvitað deginum ljósara að skynsamir Íslendingar myndu með tímanum sjá í gegnum rakalausan áróðursþvætting og ýkjur Morgunblaðsins og LÍÚ gegn Evrópusambandinu.

Nú blæs Morgunblaðið aftur í herlúðra og reynir að undirstrika að ESB og í reynd allur heimurinn taki þátt í einu allsherjarsamsæri gegn okkur Íslendingum. Allir sem eitthvað hafa á milli eyrnanna vita að við verðum auðvitað að semja um veiðar á makríl við ESB og Norðmenn á skynsamlegum nótum. Það þýðir hins vegar ekki að við eigum ekki að fá dágóðan og sanngjörnum kvóta úthlutað úr "norkskíslenskevrópska" makrílstofninum.


mbl.is Sögð geta hindrað ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

heldurþaðvirkilega

Sigurður Þórðarson, 10.9.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

LÍÚ heldur uppi gúanóveiðum á makríl sem er hágæðafiskur og selst einsog túnfiskur á góðum degi. Þessar sjóræningjaveiðar eru til háborinnar skammar og ber útgerðinni "fagurt" vitni.

Rekjanleiki vöru verður í framtíðinni eitt mikilvægasta tækið til að halda niðri umhverfisslysatíðninni. Íslendingar sjást ekki fyrir og skamma bara orðstýr sinn. Auk þess þarf ég endilega að bæta því við að "samningaleiðin" sem nú hefur verið lögð fram er fúsk og verður ekki boðleg lausn til framtíðar.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 09:53

3 identicon

Sæll Guðbjörn.

Þú reynir að halda í vonina, en þessi barátta ykkar ESB sinna er löngu gjörtöpuð. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um þegar þú talar um þetta Heimastjórnarlið innan Sjálfstæðisflokksins, eins og það sé bara einhver þröng minnihlutaklíka sem þar fari. 

Mér sýnist það nú bara vera svo að þetta svo kallaða Heimastjórnarlið innan flokksins sé hryggjarstykkið og obbinn af fólkinu sem styður flokkinn.

Frá því að fólkið og  grasrótin í flokknum tók öll völd á síðasta Landsfundi flokksins og fékk samþykkta með yfirgnæfandi meiirihluta atkvæða tillögur um algera og skilyrðislausa andstöðu við ESB aðild og að draga ætti ESB umsóknina til baka tafarlaust, þá hefur flokkurinn stöðugt verið að auka fylgi sitt. Þrátt fyrir allt tal þitt um einangrun og útskúfun flokksins og að að nú klofni hann og allt stefni í fjölda úrsagnir, þá brást það allt saman utan þín og 2ja eða 3ja annarra.

Á sama tíma hefur eini ESB flokkurinn á Íslandi Samfylkingin tapað allt að 20 til 25% af fylgi sínu frá s.l. kosningum á meðan að hinn stjórnarflokkurinn VG sem er á móti ESB aðild heldur nokkurn veginn stöðu sinni.  

Það er lítið að marka þína pólitísku spádóma og þeir ganga yfirleitt alls ekki eftir. Hvað þá barnalegar óskir þínar um að ESB aðildarsinnar muni ná einhverju fylgi.

Ykkar ESB sinna bíður ekkert annað en að vera áfram lítill hávær minnihluti og kallið yfir ykkur áframhaldandi niðurlægingu og skömm þjóðarinnar. 

Til Gísla:

Það er ekki rétt hjá þér sem að þú segir um makrílveiðar okkar Íslendinga, að þetta séu bara einhverjar stjórnlausar gúanó veiðar.

Nú eru okkar best búnu vinnsluskip útbúinn til makrílveiða og lang stærstur hluti makrílsins sem nú veiðist sem aldrei fyrr innan fiskveiðilögsögu okkar er nú frystur til mannelsdis og fer á markaði í Evrópu og Asíu.

Enda er talið að þessar makrílveiðar veiti þjóðinni 15 milljarða gjaldeyristekjur í ár, auk fjölda viðbótar starfa bæði til sjós og lands og munar um minna á þessum erfiðu tímum. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:23

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Guðbjörn. "Allir sem eitthvað hafa á milli eyrnanna vita að við verðum auðvitað að semja um veiðar á makríl við ESB og Norðmenn á skynsamlegum nótum."

Hér sést þér yfir eitt mikilvægt atriði, nefnilega það að þær þjóðir sem nú krefjast aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum hafa hingað til "neitað" að hleypa okkur að samningaborðinu. Það hefur alls ekki staðið á Íslendingum og Færeyingum að semja. Þeir eru einfaldlega ekki taldir eiga "neinn" rétt í þessu máli.

Hvað eiga þessar tvær þjóðir þá að gera þegar þessi fiskistofn veður yfir þeirra fiskimið eins og engisprettufaraldur yfir frjósaman akur. Gleymum ekki að þetta er ránfiskur í ætisleit. Ættum við kanski að láta hann bara vera og reyna að senda kommúninni í Brussel fæðureikning v/ makrílsins? Og hvað ætti sá reikningur að vera há? Eitt þúsund milljarðar eða....? 

Nei, það væri bara fínt ef aðildarviðræðum yrði hætt vegna þessa máls.

Viðar Friðgeirsson, 10.9.2010 kl. 11:08

5 identicon

Það er nefnilega málið við erum að semja við Norðmenn og ESB. Ef við göngum í tollabandalagið þá munu Íslendingar aldrei sitja við samningaborðið heldur samningamenn ESB. Hver af samningamönnum ESB gæti hagsmuna Skota? Svarið er einfallt enginn.

Það sýnir sig aftur og aftur hvað það er mikilvægt að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 11:44

6 identicon

Tek heils hugar undir með þeim Viðari Friðgeirssyni og Vilhjálmi Andra.

En myndi vilja bæta því við að af því að við erum frjáls og fullvalda þjóð en ekki innan ESB helsisins þá getum við nú komið fram sem hnarreist og og fullmeigandi frjáls og fullvalda þjóð með þjóðréttarlega og haffræðilega lagalega stöðu sem sjálfstætt ríki og stöndum þannig alþjóðlega jafnréttis og sem jafningjar hvaða stórríkis sem er.

Það myndum við ekki gera með því að afsala stórum hluta af okkar málum til ESB þar yrðum við einungis sem útkjálka hreppur í Stórríki ESB með ör atkvæðavægi uppá aðeins 0,6%.

Sjávarútvegsapparat ESB sem færi með allt vald í sjávarútvegsmálum myndi kannski svona upp á náð og miskunn í mesta lagi úthluta okkur svona ca 500 tonna handfæra kvóta á makrílinn svona eins konar tilrauna- og norðurhjara kvóta svona ölmusa til málamynda.

Stóru aðilarnir færu sínu fram í þessu sem öðru, það hefur þetta mislukkaða valdaapparat sýnt okkur ítrekað.

Við værum algerlega varnarlaus og valdalaus gagnvart ofríki ESB Elítunnar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 12:18

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Naïvistar segja gjarnan að það séu engin samsæri í gangi yfirhöfuð neinsstaðar. (*right*)

"Haldið áfram... ekkert að sjá hér... allt er í fínu lagi." (Eins og bankarnir 2008?)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 12:31

8 identicon

Sæll; Guðbjörn - sem aðrir gestir þínir !

Reyndu; að hafa staðreyndir á hreinu, Guðbjörn Tollheimtumaður.

Heimssýnar ályktanir þínar; sem annarra, eru vart marktækar, þegar þessi ágætu samtök eru stór löskuð, sem sundurlynd, sökum þess afglapa háttar forsvarsmanna hennar; að setja einhvern lélegasta bónda - sem Dalir hafa alið;; Ásmund Einar Daðason, á trón sinn.

Hefði ég; verið búinn að ganga í Heimssýn, á sínum tíma - væri ég búinn að sparka þessu dreng affikti, út í hafs auga, fyrir löngu síðan. Svona; ruggu bjálfar, eru hvergi í húsum hæfir, sem á reyndar við, um meginþorra ísl. stjórnmálamanna, svo sem.

Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 15:19

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gunnlaugur, síðast í morgun var frétt þess eðlis að Færeeyingar fengu "helmingi meira" fyrir aflann sinn en íslensku skipin í Vestmannaeyjum. skýringin var einfaldlega sú að þeir fóru betur með aflann og hann var verðmætari þegar hann kom að landi..... auðvitað gæti verið um eitthvað útgerðarmannasvindli í gangi einsog selja sjálfum sér aflann á undirverði en síðan áfram á markaðsvirði.... það er nú venjulegur praxís hjá útgerðinni um þessar hrunkrónumundir. Það breytir því ekkert að um rányrkju er að ræða sem til lengdar skaðar meira en einhverjar illa fengnar Evrur til skamms tíma.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 15:57

10 identicon

Komið þið sælir; enn !

Gísli Ingvarsson !

Ég hygg; að þú ættir, að líta vinum þínum - Evrópsku nýlendu ribböldunum nær, áður en þú ferð að tala um rányrkju Færeyinga og Íslendinga, dreng stauli.

Evrópsku nýlendu veldin gömlu; hafa farið, sem plága, yfir lönd og láð, um veröldu víða, undangegnar aldir, sem kunnugt er, og ættir þú, sem aðrar undirtyllur Barrosó´s á Brussel völlum, að hafa fremur hljótt, um meintar ávirðingar smá þjóða - og þjóðarbrota, áður en þú ferð að derra þig frekar.

En; sem betur fer, er álfa bleiknefjanna;; Evrópuskaginn, á hraðri niðurleið, þökk sé bræðrum mínum, Kínverjum - Rússum, auk fjölda annarra, lengra úti í heimi.

Og; mundu. Ísland; er einnig óaðskiljanlegur hluti Norður- Ameríku, svo þið Evrópu fíklar haldið til haga, ef þið getið haft burði til, að nokkru.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband