Þurfum að breyta um hugsunarhátt

Við þurfum ekkert að hreyfa við gjöldum á eldsneyti, heldur breyta hugsunarhætti og þótt fyrr hefði verið.

Leggja verður alla áherslu á að bæta almenningssamgöngur, sem eru mjög aftarlega á merinni hér á landi. Skoða verður alvarlega, hvort lestarsamgöngur séu ekki mögulegar um land allt til fólks- og vöruflutninga. Jafnframt að gera rútur og strætó meira aðlaðandi. Það verður best gert með því að fjölga ferðum, fjölga leiðum og hafa vagnana þrifalega, nýja og flottari! Þetta snýst líka um ímyndina á þessum fyrirtækjum, sem hefur ekki góðan stimpil á sér í augum almennings!

Síðan er það stóra málið, þ.e.a.s. að huga að öðrum möguleikum fyrir bílana okkar, rafmagn, vetni, "bíódísil" o.s.frv.!

Það er kominn tími til að Vesturlandabúar leggi höfuðið í bleyti og setji lausn þessa vandamáls ofar öllum öðrum í forgangsröðinni. Menn hefðu átt að vera búnir að læra sína lexíu af öllum þessum olíukreppum, en ég man í fljótu bragði eftir allavega eftir fjórum olíukreppum frá 1983: þá frá 16. október 1973 til 17. mars 1974 og síðan kom ein að mig minnir árið 1979 og fylgdi í kjölfar íslömsku byltingarinnar í Íran og enn ein fylgdi í kjölfarið árið 1991, þegar Írak réðst inn í Kúvæt og svo sú síðasta, sem byrjaði í raun með innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og er enn ekki lokið.

Í raun tengjast þessar olíukreppur og aðrar kreppur undanfarna áratugi alltaf einhverjum ófriði í Miðausturlöndum. Að einhver heimshluti hafi svo sterk áhrif á líf allra á Vesturlöndum verður að linna og að þessi lönd geti jafnvel kúgað okkur einnig. Ég veit að um gífurlega stórt verkefni er að ræða, en ég tel að Vesturlönd hafi séð það svartara og fundið lausn á því!


mbl.is Olíuverð í 250 dali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband