Fræðimenn fari rétt með staðreyndir ...

Helmut KohlÉg hlustaði á minn gamla prófessor í fréttunum í kvöld, dr. Gunnar Helga Kristinsson, sem ég hef til þessa borið mjög mikla virðingu fyrir, þar sem hann bar Sjálfstæðisflokknum á brýn, að flokkurinn hefði jafnvel gerst sekur um mútuþægni.

Þegar prófessor í stjórnsýslu- og stjórnmálafræðum ýjar að slíku, um stærsta stjórnmálaflokk landsins á Alþingi í dag, er um grafalvarlegan hlut að ræða. Samkvæmt öllu því, sem ég hef lært innan Háskóla Íslands, á áralöngum lærdómsferli mínum um gagnrýnin vinnubrögð og vísindalega nálgun, ber að rökstyðja slíkar fullyrðingar mjög ítarlega. Vonandi hafa vinnubrögð innan H.Í. ekki breyst og því verður líklega enginn skortur á slíkum skýringum?

Á mínum 46 árum minnist ég eins tilfellis um pólitíska mútuþægni, sem ég setti mig mjög vel inn í. Þarna var um að ræða mál sem kom manni á knén, sem ég bar og ber mikla virðingu fyrir, dr. Helmut Kohl, fyrrverandi formanns Kristilegra demókrata í Þýskalandi og kanslara Þýskalands til 16 ára (1982-1998).

Francois MitterandStjórnmálaleg arfleifð Helmut Kohls hefur að mörgu leyti litast af þessu fjármálahneyksli, sem tengdist m.a. sölu skriðdreka til Sádi Arabíu og svikum varðandi einkavæðingu í Austur-Þýskalandi. Stór hluti þessara svika í Austur-Þýskalandi tengdist sósíaldemókratanum François Mitterrand og hinum víðfrægu frönsku Elf bensínstöðvum. Það var einmitt þetta mál, sem Eva Joly rannsakaði á sínum tíma og sakfelldi hún í kjölfarið fjölda franskra embættis- og stjórnmálamanna. Svona er heimurinn lítill!

Ég tel það fulllangt gengið að tengja fjársöfnun tveggja einstaklinga - nú nafngreindra félaga í Sjálfstæðisflokknum - og framlög tveggja nafngreindra fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins við stórfelld fjármálahneyksli og mútuþægni erlendis. Þær mútur sem um ræðir erlendis eru yfirleitt af þeirri stærðargráðu og þannig gerðar að hagsmunir fyrirtækjanna voru að fullu tryggðir. Er eitthvað slíkt á ferðinni hér? Ég tel að áður en menn koma með slíkar fullyrðingar, verði að rannsaka málin að fullu!

Staðreynd er að Geysir Green Energy eða FL-Group náðu ekki tilætluðum árangri, hvorki í Reykjanesbæ eða í Reykjavík. Reyndar voru það sjálfstæðismenn - bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ - sem stóðu á móti fyrrgreindum viðskiptum, og voru gagnrýndir fyrir af öllum andstæðingum nema VG.

Eva JolyFyrir hvað voru þessir menn að múta embættis- og stjórnmálamönnum í Reykjanesbæ og í Reykjavík? Fyrir það að snúast gegn fyrirætlunum þeirra um yfirtöku? Staðreynd er að Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur er enn í meirihlutaeigu sveitarfélaga!

Hvílíkur endalaus þvættingur!

Ég vona að Eva Joly rannsaki þetta, kannski að Samfylkingin og VG trúi henni! 


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er kannski verst að svo virðist sem formaður og fleiri hafi vitað um þetta frá upphafi og samt tekið við þessu. Líka er alvarlegt ef í ljós kemur að hann var spurður um þetta á meðan hann var forsætisráðherra og hann neitaði þá en er fljótur að taka á sig sök núna. það gerir þetta ennþá ömurlegra.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.4.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæll Guðbjörn.

"Mútur" er vissulega orð sem ber að nota af varfærni. Það er samt illa hægt að komast hjá því að þetta hugtak leiti á mann, þegar um er að tefla svona stórar fjárhæðir. Ég hlustaði líka á Gunnar Helga í kvöld, en fannst hann alls ekki stíga út fyrir rammann.

Þótt ég notist við allt aðra pólitíksa hugsun en Sjálfstæðismenn, vil ég gjarnan trúa því að þeir viðhafi heiðarleika. Vafalaust gildir það um allan almenning í flokknum. En að því er forystunni (2006) viðkemur, hangir grunurinn í loftinu - og af honum leggur ekki góða lykt, því miður.

Jón Daníelsson, 11.4.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Salvör:

Ekki ætla ég að verja ákvarðanir Geirs H. Haarde og held ég að fáir sjálfstæðismenn treysti sér til þess - þær eru óverjandi hvað þetta mál varðar!

Stefán:

Algjörlega sammála þér að flokkar eiga ekki að þiggja svo háa styrki.

Ekki veit ég hvort Geir og þáverandi forysta flokksins fannst hún vera skuldbundin FL-Group og Landsbankanum eftir að hafa þegið þessa styrki.

Ég og aðrir flokksmenn höfum allavega aldrei fundið fyrir að vera skuldbundnir þessum fyrirtækjum! Ég leyfi mér að efast um að ákvarðanir varðandi þessi fyrirtæki á haustmánuðum ársins 2008 hafi verið teknar út frá 25-30 milljóna styrki í lok árs 2006?

Hvort ákvarðanir á árinu 2007 og allt fram til haustsins 2008 hafi verið litaðar af þessum styrkjum getur Geir H. Haarde einn svarað?

Hvort hann hafi ekki hlustað á viðvörunarraddir Seðlabanka Íslands og Davíðs Oddssonar vegna þessara styrkja veit ég ekki, en mér finnst það mjög ólíklegt?

Hver ætlar að svara mér hversvegna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin Sigurðsson hlustuðu ekki á Seðlabankann og Davíð Oddsson?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.4.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðbjörn ég ætla að taka undir með þér að mér fannst Gunnar Helgi Kristinsson setja niður við þetta viðtal. Það var á honum að skilja að Sjáfstæðisflokkurinn ætti að sanna að ekki væri um mútur að ræða.

Menn hafa viljað tengja þessar styrkveitingar við uppákomuna í Rei, en það er nú nokkuð langsótt því þær ákvarðanir vour mörgum mánuðum eftir þessar styrkveitingar. Það sem þar stóð til að gera var líka fellt af meirihluta Sjálfstæðismanna, og með stuðningi Geirs Haarde, og fékk mikla gagnrýni fyrir.

Sá aðili sem reyndi að keyra þessar Rei ávarðanir áfram var hins vegar fulltrúi Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson. Salvör Gissurardóttir, ætti að kynna sér þá framgöngu vel og upplýsa okkur um niðurstöðuna.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Góða Salvör hér að ofan, ég skil ekki vandamálið. Nokkrir kappsfullir sjálfstæðismenn voru of duglegir að safna styrkjum. Upphæð þeirra fór út fyrir það sem við afgangurinn af Sjálfstæðisflokknum teljum ásættanleg mörk siðferðilega séð. Búið er að setja lög um styrkveitingar til flokkanna. Formaður okkar tók vel á þessu. REI málið var stoppað af Sjálfstæðisflokknum bæði í Orkuveitunni og Reykjanesi. Þetta var 2006 en nú er 2009. Allt aðrir tímar, annað fólk, annað viðmið. Hvernig væri að hætta skítkasti og fara að vinna í að bjarga málum hér á landi? Eða eruð þið pólítískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins svo uppurnir  af málstað að þið teljið ykkur betur borgið með því að þrampa á Sjálfstæðisflokknum svo hann nái ekki að kynna sín málefni og stefnur til bjargar heimilum og atvinnulífi?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Adda:

Nákvæmlega og mjög "to the point"!!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.4.2009 kl. 23:13

7 identicon

Pétur Blöndal taldi einnig hugsanlegt að um mútur væri að ræða.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:12

8 identicon

Sjálfstæðismönnum er ekki viðbjargandi - ef þið ætlið virkilega að reyna að verja þetta.

Gunnar Helgi sagði bara hlutina einsog þeir eru. Vel má vera að það sé erfitt fyrir sjálfstæðismenn að horfast í augu við það, en það færi betur á því að viðurkenna og gera málið upp, frekar en að skjóta sendiboðann Gunnar Helga. Sýnir kannski að sjálfstæðismenn eru og verða bara spilltir.

Varðandi orðanotkunina "mútur", þá sagði hann að víða annarstaðar yrði þetta rannsakað sem mútur. Það er án efa hárrétt. Enda hafa jafnvel forystumenn FLokksins sjálfir sagt að þessir styrkir séu alveg út úr öllu korti og því hlýtur að vakna sú spurning hvort eitthvað annað hafi legið þarna að baki. Þannig er það bara. Hann var einfaldlega að segja, að það vantar enn skýringu á þessum ofurstyrkjum - það er ekki nóg að endurgreiða þá, það verður að skýra út hvað lá þarna að baki. Að því leyti hefur FLokkurinn ekki enn gert hreint fyrir sínum dyrum.

Og þið Sjálfstæðismenn gerið ítrekaðar tilraunir til að endurskrifa söguna varðandi REI-hneykslið. Strax um áramótin 2006-2007 voru þær hugmyndir í farvatninu. Þá var Guðlaugur Þór stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann lagði upp með orkuútrás OR og að hún yrði gerð í samvinnu við einkaaðila. FL Group borgar ofurstyrk á síðasta virka degi ársins 2006, stofnar svo Geyri Green í janúar og fer í viðræður við gamla góða Villa (sem er náinn vinur Guðlaugs) um að tengjast orkuútrás OR. Tilviljun? - nei, auðvitað ekki.

Hverjir stöðvuðu eða hvernig REI-hneykslið var stöðvað í október 2007 kemur þessu máli ekki við. Það sem skiptir máli er að á þeim tíma sem ofurstyrkirnir voru greiddir var jafnframt verið að makka um þessa sameiningu. Guðlaugur Þór, Vilhjálmur Þ. og fleiri forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætluðu að láta það ganga upp - á sama tíma og FLokkurinn fær þessa silfurpeninga.

Ef þetta eru ekki mútur, þá hefði Helmut Kohl ekki heldur átt að lenda í neinum vandræðum...

Evreka (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:57

9 identicon

Það virðast vera margir strútar í sjáLfstæðisFLokknum þessa dagana og GG sýnir nú bakhlutann með höfuðið kyrfilega á kafi í sandinum.

Það sem virðist hafa gerst er þetta: FLokkurinn stóð ákaflega illa fjárhagslega (þrátt fyrir ábyrgu fjárhagsstjórnina) eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Guðlaugur Þór þekkti áhrifamenn í FL-Group og Landsbankanum, Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson, og hringdi í þá með ósk um myndarlegan fjárstyrk fyrir FLokkinn.

Þannig háttar til að báðir þessir menn eru góðir og gegnir FLokksmenn og sátu í skjóli FLokksins inni í þessum fyrirtækjum. Þar sem um afar háar "styrkveitingar" var að ræða varð að fara með málið eins og mannsmorð innan fyrirtækjanna. Einn blár bankastjóri (Sigurjón Þ. Árnason) afgreiddi 25 milljónir á laun og hluthafar FL-Group vissu ekki meir um 30 milljónirnar, hvað þá stjórnin.

Þrátt fyrir síendurtekna og afdráttarlausa neitun virðist ljóst að fráfarandi framkvæmdastjóri FLokksins, Kjartan (fingrafaralausi) Gunnarsson og prókúruhafi hafi vitað um hulduhermangið, ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Plottið var svo stimplað af þáverandi formanni flokksins, Geir H. Haarde korteri fyrir gildistöku nýrra laga um hámark styrkveitinga til stjórnmálaflokka.

GG gerir kröfu um að "fræðimenn fari rétt með staðreyndir..." Íslenskur almenningur gerir kröfu um að æðsta stjórn sjáLfstæðisFLokksins fari rétt með staðreyndir. Nánast eini aðilinn innan FLokksins sem virðist skilja mikilvægi þess að FLokksmenn segi nú skilið við spunann og leyfi sannleikanum einu sinni að njóta sín er nýskipaður FLokksformaður, Bjarni Benediktsson.

Hann má eiga það að tilheyra ekki strútasöfnuði FLokksins. Eftir stendur að Guðlaugur Þór hefur verið margsaga í málinu, ásamt Kjartani Gunnarssyni. Í augnarblikinu er annar í framboði en hinn hættur störfum.

Það er ekki bara vandræðagangurinn, leyndin og lygarnar í þessu máli sem fara illa í landsmenn heldur upphæð hinna meintu "styrkja". Æ sér gjöf til gjalda og því stærri sem gjöfin er því hærri verða gjöldin óhjákvæmilega. Vitað er að FL-Group ætlaði sér stóra hluti í orkugeiranum á þessum tíma og Landsbankinn þurfti auðvitað frið til að Sigurjón gjafmildi gæti hengt Íslendinga í IceSave snörunni.

Ég gef mér að það séu þessi tengsl sem þinn gamli prófessor, Gunnar Helgi Kristinsson, var að minnast á. Ég veit ekki um Ísland, en í Afríku er þetta kallað mútur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:10

10 identicon

Að mínu álíti er um að ræða tilraun til að kaupa sér áhrif ( mútur ? ). Fáum mánuðum

seinna vilja FL og OR renna saman í hlutafélag Geysi Green og REI. Raunar er athyglisvert að endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins- sá sem staðfesti ársreikninginn með FL GROUP greiðslunni- var Haukur Leósson stjórnarformaður REI og OR síðari hluta ársins 2007. Haukur endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins vissi semsagt af greiðslu aðaleigenda Geysis Green til Sjálfstæðisflokksins korteri fyrir ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka. Þetta truflaði Hauk ekkert hann ákvað að renna saman

REI og FL Group í eitt félag þar sem FL yrði meirihlutaeigandi. Jafnframt ákvað Haukur ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni að þeir saman skyldu fá kauprétt í hinu nýja félagi af því þeir lögðu inn hlut ALMENNINGS inn í FLREI. Í raun sá verknaður einn gripdeild á eigum almennings. Það sem klikkaði hjá þeim var að dvergarnir sex í bæjarstjórninni fengu ekkert og það gerði þá fúla út í Villa og Hauk. Því upphófst REI málið eða kannski af því umboðsmaður Alþingis EINN var með hausinn á sér og

áttaði sig á að hér voru ekki einkaeigur Hauks og Villa og Binga heldur EIGUR ALMENNINGS. M.a. eigur sem höfðu orðið til við að okra á almenningi við kaup hans á rafmagni og hita af eigin félagi OR. Því miður stóð engin borgarfulltrúanna vörð um hagsmuni almennings aðeins, umboðsmaður Alþingis.

Af hverju má ekki kalla þetta mútur ?? af því ekki var beðið beint um tiltekna þjónustu ´´bara svona gott veður ´´. Og auðvitað hefur einhverjum verið mútað þegar Reykjavíkurborg leigir af EYKT byggingafélagi tvær hæðir fyrir meira en hálfan milljarð á ári. KJÖRNIR FULLTRÚAR HAFA EKKI RÉTT Á AÐ FARA ILLA MEÐ SKATTPENINGA eða ALMANNAEIGUR.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:30

11 identicon

Þetta er ágætt innlegg Guðbjörn og umræður hófstilltar og athyglisverðar.  Mér finnst Sjálfstæðismenn almennt, og einkum formaðurinn ungi, hafa tekið málið föstum tökum og reynt að leiða það til lykta á skynsamlegan hátt.  Eftir stendur gamall framkvæmdastjóri sem virðist tvísaga.

Ég tek undir það að orðin ”mútur” og ”mútuþægni” eru alvarleg og varla hægt að slengja þeim fram án sönnunar um ”ólögmætan verkan” eða ”tilraun til ólögmæts verknaðar”.  Mér finnst þú gera lítið úr því að ef þetta var tilgangurinn þá fór hann út um þúfur.  Er það aðalatriðið?  Er ekki meira um vert að ”hugsanlega” var ætlunin að hafa áhrif á valdamenn í stjórnmálastétt til að taka ”réttar ákvarðanir”.  Auðvitað sjá allir sem vilja sjá að ætla má að þeir aðilar sem í þessu tilfelli styrktu einn stjórnmálaflokk umfram aðra, sem var í valdastöðu á mörgum vígstöðvum, með jafn ríkulegu framlagi hafi verið ”að biðja um gott veður” einsog það er kallað.  ”Gott veður” fyrir hvað?  Jú, til þess að einkavæða þær auðlindir og þá þekkingu sem Íslendingar búa óneitanlega yfir en hafa einkum verið í eigu opinberra aðila fyrst og fremst.  Að ”leysa úr læðingi” öfl sem gætu skapað undraverðan hagnað einsog átt hafði sér stað í útgerð og bankastarfsemi.  Hannes Hólmsteinn hefur ekki farið leynt með þessa skoðun sína.  Að einstaklingar séu best til þess fallnir að skapa úr þessu hráefni hagnað sem nýtast mun þeim og landinu til aukins hagvaxtar og auðlegðar.  Þegar þetta er haft í huga, markmið eins flokks, ríkuleg framlög til hans umfram aðra, frá aðilum sem hugðu sér gott til glóðarinnar, án tillits til þess hvort það heppnaðist nú allt, þá er þetta nokkuð alvarlegur gerningur, jafnvel tilraun til ”að múta lýðræðislegum öflum”.  Framhald sögunnar sjáum við í REI-málinu sem var svívirða hvernig sem á það er litið. 

Það, að stjórnmálaflokkur sé í jafn erfiðri stöðu og raunin var með Sjálfstæðisflokkinn á þessum tíma, finnst mér einnig alvarlegt.  Að grandvar formaður, að flestra mati, sé neyddur til að taka við framlagi frá nánast hverjum sem er, það er grafalvarlegt.  Einkum ef höfð eru í huga orð hans sjálfs (í þingræðu 8. des. 2006), og reyndar gamla framkvæmdastjórans einnig, fáeinum vikum áður, um nauðsyn þess að setja lög til að takmarka framlög fjársterkra fyrirtækja til stjórnmálaflokka í því augnamiði að hafa áhrif á þá.

 

Auðvitað nota pólitískir andstæðingar þessi vafasömu alvarlegu orð í umræðunni en raunverulega hafa þau enga þýðingu fyrr en dómsmál hefur fallið en vafi er á því að nokkuð slíkt framhald verði á þessu máli, ef marka má íslenskt réttarfar.

Baldur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:50

12 Smámynd: Ingólfur

Ríkisstjórnin vissi um áhuga eigenda FL group á hlut ríkisins í HS.

FL group "styrkir" Sjálfstæðisflokkinn sem á í fjárhagserfiðleikum um 30 milljónir.

Forsætisráðherra tekur við "styrknum"

Ríkisstjórnin ákveður að útiloka sveitarfélög frá útboði um hlut ríkisins í HS.

Hvort þetta voru mútu eða ekki mun ekki sannast nema að einhver stigi fram fyrir skjöldu.

En þrátt fyrir regluna, "Saklaus uns sekt er sönnuð" að þá gengur ekki að vafi leiki um hvort hægt sé að kaupa þingmenn og ráðherra eins af stóru flokkunum eða ekki.

SjálfstæðisFLokkurinn er algjörlega ótækur í stjórn ef hann nær ekki að fullvissa almenning um heillindi sín.

Ingólfur, 12.4.2009 kl. 01:57

13 identicon

Mikið óskaplega geta menn snúið öllu á haus. Voru það Sjálfstæðismenn sem komu í veg fyrir að Geysir Green færi í hendur auðmanna? Það var Vilhjálmur Borgarstjóri og hans lið sem vann að því fullum fetum að koma þessum eignum undir vald auðmanna en það átti að vera í sameign með Orkuveitunni. Þegar sexmenningarnir komust að því vildu þeir selja allt draslið en ekki eiga það sem sameign með Orkuveitunni. Framsóknarflokkurinn með einn mann innanborðs kemur í veg fyrir söluna með því að slíta meirihlutanum. Það er ógeðslegt hvernig notaður er óheiðarleiki og lýgi til að snúa umræðunni sér í hag. Flettu þessu bara upp ef þú og þið hinir Sjálfstæðismenn munið ekki betur eftir þessu og haldið að svona hafi þetta gerst. Það voru ekki Sjálfstæðismenn sem komu í veg fyrir eitt eða neitt, ef eitthvað var þá vildu þeir að þessar eignir færu allar í hendur auðmanna!

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 06:52

14 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Fyrir áramótin 2007 voru engar reglur um hversu mikið mætti gefa í flokksjóði almennt. Það varð að vera bundið í hjartalagi þess sem sóttist eftir tók við framlögum hvort þau væru við hæfi eða ekki. Hér hefur verið farið full langt inn í gráa svæðið. Ég trúi því ekki að hér hafi verið um svart svæði að ræða þ.e. að um sé að ræða mútur enda mun innri endurskoðun í flokknum vafalaust fara vel og vandlega yfir slíkan möguleika. Hvernig er ástandið með aðra flokka? Hér þurfti að breyta leikreglum og það var gert með lögunum sem tóku gildi 2007.

Almennir flokksmenn vissu ekki um þessar greiðslur. Þessir aðilar sem söfnuðu og tóku við þeim töldu þær greinilega í lagi enda ekki bannað þegar þetta var að þiggja svona upphæðir. Almennum flokksmönnum hinsvegar þykir þær hættulega háar, vill ekki svona upphæðir þó ekki væri nema vegna tortryggni og illra hugsana aðila eins og hér hafa komið fram. Þær gefa færi á flokknum sem annars væri ekki.

Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn mun ræsta og hann mun samtímis birta stefnuskrá og aðgerðarlista sem er til þess fallinn að koma þjóðinni út úr vandanum fljótt og vel. Hann mun ekki kynna aðgerðir sem auðvelda okkur að lifa við vandann til langs tíma líkt og VG og Samfylking heldur lýtur flokkurinn svo á að um skammtíma fyrirbæri sé um að ræða og mun stýra út úr vandanum. Ætlum við kjósendur að einblína í baksýnisspegilinn eða ætlum við að kjósa stefnu sem leiðir okkur út úr kreppunni?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:22

15 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Valsól, hver snýr öllu á haus? Borgarstjórnin féll vegna þess að þessir sexmenningar sem þú kallar svo þ.e. sjálfstæðisflokkurinn mínus Vilhjálmur komust að þessum gjörningum hans og framsóknarmannsins og stoppuðu það því vildu ekki taka áhættu með eigur almennings. Þú getur bloggað eins og þú lifandi getur en sögunni breytir þú ekki.

Þetta getur hver maður séð sem skoðar blöðin frá þessum tíma. Hver tók við þessum aðilum sem vildu þetta? Jú Samfylkingin tók keflið upp og tók framsóknarmanninum fagnandi. Hinn rasskelltum við Sjálfstæðismenn innan veggja Valhallar eins og okkur er lagið fyrir afglöpin. Við fórnuðum borgarstjórn fyrir réttlætið í þessu máli. Það voru einnig sjálfstæðismenn sem stoppuðu REI málið á Reykjanesi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:30

16 identicon

(Guðbjörn Guðbjörnsson): ,,Samkvæmt öllu því, sem ég hef lært innan Háskóla Íslands, á áralöngum lærdómsferli mínum um gagnrýnin vinnubrögð og vísindalega nálgun, ber að rökstyðja slíkar fullyrðingar mjög ítarlega."

Undarlegt að halda að maður þurfi aðstoð sérfræðings til að hugsa hálfa hugsun.

Eða hvernig væri að nota heilbrigða skynsemi?

Hún segir að enginn gefi valdamönnum hundrað milljónir án þess að ætlast til einhvers í staðinn.

Æ sér gjöf til gjalda.

Balzac (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 07:37

17 identicon

Sérlega góður pistill. Ekki vanþörf að gagnrýna stjórnmálafæðinginn fyrir að notfæra sér stöðu sína og ríkisfjölmiðilinn til að koma fram með rakalausum hætti.

Það sama mætti gera með þá hagfræðinga sem notuðu stöðu sína með sama hætti og beindu fyrst og fremst gagnrýni sinni að Davíð Oddsyni og gerðu hann að píslarvætti fjármálagarkann.

 Gleðilega páskahátíð

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 08:01

18 identicon

Þessi stjórnmálaprófessor hefur mér ekki þótt sannfærandi í gegnum árin -

sleggjudómur hans nún gerir hann þar að auki ómarktækann hér eftir að mínu mati.

UPPHÆÐIN - mútur ef upphæðin er yfir hvaða mörkum?  Ekki mútut ef upphæðin er undir hvaða mörkum??

Þess vegna segi ég -

Sjálfstæðismenn - höfnum öllum svona greiðslum - stöndum sjálf undir starfi flokksins okkar -

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 08:03

19 identicon

Ég er sammála þér Guðbjörn, mér brá þegar þessi hlutlausi maður fór að tala um mútur.  Sér í lagi er ég sammála þér að þar sem hann var í viðtali sem akademískur sérfræðingur hefði hann átt að færa rök fyrir svo sterkri fullyrðingu.  Menn skjóta núna skotum út í loftið hægri vinstri, en þetta með REI gengur ekki alveg upp sem mútur til Sjálfstæðisflokksins, vegna þess að það voru Sjálfstæðismenn sem stoppuðu það dæmi.  Degi B. Eggertsyni blöskraði hvað sexmenningarnir væru lélegir í að græða peninga, taldi að hver heilvita maður gæti séð hvað þetta væri góður díll og Össur Skarphéðinsson bloggaði með sinni alkunnu snilld til að koma vitinu fyrir þá.  Punkturinn um sölu á ríkishlutnum í Hitaveitu Suðurnesja gengur heldur ekki upp vegna þess að það var löngu ákveðið að selja hlutinn og búið að vera í umræðunni áður en einkavæðingarnefndin fékk málið í sínar hendur, meðal annars komið í fjárlögin.  Þá var hluturinn auk þess seldur í útboði, þar sem langhæsta boðinu var tekið. 

Þessi hefð sem sköpuð hefur verið í íslenskri fjölmiðlun að kalla til "hlutlausa" aðila til að fjalla um svona mál segir náttúrulega meira um íslenska fjölmiðlun en mennina sjálfa.  Ég sakna þess til dæmis að Baldur Þóhallsson hafi ekki verið beðinn um að koma fram og segja sína skoðun á málinu. Nú vita allir hvar hann stendur og því loksins hægt að hlusta á hann fjalla fræðilega um málin án þess að efast um það hver hans persónulegu sjónarmið eru.

Sigurgestur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:17

20 identicon

Hundur er alltaf hundur, hvort sem maður vill rökræða sig út úr því eða ekki.  Á sama hátt eru mútur alltaf mútur en þeir sem hafa þegið eða greitt mútur eru auðvitað til í að hártoga sig frá því. 

Viðbrögð Sjálfstæðismanna við þessu mútumáli eru sífellt að verða fyrirlitlegri og fyrirlitlegri.  Fyrst fórnuðu þeirr fyrrverandi formanni sem var að gangast undir krabbameinsmeðferð.  Æru veiks manns var fórnað fyrir flokkinn.  Svo fórnuðu þeir kornungum framkvæmdastjóra sem í raun var kannski eini maðurinn sem bar enga sök.  Svo þegar menn sáu að ekki var hægt að þvo þetta af Guðlaugi þá fundu þeir upp á þeirri snjöllu hugmynd að láta þá sem Guðlaugur hringdi í, inni FL og Landsbankanum til að betla peninga, verða einhverskonar fótgönguliða Guðlaugs sem hafi sjálfir átt hugmyndina.  Ekkert er fjarri lagi.  STAÐREYNDIN ER EINFALDLEGA AÐ GUÐLAUGUR HRINGDI Í LYKILMENN INNAN FL-GROUP OG LANDSBANKANS (ÞORSTEIN OG STEINDÓR) OG FALAÐIST EFTIR PENINGUM.

Og Fl-group og Landsbankinn borguðu Sjálfstæðisflokknum 30 milljónir hvor með glöðu geði enda er það lítið fé miðað við það sem fékkst í staðinn - þ.e. frið til að féfletta íslenskan, breskan, hollenskan og belgískan almenning í 2 ár og koma þúsundum milljarða í skattaskjól utan laga og réttar.

Af hverju settu bankarnir Ísland á hausinn?  Jú, eigendur þeirra gátu grætt á því og þeir voru búnir að borga Sjálfstæðisflokknum fyrir leyfi til þess.

Mútuandstæðingur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:04

21 identicon

Eitthvað hafa staðreyndirnar skolast til í hugum ykkar GG og Sigurgestur. GHK fullyrðir ekkert um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegið mútur, né ber hann flokknum mútuþægni á brýn. Hann sagði aftur á móti að sú staðreynd að fyrirtæki sem gaf 30 milljónir í leyniframlag til Sfl. reynir nokkrum mánuðum síðar, í samvinnu við fulltrúa flokksins í borgarstjórn, að kaupa hlut í opinberu fyrirtæki sem lýtur stjórn sjálfstæðismanna. Slíkt myndi vekja í öllum löndum, sagði GHK, spurningar um það hvort hér hafi verið um mútustarfsemi að ræða. Í þessu felst engin fullyrðing önnur en sú að í öllum okkar nágrannalöndum myndi atburðarás eins og þessi vekja spurningar, og ég held, sem betur fer, að hér séu allir sammála um hið sama skuli gilda á Íslandi -- nema kannski einstaka gegnblár sjálfstæðismaður sem engu illu getur trúað upp á sitt lið.

GH (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:17

22 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eftir að hafa sofið á þessu máli í nótt er ég enn sömu skoðunar.

Ég er algjörlega viss um að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Steinþóri Gunnarssyni og Þorsteini Jónsyni gekk það eitt til að hjálpa stjórnmálaflokki, sem þeir höfðu starfað með um árabil, í þeim miklu fjárhagslegu erfiðleikum sem hann var í á þessum tíma. Ég er jafn viss um að Geir Hilmari Haarde gekk einnig gott eitt til að þiggja styrkinn, þótt þar hafi honum orðið á mikið "pólitískt axaskaft".

Hvað afstöðu FL-Group og Landsbankans varðar get ég auðvitað ekkert fullyrt. Það verður aldrei "afsannað" að þeir hafi ekki talið sig vera að kaupa gott veður hjá flokknum eða litið á þessar greiðslur sem hálfgerðar mútur?

Ef um mútur er að ræða, fyrir hvað? Málefni REI voru rakin mánuðum saman í fjölmiðlum og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sakaður um að hafa látið borgarsjóð verða af milljörðum í tekjum. Bæði borgarstjórn og Geir voru gagnrýnd fyrir þessar ákvarðanir, m.a. af Össuri Skarphéðinssyni Degi Eggertssyni og Birni Inga Hrafnssyni. Það væri nær að skoða hvað þeim félögum, Samfylkingunni og Framsóknarflokknum gekk til á þessum tíma?

Ef Fl-Group og Landsbankinn litu á styrkinn til Sjálfstæðisflokksins sem mútur eða greiðslur fyrir gott veður, er ljóst að sú fjárfesting þeirra var jafnslæm og aðrar fjárfestingar sem þeir stóðu í á þessum árum. Það sem þeir uppskáru var slæmt veður og ákvarðanirnar, sem þeir voru hugsanlega að reyna að hafa áhrif á, féllu þeim í óhag, hvort sem það var í borgarstjórn eða ríkisstjórn!

Þegar einhverjum er mútað er um grafalvarlegan hlut að ræða, sem menn hafa ekki í flimtingum. Ég hef aldrei rekið mig á það innan Sjálfstæðisflokksins, að hann gangi erinda einhverra manna eða fyrirtækja úti í bæ, enda myndi ég ekki binda trúss mitt við slíkan flokk!

Finnið glæpinn og þá skulum við ræða hvort einhverjum hafi verið mútað!

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.4.2009 kl. 10:41

23 Smámynd: Sigurgestur Guðlaugsson

Staðreynd málsins er sú að hann er þarna í viðtali sem sérfræðingur.  Sérfræðingurinn leggur sumsé til að þetta sé rannsakað sem mútumál.  Sjálfstæðisflokkurinn var hvorki í hreinum meirihluta á alþingi né heldur í borgarstjórn.  Reyndar var það svo að í borgarstjórn klofnaði flokkurinn í afstöðu sinni og niðurstaðan var sú að flokkurinn einangraðist í mótstöðu sinni í málinu.  Sérfræðingurinn hefði því átt að sjá að ef orðum hans fylgdi sérfróður og hlutlaus hugur var hann að gera því skónna að allri borgarstjórn utan sex til sjö mönnum hefðu þegið mútur eða á annan hátt hegðað sér á vafasaman hátt.  Ef þeirra hegðun var ekki vafasöm eru rökin fyrir því að Sjálfstæðismenn hafi gengið fram á vafasömum forsendum ekki gild.  Þrátt fyrir þetta er það niðurstaða sérfræðingsins að fréttaefnið sé hvaða áhrif þetta hafi á Sjálfstæðisflokk. Það hallar því óneitanlega undanfæti hjá honum, annað hvort í sérfræðinni eða hlutleysinu.Mér finnst samt að menn þurfi að fara að gera upp við sig um hvað þetta eigi að snúast. Ef málið er að Geir, Kjartan, Andri og Gulli ákváðu að taka einn snúning á stóru viðskiptablokkunum áður en lögin tækju gildi, þá er ljóst að þeir gerðu það. Miðað við þær tölur sem flokkarnir hafa gefið upp undanfarið er ljóst að þegar þessir stóru styrkir eru dregnir frá, var Samfylkingin að taka meira inn í stórum styrkjum en Sjálfstæðisflokkurinn. Meðal annars hefur komið  fram að hún hafi fengið 11 miljónir frá Baugs fyrirtækjunum. Landsmenn stóðu í þeirri trú að hún tæki ekki við hærri styrkjum en 500 þúsund án þess að gera sérstaklega grein fyrir þeim. Annað hafði ekki komið fram, hverslags hræsni er það.Miðað við þetta er málið samt upplýst. En þá fer þörfin fyrir að halda því gangandi að koma fram. Nú vilja menn fara að tengja þetta við mútur. Þá erum við komin á annað stig og þá fer þetta að snúast um annað og meira en páskapartíið um að strá salti í sár Sjálfstæðisflokksins. Þá verða fjölmiðlarnir að hegða sér á annan hátt.  Þá verður umræðan að færast á annað plan!  Það hljótum við öll að vera sammála um, ekki bara við Sjálfstæðismenn. 

Sigurgestur Guðlaugsson, 12.4.2009 kl. 10:51

24 identicon

12. apríl, 2009  Egill Helgason á Eyjunni:

Frjálsleg umgengni við sannleikann

„En svo viljum við auðvitað líka að eyða tortryggni um þessi mál, eyða tortryggni um fjármál flokkanna. Ég segi fyrir minn flokk við höfum ekki auðvitað ekki neitt að fela í þessu, höfum aldrei haft, en Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja þessa tillögu heilshugar.”

Sagði Geir Haarde 2006, stuttu áður en flokkurinn fékk stóru styrkina frá FL-Group og Landsbanka og stuttu eftir að fram var komið frumvarp um fjármál flokkanna sem síðar varð að lögum.

Í nefndinni sem samdi frumvarpið sátu meðal annars Kjartan Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson.

Hvað á að segja um svona stjórnmála(ó)menningu?

Töldu menn að allt væri heimilt í þágu málstaðarins, að tilgangurinn helgaði meðalið? Eða voru þeir blindaðir af hroka? Fannst þeim aukaatriði að segja satt?

Þetta sagði Kjartan Gunnarsson á sama tíma:

“Auð sem að auðvitað er mögulegt að menn láti sér detta í hug á einhverjum tíma að nota til að hafa stjórnmálaleg áhrif. Þetta vil ég gjarnan koma í veg fyrir, ég tel að íslenskt stjórnmálalíf hafi verið mjög hreint og laust við áhrif af þessu tagi og ég vil gjarnan að svo verði áfram og þess vegna studdi ég þessar tillögur og tók þátt í starfi þessarar nefndar meðal annars með það í huga að stuðla að því að niðurstaða starfsins yrði sú að komið yrði í veg fyrir freistingar af þessu tagi”

Baldur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:20

25 identicon

Það er besta mál að þið GG og SG séuð sannfærðir um sakleysi ykkar manna, en staðreyndin er einfaldlega sú að í desember 2006 biður Guðlaugur Þór Þórðarson starfsmenn FL Group og Landsbankans að safna peningum til Sjálfstæðisflokksins. Stuttu síðar greiða þessi fyrirtæki risastyrki inn í flokkinn. Í mars 2007 er stofnað fyrirtæki utanum útrásarstarfsemi OR að tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og um haustið 2007 vann OR, á meðan borginni var stjórnað af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, að samningum við FL Group um REI sameinaðist Geysi Green (sem var í eigu FL Group) og það fyrirtæki fengi einkaleyfi á að nota nafn OR erlendis. Þessi atburðarrás vekur tortryggni hjá öllum öðrum en þeim sem trúa á flokkinn út yfir gröf og dauða. Það er líka staðreynd að meirihluti borgarfullltrúa Sjálfstæðisflokks gerði uppreisn gegn forystunni í þessu máli, vegna þess að þeim fannst það stríða gegn prinsipum flokksins um opinberan rekstur. Fyrir okkur hin hreinsar þetta ekki flokkinn af hugsanlegum mútum, heldur gerir þvert á móti þá sem stóðu fyrir REI-bröltinu í flokksforystunni enn tortryggilegri en þeir voru fyrir. 

GH (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:57

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, sagði hann ekki eitthvað á þá leið að umrætt atvik vekti upp spurningu um hvort mögulega gæti hafa verið um mútur að ræða og bætti svo við að allsstaðar erlendis í löndum sem við berum okkur saman við yrði litið á álíka dæmi á þann hátt.

Það er bara svo margt í þessu og örugglega liggur málið ekki alveg ljóst fyrir.  Margt sem ekki er enn uppá boðum en td ef sett er í samhengi við hvað forystumenn sjalla voru að segja á svipuðum tíma eins og bent er á að ofan viðvíkjandi lög um fjármál flokkanna.

Komandi fram alveg eins og heilagir englar, setja lög til fyrirbyggja hugsanlega misnotkun en ekkert svoleiðis er hjá Sjálfstæðisflokknm - nei nei mikil ósköp alveg heilagur.  En á svipuðum tíma eru þeir að baktjaldamakka og draga í bú fleiri fleiri tugi milla frá amk. tveim fjársterkum aðilum. 

Nú, hver eru fyrstu ahrif fyrir hinn venjulega mann að sjá skyndilega á bak við tjöldin örlitla stund ? Jú, spilling innað beini, hræsni og yfirborðsmennska. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 12:12

27 identicon

Það er ekki hægt að kalla þetta annað en mútur þetta eru svo háar upphæðir, var ekki eina afð ákærunum á Árna Johnsen að þyggja mútur, ef ég man rétt 500.000

Ólafur Arnbjörnsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:07

28 identicon

Ég myndi nú ekki stinga höfðinu of langt út í þessu máli Guðbjörn ef ég væri þú. Tilsvör manna í kringum málið eru mjög óeðlileg að undanskildum þeim Geir H. Haarde og Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem hafa upplýst fumlaust um aðkomu sína að málinu.

Það sama verður ekki sagt um prókúruhafa flokksins Kjartan Gunnarsson og þætti mér þú stíga viturlega til jarðar að horfast í augu við þessar staðreyndir.

Varðandi spurninguna um mútuþægni þá þyrfti að tengja beint með óvefengjanlegum hætti greiðslurnar við einhverja sérstaka pólitíska gerninga. Það verður ekki gert.

Fólk dregur þó sínar ályktannir og legg ég til að hver Sjálfstæðismaður tali fyrir sig varðandi þá tilfinningu sem hann/hún hefur haft fyrir þessum málum í gegnum tíðina.

Það þarf ekkert að velkjast með ítök útgerðarmanna, verktaka, fjármálafyrirtækja ect. í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Það þarf engan stjarneðlisfræðing í það mál, einungis sjálfstæða hugsun og það að geta greint visst pattern í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til langs tíma.

Af hverju heldur þú að menn hafi fellt gengið hvað eftir annað á sínum tíma? Ekki var það af ástæðum er vörðuðu peningastjórn og vitum við þetta. Við getum haldið áfram;

Niðurstaðan verður alltaf og óneytanlega að hér hafa ekki verið neinir Kínamúrar standandi, málum hefur aldrei verið stillt upp þannig að þau séu hafin yfir allan vafa. Þarna eru flokkarnir 3 sekir.

En að Geir Haarde einn geti svarað fyrir þetta mál, láttu ekki svona karlinn minn.

Annars er maður orðinn afskaplega leiður á þessu öllu saman og þætti mér meira gaman að heyra þig og bróður þinn syngja í dag á páskadag.

Nú skora ég á þig Guðbjörn að gera eins og ég, taktu ranga beygju á rauðu ljósi og kjósum Borgarahreyfinguna.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:16

29 Smámynd: Ingólfur

Smá söguupprifjun fyrir Sjálfstæðismenn.

Sjálfstæðisflokkurinn stoppaði ekki REI samninginn, það gerði Svandís sem var eini borgarfulltrúinn sem stóð vaktina.

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu og ákvað svo einhliða að selja REI til einkaaðila á brunaútsölu.

Sjálfsagt hefði Kaupandinn heitið Geysir Green Energy og hefði sjálfsagt borgað með skuldabréfum útgefnum af Kaupþingi.

Hins vegar stendur það eftir að FL group borgaði upphæð inn á reikning Sjálfstæðisflokksins sem nægir minni flokkum fyrir heila kosningabaráttu.

Og í kjölfarið ákvað ríkisstjórnin annarsvegar að útiloka sveitarfélög frá því að bjóða í HS og hins vegar fékk FL group að skrifa samninginn á milli GGE og REI (þó það hafi síðan sprungið upp)

Getið þið Sjálfstæðismenn verið vissir um það að þetta hafi ekki verið mútur? Og getið þið fullyrt að þetta þurfi ekkert að rannsaka? Eða viljið þið kannski ekki að þetta verði rannsakað vegna þess sem gæti komið fram?

Mér finnst það stóralvarlegt að það séu rökstuddur grunur um mútuþægni íslenskra stjórnmálamanna. Og vissulega hefur grunur líka lagst á aðra flokka.

Ingólfur, 12.4.2009 kl. 13:36

30 identicon

Það er undarlegt að nokk hvað menn geta fjallað um, rétt er að þessir styrkir voru mjög háir og á þeim tíma. En hvað með aðra flokka, allir flokkar fengu mun hærri styrki 2006 en bæði árin á eftir og undan hvað segir það. Jú einfaldlega þá notuðu allir flokkarnir tækifærið og söfnuðu styrkjum af meiri krafti en áður, jú það sama og flestir íslendingar gerðu um árið þegar skattlausa árið var og tekin var upp staðgreiðsla, þeir sem það gátu unnu meir þetta árið til að sleppa við skatta. 

Hitt er ekki síður athyglisvert að enginn virðist hnjóta um þá staðreynd að flestir flokkarnir eru með neikvætt eigið fé, það er eiga ekki fyrir skuldum og samkvæmt reglum um lögaðila á Íslandi er lögbrot að reka fyrirtæki á þann hátt. Framkvæmdatjórar flokkana eru ábyrgir persónulega fyrir því að reka flokkana með neikvætt eigið fé.  ER ÞETTA EKKI SKOÐUNNAR VIRÐI.

Annað sem er nokkuð áhugavert að allir flokkar hafa á landsfundum sínum ályktað um jafnrétti þegna þjóðfélagsins og að allir eigi að vera jafnir. Af hverju gildir það ekki um atkvæðaréttin? Eru kjósendur á Norðurlandi meiri menn en þeir fyrir sunnan. Væri ekki rétt að setja þetta inn í stjórnarskránna. Það má kanski vonast eftir að stjórnlagaþing taki á þessu og setji landið í eitt kjördæmi þar sem allir eru jafnir. Þetta gæti stjórnlagaþingið gert og þarf ekki að spyrja alþingi eða flokka um samþykki. Stjórnarskráin er jú æðri kosningarlögum og þeim þyrfti þá að breyta til samræmis. 

Ég sé ekki betur en að við getum endalaust gagnrýnt flokkana fyrir ýmislegt en en um sinn sitjum við uppi með flokkana og eigum við þá ekki líka að fjalla um mikilvæg atriði eins jafnrétti þegna landsins varðandi kosningarrétt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:38

31 identicon

Ingólfur,

"Getið þið Sjálfstæðismenn verið vissir um það að þetta hafi ekki verið mútur?"

svar;

Nei það er ekki hægt. Hitt er annað mál að fyrst ber að sanna sekt. Ekki gleyma því að þótt tímasetningin hafi verið svívirða þá var þetta löglegt.

Svívirða samt. 

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:00

32 Smámynd: Ingólfur

Gunnar, þó að það eigi að álíta menn saklausa uns sekt er sönnuð að þá er það lúsxus sem stjórnmálamenn hafa ekki efni á. Sérstaklega ekki þegar almenningur hefur ekkert traust á þeim.

Stjórnmálamenn, sérstaklega þeir sem eru í ríkisstjórn, verða að vera hafnir yfir vafa um mútuþægni. En það eru sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki þessa stundina. Og sama má hugsanlega segja um Samfylkingu og Framsókn.

Og svo er það auðvitað fásinna að mútur hafi verið löglegar árið 2006.

Ingólfur, 12.4.2009 kl. 15:02

33 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég spyr enn og aftur, hvar er glæpurinn? Fyrir hvað voru þessir menn að borga?

Að Vilhjálmi undanskildum, sem var fórnað, lagðist Sjálfstæðisflokkurinn alfarið gegn þessum hugmyndum um þátttöku hins opinbera í einhverjum ævintýrum hjá REI.

Við vildum einmitt ekkert samkrull opinbers reksturs og einkareksturs, líkt og Össur og Dagur Eggertsson voru svo hrifnir af.

Ég er þeirrar skoðunar að slíkur rekstur eigi nær aldrei rétt á sér. Það er óverjanlegt að eyða skattpeningum í áhætturekstur.

Ingólfur Harri:

Hárrétt hjá þér að flokkurinn klofnaði, svo sem frægt er orðið! Vilhjálmur var öðrum megin og afgangurinn af bæjarfulltrúunum á móti honum! Í raun var uppreisn gerð gegn gamla, góða Villa.

Hvaða brunaútsala? Fór þetta ekki bara á "réttu" verði?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.4.2009 kl. 15:06

34 identicon

Guðbjörn

Hversu sennilegur framburður er það hjá Guðlaugi Þór um að hann hafi ekkert fengið að vita af algjörum metárangri tveggja vina sinna með risaframlögum vinnuveitenda þeirra eftir að hann hafði haft samband við þá og beðið þá liðsinnis. Það þarf mikla trúgirni og pólitíska staðfestu til að trúa Guðlaugi.

Ásökun um mútur er mjög alvarleg en tímasetning og keyrsla REI málsins með fulltingi Guðlaugs Þórs og fleiri stjórnmálamanna er óþægilega grunsamleg í ljósi þessara nýju upplýsinga. Sjálfstæðisflokkurinn mun fara með þetta mál óuppgert í farteskinu inn í kosningar. Fyrir mig sem kjósanda Sjálfstæðisflokksins til margra ára er þetta enn ein ástæðan til að hugsa minn gang eftir 2 vikur.

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:07

35 identicon

Yfirklór flokksforystunnar er mislukkað.  Það er eins og þegar menn hræra saman hundaskít og rjómaís.  Það er alveg sama hve góður rjómaísinn er, niðurstaðan verður alltaf líkari hundaskít en rjómaís.

Mútugreiðslan hefur þegar verið sönnuð.  Það hefur hins vegar ekki verið sannað hvað af "góðverkum" Sjálfstæðisflokksins við bankamennina var keypt með þessari greiðslu.  Og svo væri fróðlegt að sjá hvað braskararnir styrktu flokkinn um háar fjárhæðir árin á undan, sérstaklega í aðdraganda einkavæðingar bankanna.

Það er ágætt að vera húsbóndahollur og allt gott um það að segja.  En sagan verður ekki endurskrifuð með því að halda því fram að þetta hafi verið eitthvað annað en mútur.    Svoleiðis málflutningur smækkar aðeins þann sem fer með hann.

Mútuandstæðingu (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:22

36 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þetta leynimakk sem er búið að vera í kringum þessa greiðslur benda því miður ekki til annars að þessi peningar voru fengir með vafasömum hætti.

Spurningin er, afhverju styrkja fyrirtæki og einstaklingar stjórnmálaflokka?

Þegar einhver borgar í flokkssjóð þá er hann að borga fyrir framgang ákveðina mál. Ef ég styrki flokk þá er ég að gera það vegna þess að ég vil sjá ákveðin framgang í ákveðnum málum. Ef fyrirtæki styrkja alla flokka jafnt þá má ætla að þau vilja styrkja lýðræðið.

Þannig má færa rök fyrir því að sjávarútvegs fyrirtækin styrki X-D frekar en VG til að mynda. Telja hagsmunum sínum borgið fyrir, í rauni er ekkert athugavert við það. Ekki frekar tengslum SÍS við Framsókn, þetta er allt upp á borðinu.

Því er eðlilegt að velta upp ástæðum fyrir þessum styrkjum hjá FL-Grúp og Landsbankanum og pukrinu í kringum þá. Einnig má velta upp sömu spurningum hjá samfó; afhverju styrkja fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar Samfó svona mikið, en XD og VG minna. Einnig má spyrja hvort Eyktar styrkurinn komi eitthvað Höfðatúnsreitnum við.

Ég man ekki nákvæmlega hver fræðilega skilgreiningin á mútum er(Lærði hana hjá Gunnari Helga) og nenni ekki að fletta henni upp. En í mínum huga þá er það bera fé á einhvern með leynilegum hætti með það í huga að fá fyrirgreiðslu hjá viðkomandi. Í mínum huga á rannsaka þetta mál sem mútumál.

Hvað var FL-Grúp og Landsbankinn að kaupa af sjálfstæðisflokknum. Það sama á við styrkveitingar Ólafsfyrirtækja og Eykt hjá Samfó.

Ingi Björn Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 15:40

37 identicon

GG spyr enn og aftur, hvar er glæpurinn? Fyrir hvað voru þessir menn að borga?

Fyrir hvað var FL-Group og Landsbankinn að borga?

Hver var tilbangurinn með 30 milljóna greiðslu FL-Group og 25+5 milljóna greiðslu Landsbankans?

Hvers eðlis voru þessar greiðslur?

Íslensk orðabók (Edda útgáfa hf., Reykjavík 2002) skilgreinir mútu (-r) sem greiðslu fyrir vafasaman eða rangan verknað, peningar eða fjármunir bornir á e-n í hagnaðarskyni.

Samkvæmt hagfræðinni er hér um fyrirgreiðslufé að ræða (sjá: http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search).

Britannica Concise Encyclopedia: skilgreinir bribery sem: "Crime of giving a benefit (e.g., money) in order to influence the judgment or conduct of a person in a position of trust (e.g., an official or witness). Accepting a bribe also constitutes a crime."

Law Encyclopedia: segir m.a. um bribery: "No written agreement is necessary to prove the crime of bribery, but usually a prosecutor must show corrupt intent."

Wikipedia: segir m.a. um stjórnvöld og bribery: "A state where bribery has become a way of life is a kleptocracy" (Kleptocracy er skilgreint sem: A government characterized by rampant greed and corruption).

Þorvaldur Gylfason skrifar m.a. um mútur: "Mútur köllum við það, þegar reynt er að hafa áhrif á embættisfærslu manns með fjárburði. Fjárburð getum við ef til vill einnig kallað þann tíma ársins, þegar mest ber á mútum. Ef erindreki fyrirtækis eða hagsmunasamtaka býður ráðherra fé í því skyni, að ráðherrann greiði götu félagsins á kostnað annarra, þá eru það mútur. Ef ráðherra eða öðrum embættismanni er mútað til að taka dýrt verktakatilboð eins fram yfir hagstæðari tilboð frá öðrum, þá skaðar mútugreiðslan verktakana, sem verða af verkinu, og einnig skattgreiðendur. Mútur valda tjóni og varða þess vegna við lög" (http://www3.hi.is/~gylfason/bribes.htm).

Mútur eru eitt birtingarform spillingar og í umfjöllun um spillingu skrifar ÞG m.a.: "Hagkvæmnisrökin gegn mútum eru óháð réttlætisrökunum: mútur væru efnahagsvandamál, jafnvel þótt menn hefðu ekkert að athuga við siðferðishlið málsins. Mútuþægni er reyndar tvöfaldur glæpur, því að mútur eru ekki gefnar upp til skatts" (http://www3.hi.is/~gylfason/spilling.htm).

Ég læt svo lesendum eftir að meta það hvort hér hafi ríkt "rampant greed and corruption" (les: yfirgengileg græðgi og spilling) á undanförnum árum.

Sjálfur stend ég við þá fullyrðingu mína að þetta væru kallaðar mútur í Afríku.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:55

38 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Bjarni Ben Jr hefur boðað endurgreiðslu þeirra ósæmilegu styrkja sem Sjálfstæðisflokkurinn þáði risastyrki 2006 eða 2007 allt eftir hvort miðað er við almennt viðmið eða bókhaldsreglur.

Mín spurning er hvaðan kemur féð sem á að endurgreiða styrkina með, ekki getur það verið sama féð, þar sem fram hefur komið að því var aflað til að bjarga mjög skuldsettum stjórnmálaflokki.

Kjartan Björgvinsson

Kjartan Björgvinsson, 12.4.2009 kl. 20:15

39 Smámynd: Billi bilaði

Mikið afskaplega þykir mér þú blindur, Guðbjörn.

En þetta er eflaust mjög góður hópeflispistill fyrir flokkssystkyn þín.

Annars þykir mér merkilegast hjá þér, að fyrst segir þú að gamli prófessorinn þinn megi ekki dæma (miðað við það sem ég hef heyrt ertu þar að snúa út úr), það þurfi að rannsaka til fulls fyrst; en svo endarðu sjálfur á því að dæma þetta "hvílíkan endalausan þvætting". Þú hlýtur því að vera búinn að rannsaka þetta sjálfur til fulls, fyrst að þú mátt dæma, en ekki aðrir.

Billi bilaði, 12.4.2009 kl. 21:15

40 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ja hérna Guðbjörn, þú hefur ekki lært mikið á að sitja fyrirlestra hjá hinum frábæra Gunnari Helga Kristinnssyni. Þú ert ófær um að horfa málefnalega á hugtakið mútuþægni. Í staðinn fyrir að velta því fyrir þér hvort það geti verið að um mútuþægni geti verið að ræða ferð þú að röfla um annað og aðra og út og suður. Þú ert bara að pissa í skóinn þinn með þessu bloggi þínu, þér verður kanski hlýtt á tánnum en en þetta mál er hið versta fyrir flokkinn þinn og Guðlaugur Þór er búinn að vera í pólitík og allir sjá í gegnum þetta auma yfirklór síðustu daga.

Ef þið ætlið ekki fara illa út úr kosningunum verðið þið að losa ykkur við manninn, svo einfallt er það. Í því samhengi skiptir engu hversu spilltir aðrir eru eða eru ekki.

Sævar Finnbogason, 12.4.2009 kl. 22:15

41 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Enginn sem hefur skrifað hér hefur getað bent á eitthvert mál, þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa gengið erinda Landsbankans eða FL-Group á árunum 2007-2008. Um þetta snýst málið.

Ég hef lýst því oftar en einu sinni að það er ekki hægt að afsaka upphæð þessara styrkja og við því er lítið að bæta. Þeir sem ábyrgð báru hafa axlað ábyrgð á þessu og öðru klúðri undanfarin ár. Geir H. Haarde hætti sem formaður og Andri Óttarsson tók pokann og er hættur sem framkvæmdastjóri flokksins. Engum hefur tekist að tengja Guðlaug Þór Þórðarson beint við styrkina, þótt hann tengist þeim að sjálfsögðu óbeint.

Líkt og stendur í einnig athugasemdinni hér fyrir ofan er það algjörlega nauðsynlegt í spillingarmálum að um ásetningsbrot sé að ræða:

No written agreement is necessary to prove the crime of bribery, but usually a prosecutor must show corrupt intent.

Ingi Björn Sigurðsson:

Ég man nákvæmlega skilgreiningar Gunnars Helga um hvíta, gráa og svarta spillingu. Hér er sennilega um að ræða kenningar Arnolds Heidenheimer (e. black-gray-white corruptio).

Af því að ég hafði smá áhuga á þessu kynnti ég mér þetta aðeins í kringum fyrirlestra Gunnars Helga haustið 2005. Ég tel þær hins vegar ekki eiga beint við í þessu sambandi, en það væri of langt mál að fara út í það hér í athugasemd. Hugsanlega blogga ég um þetta á næstu dögum.

Billi bilaði:

Nei, ég hef ekki rannsakað þetta, en bendi í lok pistilsins á að ég vona að Eva Joly eða sérstakur saksóknari skoði þessa hluti, þ.e.a.s. ef hún eða hann telja ástæðu til þess. Hafi forystumenn Sjálfstæðisflokksins tekið við mútum ber að uppýsa um slíkt og þeir menn verða þá að bera ábyrgð á gjörðum sínum. 

Sævar Finnbogason:

Ég lærði margt gott af dr. Gunnari Helga Kristinssyni og tel hann fremstan þeirra prófessora sem ég var við nám hjá í Háskóla Íslands. Maðurinn er eins og þú segir alveg frábær, bæði sem fræðimaður, kennari og skemmtilegur fyrirlesari. Um það snýst ekki málið, heldur að mér fannst hann taka stórt upp í sig og því er ég ekki vanur þegar hann á í hlut.

Að fræðimaður á borð við Gunnar Helga lýsi því yfir 2 vikum fyrir kosningar að mál sem þetta yrði rannsakað sem mútumál erlendis, er í raun yfirlýsing af hans hálfu að rökstuddur grunur sé um að hér sé um mútumál að ræða. Yfirlýsingar einhvers á borð hann eru hreint út sagt skoðanamyndandi fyrir fólk. Fyrir stuttu birtist nafn hans á lista yfir stuðningsmenn ESB aðildar og nú kemur þessi yfirlýsing.

Á meðan á meistaranámi mínu stóð í H.Í. reyndi ég að heyra á Gunnari hvaða stjórnmálaskoðun hann hefði, en var það lífsins ómögulegt, því hann var mjög hlutlaus og varfærinn í yfirlýsingum sínum.  

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.4.2009 kl. 23:08

42 Smámynd: Sævar Finnbogason

Veistu Gunnar, Þetta eru óvenjulegir tímar og Þetta er er stórt mál og því við hæfi að taka stórt upp í sig.

Ég segi fyrir mitt leti get ég ekki séð neytt samhengi milli þessarra hluta, álit Gunnars, sem ég held að sé óumdeilt að víðast hvað erlendis færi fram rannsókn  í kjölfar svona uppljóstrana og þess að hann, eins og fjöldi annarra er tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við ESB aðildarviðræður.

Ég er svo hissa á skrifum þínum að ég verð að fá að spyrja þig; Ertu stuðningsmaður Guðlaugs?

Ég spyr því flestir Sjálfstæðismenn sem ég þekki eru arfafúlir og vita uppá sig skömmina. (og vita hvað þarf að gera)

Sævar Finnbogason, 12.4.2009 kl. 23:25

43 identicon

ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna Sævar.

Ég sé ekkert athugavert ummæli dr. Gunnars Helga Kristinssonar, tel þau sjálfsögð.

"Er ég stuðningsmaður Guðlaugs?" Ég tel ekki að það eigi að taka Guðlaug Þór neitt til hliðar í málinu. Ég sé heilmikið athugavert við upphæð styrkjanna til bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.

Meiri upplýsingar hef ég ekki til þess að byggja á.

Ég vona að þetta svari spurningunni.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:59

44 identicon

Örlítil athugasemd við orð GG. Hið rétta er að líkt og stendur í meðfylgjandi tilvitnun er það ekki nauðsynlegt í spillingarmálum að sýna fram á ásetning:

No written agreement is necessary to prove the crime of bribery, but usually a prosecutor must show corrupt intent. (les: Ekki er er nauðsynlegt að leggja fram skriflegan samning til að sanna mútuglæp, en venjulega þarf saksóknari að sýna fram á brotavilja).

Ég hef bent á leynimakkið í tengslum við meinta "styrki", tengsl flokksins inn í FL-Group og Landsbankann og augljósa hagsmuni FL-Group varðandi velvild stjórnvalda í tengslum við orkuútrásina og hagsmuni Landsbankans varðandi gott veður í tengslum við IceSave.

Ef það er ferfætt, loðið og geltir - er það að öllum líkindum hundur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:21

45 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Ég þýddi "intent" sem ásetning, sem að mínu mati er svipað og einbeittur brotavilji. Það sem ég átti meira við er að þegar mútað er - t.d. í tilfelli Elf-bensínstöðvanna og sölu skriðdrekanna til Sádi Arabíu - þá var mútum beint til stjórnmálamanna og þeim gefið í skyn hvað þeir vildu fá í staðinn.

Að gefa peninga til stjórnmálaflokks án þess að biðja um einhvern "greiða" á móti er ekki það sama. 

Ég skil samt fullkomlega að fólk spyrji sig hvort Geir Haarde hafi ekki fundist hann að einhverju leyti vera skuldbundinn þessum fyrirtækjum. Líkt og ég hef sagt, get ég ekki dæmt um það og þeirri spurningu verður hann að svara sjálfur, þ.e.a.s. ef þetta verður rannsakað eitthvað meira. Sjálfur tel ég allt vera komið fram sem máli skiptir.

Sævar: 

Bara til að það komi skýrt fram hef ég ekki verið í stuðningsmannahópi Guðlaugs Þórs Þórðarsona. Þvert á móti gagnrýndi ég harðlega framkomu hans gagnvart Birni Bjarnasyni á sínum tíma. Ég þykist samt vera svo réttsýnn að leyfa mönnum að njóta vafans, líkt og í þessu tilfelli. Það er síðan persónuleg ákvörðun Guðlaugs, hvort honum finnst við hæfi að leiða annan listann í Reykjavík, líkt og það var ákvörðun Illuga Gunnarssonar að halda áfram í stjórnmálum eftir Sjóðs 9 málið. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.4.2009 kl. 09:48

46 identicon

Ágæti GG. Það er enginn dómari í eigin sök. SjáLfstæðisFLokkurinn getur ekki afgreitt málið á þann hátt sem þú virðist gera ("... þ.e.a.s. ef þetta verður rannsakað eitthvað meira. Sjálfur tel ég allt vera komið fram sem máli skiptir").

Ef einhver snefill af dómsvaldi er eftir í landinu verður þetta mál auðvitað rannsakað niður í kjölinn. Það er augljóst, hverjum heilvita manni, að hlutaðeigandi fyrirtæki - FL-Group og Landsbankinn - voru auðvitað að kaupa sér aðgang að FLokknum með þessum greiðslum. Hér var því um hreint fyrirgreiðslufé að ræða og ferill þessara fyrirtækja undanfarin ár sýnir að þau svifust einskis til að koma ár sinni fyrir borð.

Það hefur komið rækilega fram að sjáLfstæðisFLokkurinn var afar illa staddur fjárhagslega um áramótin 2006. FL-Group og Landsbankanum var stjórnað af siðlausum og veruleikafirrtum glæpamönnum - og FLokksmenn keppast nú við að afskrifa siðferði Geirs H. Haarde.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 11:13

47 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Það er ekkert verið að afskrifa siðferði Geirs H. Haarde, heldur er hreinlega bent á hans ábyrgð í þessu máli, sem hann hefur þegar axlað.

Ég veit ekki hvernig Bjarni Benediktsson eða aðrir sjálfstæðismenn geta tekið ábyrgð á einhverju, sem þeir vissu ekki af!

Ég vil enn og aftur ítreka að í upphaflegum pistli mínum segi ég:

 
Ég vona að Eva Joly rannsaki þetta ...

Ég hef ekkert á móti því að þetta verði frekar skoðað, en tel að lítið bætist við í þeirri rannsókn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.4.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband