Segi það einu sinni og síðan aftur: maðurinn er snillingur

Ég verð að segja að aldrei á ævinni hef ég séð betra viðtal við nokkurn "stjórnmálamann" eða "embættismann" hér á landi eða erlendis! Davíð er og verður snillingur, sama hvað hver segir.

Á einfaldan og skýran hátt útskýrði Davíð kjarna málsins, sem er auðvitað að Íslendingar hafa ákveðið að menn beri ábyrgð á gjörðum sínum. Þetta þýðir að þeir sem féllu í þá gryfju vegna græðgi sinnar að leggja fé hlutabréf fyrirtækja "óreiðumanna" tapa sínu fé. Þeir sem lánuðu fé í fyrirtæki "óreiðumanna" eiga á hættu að fá lán sín ekki endurgreidd til baka nema að hluta. Þeir sem hins vegar treystu bankastofnun fyrir sparnaði sínum fá sitt endurgreidd.

Skilaboðin eru þessi:

  1. að kaupa hlutabréf er áhættusamt
  2. að lána fé er áhættusamt
  3. að leggja fé inn á sparireikning er ekki áhættusamt

Koma þessi skilaboð á óvænt eða er þetta eitthvað, sem við vissum ekki? Nei. Hversvegna er þessi ákvörðun tekin? Af því að allir áttu að vita þetta og af því að ef sparifé er ekki endurgreitt væri sparnaður í heiminum lagður af og það er ekki hægt, því þá þyrfti einnig að leggja útlán af og án þeirra stæðum við í sömu sporum og fyrir tíma fyrstu alvöru lánastofnana, sem ég held að rekja megi til þess tíma er Medici ættin réði ríkjum á 13. öld og fyrstu fjármálastarfssemi heimsins í Flórens á Ítalíu.

Íslenska þjóðin er kannski ekki alsaklaus, en við sitjum líka uppi með okkar eigin syndir, s.s. neyslulán, bílalán og húsnæðislán. Við þurfum hins vegar ekki að borga skuldir annarra, enda skrifaði þjóðin ekki upp á þessar skuldir Glitnis eða Landsbankans, en það gerðu hluthafar upp að því marki sem þeir lögðu hlutabréf í bankana, sem þeir vissu að var áhættufé.

Þetta finnst mér afskaplega sanngjörn ákvörðun Davíðs og félaga. Þetta er einnig í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins og stefnu Davíðs Oddssonar persónulega.

Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð verða hins vegar að viðurkenna, að þeir sofnuðu á verðinum. Sumir segja að öll lönd heimsins hafi sofið á verðinum. Ég vil meina að stigsmunur sé á milli Íslands og annarra landa og að við höfum sofið á verðinum, en að flest önnur lönd hafi dottað á verðinum. Það er að sofa á verðinum, þegar skuldbindingar bankanna eru orðnar 1200 -1500% af landsframleiðslu. Þær björgunaraðgerðir, sem nýlega var samþykkt á Bandaríkjaþingi, voru upp á 5% af landsframleiðslu. Ef ég orða það pent, þá er stigsmunur á þessum prósentutölum.

Þegar ölduganginn lægir er nauðsynlegt, að menn sæti ábyrgðar og þá er ég að tala um raunverulega sökudólga í þessu efni, en ekki einhverja embættismenn eða stjórnmálamenn. Það er líka stigsmunur á því, að átta sig ekki á því að verið er að fremja glæp og reyna að koma í veg fyrir hann eða vera vitorðsmaður glæpamanns eða vera glæpamaður. Refsingin er auðvitað heldur ekki sú sama, heldur í samræmi við glæpinn og hvaða hlutverk maður lék í honum.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Við erum í þeirri stöðu að setja líf okkar í hendur stjórnvalda og treysta því að þau nái að koma okkur út úr þessu á fótunum.
Ég er ánægð með að sjá, það sem sýnist í augnablikinu vera, samstaða á Alþingi og í ríkisstjórn um að taka á þessum málum.

Þetta er góð færsla hjá þér

Lilja Ingimundardóttir, 8.10.2008 kl. 08:54

2 identicon

SAMMÁLA !!!!!

Góð færsla og á mannamáli sem hinn almenni borgari getur skilið ef hann vill og einmitt þannig tjáir Davíð sig og það er það sem ekki allir eru á eitt sáttir vegna þess að hann segir hlutina eins og þeir eru og ekkert kjaftæði,annað en margir aðrir td.stjórnmálamenn og aðrar opinberar persónur sem tala háfgerða latínu þannig að enginn skilur þannig að almenningur hristir bara hausinn og spáir ekkert meir.

viddi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband