Það kostar að bjarga bönkunum frá snörunni

Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati heilagir og inneignir í þeim ætti því ekki að snerta til að eyða í einhverjar áhættufjárfestingar. Fjárfestingar í íslenskum fjárglæfrafyrirtækjum eða bönkum, sem eru á barmi gjaldþrots teljast til slíkra áhættufjárfestinga.

Á móti koma þau sjónarmið, að hér á landi sé allt á heljarþröm. Atvinnulífið sé að stöðvast og gífurlegt atvinnuleysi blasi við. Verðbólgan sé á leiðinni í 20% og allir bankarnir séu leiðinni á hausinn. Verðbólgan undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að verðtryggð lán hafa hækkað mikið og ekkert lát er á þeim hækkunum á næstunni. Vegna falls krónunnar hafa lán tekin í erlendri mynt einnig hækkað um tugi prósenta á nokkrum mánuðum. Almenningur er ráðþrota og á barmi örvæntingar.

Illskásta lausnin er því líklega að lífeyrissjóðirnir hjálpi til við lausn mála. Tryggja verður að þeim fjármunum verði ekki fórnað af þeim sem komið hafa þjóðinni á hausinn - sjálftökuliðinu. Til að almennt launafólk og lífeyrisþegar samþykki slíkar ráðstafanir er eðlilegt að umbunin sé ríkuleg. Eðlilegt er að bankarnir skipti um eigendur og fari í hendur þeirra, sem björguðu þeim. Þeir sem eru að bjarga bönkunum eru þeir sömu og borgað hafa okurvexti á verðtryggðum lánum eða sitja uppi með lán í erlendri mynt sem hækkað hafa gífurlega í íslenskum krónum. Samúð almennings er skiljanlega minni en engin.

Með öllum ráðum verður að tryggja efnahagslegan stöðugleika í landinu og að slíkar hörmunar dynji ekki aftur á þjóðinni. Það verður að mínu mati aðeins gert með einu móti: aðild að ESB og upptöku evru. Samtök atvinnulífsins og samtök launamanna eiga ekki sætta sig við neina aðra lausn en að framan getur.

Stjórnmálamenn allra flokka verða loksins að leggja við hlustirnar, að öðrum kosti verður að skipta þeim sem ekki hlusta út fyrir þá sem kunna að hlusta á þjóð sína.


mbl.is Lífeyrissjóðir komi að lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna þess að lífeyrissjóðirninr eru "heilagir" eins og þú orðar það vel, -þetta er jú ævisparnaður launþega-, eru lögin um lífeyrissjóði mjög ströng. Lífeyrissjóðir hafa ekki "áhættufrelsi" eins og flestir aðrir fjárfestar. Ég sé ekkert sem getur teimt þessa peninga "heim" nema ríkistryggð skuldabréf.

En hversvegna er aðeins talað um eignir lífeyrissjóðanna í þessu sambandi, hvað með eignir bankanna, stórfyrirtækjanna, auðmannanna.....????

sigurvin (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sveinn

Góð athugasemd. Þetta nægir mér bara hreinlega ekki. Ég vil nota sömu aðferðafræði og þeir. Þeir eiga ekkert betra skilið. Við skulum hreinlega strippa þá, líkt og þeir strippa okkur þessa dagana með erlendu lánunum og gengistryggðu lánunum. Ef lífeyrissjóðirnir kassera inn hagnaðnum af þessum lánum lenda þær í réttum vasa - vasa almennings. Ég er kapítalisti nákvæmlega eins og þeir og vill verja mínar eiginir í lífeyrissjóðnum mínum, sem ég er búinn að borga í í 20 ár.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.10.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband