Örugg kosning hjá Bjarna

Það verður að segja að þetta er örugg kosning, enda um enga alvarlega samkeppni að ræða eftir að Hanna Birna lýsti því yfir að hún stefndi ekki á formanninn. Hanna Birna er auðvitað ekki heldur ekki nein endurnýjun, enda nátengd fyrrum forystu flokksins og starfsmaður í Valhöll.

Fyrir aðra stjórnmálaflokka er þessi niðurstaða vissulega ánægjuefni að Bjarni skuli hafa verið endurkjörinn. Ef skipt hefði verið um formann og ESB ályktunin milduð, hefði flokkurinn getað bætt við sig 10-15%. 


mbl.is Bjarni endurkjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það að manneskja sem er ekki framboði fái fimmtung atkvæða er vandræðalegt fyrir formanninn svo ekki sé meira sagt.

Óskar, 24.2.2013 kl. 14:21

2 Smámynd: rhansen

það er virkilega gleðilegt að sja hvað Bjarni er vaxandi Stjórnmálamaður og greinilega  nytur orðið meira tausts en áður Þvi lettur leikur hefði einmitt verið nu að sýna honum i tvo heimana útaf Hönnu Birnu ...En gleðilegt að slikt var ekki gert og hann að uppskera fyrir þrautsegju sina....en um Esb er eg svo aftur á móti ekki samála þer og vonandi fer það mál að letta af þjóðinni eins og fyrri draugnum ...Icesave  

rhansen, 24.2.2013 kl. 14:42

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það verður fróðlegt að sjá hvort kjósendur og formenn annarra flokka nota þessa niðurstöðu til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum á næsta kjörtímabili. Persónulega tel ég það líklega niðurstöðu. Tilvistarkreppa annarra flokka gæti þó komið Flokknum til bjargar.....

Ómar Bjarki Smárason, 24.2.2013 kl. 22:56

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ert þú enn á Lýðræðisvaktinni, Guðbjörn.Getur almenningur látið skrá sig á vaktina,eða er vaktin bara fyrir ykkur sem eruð í stjórninni.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 25.2.2013 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband