Björn leggist undir feld líkt og Þorgeir forðum

 

Ég held að Íslendingar verði að taka afstöðu til máls Paul Ramses út frá hjartalagi sínu frekar en skynsemi. Ég segi þetta af því að þetta er orðið að máli fjölmiðla og að máli fólksins. Fólkið ræður á endanum en ekki ráðherra eða stofnanir. Ef fólkið vill taka þessi hjón og barn þeirra að sér - sem við höfum svo sem enga fullvissu um, þótt nokkrir tugir manna hafi mótmælt fyrir utan dóms- og kirkjumálaráðuneytið - á fólkið að ráða ferðinni.

Líkt og svo oft í svona málum, þá gefst því miður ekki alltaf tími til að kanna afstöðu almennings eða fulltrúa þess til málsins. Við kjósum alþingismenn ekki einungis til að setja almennar reglur um öll mál og til að geta breytt þeim reglum eða skýrt þær reglur.  Nei, við viljum einnig að alþingismenn ræði mál líðandi stundar og á þann hátt sýnt ráðherra, hvaða skoðanir Alþingi - vilji fólksins - hefur varðandi þau mál, sem eru til umfjöllunar að hverju sinni í þjóðfélaginu

Segjum sem svo að ákvörðun verði tekin í dómsmálaráðuneytinu um að Paul Ramses eigi að snú aftur til Íslands og að hann eigi jafnframt að hljóta hér pólitískt hæli. Síðan komi síðar í ljós að ákvörðunin var hugsanlega röng, þar sem aðrir flóttamenn noti þessa aðferð til að komast til landsins. Þá er bara að grípa til viðeigandi ráðstafana, t.d. með lagabreytingu og/eða breyttri stjórnsýsluframkvæmd. Ég sé ekki að neinn skaði sé skeður, þótt mannúðarákvæði laganna séu nýtt í þetta skipti.

Þeir sem setja lögin vita að af og til gerast svona hlutir, þ.e.a.s. að gera þarf undantekningar út frá meginreglunni, og einmitt þess vegna eru lagaákvæði  á borð við mannúðarákvæði sett í lög. Framkvæmd slíkra lagaákvæða er falin framkvæmdavaldinu, sem eftir bestu samvisku og samkvæmt lögum, stjórnarskrá landsins og alþjóðlegum skuldbindingum, tekur málefnalega ákvörðun. Lögin og túlkun þeirra eiga því að mínu mati ekki að vera köld og ópersónuleg, heldur að taka tillit til aðstæðna, málsbóta og skoðunar þjóðfélagsins á lagaákvæðunum.

Mannúðarsjónarmið er mjög teygjanlegt hugtak og er því ekki tilvalið tækifæri til að nota slíkar heimildir í lögum þegar mál eru auðsjáanlega svona umdeild í þjóðfélaginu og snerta svona marga Íslendinga?


mbl.is Kæra vegna Paul Ramses hefur ekki borist ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála þér með þetta. Það eina sem er vafasamt í þessu er þetta með fordæmisgildið og að kannski verði þetta til þess að fólk verði að "þekkja mann sem þekkir mann" til að fá hér landvistarleyfi eða hæli. Gagnsætt kerfi og skýr lög myndu hjálpa til við að koma í veg fyrir slíka galla.

Annar vinkill sem tengist þessu en ég hef ekki heyrt ræddan er það að utanríkisráðherra hafi falið sendimanni sínum á Ítalíu að gæta þess að maðurinn fái sanngjarna málsmeðferð þar. Þetta finnst mér argasta hneyksli. Ítalía er eitt vesturlanda og annað hvort treystum við þeim til að fara með mál mannsinns eða við sendum hann ekki til þeirra! Að senda á þá n.k. eftirlitsmann er diplómatískt það sama og að segja þeim að við treystum þeim ekki. Ef svo er átti ekki að senda manninn til þeirra. Það eina sem var diplómatískt eðlilegt að gera í stöðunni var að annað hvort láta þá sjá um málið á sinn hátt eða að óska eftir því að hann yrði sendur aftur til Íslands. Allt annað er bara hallærislegt.

Björg Árnadóttir, 9.7.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Þarfagreinir

Vel mælt. Lög og reglur eru sett fyrst og fremst til að þjóna fólkinu og vernda það, en ekki til að stjórna því.

Þarfagreinir, 9.7.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, það er stundum eins og ráðamenn gleymi tilgangi laganna.

Ég alveg sammála Björgu varðandi Ítalina. Skrítið ef Íslendingar þurfa að kenna þessu ríki stjórnsýslu og túlkun laga. Hefur Ingibjörg aldrei heyrt af Rómarréttinum. Nú er eggið farið að kenna hænunni!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.7.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband