Þúsund orð ná ekki áhrifum einnar dáðar - Ibsen

Þetta eru forvirkar aðgerðir, sem voru nauðsynlegar til að afstýra hugsanlegri "katastrófu". Svona höndla aðgerða viðskiptamenn hlutina.

Á meðan íslenska krónan hefur fallið um 25% á þessu ári og heldur áfram að falla um þetta 1-2 % á dag virðist ríkisstjórnin halla sér aftur í sætinu og bíða eftir að markaðurinn eða eitthvað kraftaverk bjargi málunum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa gott af umganginum við "umræðustjórnmálamenn" Samfylkingarinnar. Við þurfum einhverjar gjörðir ekki orðagjálfur um væntanlegar aðgerðir.

Augljóst er að á undanförnum 6-7 mánuðum, að markaðurinn einn er ekki í stakk búinn til að leysa þau vandamál, sem við blasa. Þótt ríkisstjórnin hafi gripið til einhverra ráðstafana eru þær of máttvana og virðast ekki hafa nægileg áhrif. Þrátt fyrir að efnahagslega horfur á Íslandi til langframa séu öfundsverðar - og ég trúi virkilega að svo sé - þá eru þær mjög svo svartar til skamms tíma, svo svartar að þjóðin verður líklega öll komin á þunglyndislyf um jólin, ef fram fer sem horfir.

Bandaríska ríkisstjórnin er búin að átta sig á að ríkisvaldið þarf að leggja fram hjálparhönd í því ástandi, sem myndast hefur.

Hvenær bregst íslenska ríkisstjórnin við af krafti?

 


mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta eina útspilið fyrir þá í stöðunni ef þeir vilja bjarga eigin skinni. Björgólfsfeðgar eru samt sem áður í klemmu og krísan er byrjuð að bíta aðeins á þeim. ...

En hvað um það. Stjórnvöld hafa beðið full lengi og það sem almenningur þarf í svona umhverfi er sterkur, öflugur og sannfærandi leiðtogi. Kreppa er jú oft bara huglæg. Það þýðir ekkert að segja fólki að selja bíla sem eru yfirveðsettir og hætta að kaupa flatskjái. Það þarf að smyrja keðjuna svo allt fari að rúlla á ný. Hver susum aðferðin er, er þeirra að finna út - við, hinn sótsvarti almúgi höfum okkar hugmyndir en þegar peningamálapólitíkin stangast á við hugmyndir stjórnarheimilisins hlýtur maðurinn sem opnar gluggaumslögin sín í hverjum mánuði að efast hæfni beggja aðila sem jú eitt sinn deildu sömu sæng...

Brynjar

Brynjar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband