Kúba - einungis tímaspursmál

Það er mín spá að kommúnisminn á Kúbu sé í dauðateyjunum og þetta séu í raun dauðakippirnir. Þegar Fidel er allur munu annaðhvort brjótast út óeirðir eða að stjórnvöld ákveða að taka upp lýðræði líkt og gert var í Austur-Evrópu.

Þetta minnir mig óneitanlega á tilburðina í Austurþýska alþýðulýðveldinu (DDR) þegar Honecker var vikið frá og eftirmenn hans byrjuðu að reyna að nútímavæða kommúnismann. Það er hreinlega ekki hægt. Það sem verið er að gera í Kína er allt annars eðlis og byggist það sennilega á því að Kínverjar eru öðru vísi fólk. Einni byrjuðu þeir á þessum breytingum mikið fyrr og hafa verið að gera þetta í smáskömmtum.


mbl.is Launajöfnuður afnuminn á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband