Grunsemdir um refsivert athæfi styrkjast

Á undanförnum mánuðum hafa æ fleiri staðreyndir komið fram, sem renna stoðum undir að um refsivert athæfi hafi verið að ræða í aðdraganda bankahrunsins. Líklegt er að bankar og aðildar tengdir þeim hafi á haldið uppi verði hlutabréfa og jafnvel átt virkan þátt í hækkun þeirra undanfarin ár.

Jafnframt eru uppi grundsemdir að fjármagni hafi verið komið undan skattgreiðslum í skattaskjól erlendis. Auk þess sem þær tryggingar er lágu að baki útlánum virðast hafa verið litlar sem engar. Ennfremur hafa komið fram upplýsingar sem setja viðskipti bankanna með krónuna í vafasamt ljós.

Hraða á rannsókn á efnahagshruninu líkt og hægt er og vanda til hennar, m.a. hvað fjölda rannsakenda varðar og kaup á sérfræðiaðstoð erlendis frá. Sem sjálfstæðismaður vil ég að sjálfsögðu að reglur réttarríkisins verði í hávegum hafðar við rannsókn og dómsmeðferð málsins. Ég legg þunga áherslu á að komi í ljós að einhverjir, sem tengjast efnahagshruninu, hafi gerst brotlegir við lög, þá eiga dómstólar skilyrðislaust að nýta sér að fullu þann refsiramma sem lögin gefa. Ákalli þjóðarinnar eftir réttlæti í þessu máli verður að svara að fullu og eins fljótt og hægt er. 


mbl.is Hlutabréfaverði var haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Ansi er ég hræddur um að þú komist ekki langt innan flokksins með þessum málflutningi. Yrði vandræðalegt ef þú þyrftir að hyrta fyrrum fjármálaráðherra.

Davíð Löve., 22.2.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hef alltaf verið óhræddur við að synda á móti straumnum ef svo ber undir!

Þetta er almenn skoðun kjósenda Sjálfstæðisflokksins og ég er því langt frá því að vera undantekning.

Ég breyti ekki skoðunum mínum til að fá stuðning einhverra. Ef fólk kýs mig ekki eins og ég er, hef ég engan áhuga á þingsæti. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 07:07

3 identicon

"Ég legg þunga áherslu á að komi í ljós að einhverjir, sem tengjast efnahagshruninu, hafi gerst brotlegir við lög, þá eiga dómstólar skilyrðislaust að nýta sér að fullu þann refsiramma sem lögin gefa"

En Guðbjörn, það er vitað um marga aðila sem butu lög í tilfellum sem eru þekkt hvert fyrir sig. Þú þyrftir að vera afdráttarlausari varðandi þetta atriði. Málið snýst um að píska gegnumrotið embættismannakerfi til verka sem átti að hefja fyrir mörgum vikum og mánuðum síðan.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband