Bretar og Hollendingar verða ekki taldir meðal vinaþjóða Íslendinga næstu áratugina

Fyrstu viðbrögð mín við hjásetu sjálfstæðismanna voru þau að þetta hafi verið röng ákvörðun. Flokkurinn hefði átt að vera klofinn í afstöðu sinni og í sjálfu sér ekkert rangt við það. Bjarni Benediktsson útskýrði síðan ágætlega afstöðu sína og þingflokksins til þessa máls. Ég kaupi þau rök og jafnframt sáttur við að Birgir Ármannsson og Árni Johnsen hafi kosið á móti samkomulaginu. Svipaða niðurstöðu hefði ég viljað sjá í ESB málinu, en því miður breyttist Sjálfstæðisflokkurinn í þennan venjulega hagsmunagæsluflokk í því máli.

Ég held jafnvel að það komi ágætlega út gagnvart Bretum og Hollendingum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt fyrirvarana og þeir þar með hlotið yfirburðastuðning innan þingsins. Hjásetan sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn samkomulaginu sem slíku, en áttar sig á því að við þessar aðstæður er ekki hægt að leggjast gegn því. Þannig er Bretum og Hollendingum gefið til kynna að áhersla þingsins er á fyrirvarana en ekki samkomulagið. Það er síðan styrkur fyrir ríkisstjórnina í viðræðum Breta og Hollendinga, að rétt tókst að merja samkomulagið í gegn með því að setja fyrirvarana og tala stjórarþingmenn til.

Bretum má með þessu vera ljóst, að þjóð og þing eru andsnúin þessu samkomulagi og telja það óréttlátt og ósanngjarnt, að þjóðin beri ábyrgð á skuldum þeirra óreiðumanna, sem til þeirra stofnuðu. Íslendingum hafi frá upphafi verið stillt upp við vegg í þessu máli - líkt og Þjóðverjum í lok heimsstyrjaldarinnar síðari - og okkur hafi frá upphafi verið hótað öllu illu borgum við ekki allt upp í topp með vöxtum og vaxtavöxtum. Við myndum einangrast á alþjóðavettvangi, ýjað var að því að viðskiptahindranir yrðu settar upp, EES samningurinn væri í hættu, ESB aðildarviðræður kæmust í uppnám og lánamöguleikar okkar hjá AGS og Norðurlöndunum yrðu að engu gerð, tryggt yrði að lánstraust okkar yrði ekkert um aldur og ævi. 

Hvaða kost áttum við annan en að samþykkja þetta ólánssamkomulag. Þetta var kúgun tveggja frekar stórra þjóða gegn örríki á norðurhjara! Við komumst í góða aðstöðu til að launa Bretum og Hollendingum lambið gráa þegar við komumst í ráðherraráð ESB og aðrar stofnanir sambandsins. Þessar þjóðir geta ekki reitt sig stuðning okkar í erfiðum málum og af þeim hafa þessar tvær þjóðir nóg af, allavega Bretar. Við erum ekki lengur "vinaþjóðir" þessara þjóða og verðum það ekki innan ESB þegar/ef við verðum aðildarríki ESB. Vegna þess ofbeldis, sem Bretar og Hollendingar hafa beitt okkur verða samskiptin köld næstu áratugina. Sagan hefur kennt okkur að Bretar eru ofbeldisfull þjóð, sem svífst einskis og framkoma Hollands gagnvart nýlendum þess var engu skárri. Ég hef ímugust á þessum þjóðum! 

Koma tímar, koma ráð!


mbl.is Icesave losi lánastíflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er ekki sammála þér Guðbjörn við getum eekert launað þeim lambið gráa þó að við skreiðumst inn í EB rödd okkar þar verður dauf enda erum við búin að fá smjörþefin af meðferð þeirra á smáþjóðum. En við getum launað þeim lambið gráa núna og það strax með úrsögn úr Nato heimköllun sendiherra okkar já og úrsögn úr öllum Norðurlanda batterium þeim peningum sem í þetta er varið er betur komið hjá gæslunni til nota í sjúkraflug. Við þurfum síðan ekkert yfirflug frá Nato það er alveg nóg að Rússarnir fljúgi hér yfir við og við.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.8.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég hefði viljað sjá flokkinn hafna samningnum. Ég skil þingmennina samt mjög vel þar sem tókst gott samstarf og traust við gerð fyrirvarana og því erfitt að hafna alfarið samningnum og þannig gefa þau skilaboð að samvinna borgi sig ekki. En.... það var alveg ljóst frá upphafi að þessi samningur var fáránlega illa gerður og því varð að bjarga því sem bjargað varð en að mínu mati áttu þingmennirnir okkar ekki að sitja hjá heldur taka afstöðu til samningsins sem slíks. Það er löngu tímabært að þessi þjóð fái leiðtoga sem þora og standa í lappirnar. Þó að ríkisstjórnin sé skipuð eintómum lyddum með örfáum undantekningum úr vinstri grænum þurfa sjálfstæðismenn ekki að víkja frá því að taka afstöðu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: ThoR-E

Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þessar tvær þjóðir teljist varla meðal okkar vinaþjóða eða bandamanna lengur.

Ég verð því miður líka að setja spurningamerki við sumar norðurlandaþjóðirnar sem neituðu að afgreiða lán sín v/ Icesave deilunnar. Ég varð undrandi yfir því, vægast sagt enda var það margsagt af IMF og íslenskum ráðamönnum að Icesave deilan og lán IMF og norðurlandaþjóðanna tengdust ekki.

Hvað varðar það að launa lambið gráa ef í ESB, að það yrði varla mikið launað. Ísland yrði lítil rödd í ESB. 300.000 manna þjóðin fengi fáa fulltrúa í ESB. Held að hægt sé að telja þá á fingrum annarrar handar.

Framkoma ESB þjóðanna og þá helst Hollands og Englands í okkar garð í þessum efnahagshörmungum sem hafa gengið yfir landið okkar gefur án efa góða mynd af væntanlegu samstarfi ef Ísland færi í ESB. Hótanir og kúganir stærri þjóða virðist vera staðreynd ef einhver vogar sér að andmæla þeim.

Þetta eru kannski ýkjur hjá mér, en framkoma þessara "vinaþjóða" okkar er jafnvel tilefni til þess að taka til endurskoðunar "vinaþjóða/bandamanna-stimpilinn".

ThoR-E, 29.8.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hjáseta er ekki andstaða.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það voru við sem voru Krimmarnir;hafið þið ekki fylgst með siðasta ár?

þvílikt bull í ykkur, það er litið á okkur sem fjárglæframenn getið þið ekki skilið það?

Árni Björn Guðjónsson, 29.8.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Hannes Friðriksson

"Hjásetan sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn samkomulaginu sem slíku, en áttar sig á því að við þessar aðstæður er ekki hægt að leggjast gegn því."

"Hvaða kost áttum við annan en að samþykkja þetta ólánssamkomulag"

ÞÚ SAGÐIR ÞAÐ SJÁLFUR 

Kveðja Hannes

Hannes Friðriksson , 29.8.2009 kl. 22:46

7 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta ICESAVE mál er alfarið á ábyrgð Íslendinga- Ríkisstjórn Íslands á árunum 2004-2008 brást með öllu varðandi þessi útibú í Bretlandi og Hollandi.  Því miður störfuðu ólánsmennirnir í Landsbankanum á ábyrgð Íslands... Þetta er mikil sorgarsaga.  Við getum engum um kennt um nema okkur sjálfum.  Þessi pistill þinn er mér með öllu óskiljanlegur, Guðbjörn..

Ég hefði viljað ganga þessum að þessum samningum strax í vor-- við værum þá lengra komin í endurreisn Íslands.

Sævar Helgason, 29.8.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Karl Löve

Það verður ætíð að hafa í huga þegar talað er við eða um fylgjendur Siðspillta(Sjálfstæðis)flokksins að þetta er ekki stjórnmálaflokkur heldur ofstækistrúarhópur sem er og verður hættulegur íslenskri þjóð.

Því miður virðist meira en 25% þjóðarinnar vera haldinn kvalalosta og siðblindu og fylgir þessu afskræmi í gegnum þykkt og þunnt. Ég tel ástæðuna vera of mikla skyldleikaræktun í gegnum aldirnar.

Ef allt væri eðlilegt þá ætti þetta afstyrmi að hafa um og innan við 10% fylgi því hann er eingöngu frontur fyrir eiginhagsmunnagæslu fárra óþverra. Sama má heimfæra upp á krabbameinið Framsókn.

Karl Löve, 30.8.2009 kl. 02:27

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Aðalsteinn:

Ef eitthvað, hefur þetta mál sýnt okkur svart á hvítu að við þurfum meiri tengingu við Evrópu en ekki minni! Að slíta á tengsl við þessi lönd er ekki svarið og að slíta tengsl við NATO þaðan af síður. Það verður ekki einangrunarstefna, sem kemur okkur út úr þeim vanda, sem við óneitanlega eru í, heldur betri tengingar við önnur ríki. Hins vegar eigum við á sama tíma að rækta sambandið við Rússa og Kínverja, þ.e.a.s. ef ESB aðild verður hafnað. Gangi ESB ekki að kröfum okkar í aðildarviðræðum, sé ég nánara samstarf við þessi ríki fyrir mér. Bandaríkjamenn hafa snúið við okkur bakinu og ef ESB hefur ekki áhuga að á að hliðra eitthvað til í fiskveiðistefnunni okkur til hagsbóta en þeim að skaðlausu, höfum við ekkert þangað að sækja.

Adda Þorbjörg:

Þetta var samt það skynsamlegasta í stöðunni. Bjarni og þingflokkurinn voru þarna í raunsæisstjórnmálum (þ. Realpolitik). Í slíkum málum er ekki hægt að beita lýðskrumi og upphrópanastjórnmálum, heldur verður að sýna ábyrgð og festu og það var það sem Bjarni og þingflokkurinn gerður. Ég styð þessa afstöðu algjörlega.

Jón Frímann:

Auðvitað verðum við stimplaðir sem "vanvitar" í fjármálum og það vorum við líka! Ég er hreinlega ekki sammála þér að við "berum ábyrgð" á þessu máli. Í tilskipuninni er hvergi tekið á því ef að um algjört kerfishrun er að ræða og allir bankar landsins fara á hausinn og langstærstur hluti stærstu fyrirtækja landsins.

Ég held aftur á móti að þú gerir þér ekki grein fyrir því hversu alvarlegir hlutir gerðust hér síðastliðið haust! Ég er nokkuð viss um að hefði slíkt gerst í Þýskalandi, Frakklandi eða Bretlandi, þá hefðu einstaklingar, fyrirtæki og bankar í öðrum Evrópulöndum ekki einu sinni reynt að fá ríkisstjórnir sínar í lið til að "handrukka" inn innistæður þeirra. Enda hefði slíkt verið illmögulegt, því allir ríkissjóðir þessara landa voru stórskuldugir fyrir hrun á meðan íslenski ríkissjóðurinn var því sem næst skuldlaus. Öll önnur ríki hefðu við svipaðar aðstæður og við Íslendingar lentum í orðið að lýsa sig strax gjaldþrota.

Hannes:

Hárrétt hjá þér, þetta er kjarni málsins og ekki aðeins fyrir okkur sjálfstæðismenn, heldur einnig VG og Samfylkingu. Enginn vill í raun borga þessar skuldir, heldur erum við þvingaðir til þess!

Sævar:

Það er enginn að deila um sekt í þessu mál, þ.e.a.s. að íslenskir bankar hafi valdið þessum skaða og að íslensk yfirvöld hafi ekki staðið sig í eftirliti. Flestir eru einnig sammála um að ESB-löggjöfin sé að mörgu leyti gölluð, t.d. Eva Joly.

Flokkshollusta þín, Sævar, er blind, jafnblind og mín var lengi vel gagnvart Davíð og jafnvel gagnvart Geir í byrjun. Slík blind og gagnrýnislaus hollusta við menn og málefni er það sem fyrst fremst kom okkur þangað sem við erum. Hafður þetta í huga á meðan á vinstra samstarfinu stendur. Bæði vinstri og hægri menn eru bara menn og það er mannlegt að gera mistök.

Karl:

Svona ofstækisfullt "kommabull" er ekki svaravert! Ég hlakka til á mánudaginn þegar ég get keypt nýju bókina hans Hannesar Hólmsteins. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.8.2009 kl. 09:26

10 Smámynd: AK-72

Ég finn ekki fyrir neinni reiði í garð Hollendinga og Breta enda gerðu þeir það sem þeim er ætlað: að hugsa um hag sinn umbjóðenda fyrst og fremst og ná fram sínu.

Aftur á móti finn ég á hverjum degi fyrir meiri og meiri reiði í garð þeirra iðrunarlausu, þeirra samviskulausu og þeirra svikulu sem komu okkur í þessa stöðu: Sjálfstæðisflokkurinn og hyskið sem þar ræður. Vonandi nær þjóðin fram réttlæti gagnvart þeim fyrir það sem þeir hafa gert okkur.

AK-72, 30.8.2009 kl. 11:32

11 Smámynd: Halla Rut

Hvað hefðu Hollendingar og Bretar sagt ef stjórnarmenn okkar hefðu sagt: "OK við skulum borga en við ætlum EKKI að ganga í ESB og hér eftir munum við halla okkur í hina áttina og vinna að því að gera "trade agremeents" við USA og Kanada. Við ætlum að taka upp dollar og þið eruð ekki lengur okkar vinir né bandamenn"?

 Til eru tvær "típur" af mönnum í erfiðleikum; þeir er fara í vörn og þeir er fara í sókn.  Hverjir viljum við, Íslendingar, vera??????? Hin Íslenska ríkistjórn hefur gert okkur að hinum mestu gungum og aumingjum hins vestræna heims og með þessu móti munum við aldrei ná aftur þeirri virðingu er við eitt sinn höfðum. Það nær engin virðingu annarra er liggur niðri sem lamin hundur með eyrunn aftur. 

Ég hef fundið fyrir algjörri uppgjöf hjá fyrirtækjum undanfarna mánuði. Allur áhugi og vilji til að reyna er farin. Þetta er alfarið stjórnvöldum að kenna sem hafa ekki komið fram og talað kjark í þjóðina. Við erum gjörsamlega leiðtogalaus og á endanum verður það í raun það er mun valda okkur mestu tjóni. Við þurfum leiðtoga er stendur á torgum og öskrar í okkur kjark og minnir okkur á hvaðan við komum og hver við erum eða BEST Í HEIMI.

Það getur nefnilega engin sigrað sem ekki trúir því. 

Halla Rut , 30.8.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband