Davíð og Geir að gera rétta hluti

Ég minnist þess vel þegar Davíð Oddsson gekk hneikslaður úr stjórnarráðinu niður í KB banka og tók út peningana hjá sjálftökumönnunum í bankakerfinu, eftir að þessir menn höfðu skammtað sér ótæpilega peninga í formi kaupréttarsamninga og ofurlauna.

Nú ganga Geir og Davíð fram og setja þessum okurlánurum, sjálftökuliði og græðgibelgjum sömu sömu skilyrði og þeir hafa sett íslenskum almenningi og fyrirtækjum undanfarin ár og þeir kvarta undan hvernig er farið er með þá.

Hvað er að þessu liði?

Þegar þeir koma á hnjánum til Seðlabankans af því að þeir hafa klúðrað sínum málum svo algjörlega að þeir hafa enga aðra útgönguleið en að leita til ríkissjóðs - almennings - um hjálp og fá þau svör að við viljum þá fá aftur til baka það sem við afhentum þeim fyrir nokkrum árum síðan og þeir hafa eytt eða klúðrað?

Halda þessir menn, að þeir fái peninga að láni án verðtryggingar og í íslenskum krónum eða lán í gjaldeyri án þess að almenningur - ríkið - vilji fá einhverja þóknun fyrir að afhenda þeim slíka fjármuni í hendur?

NEI, HÉR ER KAPÍTALISMI!

EF ÞESSIR AÐILAR ÞURFA LÁN HJÁ MÉR - ALMENNINGI - ÞÁ BORGA ÞEIR HÆSTU HUGSANLEGA VEXTI EÐA AFHENDA OKKUR HLUTABRÉFIN!

ÞEIR KUSU AÐ AFHENDA HLUTABRÉFIN!

VIÐ ERUM FRJÁLST FÓLK Í FRJÁLSU LANDI OG ÞESSIR MENN HÖFÐU VALIÐ!

 

 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég myndi glaður setja mitt nafn við þessa færslu hér!

Jónas Jónasson, 29.9.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Svo vil ég að Ríkið (Geir og Co.) taki sig til og endursemji við alla stjórana, hvern einn og einasta,um lækkun launa (bara svona niður undir það sem hæst gerist á almennum markaði utan banka og sjóða) og afnemi alla kaupréttar- og starfslokasamninga. Ég ætla nú ekki einu sinni að nefna "starfsbyrjunarsamninga"!

Mér finnst s.s. ótækt að menn sem stýra skútunni í kaf haldi áfram að vinna í reikning Ríkisins á þessum ofurlaunum sem þeim hafa hlotnast í gegnum tíðinna. Má reyndar til sanns vegar færa að Welding sé búinn að fá fyrirframgreitt nokkur ár fram í tímann.

Bara svo það sé alveg skýrt þá finnst mér stjórnendur með mikla ábyrgð sem í raun eru á vakt allan sólarhringinn alla daga eigi að fá góð laun. Mjög góð laun. En það sem hefur viðgengist efst í bankakerfinu er eitthvað allt annað.

Björg Árnadóttir, 29.9.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Loksins einhver með viti , þetta er nákvæmlega eins og ég myndi orða þetta Guðbjörn , vel sagt .

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 30.9.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband