Klofningur í afstöðu um álver í Helguvík - framtíðartónlist varðandi fleiri mál?

Helguvík - álverSamkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði var atvinnuleysi í mars mest á Suðurnesjum eða 14,3 %. Í febrúar voru 1.774 manns skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum,
1.032 karlar og 742 konur. Á landinu öllu voru 16.822 atvinnulausir eða 8,9%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi um 1% og 1.600 manns atvinnulausir.

Það er því ekki að undra að fagnað sé á Suðurnesjum í kvöld, nú þegar lög um heimild til samninga um álver í Helguvík hafa verið samþykkt. Alls sögðu 38 þingmenn já, 9 sögðu nei, 1 greiddi ekki atkvæði og 15 voru fjarstaddir.

Allir þingmenn VG nema Jón Bjarnason, sem var fjarstaddur, lögðust gegn álveri í Helguvík. Þetta voru þau: Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir,  Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson.

Það var ekki að undra að Þórunn Sveinbjarnardóttir (Samfylking) sat hjá við atkvæðagreiðsluna og að Mörður Árnason (Samfylking) greiddi ásamt þingmönnum VG atkvæði gegn álverinu. Þetta fólk ætti að vera svo heiðarlegt að ganga til liðs við það fólk sem það deilir sannfæringu sinni með í nær öllum málum, VG. Mikið saknar maður stundum gömlu Kratanna, sem voru þó alltaf raunsæir þegar hlutirnir snérust um alvarleg mál.

Það má undrun sæta hvernig þingmenn geta haft brjóst í sér að leggjast gegn frumvarpi, sem skapað getur 3-4000 atvinnulausum starf næstu árin. Ef álverin í Helguvík og á Bakka verða að veruleika auk gagnavera og kísilverksmiðja, sem ætlað er að byggja getur atvinnuleysi á Íslandi heyrt sögunni til næstu 5-10 árin.

Þessa staðreynd eiga kjósendur að hugleiða áður en þeir kjósa yfir sig vinstri ríkisstjórn, þar sem "öfgaumhverfisstefna" VG verður í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt andartak að það verða VG sem hafa munu töglin og haldirnar í þeirri ríkisstjórn sem hugsanlega tekur við völdum í vor. Einnig megum við ekki gleyma að stór hluti Samfylkingarinnar er einnig hallur undir sömu atvinnustefnu og VG aðhyllist, þ.e.a.s. grasatínslu og lopapeysuprjón.

Nýlega voru VG og Samfylking klofin í afstöðu sinni um stækkun varnarbandalags NATO. Munum við í framtíðinni horfa ítrekað upp á að landinu verði í raun stjórnað af minnihlutanum á Alþingi með hluta af öðrum ríkisstjórnarflokknum, Samfylkingunni, þegar málin snúast um stór mál á borð við varnir landsins, atvinnumál eða jafnvel ríkisfjármál?

Koma þessir menn sér saman um eitt einasta mál í framtíðinni? 

 


mbl.is Lög um Helguvíkurálver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Hvernig fer Century Aluminium að því að reisa álverið?

Skoða þú tengilinn:

http://www.amx.is/pistlar/5125/

Ég heimta skýr svör!

Kveðja

Andrés Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Vil bara benda þér á að flest lyf heimsins eru unnin úr jurtum og ullin hélt lífi í Íslendingum um aldir, þrátt fyrir að aðrænendur nýlenduherranna og leiguþý þeirra hefðu gert sitt best til að klára málið. Við fengum sjálfstæði 1944 og ætlum að halda því. Við sem skiljum þetta allt köllum okkur Íslendinga.

Frábært hjá þér að skipa þér í hinn flokkinn sem.

Vona að þú þurfir ekki á jurtalyfjum að halda, þegar búið er að klára orkulindir Íslands í þágu erlendra auðhringa og spúa eiturefnum út í loftið til margra kynslóða.

Ég lagði til að íhaldið fengi áfallahjálp þegar fólk fór að berja á pönnur og potta á Austurvelli. Greinilegt er að þú hefur ekki farið þá leiðina.

Þá er bara eftir biðja Guð að hjálpa þér, því íslenska þjóðin mun vinna þessar kosningar.

Kveðja að vestan.  

Gústaf Gústafsson, 17.4.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Eitthvað það heimskulegasta sem hægt er að gera í þessu árferði er að láta verða að þessum samningi sem mun aldrei verða að veruleika og kosta þjóðarbúið hundruði ef ekki þúsundir milljarða í EKKERT!!!

Eru þið í ALVÖRU svo hugmyndalaus að halda að aukin þennsla og loforð um uppbyggingu stóriðju sem er að hrynja í heiminum - sé það sem þarf til að hjálpa landinu út úr hruninu ykkar?

come on! 

Þór Jóhannesson, 17.4.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Þór hér er um erlaendaframkvæmd, þensla er ekki þegar samdráttur er hugsa skrifa svo.

Rauða Ljónið, 17.4.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Börkur:

Það seljast engir bílar. Nákvæmlega það er kreppa og það selst ekkert, hvorki bílar tæki, vélar eða fiskur! Þess vegna fellur álverðið og járnverðið og koparverðið allt nema verð á gulli!

Álverið sem á að byggja í Helguvík mun aldrei opna fyrr en 2012 eða 2013 þegar kreppan er búin og álið hefur hækkað. Nú er verið að loka óhagkvæmum verksmiðjum, þar sem orkuverð er hátt eða framleitt með brúnkolum eða kjarnorku. Okkar álver verður nýtt hátækniálver með bestu hugsanlegu mengunarvörnum og opnar á réttum tíma.

Ég dýrka lopapeysur!

Rétt hjá þér með Börk - takk fyrir!

Andrés:

Það er ekki mitt mál að fjármagna eða hafa áhyggjur af fjármögnun álversins í Helguvík.

Gústaf:

Alltaf notað náttúrulyf og hef ekkert á móti þeim frekar en lopapeysum. Ég sé bara ekki að hægt sé að senda 16.822 einstaklinga á fjall, þó hægt sé að send mikið meira af sauðfé á fjall hver sumar!

Þór:

Þetta er ekkert hrunið mitt frekar en annarra. Ekki átti ég hlutabréf eða stóð í einhverju vafasömu.

Hugmynda þinna er óskað fyrir þá 16.822 einstaklinga sem eru atvinnulausir.

Nú er tími ykkar með þetta "eitthvað annað" störf og einhverjar "Draumalandslausnir" loksins kominn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.4.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sammála greinarhöfundi í öllum atriðum.

Fjallagrösin lagði Steingrímur sjálfur til sem atvinnusköpun í sínu eigin kjördæmi. Veit ekki með lopaprjón en miðað við verð á lopapeysum frá þeim sem eru að prjóna er tímakaupið fyrir neðan lægstu laun.

Legg til að sumir sem pára sínar línur í reiði og afneitun rói sig niður við tínslu á fjallagrösum og prjóni svolítið þess á milli. T.a.m. er gott að prjóna fram að tínslu fjallagrasanna síðar í sumar.

Geri ekki ráð fyrir að þeir sem stundi slíka atvinnu geti lagt mikið til samneyslu og/eða ofneyslu hins opinbera. Þ.a.l. verða sumir greinahöfunda hér á blogginu fljótlega atvinnulausir og...

Það virðist nefnilega vera algjört aukaatriði í þessar umræðu allri að það þurfi að búa til vöru til að selja og fá greitt fyrir. Tala nú ekki um að selja hana úr landi og fá gjaldeyri í lest þjóðarskútunnar sem mætti annars nefna Nagglfara. Ef niðurrifsöfl núsins halda sínu striki gæti það nafn orðið réttnefni á þá frómu skútu.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.4.2009 kl. 23:01

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Börkur:

Sorry - rétt þetta með Mörð! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.4.2009 kl. 23:02

8 Smámynd: Andrés Kristjánsson

innantómur kosnigarvíxill.

Andrés Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Börkur: Að sjálfsögðu ekki heppilegt en staðan er einfaldlega þannig í augnablikinu að gresjan er frekar visin. Það má líta á þetta sem nauðugan kost, að byggja álver, eitt eða tvö. Ég kýs þó ekki að líta þannig á málið, ég sé ekki ál þegar ég renni fram hjá álveri heldur umbreytingu á orkuauðlindum landsins í útflutningsvöru. Þannig er nú það. Fleiri mættu körfurnar vera það er klárt og er alveg sammála þér í því.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.4.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Andrés Kristjánsson

"Það er ekki mitt mál að fjármagna eða hafa áhyggjur af fjármögnun álversins í Helguvík."

Andrés Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 00:58

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

sorg - landið sekkur vegna óhæfi hægri aflanna til að horfast í augu við hvað þau hafa gert okkur sem þjóð!

Þór Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 04:01

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Þegar búið verður að rústa Íslandi endanlega með inngöngu í ESB og einhæfri atvinnustefnu(bankar,ál) verður sennilega ekkert fyrir mig að gera annað en að týna ber og prjóna.  Bara spurning hvort ESB leyfi það?

Síðan þarf Guðbjörn að svara því hvort hann haldi virkilega að ástandið á Íslandi og heiminum öllum verði komið í lag eftir 2-3 ár.  Trúir hann ennþá greiningardeildum bankanna og óheiðarlegum sérfræðingum?

Eitt gæti þó bjargað "íslenska" álinu en það er almennileg heimsstyrjöld. WWIII er sennilega handan við hæðina og þó fyrr hefði verið.  Íbúar jarðar orðnir of margir og menga of mikið!  Með WWIII bætum við íslenskan efnahag og fækkum fólki.  Nú þarf bara að ráðast á Rússana og helv. múslimana. 

Björn Heiðdal, 18.4.2009 kl. 05:25

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Hægri öflin  feikna góð,

gæfu góða veita.

Atvinnu um landið allt,

 frá sjávar og upp til sveita.

  

Vinstri öflin vælsæmd er,

böl þeir einir veita.

Auðn og eyði land er

 frá sjávar upp til sveita.

 Svig.

Rauða Ljónið, 18.4.2009 kl. 05:40

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Börkur:

Það voru nú mistök mín, sem þú varst svo vinsamlegur að leiðrétta, er gerðu það að verkum að ég breytti titlinum á blogginu. Ég gat tæplega látið 9 þingmenn standa þegar aðeins 8 voru viðstaddir til að mótmæla 3-4000 störfum. Einn þingmaður, Jón Bjarnason, var farinn heim og sá ekki ástæðu til að vera viðstaddur atkvæðagreiðsluna, líkt og svo margir aðrir þingmenn ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég hefði viljað sjá fleiri af mínum mönnum þarna vegna svo mikilvægs og umdeilds máls.

Auðvitað viljum við fjölbreyttari atvinnustarfsemi, en líkt og ég hef sagt er ekkert því nú til fyrirstöðu að þetta "eitthvað annað", einhverskona "draumalandsstarfsemi" spretti nú upp eins og gorkúlur og leysi úr eymd þeirra 16.822 sem eru atvinnulausir í landinu nákvæmlega núna.

Atvinnuleysið er ekki aðeins að sliga ríkið vegna útgjalda, heldur einnig heimili viðkomandi.

Er einhver af ofangreindum aðilum búinn að vera atvinnulaus í nokkra mánuði. Það væri gaman að heyra hvað þessu fólki finnst um þessi störf sem VG og hluti Samfylkingar voru að reyna að koma í veg fyrir! 

Andrés:

Það var nú reyndar Framsóknarflokkurinn, sem árið 1995 lofaði 12.000 nýjum störfum. Í samvinnu við okkur Sjálfstæðismenn var stóðu framsóknarmenn við það loforð og rúmlega það!

Og þetta með fjármögnunina. Auðvitað er það mál erlendra banka og fjármálastofnana að meta hvort þeir telji uppbyggingu álvers hagkvæma eins og málum er fyrir komið. Ég minni á að nákvæmlega sömu rök komu fram hjá vinstra fólki við byggingu álverins á Reyðarfirði og við stækkun álversins á Grundartanga og í Straumsvík. Þetta var "deyjandi" málmur, efnahagsástandið var ekki hagstætt o.s.frv.

Ál er léttur, umhverfisvænn, ódýr og sterkur málmur, sem hentar vel til endurvinnslu og er því kjörinn til framleiðslu á fjölmörgu. Það er langt í frá að hann sé á undanhaldi í heiminum, líkt og margt vinstra fólk heldur fram. Í reynd er það svo að margir vinstri menn erlendis benda á ál sem góðan kost vegna þess hversu léttur og umhverfisvænn hann er, t.d. til framleiðslu á bifreiðum o.s.frv. Auðvitað eru að koma fram ný efni, en þau koma ekki til með að útrýma áli við framleiðslu á samgöngutækjum, mannvirkjagerð o.s.frv. Ástæðan er hátt verð og flókið framleiðsluferli.

Nú bætum við Sjálfstæðismenn í og lofum 20.000 störfum og ætlum okkur að standa við það og treystum okkur í það verk með góðum samstarfsaðila!

Þór:

Ólíkt öðrum stjórnamálaflokkum höfum við sjálfstæðismenn gert upp okkar fortíð og axlað ábyrgð. Betra væri ef fleiri fylgdu okkar fordæmi!

Ég hef aldrei sé neitt jákvætt frá þér á blogginu! Heldur þú að við náum okkur upp úr þessu með því hugarfari sem þú sýnir?

Björn:

Já, ég trúi því að við sjáum fyrir endann á þessu ástandi innan 2-3 ára og er því sammála mönnum vestan hafs.

Ég er nú þeirrar skoðunar - þótt ég sé sjálfstæðismaður - að við eigum einmitt að skoða ESB aðild.

Ég mynda mér sjálfstæðar skoðanir, en virði að sjálfsögðu einnig skoðanir annarra og meirihlutaákvarðanir, sem teknar eru innan míns flokks.

Rauða ljónið:

Alltaf jafn góður!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.4.2009 kl. 08:13

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Börkur:

Þetta er útúrsnúningur hjá þér. Það stendur hvergi að ég líti á þetta sem nauðugan kost. Ég sagði algerlega allt annað! Lestu textann aftur...

Síðan er staðan einfaldlega þannig að það er ekki hægt að bíða eftir að einhver komi og geri eitthvað. Það er eitt álver komið af stað og það á ekki að leggja stein í götu þess seinna. Við höfum ekki efni á því. Einhæft atvinnulíf, já það er rétt. Væri ekki þá réttast að henda sér í að skoða af hverju svo er? Kannski of sterk króna síðustu 5 árin? Of lítill heimamarkaður? Of stíf boð og bönn stofnanavaldsins? Of sterkt stofnanavald? Ef þetta gerðist í valdatíð sjáfstæðisflokksins þá gef ég ekki mikið í það sem er í boðskapi vinstriflokkanna.

Það eru vel á annan tug þúsunda atvinnulausir en samt fæst þetta fólk ekki í vinnu við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvaða heilaþvottur hefur verið í gangi fyrst svo er komið fyrir okkur? Kannski, nei reyndar ætla ég að fullyrða að þar eru lélegir og klisjukenndir fjölmiðlar aðal ástæðan. Ef þeir hefðu haldið sig við fréttamennsku og haldið sig frá því að draga alltaf upp neikvæðar fréttir þá værum við ekki í þeim skít sem við erum í dag.

Og síðan til þess að reyna að vekja landslýðinn:

Það er einfaldlega okkur sjálfum að kenna hvernig komið er!

Það vorum við sem tókum lánin, við létum glepjast af gylliboðum bankanna. Enginn annar. Að klína þessu á stjórnmálaflokka og Alþingi er að stinga höfðinu í sandinn. Og ætla sér síðan að ímynda sér að staðan væri betri ef það væri annar gjaldmiðill!! Það lýsir veruleikafirringu. Hefði engu breytt um neysluhegðun og sú fræga setning "þetta reddast" hefði ekkert frekar reddað neinu með evru eða dollar.

Þjóðin er búin að haga sér eins og fífl og brenna sér brýr að baki.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 15:15

16 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að það séu ekki neinar forsendur fyrir skjótum bata.  Hvorki á næsta ári eða 2011.  Þær skuldir sem íslenskir og erlendir auðmenn hafa hengt um hálsinn á íslensku þjóðinni verða ekki borgaðar með góðu eða illu.  Þó við seljum allt sem hægt er að selja svo sem vatn, fisk, vegi og íslensk smábörn mun það ekki duga til.  Í fyrsta lagi dragast útflutningstekjur saman vegna minnkandi eftispurnar í heiminum öllum.  Í öðru lagi þarf að skattleggja og pína þjóðina verulega til að borga bara vexti af skuldunum.  Þetta tvennt dugar ágætlega til að minnka hagkerfið og kökuna sem við ætlum að éta.  Það er ekki bæði hægt að éta kökuna og gefa hana öðrum!

Svo botna ég heldur ekkert í þessu ál rugli.  Þetta eru erlend fyrirtæki sem fá skattaafslætti og allskonar fríðindi sem lítil íslensk fyrirtæki fá ekki.  Allur arður af álinu fer úr landi.  Bæði sá arður sem verður til í álverinu á Íslandi og arður af fullunnum vörum.  Það eina sem situr eftir er skuldug Landsvirkjum, 400 launuð störf og aðkeypt þjónusta.  

Væri ekki nær að rækta bláber og jarðaber?  Þar gætu skapast 50-60 störf.  Jafn mörg sköpuðust við fjallagrasatínslu fyrir innlendan markað.  Síðan má náttúrlega alltaf rækta banana.  Fyrir smáaura væri hægt að rækta alla ávexti og grænmeti sem þjóðin getur í sig látið.  Við það myndi sparast milljarða gjaldeyrir og skapast 300-500 störf.  

Björn Heiðdal, 18.4.2009 kl. 18:32

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sindri Karl:

Ég er að flestu leyti sammála þér, en verð þó að segja að værum við í ESB og með evru hefði ýmislegt farið öðruvísi undanfarin ár. Ég er fullkomlega efins um að Evrópska seðlabankankanum hefði hugnast sú óeðlilega stækkun, sem varð á íslensku bönkunum undanfarin ár. Jafnframt hefði eflaust komið fram gagnrýni á íslenska hagstjórn frá ESB og þá gagnrýni hefðum við orðið að taka alvarlega. Þótt krónan hafi að vissu leyti "kosti" í för með sér, s.s. að að hún hefur fallið um nær helming á nokkrum mánuðum og þannig rétt af viðskiptahallann og komið íslenskum útflutningsfyrirtækjum til hjálpar, þá eru fylgifiskarnir - verðtryggingin og háir vextir - svo slæmir að þeir eru að knésetja íslensk heimili og fyrirtæki. Það er því ekki spurning að ekki verður komist hjá ESB aðildarviðræðum strax í vor eða í haust. Hitt er svo annað mál að upptaka evru kemur ekki til greina fyrr en við erum búin að laga til heima hjá okkur og koma genginu í "rétt" horf. ESB aðildarviðræður munu skapa traust hjá lánadrottnum okkar erlendis hjá auk þess sem að hugsanlega væri hægt að fá hjálp frá ESB vegna krónunnar á meðan á aðildarviðræðum stendur eða í það minnsta strax að aðild lokinni. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.4.2009 kl. 11:12

18 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég heyrði góða kenningu í dag. Að það hlýtur að vera að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn séu að búa sig undir stjórnarandstöðu. Því þeir lofa upp í ermina á sér stöðugt.

Auðvitað munum við koma með 20.000 störf. Tvö álver og skuldaafskriftir. Af hverju ekki?, því við munum ekki þurfa að standa við það. Ef svo illa fer að við endum í meirihluta þá huggum við okkur við okkur við eftirlaunafrumvarpið og neitum fyrir kreppuna.

Það hlýtur að hryggja okkur öll að gríðartap Landsvirkjunar á árinu 2008, sem var gott

"álár", skildi tapa 40 milljörðum og því þurfum við að hamast á Íslenskum fyrirtækjum. Þar með bændunum okkar. LV klúðrar; sem þýðir að bændur þurfa að greiða 25% hærra verð vegna Kárahnjúkaklúðursins.

2008 var gott álbræðslu ár en meðalverð lá í 2500$/pt. 2009 hefur verð verið að lyggja í 1450$/pt. Á þýðir á Íslensku martröð.

Hvernig ætla menn að laga skulda og vaxtastöðu LV með því að byggja fleiri virkjanir og gefa raforkuna?

Andrés Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 22:44

19 Smámynd: Andrés Kristjánsson

ég biðst afsökunar á þriðju málsgrein. hún átti auðvitað að lesast:

Það hlýtur að hryggja okkur öll að gríðartap Landsvirkjunar á árinu 2008, sem var gott

"álár", skildi tapa 40 milljörðum og því þarf LV að hamast á Íslenskum fyrirtækjum. Þar með bændunum okkar. LV klúðrar; sem þýðir að bændur þurfa að greiða 25% hærra verð vegna Kárahnjúkaklúðursins.

Andrés Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 22:50

20 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Andrés:

Árið 2008 verður ekki gott ár fyrir neitt fyrirtæki, hvorki álfyrirtæki eða önnur og það sama gildir sennilega fyrir árið 2009 og 2010.

Þú fylgist sennilega lítið með erlendum fréttum, en bílaiðnaðurinn, vélaiðnaður og verkfæraiðnaður berst allsstaðar í heiminum í bökkum. Auðvitað er þá hrávörumarkaðurinn, hvort sem það er olía, járn, ál eða annað í vandræðum!

Það virðist hafa farið framhjá landsmönnum að það er heimskreppa í gangi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.4.2009 kl. 23:13

21 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þið tókuð áhættu og félluð á fyrstu hindrun. 2008 var í raun gott ár fyrir állobbýið enda var meðalverð áls 2500$/pt. Sem er gott verð fyrir ál.

Það hlýtur að slá skökku við að tala um hrávöru sem seldist á 2500$ á árinu 2008 sem slæmt ár. Þegar "gott" arðsemismat á stórri virkjun sem Kárahnjúkavirkjun er miðaðist við um eða yfir 1700$/pt fyrir 2009.

http://www.lv.is/files/2003_1_7_greinarg_til_eigenda.pdf

Af hverju tapaði LV 40 milljörðum á árinu 2008?

Hversvegna þurfa Íslenskir bændar að taka á sig 25% hækkanir þegar erlendu álfyrirtækin eru trygg fyrir hækkunum?

Hvernig fjármagnið þið kosningarloforðin varðandi álverin 2 sem og skuldaafskriftirnar?

Andrés Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband