Evru í stað krónu - stöðugleika í stað óðaverðbólgu og gengishruns

Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins ríma við vel skrif mín hér á vefnum undanfarna mánuði - eða á ég í millitíðinni að segja undanfarið ár! Í dag eru hvorki meira en minna en 70% þjóðarinnar hlynnt ESB aðild.

Meira að segja eru 50,5% af þeim 29%, sem enn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru hlynnt ESB aðild. Þar sem Sjálfstæðismenn, sem ekki eru hlynntir aðild, eru um 14% landsmanna, þá er afganginn - 15% - að finna í VG og Framsóknarflokknum.

Spurning er hversu lengi þessi rúmi helmingur sjálfstæðismanna, sem enn eru eftir í flokknum, bíða eftir landsfundi til að fá að útkljá þessi mál? Fari hlutirnir svo að ESB aðild verður ekki samþykkt á Landsfundi má búast við að mikið fylgi plokkist af Sjálfstæðisflokknum og að hann hafi niður í 18-20% fylgi. Ástæðan fyrir því að 50,5% af 29% fylgi fer ekki forgörðum, eru sauðtryggir kjósendur flokksins á borð við sjálfan mig.

Líkt og ég bloggaði um í gær eru 35% kjósenda enn óákveðnir og stór hluti af þessum kjósendum eru eflaust þeir, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð vegna efnahagsástandsins. Enginn veit, hvort þetta fólk lítur á aðild að ESB sem lausn vandamálanna, en niðurstaða þess efnis að 70% þjóðarinnar sé fylgjandi aðild, styður þó þá skoðun. 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 18-20% og nægt framboð er af ESB hægri krötum er ólíklegt að einhverjir fyrrverandi og núverandi sjálfstæðismenn hugsi sér ekki gott til glóðarinnar og stofni ESB hægri flokk. Slíkur flokkur væri með ósköp svipaða stefnuskrá og núverandi  Sjálfstæðisflokkur - nema kannski að hún yrði örlítið hægri kratískari. Með því að velja hægri kratíska stefnu væri hægt að ná í þá kjósendur, sem ónægðir hafa verið með hægri frjálshyggjusveiflu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar undanfarin ár og aðhyllast hin gömlu gildi flokksins Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins - stétt með stétt, flokkur litla mannsins auk þess, sem hægt væri að gleypa fylgi Frjálslyndra í einum bita. Með því að lýsa yfir stóriðjustoppi eftir Bakka gæti þessi hægri ógn okkar sjálfstæðismanna nælt í nokkra hægri græna. Hægra fólk breytist ekki í komma yfir nóttu - svo mikið er víst!

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins átta sig vonandi á að stórhætta er á slíkri fléttu eins og málum er háttað í dag!


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að lesa þessa grein í Fréttablaðinu. Þessi könnun er harla marktæk því úrtakið er einungis 800 manns og svarhlutfallið var um 80% sem þýðir að um 640 manns hafi svarað. 640 manns er ekki nóg til þess að fá fram þverskurð af íslensku samfélagi. Þó er það rétt að umræðan í samfélaginu er orðin mjög svo evrópusinnuð en ég tel það nú einungis vera vegna hræðslu og áróðri blaðana sem allir vita að eru undir handleiðslu evrópusambandssinna.

Daði (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:06

2 identicon

Ef að þú ert sammála fjöldanum þegar hann stjórnast af móðursýki þá hefur þú næstum örugglega rangt fyrir þér.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Daði: Hræðsla segir þú og með réttu ertu þú ekki örugglega staddur á Íslandi eins og ég?

Fólk er logandi hrætt! Við erum að horfa upp á fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga og meira atvinnuleysi en við höfum séð undanfarin 40 ár!

Við erum að horfa á ríkissjóð Íslands breytast úr skuldlausum sjóði í einn skuldsettasta í heimi!

Hans: Þegar stjórnmálaflokkar og fólk hlustar á fólkið í landinu er talað um að lýðræði. Þegar ekki er hlustað á fólkið er ekki um lýðræðisfyrirkomulag að ræða!

Ég vísa til svars við athugasemd Daða, hvað varðar þá fullyrðingu þína að þjóðin sé í móðursýkiskasti!

Fólk er ekki fífl, heldur upp til hópa skynsamt og tekur skynsamlegar og rökréttar ákvarðanir!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.10.2008 kl. 12:02

4 identicon

Kæri Guðbjörn,

Ég er jú staddur á Íslandi og hef tekið eftir allri múgæsingunni sem skapast hefur í kringum ástandið sem við stöndum frammi fyrir. Þessi múgæsing á að hluta til rétt á sér en eigi hjálpar það að ýta Íslenskri alþjóð út í kosningar um evrópusambandsaðildþ Ástæðan fyrir því er sú að þjóðin þarf tíma til að kynna sér hvað evrópusambandið hefur upp á bjóða, og það fæst aðeins með umræðu um evrópumál og þá er ég ekki að tala um hinn einhliða áróður sem hefur verið i samfélaginu frá evrópusinnum.

Það má vitaskuld deila um það hvort evrópusambandið hefði getið bjargað okkur úr þessari klípu sem við erum í. En eigi er hægt að horfa fram hjá því að Ungverjaland t.d. hefur kallað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagserfiðleika og eru Ungverjar nú eitt af "sambandsríki" Evrópusambandsins.

Einnig hefur nánast ekkert atvinnuleysi einkennt efnahag okkar í þó nokkur ár, ástandið hafði meira að segja verið þannig að við þurftum að flytja inn vinnuafl í miklu magni. Í Evrópusambandinu hefur atvinnuleysið verið um 10% og allt að 25% atvinnuleysi meðal ungsfólks. Auðvitað fer þetta eftir löndum innan sambandsins.

Fullyrðingin að þjóðin er í móðursýkiskasti: Ef við ímyndum okkur að allir íslendingar væru ein persóna, væri sú persóna hrædd, ráðvilt og ringluð af atburðum síðustu daga. Er gáfulegt að láta þá manneskju taka við stýrinu á rútu sem keyrð er á ofsahraða eftir hálum vegi ef hún er ekki með bílpróf ? Hvað gerðist árið 1933, er Þýskaland var í djúpri kreppu ?

Auðvitað er fólk eigi fífl, en jafnvel gáfuðustu menn geta tekið heimskulegar ákvarðanir ef þeir eru undir jafn miklum áróðri og hræðslu sem einkennir samfélagið í dag. 

Kv Daði R

Daði (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband