Samfylkingin ber mesta ábyrgð á þessu ástandi ...

Eftir stjórnslit ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar bentum við sjálfstæðismenn strax á að stjórnleysi myndi ríkja í landinu eftir að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tæki við völdum. Það fer ekkert á milli mála að Jóhanna ræður ekkert við að stjórna ríkisstjórn, þar sem hennar eigin flokkur er a.m.k. klofinn í 3-4 einingar og síðan VG, sem einnig er klofinn annars vegar niður í öfgafulla femínista, umhverfisöfgamenn, gamla marxista og fólk sem hefur mesta skemmtun af því að mótmæla, brjóta og bramla og hins vegar venjulegt vel meinandi vinstri fólk, mannvini og jafnréttissinna á borð við Ögmund Jónasson. Ég myndi ekki óska versta óvini mínum að vera í stöðu Jóhönnu með allt þetta fólk og Framsóknarflokkinn á bakinu!

Þeir sem eru eldri en tvævetur þekkja þetta ástand frá fyrri vinstri stjórnum á árabilinu 1971-1991. Sú upplausn, sem óneitanlega ríkti á þessum tíma, má rekja til þess að félagshyggjumenn hafa aldrei getað unnið saman, hvorki hér á landi né erlendis.

Það er t.d. furðulegt að samstarfið í ríkisstjórn Sósíaldemókrata og Kristilegra hægri demókrata í Þýskalandi gengur mun betur en fyrra samstarf Græningja og Sósíaldemókrata. Þessir flokkadrættir og erjur meðal vinstri manna gætu út af fyrir sig verið skemmtilegt rannsóknarefni fyrir íslenska stjórnmálafræðinga ef vandamálið væri ekki að öll íslenska þjóðin líður fyrir þetta ástand. Það sem við þurfum við aðstæður líkt og nú ríkja er ekki sundrung og erjur, heldur samstaða. Nú væri tíminn fyrir alla stjórnmálamenn til hægri og vinstri að sameinast um lausnir. Nú er tíminn fyrir atvinnurekendur og launþegar að snú bökum saman en ekki berast á banaspjótum.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sæll Guðbjörn.

Ég get tekið undir það að Jóhanna er ekki öfundsverð af því að leiða ríkisstjórn sem varin er af Framsókn en sem betur fer verður það ástand ekki langvarandi. En ég vil spyrja þig hvort þú teljir það ekki ábyrgðarhlut af hálfu Sjálfstæðisflokksins að halda góðum málum í gíslingu málþófs um Davíð Oddsson og tvo ráðuneytisstjóra?

Guðmundur Sverrir Þór, 23.2.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég fór óvart að hugsa um hagtölur og þá kom eftirfarandi í ljós.

Halli ríkissjóðs

Halli ríkissjóðs vegna vaxtagjalda ár 200987,000,000,000
Halli ríkissjóðs vegna stjórnsýslu og velferðar ár 200966,000,000,000
Halli samtals153,000,000,000
  
  
Gert er ráð fyrir hallalausum fjárlögum 2011 en það þýðir
Halli ríkissjóðs vegna vaxtagjalda150,000,000,000
Halli ríkissjóðs vegna stjórnsýslu miðað við 200966,000,000,000
Niðurskurður til að viðhalda hallalausum fjárlögum216,000,000,000

Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir skertum tekjum ríkissjóðs vegna atvinnuleysis og gjaldþrota.

Hvernig ætlar þú að leysa þetta?

Þessi niðurskurður jafngildir að heilbrigðiskerfið sé lagt niður auk þess sem allir háskólar og menntaskólar eru lagðir niður auk þess sem bótakerfið er verulega skert. T.d. enginn atvinnulaus fær bætur og öryrkjar verulega skertar bætur.

Þetta er krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sjáfstæðismenn hafa samþykkt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

Að þú skulir vera að bjóða þig fram í sæti og skrifir slíka pistla sem jafngilda baktali og svertu an nokkurs málefnalegs samahengis engöngu sett fram í náskyldum naziskum áróðurs aðferðum til að sverta andstæðinga þína.

Að þú skulir gera það á þessum tímum sem þjóðin virkilega líður eftir þær spilareglur sem þinn flokkur setti er hneisa.

Ísland þarf ekki fleiri menn eins og þig og aðra slíka eiginhagsmunaseggi.

Johann Trast Palmason, 23.2.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir jafn hörmulegan viðskilnað sem stafar af hugmyndafræði hægri manna mun það verða þungur róður fyrir vinstri flokkana að koma á mannsæmandi lífskjörum.

En ég spái að það muni takast ef sjálfstæðismenn ná ekki að tefja mikið fyrir.

Árni Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Það kostar okkur 5-6 milljarða að reka allt jesúkjaftæðið í landinu. Ef fólk vill taka þátt í keðjubréfum eða trúarbrögðum þar sem óviss útkoma kallast "gambl" þá getur það gert það á eigin kostnað.

Jónas Jónasson, 23.2.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Kallið þið málefnalega umræðu um lög um Seðlabanka Íslands - banka bankanna - málþóf. Ég minni á skipulagt málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðu um frumvarp til vatnalaga fyrir nokkrum árum. Þar voru Vinstri græn í forystu í málþófinu og Samfylkingin tók einnig þátt í hringavitleysunni.

Ég minni á ummæli Mats Gustafsson, þar sem hann lagði mikla áherslu á að það væru stjórnendur bankanna, sem bæru ábyrgð á efnahagshruninu. 

Ég viðurkenni fúslega að "mínir menn", Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn klikkuðu á lagasetningu og eftirliti, en í raun er meira við stjórnendur bankanna, útrásarvíkingana og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi og heimskreppuna að sakast en Sjálfstæðisflokkinn. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu nokkurra klukkustunda þar sem minnstur hluti ræðutímans fór í að ræða efnisatriði málsins. Stjórnarandstöðuþingmenn mættu með bókasöfn sín í ræðustól og lásu upp úr þeim. Síðan eyddu þeir tíma í að lesa upp úr umsögnum ummálið, lesa blaðagreinar og endurtaka þvaðrið hvorir úr öðrum!

Þetta kölluðuð þið málefna umræðu, umræðustjórnmál o.s.frv. Ég fann þessa tilvitnun á veg Ungra Vinstri Grænna (http://www.vinstri.is/default.asp?a_id=1638). Eruð þið ekki sammála ungliðahreyfingunni ykkar?:

Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður.

Svar óskast!

Jóhann Þröstur Pálmason: 

Er ég með "nazískar áróðursaðferðir"? Ég nenni varla að melda slíkar athugasemdir, en ætla að hugsa málið til morgun. Ég kæri mig ekki um slík ummæli á minni síðu. Ég myndi aldrei tala um að félagar í VG og Samfylkingu beiti "náskyldum stalínískum áróðursaðferðum".

Hér er um hreinan og kláran dónaskap eða heimsku að ræða og hallast ég frekar að hinu síðarnefnda. Að nota svona orðaval við einhvern, sem eyddi 12 árum í Þýskalandi og lærði þýsku og þekkir þar af leiðandi þýska sögu mjög vel er mjög móðgandi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jakobína Ingunn:

Árið 2011 er kreppunni vonandi lokið og þar með lagast tekjufall ríkissjóðs líklega mjög hratt með auknum innflutningi og auknum skatttekjum.

Eigum við ekki að vona að við séum annað hvort komin með einhver tengsl við ESB á þessum tíma eða a.m.k. að búið sé að selja eigur bankanna upp í Icesave skuldina og minnka þar með vaxtagreiðslur.

Einnig getum við ekki útilokað að ganga til nauðasamninga við erlend ríki, gangi ekki aðrar aðferðir.

Niðurskurður á borð við það sem þú sýnir er ekki framkvæmanlegir og það munu lánadrottnar okkar einnig skilja. Þeir munu ekki ætlast til að opinber þjónusta fari á sama stig og fyrir 50 árum síðan og það munu Íslendinga heldur aldrei samþykkja. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 22:43

8 Smámynd: Dexter Morgan

Ert þú í framboði, eða hvað. Heldur þú að einhver taki þínum skrifum alvarlega, sjálfstæðis-maður. Ég bara spyr.

Dexter Morgan, 23.2.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég tek það fram að ég er ekki félagi í VG heldur í Samfylkingunni. Ég hef ennfremur aldrei haldið því fram að Davíð Oddsyni sé um hrunið að kenna en eftir stendur að undir hans stjórn nýtur Seðlabankinn ekki þess trúverðugleika sem seðlabanka er nauðsynlegur. Þess vegna ber honum að víkja.

Málþóf er lýðræðislegur réttur stjórnarandstöðu og hann ber að virða en það sem stuðar mig er að honum er sóað í argaþras um störf tveggja ráðuneytisstjóra og Seðlabankastjóra. Hver mínúta er dýrmæt og þetta er ef til vill ekki rétti tíminn fyrir slíkt þras sem miðar eingöngu að því að tefja til þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti í kosningabaráttu sagt að stjórnin hafi engu komið í verk.

Guðmundur Sverrir Þór, 23.2.2009 kl. 23:01

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Frímann:

Innflutningur hefur tímabundið dregist saman um meira en 50%, tekjur af vörugjöldum og virðisaukaskatti hrynja. Fjármagnstekjuskatturinn er gjörsamlega horfinn. Tekjur af virðisaukaskatti og launaskattur dragast saman.

Ég er með menntun á þessu sviði og atvinna mín er að vera innheimtumaður ríkisins. Þótt þið haldið að allir sjálfstæðismenn séu hálfvitar, þá er það ekki svo og það veit þjóðin. Persónulega hef ég bara þó nokkuð vit á þessum hlutum, þótt þið þykist auðsjáanlega vita betur! Þetta snýst ekki um hver er hrokafyllstur, heldur hverjum fólkið treystir til að koma okkur út úr þessari bannsettri klemmu!

Hahahahahahahahahahahaooohhahahaaha!! Jeminn eini, en sjá fíflaskapur!

Eru menn komnir á hrokastigið og í vörn - það er þar sem við viljum hafa ykkur 

Við erum með skuld sem er á bilinu 35% (Tryggvi Þór) til 65% (Jóhanna Sigurðardóttir/forsætisráðuneytið) af vergri landsframleiðslu. Meðalskuld aðildarríkja var fyrir kreppu á bilinu 50-60% og skuld Belgíu og Ítalíu 100-120% af landsframleiðslu.

Útflutningsafurðir okkar hafa lækkað í verði. Allt mun þetta lagast á 1-2 árum. Það er nóg komið af "svartsýnisrausi" frá einhverjum "wannabe Besserwisserum" á borð við ykkur! 

Dexter Morgan:

Við erum enn með yfir 30% atkvæða og skv. skoðanakönnunum enn stærsti flokkur landsins!

Ekki afskrifa okkur alveg svona fljótt, því þá þarftu að éta ofan í þig stærri bita en þú getur kyngt  

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 23:07

11 identicon

sæll Guðbjörn

Hræddur um að þessi reynsla ykkar Sjálfstæðismanna verði okkur dýru verði keypt, gott ef barnabarnabarnabörn mín þurfi ekki að greiða fyrir þetta námskeið sem 101 -í frjálshyggjan kostaði okkur.

Auðvitað dróst innflutningur saman þegar við gátum ekki veðsett fjallkonuna fyrir gervigóðærið, annað væri nú. Nú þurfum við að stóla á alvöru tekjur og þá kemur í ljós að hagkerfið ber ekki svona eyðslubatterí. Ætlar þú að segja mér að þið snillingarnir í Sjálfstæðisflokknum hafið gert ráð fyrir því að við getum farið á annað eyðslufyllerí og væntanlega fjármagnað það líka með erlendum lánum?

Nú, ef svo er, þá ertu að segja mér að þetta 101 námskeið í frjálshyggjunni hafi eitthvað klikkað og þið gjörsamlega fallið í þeim fræðum. 

Og trúðu mér, ef þú heldur að við fáum tekjur af því að kaupa hluti með innflutningi, þá eruð þið Sjálfstæðismenn á töluvert rangri hillu sem "snillingar" efnahagsmála.. svo er nú það!

Feu (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:25

12 identicon

Ég sat fundi með ykkur félögunum á kaffi Duus.
Það þótti mér lærdómsríkt og fróðlegt. Það var eins og að vera komin á einhverja samkomu þar sem stunduð væru trúarbrögð og athafnir.
Þið dásömuðuð hver annan og hvað sjálfstæðisflokkurinn væri æðislegur í alla staði.
Geðveikt góðæri og allt þetta væri ykkur að þakka.
Ertu búinn að gleyma því. Svo átti nú að halda áfram að hlaupa undir útrásarvíkingana og bankaliðið sem þið afneitið núna afhenda þeim Hitaveitu Suðurnesja. Þú, Árni og öll hirðin voru sammála um það.

 Svo segir þú nú að allt eða eitthvað sé samfylkingunni að kenna!!!!!

Svo talar þú um að einhverjir séu að móðga þig.
Þú móðgar okkur með svona staðleysu kjaftæði og bláköldum lygum.

Skammastu til að halda þig frá pólitík þvi við þurfum svo sannarlega ekki á mönnum eins og þér að halda.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:33

13 identicon

Tryggvi Þor segirðu, það er nu spamaður i lagi! Ertu buinn að gleyma spamennskunni hans fra i haust?

Kolla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:58

14 identicon

Þetta er bara brandari þessi lesning.

Sýnir bara hversu Sjálfsstæðismenn eru veruleikafirtir....

Ég ætla vona nú Guðbjörn að þú sjáir að þér og dragir þitt framboð tilbaka elsku kúturinn minn.

Arnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 01:14

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eftir 18 ára stjórnarsetu sjálfsstæðisflokksins, er bara hægt að kenna samfylkingunni um hrunið.  Ég sem fyrrverandi kjósandi sjálfsstæðisflokksins, er alveg gáttuð á málflutningi þínum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2009 kl. 02:05

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Feu:

Söguleg upprifjun: Frá árinu 1991 - 2008 - á hinu svokallaða "frjálshyggjutímabili" - voru flest árin hagstæður viðskiptajöfnuður og afgangur á ríkissjóði. Á þessum árum borgaði ríkissjóður nær upp skuldir sínar. Það var ekki fyrr en seinni hluti þessa tímabils að ójafnvægi komst á í viðskiptum við útlönd, þ.e.a.s. eftir að viðskiptabankarnir náðu yfirhöndinni og léku sér með krónuna og hlutabréfamarkaðinn að eigin vild. Það er fullkomlega eðlilegt að ríkissjóður hafi tekjur af innflutningi ef viðskiptajöfnuður er nokkurn veginn í lagi. Innflutningur og útflutningur er allsstaðar að dragast saman, þannig hefur útflutningur frá Þýskalandi dregist saman um 25-30%. 

Það bannar mér enginn afskipti af stjórnmálum og þótt það pirri einhvera vinstri dindla að ég haldi sannleikanum á lofti, truflar það mig engan veginn   

Kolla:

Alls ekki búinn að gleyma spámennskunni hans frá í haust - enda viðurkenndi Tryggvi þór mistök sín í Kastljós viðtalinu um daginn - þess vegna nefndi ég báðar tölurnar. 65-100% af vergri landsframleiðslu eru tölur, sem forsætisráðuneytið hefur nefnt í allt haust og gerir enn.

Jóna Kolbrún:

Ég er að tala um ástandið á Alþingi, en ekki í landinu. Samfylkingin gekk út úr stjórnarsamstarfinu en ekki við. 

Ég er ekkert að kenna Samfylkingunni eða Framsóknarflokknum um hrunið. Ég er einungis að segja að þið berið líka ábyrgð, enda fóru þessir tveir flokkar með Viðskiptaráðuneytið, sem lögum samkvæmt fer með málefni fjármálaeftirlitsins og viðskiptabankanna. Við sjálfstæðismenn berum ábyrgð á okkar hluta að klúðrinu, en það verða aðrir flokkar einnig að gera. Erfiðleikarnir voru orðnir risastórir fyrir 1 1/2 - 2 árum og það vissu stjórnarflokkarnir í tveimur sl. ríkisstjórnum, það var bara ekki brugðist nógu kröftuglega við. Ástæðan er kannski að menn voru að vona að hlutirnir leystust og síðan átti enginn von á þessu alþjóðlega hruni og algjörri lausafjárþurrð í kjölfar þess. Létt að vera vitur eftir, en menn þurfa að axla ábyrgð og viðurkenna mistök sín.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.2.2009 kl. 07:49

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gleymdi að segja að ég hef ekkert á móti þessum nýju lögum, þ.e.a.s. að Davíð Oddsson víki úr Seðlabanka Íslands og að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið verði endurskipulagt. Ég er búinn að blogga á þá lund frá því í nóvember.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.2.2009 kl. 07:52

18 Smámynd: Jack Daniel's

Greinilegt að langtímaminni þitt er alvarlega skert ef þú hefur ekki áttað þig á því að sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað landinu síðustu 18 ár með þeim afleiðingum að ísland er gjörsamlega gjaldþrota.

Svona málflutningur eins og þú setur hér fram er ekkert annað en hreinn og klár fábjánaháttur og hroki þess sem heldur að fólkið í landinu sé gjörsamlega minnislaust eða heimskt.

Því miður á þetta ekki bara við um þig heldur flesta aðra sjálfstæðismenn sem sjá flísina í augum annara en ekki gjaldþrotabjálkann í sínu eigin.

Jack Daniel's, 24.2.2009 kl. 07:52

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eggert: 

... sem þið afneitið núna afhenda þeim Hitaveitu Suðurnesja. Þú, Árni og öll hirðin voru sammála um það.

Ég hjálpaði Hannesi Friðrikssyni fyrrverandi sjálfstæðismanni og núverandi krata til við að safna undirskriftum gegn sölu Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma. Meðal annars stóð ég í anddyri Samkaupa og Bónus og safnaði undirskriftum við lítinn fögnuð flokkssystkina minna í Sjálfstæðisflokknum. Ekki herma hluti upp á mig sem ég tók ekki þátt í. Ég er stoltur af að hafa tekið þátt í þessu með Hannesi. Maður þarf líka að geta staðið upp og verið ósammála sínum flokki og fylgt sannfæringu sinni líkt og Höskuldur gerði í gær, en um það snýst einmitt lýðræðið.

Ég tók hins vegar þátt í að styðja Sjálfstæðisflokkinn og þá leið til frelsis sem við völdum á árunum 1991 - 2008 og er stoltur af þeim verkum. Sagan mun sýna að það var rétt ákvörðun, rétt eins og sagan mun sýna að við gerðum mistök við einkavæðingu bankanna og kjölfar þess, t.d. varðandi lagasetningu um banka og fjármálafyrirtæki og eftirlit með sömu stofnunum.

Rétt er rétt og ég ber fulla ábyrgð jafnt á því sem illa var gert, sem er lítið sem ekkert og því sem vel var gert, sem var nánast allt sem við gerðum á þessum 17-18 árum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.2.2009 kl. 08:04

20 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jack Daniels:

Minni á orð hins alþjóðlega sænska sérfræðings í efnahagshruni, sem staddur er hér á landi stjórnvöldum til aðstoðar. Hann lýsti því yfir skýrt og skorinort í fjölmiðlum um daginn að auðvitað bæru stjórnendur bankanna ábyrgð á röngum ákvörðunum sínum, sem leiddu til þess efnahagshruns, sem hér varð.

Okkar mistök lágu í því að hægt hefði verið að setja strangari löggjöf og hafa betra eftirlit. Þar klikkuðu ekki aðeins Íslendingar, heldur allur heimurinn. Á þessum berum við ábyrgð og það ber að viðurkenn og það geri ég. Meira er ekki hægt að gera eins og sakir standa, því miður.

Auðvitað eruð þið vinstri menn miður ykkar að brestir skuli vera komnir í "vinstra samstarfið" og það er ekki liðinn mánuður frá því þið tókuð við völdum. Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð, einnig að þið viljið beina athyglinni að Sjálfstæðisflokknum, sem er að standa sig mjög vel í stjórnarandstöðu, en þið sakið um málþóf.

Allir:

Varðandi málþóf sjálfstæðismann hef ég þetta að segja: 

Ég minni á skipulagt málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðu um frumvarp til vatnalaga fyrir nokkrum árum. Þar voru Vinstri græn í forystu í málþófinu og Samfylkingin tók einnig þátt í hringavitleysunni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu nokkurra klukkustunda þar sem minnstur hluti ræðutímans fór í að ræða efnisatriði málsins. Stjórnarandstöðuþingmenn mættu með bókasöfn sín í ræðustól og lásu upp úr þeim. Síðan eyddu þeir tíma í að lesa upp úr umsögnum ummálið, lesa blaðagreinar og endurtaka þvaðrið hvorir úr öðrum! Þetta kölluðuð vinstri flokkarnir málefnalega umræðu, umræðustjórnmál o.s.frv.

Ég fann þessa tilvitnun á veg Ungra Vinstri Grænna (http://www.vinstri.is/default.asp?a_id=1638):

Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður.
 


Gaman að reka ofan í vinstra liðið bullið frá liðnum árum og þetta er aðeins byrjunin!

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.2.2009 kl. 08:12

21 identicon

Hafa skal það sem sannara reynist og því bið ég þig hérmeð afsökunar á þeirri staðhæfingu minni að þú hafir staðið að því með Árna og öðrum að koma HS í hendur óvandaðra aðila.

Best ég þakki þér þá fyrir í leiðinni að hafa staðið að því að stoppa þetta af.
Það var vel gert hjá þér og Hannesi og öðrum sem kunna að hafa komið þar nærri.

Hinsvegar varðandi þessara runu mistaka sem þú minnist á Guðbjörn.
Þetta voru engin mistök.
Þetta var hreinn og beinn ásetningur að standa svona að verki og það er ekki hægt að kalla það mistök.
Slíkt er ekki hægt að fyrirgefa og gleyma.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 08:58

22 identicon

Sæll

Fannst þetta eiginlega bara fyndinn pistill hjá þér. Lýsir vel hvers vegna þessi þjóð er í þeim gífurlega vanda sem hún á við að etja. AFNEITUN þín og þinna sem bera ábyrgð á þessu ástandi með framsóknarflokknum er gríðarleg. Afneitun er óskapelga erfitt fyrirbæri og þú ert haldinn henni. Finnst þér í alvöru boðlegt að segja við þjóðina að þetta sé vinstri mönnum að kenna. Hverjir hafa stjórnað hér síðustu 18 ár? Einföld spurning - einfalt svar - einföld niðurstaða. En - afneitun.

Halló, halló!

Hvað kemur þetta atvinnulífi og samtökum launþega við? Þykist þú ekki vera að vinna í málum launþega? Er þér ekki kunnugt um að ekki hefur náðst samflot aðila á vinnumarkaði vegna þess að ríkisstjórns Geirs Haarde þvertók fyrir að taka þátt í slíku samfloti? Þetta er í öllum fréttum - afneitun?

Það er kominn tími til að hvíla allt þetta frjálshyggju bull, einkavinavæðina kjaftæði og reyna að koma skútunní á flot.

olli (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:52

23 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég veit ekki hvernig þið vinstri menn getið lesið þennan pistil á þennan hátt, en lestu athugasemdir mínar hér að ofan.

Ég er að tala um stjórnleysið á ríkisstjórnarheimilinu en ekki efnahagshrunið í landinu!!!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.2.2009 kl. 10:49

24 identicon

Væri það nú ekki einfaldlega skrýtið ef minnihlutastjórn sem á að starfa í mjög skamman tíma í þeirri orrahríð sem að gengur yfir íslenskt samfélag myndi ganga eins og vel smurð vél?
Ekki að ég sé að bakka upp samfylkinguna enda er hún engu skárri en sjálfstæðisflokkurinn að mínu áliti.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:56

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson
Ég býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Ég er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (stjórnsýslufræðingur), með B.A. próf í þýsku, yfirtollvörður, óperusöngvari og söngkennari. Að auki er ég formaður Tollvarðafélags Íslands og sit fyrir hönd félagsins í stjórn BSRB. Ég tek virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, sit m.a. í stjórn sjálfstæðisfélags, fulltrúaráði og á sæti á kjördæmisráði.
Sem gamall smyglari á brennivíni og sígarettum vil ég bara segja þér eitt gamli tollari:
Eins og þú veist kom það fyrir að allir sem einn á toga ra sem kom úr söluferð, voru að smygla einhverju. Það var alltaf gert ráð fyrir að tollarar fyndu smyglið. Búið var fyrirfram að láta einn af áhöfninni taka á sig sökina.
Þetta vissu tollarar, lögregla, dómarar og allir. Og samt var bara einn maður sem fékk borgað fyrir að fara í grjótið.
Sömu aðferð er verið að nota af ræningjum Sjálfstæðisflokksins. Bara þeir ræðndu alla þjóðinna. 5000 - 7000 milljarða hafið þið skipt á milli ykkar, misjafnlega mikið, með aðstoð útrársarvíkinga.
Það þarf enga meistaragráðu til að sjá í gegnum svona þvælu sem þú ert með. Geturðu nokkuð sagt hverjum á að fórna? Til að friða lýðin?
Talaðu bara áfram fallega og málefnalega. Það tekur engin mark á þér nema vangefnir.
Ég tek fram að ég er að tala til þín sem talsmann stærsta glæpaflokks á Íslandi, Sjálfstæðisflokkinn, og ekki til þín persónulega. Stærð flokksins er mælikvarði á heimsku Íslendinga almennt.
Amen  

Óskar Arnórsson, 24.2.2009 kl. 10:59

26 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóhann Þröstur: Ég geri þín orð að mínum.

Auk þess, mikið assgoti virkar þú eitthvað hjákátlegur í þessu hlutverki Guðbjörn.

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 14:05

27 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér finnst vera komin nokkuð góð reynsla á það að þegar launþegar snúa bökum saman við atvinnurekendur að þá fá hinir fyrrnefndu alltaf hnífinn í bakið. Það mun aldrei myndast nein samstaða um að endurbyggja samfélag valdmisræmis þar sem fáir auðmenn verða svo ríkir og valdamiklir að þeir geti gert sér það að féþúfu að steypa samfélaginu í glötun. Við verðum að tryggja aukna valddreyfingu og við gerum það að eins með því að hnekkja valdi auðmannanna og vitum vel að um slíkt munum við ekki geta samið við þá. Það verður unnið í baráttu og ekki við samningarborðið.

Héðinn Björnsson, 24.2.2009 kl. 14:54

28 identicon

Stefna og aðgerðir Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og peningamálum undir kjörorðunum " Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið" og  hefur nú leitt af sér hrun banka - og fjármálakerfis á Íslandi. Hin pólitíska ábyrgð liggur því hjá Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokknum, höfuðvígi og boðbera nýfrjálshyggjunnar á Íslandi. Allar ykkar lykilpersónur hafa gert þjóðina opinberlega að fífli á alþjóðavettvangi sem mun aldrei gleymast.

 Sauðdrukknir borgarstjórar sem muna ekki hvort þeir hafi skrifað undir samninga um að selja orkubú Íslands daginn eftir, aðra SUS drengi sem rændu Landsímann á skipulagðan hátt, Árna Jonsen og glæpaferil hans, Davíð Oddson sem situr fullur eins og Lochness skrímslið í tómum Seðlabankanum, Geir H. Haarde sem hefði kannski átt en gerði það ekki að hringja vegna heillar þjóðar sem fór á hryðjuverkalista vegna gengdarlausrar vankunnáttu hans og ykkar félaga . Þorgerður Katrín klappstýra sem staðin var að stofna skúffufyrirtæki og koma hundruðum miljóna þannig undan, Hannes Hólmsteinn sem hélt heilu fyrirlestrana um snilligáfu ykkar sjálfstæðismanna sem viljið eingöngu græða á daginn og grilla á kvöldin, hvernig þið funduð "dautt fjármagn og gerðu það lifandi", þ.e.s lífeyrisjóðina okkar, kvótann okkar, sparnaðinn okkar, fasteignirnar okkar, framtíðina okkar. Ísland er gjaldþrota og ef sjálfstæðisflokkurinn fær að stjórna hér á landi nk. 4 ár verður landið tekið yfir af heimsvaldasinnum í Bandaríkjunum fyrir árið 2013, þeir sem munu láta ykkur sleikja á sér skóna og rasskella ykkur þess í milli. Sendiboðar dauðans, það er réttnefnið þeirra sem styðja slíka stefnu.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:47

29 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er ekki einleikið, Guðbjörn, hvað orð manns geta verið dregin úr samhengi, hvað mönnum getur verið lagt margt ósagt í munn og hvað fólk getur verið virkilega gýfuryrt og ómálefnalegt. Orð slíkra manna (karla og kvenna) dæma sig sjálf og þá sem leggja þau til.

Það hárrétt að á stjórnarheimilinu ríkir algjört stjórnleysi. Þar er hver höndin upp á móti annari. Að sjálfsögðu væri okkur affararsælast að snúa bökum saman og reyna að vinna eins og fólk.

Það er bara lýsandi um ástandið að þegar gömlu bankarnir voru ríkisvæddir nú í haust var öllum flokkum boðið að skipa í bankaráð... sem þeir þáðu og var það vel. Þegar Steingrímur er svo orðinn fjármálaráðherra fer hann strax að tala um að  reka bankaráðin... sem hann átti sjáfur þátt í skipa.

Ég tek hins vegar undir með Héðni Björnssyni. Það þarf að hnekkja valdi auðmanna og gæta þess að svo mikið fé og eignir safnist ekki á fárra hendur að þjóðarvá hljótist af. Við höfum séð dæmi þess bæði nú á dögum og á Sturlungaöld.

Emil Örn Kristjánsson, 24.2.2009 kl. 16:57

30 Smámynd: Jens Ólafsson

Sæll Guðbjörn.

Það alltaf merkilegt að fylgjast með umræðunni á bloggsíðum þessa daga. Þú ert greinilega Sjálfstæðismaður af gamla skólanum („stétt með stétt“) og heldur úti málefnalegri umræðu um að t.d. beri Sjálfstæðisflokkurinn ákveðna ábyrgð á því ástandi sem nú er, flokkurinn þurfi að taka til og endurnýja fólk og áherslur og síðast en ekki síst að margir aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn beri einnig ábyrgð og kannski sé ástandið ekki eins slæmt eins og sumir hafa haldið fram. Allt vel rökstutt.

En „mótrökin“ sem þú færð eru:

Þú skrifar „pistla sem jafngilda baktali og svertu án nokkurs málefnalegs samahengis engöngu sett fram í náskyldum naziskum áróðurs aðferðum til að sverta andstæðinga þína.“
„Hahahahahahahahahahahaooohhahahaaha!! Jeminn eini, en sjá fíflaskapur!
Þú heldur fram „staðleysu kjaftæði og bláköldum lygum.“
Skrif þín eru „hreinn og klár fábjánaháttur og hroki þess sem heldur að fólkið í landinu sé gjörsamlega minnislaust eða heimskt.“
„það [taki] engin mark á þér nema vangefnir “ og að þú sért talsmaður „stærsta glæpaflokks á Íslandi“ og að „stærð flokksins [sé] mælikvarði á heimsku Íslendinga almennt.“

Já, það vantar ekki málefnalega umræðu eða hvað? Nei, í alvöru, það er merkilegt hvernig umræðan á vinstri kantinum er algerlega gjörsneydd málefnalegri gagnrýni og byggist öll á persónulegu skítkasti og innihaldslausum slagorðum.

Kveðja,
Jens.

Jens Ólafsson, 24.2.2009 kl. 23:34

31 identicon

Bara að benda þér og öðrum á að "Við sjálfsstæðismenn" er skopyrði í dag... sama má segja um aðra sem segja það sama um sína flokka.
Stjórnmálaflokkar/menn á íslandi eru algerir aular

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:10

32 identicon

Mig langar bara til að spyrja fólk og höfða til þín í leiðinni, hvað er að hægrimönnum, í alvöru, hvar er réttlætikennd þessara manna? Hvernig hefur þetta fólk eiginlega verið alið upp? Indriði Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri vildi setja kafla um skattaskjól og undanskot frá skatti í skýrslu sem nefnd á vegum Árna Matt var að vinna að í september í fyrra, en tveir menn voru á móti því. Þegar ég var að lesa fréttina þá datt mér strax í hug að hér hefðu það verið hægrimenn sem hefðu verið á móti. Og mikið rétt, Tryggvi Þór Herbertsson frjálshyggjubrjálæðingur og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðismaður með meiru voru á móti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það einkum þessir nefndarmenn sem voru andvígir því að fjallað yrði um þessi mál í skýrslunni. Þess vegna spyr ég, hvenær ætlar fólk að vakna og fatta fyrir hvað þessi flokkur stendur? Hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að þessi flokkur snýst ekki um neitt nema völd og peninga og sérhagsmuni ákveðinna aðila.

Valsól (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 07:13

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðbjörn Guðbjörnsson!

Sjálfstæðismenn og stjórnmálamenn þeirra í dag; siðblindir (Psychopatar: kallað í réttarkerfinu geðvilla) spretta upp í stjórnmálalífinu í dag, og hafa verið við völd í ca. 18 ár. (Tekið úr grein í rannsóknarblaði í USA) Þar er vitnað í 71 árs gamlan prófessor við UBC háskólann í Vancouver Kanada, Robert Hare. Hann er þekktur glæpasálfræðingur og hefur stundað rannsóknir á nýjum tegundum glæpa, viðskiptaglæpum, sem og stjórnmálamönnum, sem eru með sama munstur og þau stjórnmál og viðskipti Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgt allan sinn valdatíma á Íslandi. 

Hare hefur unnið náið með FBI og lýsir hann forstjórum á borð við Enron og World Com, hinum dæmdu, Bernard Ebbers og Andrew Fastow, sem siðblindum, kaldrifjuðum einstaklingum.  

Hér er lýsing á Sjálfstæðismönnum almennt sem tróna á toppnum eða vilja þangað í næstu kosningum:

Í þessum mönnum finnst hvorki sektarkennd né eftirsjá. Þeir sjá ekki sársaukann sem að þeir hafa valdið öðru fólki og sjá ekki að þrátt fyrir að einstaklingar missi aleiguna hafi það haft eitthvað með siðleysi þeirra sjálfra að gera."

"Fólk á að haga sér vel og af virðingu gagnvart þeim".

Leikarahæfileikar þeirra eru einstakir og þeir hrífa okkur með sér til þess eins að hafa okkur að leiksoppum," segir Hare, "þeir eru nefnilega svo "likable", Psycopatarnir!

Þeir setja upp grímur og laða að sér fólk eins og í dáleiðslu. Þeir eru hjartalausir tækifærissinnar sem eins og listamenn laða fram myndir sem eiga sér enga stoð í raunveruleika heilbrigðs fólks.

Þetta eru Sjálfstæðismenn í dag og hafa alltaf verið. Þeim leiðast rútínur, þurfa stanslausa örvun og að eignast fleiri fyrirtæki, tæki og tól sem koma þeim hraðar en öllum öðrum á toppinn í stjórnmálum. Tilgangurinn er annar en okkur virðist í fyrstu nefnilega sá að ganga frá öðrum í leiknum, að sigra í stjórnmálum og ná sem mestum völdum yfir þjóð sinni!

Siðleysinginn  í Sjálfstæðisflokknum er nefnilega ekki í stjórnmálum, hann er að eltast við völd og og nota þau til að svala eigin hégómagirnd og til að sinna sínum fyrirtækjum.

Sjórnmál eru oft aukavinnan hanns og hefur bara það notagildi sem valdið gefur honum sem þingmaður eða ráðherra, eða í einhverjum háttsettum embættum. Mesta nautnin er að ná valdi á öðru fólki oft til þess eins að svívirða það síðar eins og margsannað er að þeir hafa gert Sjálfstæðismennirnir í gegnum allan sinn valdatíma.

Það er nautn fyrir þá að niðurlægja annað fólk, jafnvel þá sem að þeir þykjast elska. Þeir elska ekki, en þrífast á valdinu og hrokanum í sjálfum sér.

"Þeir eru snöggir, njóta almenningshylli en búa yfir eyðandi, rótlausum, samviskulausum, siðlausum eiginleikum sem koma þeim áfram í stjórnmálum." Lygar, bakstungur, svik, undirförli, , sjálfhverfa og illska hafa engar merkingar í þeirra hugarheimi aðrar en þær að komast áfram á toppinn og ná meira af peningum af eigin þjóð og ná lengra í viðskiptum, sem er oft tímafrekari enn að stjórna því landi sem þeir voru kosnir til að gera.

Þeir kaupa starfsmenn og konur og eru samkvæmt ofangreindri uppskrift, og eru oft mjög áhrifamiklir í því... þeir ná gríðarlegum árangri í að sannfæra hinn auðmjúka lýð um að þeir séu snillingar, að þeim sé treystandi og að þeir vinni af góðmennsku, en ekki græðgi.

Enn þeir líta á þjóðina sem skríl og þræla sína.

Undirlægjurnar:

Forstjórar, og dómarar sem og stjórnarformenn, stjórnir og fjölmiðlamenn leggjast undir siðblindingjana eins og auðmjúkir þjónar. Yfirmenn lögreglu og annara mikilvægra embætta, líta þeir á sem þjóna sína og eign.

Martha Stout sálfræðingur hjá Harvard Medical School sem rannsakað hefur útmörk mannlegrar hegðunar segir að það sé frísku fólki ekki tamt að trúa að til séu menn svona langt frá því sem heilbrigður maður kallar að vera "góð manneskja".  Að einhver geti villt svona á sér heimildir, verið svona "innrættur" en samt verið opinberlega virtur er óhugsandi frísku fólki. Þetta eru Sjálfstæðismenn snillingar í.  Spennan og “græðginn” að ná sem mestum völdum hjá Sjálfstæðisflokknum, snýst um ánægjuna yfir því að særa og skemma fyrir öðrum, til að ná völdunum í stjórnmálum eins og ástandið er í dag á Íslandi.  Þar til flett er ofan af þeim sem búið er að gera. Enn þeir neita bara og er Davíð Konungur skólabókardæmi fyrir þetta siðblinda fólk!  Sjálfstæðismenn á toppunum notar flokkinn sem tæki til þess að mata sjúkdóminn en hefur sjaldnast hagsmuni 'islands sjálfs í huga, né saklausra þjóðfélagsþegna  þess.  Það skiptir ekkert annað máli en "rándýrið" í honum sjálfum sem öskrar á völd og stjórnmálasigra.  "Láttu ekki hól og smjaður þeirra virka djúpt á þig!  Þeir eru að leika á þig. Þegar þeir seigja að þeiri einir geti allt, eru bestir í stjórnun, vilji hjálpa þeim sem minna meiga sín í þjóðfélaginu, er engin innistæða fyrir önnur en sú að þú þrælir þér út fyrir þá áfram í þeirra þágu.  Ef vald þeirra gengur út yfir það sem þér finnst heilbrigt, kjóstu eitthvað annað. Taktu aldrei þátt í að mata sjálfhverfu siðleysingjanna í Sjálfstæðisflokknum.  

Komdu í veg fyrir persónulegt heilsufarstjón og ekki kjósa Sjálfsstæðisflokkinn en mundu að Flokkurinn mun aldrei þola að sjá að þér líði vel hafir þú sýnt þann styrk að yfirgefa hann eða ekki kosið hann.

Hann mun gera allt til þess að rústa mannorði fólks í öðrum flokkum. Má lesa um það í blöðum á hverjum degi á Íslandi í dag.   Svona menn eru víða í stjórnmálum.  Þingmenn og Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins virka svo góðir og klárir og með því að drepa samkeppnina og stela og svíkja verða þeir oft efnamiklir. Þeir eru öflugstu rándýr stjórnmála á Íslandi.  Þeir óttast ekkert, og nota rökfræði og lýgi á kurteisan og málefnalegan hátt á þann sem ógnar þeim á enhvern hátt, og ásakar oft fólk fyrir að ekki vera inn í sömu málefnalega lygavefnum sem þeir bjuggu til sjálfir. Eina stefna þeirra er að halda völdum og vera á launum sem venjulegt fólk, verkamenn , kennarar og aðrir geta aldrei náð í. Þeir eru þrælahaldarar Íslendinga. 

Þeir líta á Ísland sem sína eign meðan þeir hafa tækifæri á að komast í skattapeninga.

Svo einfalt er það.

Óskar Arnórsson, 26.2.2009 kl. 08:53

34 identicon

Óskar, hvað sem öllum stjórnmálaskoðunum eða umræðum líður þá staðfestir síðasta athugasemd þín bendir til að þér sé ekki sjálfrátt. Slakaðu á og reyndu að ræða málin af viti.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:23

35 identicon

( "Ég myndi ekki óska versta óvini mínum að vera í stöðu Jóhönnu með allt þetta fólk og Framsóknarflokkinn á bakinu!")...og ætlar þú og Sjálfstæðisflokkurinn að fara í koasnigar með Davíð Oddsson á bakinu...?

Helgi Rúnar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:45

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kondu með rök fyrir því Þorgeir Ragnarsson að ég hafi vitlast fyrir mér um Sjálfstæðisflokkinn! Ekki sjálfrátt? Í hverju og á hvaða sviði?

Ég sé ekkert vit í því sem þú segir alla vega Hr. IP tala...Ég er einmitt mjög afslappaður og er á slönguveiðum í Kambodíu þessa daganna.

Þetta er mín skoðun á Sjálfstæðisflokknum og nota ég frekar reynslu mína af stjórnarháttum þeirra, enn að vera hundur í bandi þeirra.

Skrifaðu eitthvað og kondu með rök fyrir því sem þú segir. Annars ertu ekki marktækur.

Vonandi hefur þú bæði vit og visku til að koma með eitthvað betra enn þetta habla habla komment..

Annars er ég að vona að Guðbjörn "læknist" af þessu framboði sínu og fari í einhvern annann flokk, enn glæpaflokk.

Ekkert persónulegt á móti honum, bara að hann vill vera í framboði flokks sem á heima á þjóðmynjasafninnu.

Ábyggilega góður kall hann Guðbjörn. Hugsar bara vitlaust í stjórnmálum.. Ég geri það oft sjálfur líka. Enginn er fullkominn.

Svo held ég að hann sé maður til að svara fyrir sig sjálfur. Og þurfi ekki milliliði eins og þig.

Ég er ekkert að afsaka íslenskuna mína, enda ekki lengur mitt fyrsta mál... 

Óskar Arnórsson, 27.2.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband