Morgunblaðið í erfiðleikum - fokið í flest skjól

Ég er í eðli mínu bjartsýnn maður og í mesta lagi 1-2 daga á ári - og stundum detta jafnvel ár út - hef ég svo miklar áhyggjur, að ég sökkvi mér niður í eitthvað þunglyndi. Á þessu ári hef ég í fyrsta skipti í mörg ár átt fleiri en 1-2 þunglyndisdaga, ég hef reyndar verið hálf þunglyndur á köflum síðan bankakreppan byrjaði.

Morgunblaðið og RÚV eru fyrir fólk af minni kynslóð -  og fyrir þá sem eldri eru en ég - ekki bara venjulegir fjölmiðlar, heldur einhverskonar holdgervingar stöðugleika og þess góða lífs, sem við Íslendingar höfum átt í þessu landi okkar. Mogginn kemur út og RÚV er á sínum stað, hvað sem öðru líður: náttúruhamförum, efnahagskreppum, stríðum eða annarri óáran.

Að lesa, að þetta fyrirtæki og tugir ef ekki hundruð annarra stöndugra íslenskra fyrirtækja séu í svo miklum fjárhagskröggum, að þau geti ekki greitt öllum sínum starfsmönnum laun um mánaðarmótin fyllir mig hálfgerðum kvíða og ólýsanlegum óróleika og þá ekki síst þegar maður hugsar til næstu mánaða og alls næsta árs.

Ef Morgunblaðið og RÚV eru í slíkum kröggum, að hópuppsagnir og greiðsluerfiðleikar eru framundan, þá spyr ég í einfeldni minni:

Hverju eigum við von á næsta árið? 


mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Sammála þér að þetta eru slæm tíðindi. En líklega er þetta bara byrjunin á enn frekara fári. Kreppan er búin að sýkja ákveðna geira og er að kjamsa á því sem þar er eftir. Hún er nýbyrjuð á þjónustugeiranum og verður líklega að valsa þar um á næstu mánuðum. Svo tekur hún til við opinbera geirann, sem á ekki aðra möguleika en að skera verulega af sér vegna minnkandi eftirspurnar og samdráttar ríkistekna. Við verðum líklega hálfmáttvana vegna þessa sjúkdóms næstu 10 til 12 mánuðina.

Hagbarður, 28.11.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband