Góður sjálfstæðismaður spyr: hvenær víkur stjórn Seðlabankans?

Þetta er auðvitað eitthvað, sem allir landsmenn hafa beðið eftir frá því í haust!

Nú er hins vegar kominn tími til að aðrir axli ábyrgð og þá á ég auðvitað við stjórn Seðlabanka Íslands.

Geir og Þorgerður Katrín: er ekki kominn tími til að láta Davíð og félaga fara og hreinsa til annarsstaðar í stjórnkerfinu, þar sem spillingin hefur geisað óheft undanfarin ár? 

Þetta snýst um trúverðugleika og áframhaldandi líf Sjálfstæðisflokksins, hvorki meira né minna! 

Ef þetta hefði verið gert í október eða nóvember hefði þessi stjórn ekki einungis haldið velli, heldur nyti hún stuðnings meirihluta þjóðarinnar.

Ég tek ofan af fyrir Björgvini G. Sigurðssyni og Samfylkingunni í þessu máli! 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsætisráðherra á að vera löngu búinn að segja af sér. Hans ábyrgð er alger og hann ber ábyrgð á vinum þínum í Seðlabankanum. Árni Matt á líka að vera löngu búinn að segja af sér.

kveðja,

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er búið að boða kosningar og dagsetja þær. þá allt í einu stekkur sá sem fastast hefur setið og segir af sér. útspil hans til þess að tryggja sér þingsæti og ráðherradóm eftir kosningarnar í vor hefur greinilega heppnast vel því allir eru staurblindir á raunverulegan tilgang afsagnar hans. hann hefði aldrei sagt af sér ef ekki hefði verið búið að boða til kosninga.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Eitthvað hafa þau Geir og Ingibjörg verið að bralla enda er vona ekki grt án þeirra kröfu eða að minnsta kosti samþykkis.

Vonandi er brottvikning Seðlabankastjórnarinnar inni í þessum aðgerðum og sameining Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans á borðinu.

Svona aðgerðir krefjast langs undirbúningstíma og væri fróðlegt að vita hvenær undirbúninguinn hófst.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það má vel vera, en eina leiðin fyrir okkur sjálfstæðismenn til að halda andlitinu er að menn láti nú til sín taka og sópi út úr stofnunum og ráðuneytum því fólki, sem ekki hefur staðið sig undanfarin 4-5 ár!

Við berum mikla ábyrgð á því sem gerðist og verðum að haga okkur í samræmi við það. Að öðrum kosti munum við fá "kvittunina" fyrir aðgerðaleysi okkar í næstu kosningum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Og auðvitað á Ingibjörg Sólrún líka að segja af sér. 

Við þurfum bara að fara aftur í Borgarnesræðuna til að fá staðfestingu á því. 

Svo ég tali nú ekki um Forseta Íslands.  Hjálpartæki útrásarvíkinganna.

Og svo á hið svokallaða Nýja Ísland að vera án Jóns Ásgeirs, Pálma Haralds, Ólafs Ólafssonar, Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más og allra hinna 30 útrásarvíkinganna sem felldu efnahag Íslands.

Sigurður Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 11:16

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eiginlega hefur SISI alveg á réttu að standa!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 11:24

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stefán:

Þetta er hreinlega ekki rétt hjá þér!

Á aðalfundi Njarðvíkings fyrir nokkrum dögum síðan hélt ég þrumandi ræðu, þar sem ég gagnrýndi forystu flokksins harðlega og það sama gerði ég á fundi með landsfundarfulltrúum úr Reykjanesbæ fyrir nokkrum dögum!

Ég hlaut mikið hrós fyrir ræður mínar á báðum fundum og samþykktu landsfundarfulltrúar með lófaklappi að ég yrði þeirra kandídat til miðstjórnar á næstkomandi landsfundi.

Lýðræðið innan Sjálfstæðisflokksins er mun sterkara en ykkur grunar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 15:17

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tek undir það með Guðbirni að lýðræðið innan Sjálfstæðisflokksins sé mun sterkara en okkur grunar. Lýðurinn heitir fullu nafni Davíð Oddsson og hefur Geir Haarde með sér í bandi.

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 15:25

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stóridómur fallinn og ég sem hélt að ég væri góð.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2009 kl. 19:09

10 Smámynd: Hlédís

Kæri Guðbjörn!  Gott að sjá þessi orð ykkar sjálfstæðismannanna!     Mig langar að stríða ykkur soldið, en það væri ljótt og ekki gustuk.  Vandinn er stór og þið viljið takast á við hann. Það er aðalmálið.

Læt þetta þó flakka: Þú ert eflaust góður, eins og átt kyn til, en að lýsa svona yfir gæðum sínum er annað mál!

 Baráttukveðjur!

Hlédís, 25.1.2009 kl. 22:28

11 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég er að vona að Davíð Oddsson sjái það sjálfur að áframhaldandi seta hans sem Seðlabankastjóri eftir það sem á undan er gengið mun leiða til algjörs fylgishruns í kosningunum í vor.

Við dyggir stuðningsmenn Davíðs eigum það nú skilið af honum að hann taki flokkshagsmuni fram yfir sína eigin.

Sigurður Jónsson, 25.1.2009 kl. 23:23

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér eins og yfirleitt Sigurður!

Davíð gerði ein mistök á sínum pólitíska ferli og það var að þiggja stól seðlabankastjóra! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 23:31

13 Smámynd: Benedikta E

Sigurður og Guðbjörn - Ég myndi ekki vera að hafa áhyggjur af - Davið Oddsyni - hann er vanur að sjá um sig - og gerir það. En hvað segið þið um hvítþvottinn á Þorgrði Katrínu - það finnst nú mörgum að hún hefði átt að stíga til hliðar strax í haust - nei -  í staðin situr hún sem fastast og véaði með bankana eftir hrunið í krafti ráðherrastólsins - þrátt fyrir tengingu hennar - (svo fínlega sé að orði komist) - inn í spillinguna í Kaupþing banka. Margir tala um hana sem blauta tusku framan í þjóðina.

Benedikta E, 26.1.2009 kl. 00:52

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Benedikta:

Ég get alveg verið sammála þér um að það mál lítur því miður ekki gæfulega út, þótt Þorgerður Katrín og eiginmaður hennar séu að vísu líkt og margir aðrir einnig "fórnarlömb" þessa hruns.

Það sem maður undrar sig yfir er, hvar þetta fólk hefur grafið upp 500 milljónir króna? Ráðherralaunin og bankastjóralaunin, sem ábyggilega eru a.m.k. tvöföld ráðherralaun, nema að a.m.k. 2.500.000 á mánuði, en að þetta fólk hafi getað "sparað" rúmlega 300 nettó mánaðarlaun sín (1.500.000 kr. x 300 = 450.000.000). Auðvitað geta fullkomlega eðlilega ástæður legið að baki þessum "sparnaði" þeirra hjóna, en útskýringa er óskað og óneitanlega grunar manni að þetta fólk hafi á fullu tekið þátt í þessu braski með þessum svokölluðu útrásarvíkingum.

Það myndi einhver spyrja mig spurninga ef ég hefði sparað 120.000.000 kr. á nokkrum árum. Líklega væri ég, sem yfirmaður hjá tollinum, kominn í yfirheyrslu hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar grunaður um mútuþægni í starfi! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.1.2009 kl. 07:37

15 Smámynd: Hlédís

25 ára nettó laun í sparnað. Hagsýn húsmóðir á þeim bæ  

Hlédís, 26.1.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband