Þýskaland: Sigur hægri flokka - afhroð Jafnaðarmanna - Kommúnistar og Umhverfissinnar vinna á ...

chart_98238Þjóðverjar hafa kosið þannig, að hrein hægri stjórn Kristilegra demókrata (CDU/CSU), sem hægri flokkur á miðjunni, og Frjálslyndra (FDP), sem er flokkur frjálshyggjuafla, mun stjórna landinu næstu fjögur árin. Þess ber þó að geta, að kommúnistaflokkurinn Vinstri (Die Linke), arftaki Austurþýska kommúnistaflokksins (SED), sem stjórnaði í Þýska alþýðulýðveldinu, og Græningjar (Die Grünen), bættu umtalsverðu fylgi við sig. Kristilegir demókratar (CDU/CSU) náðu að eigin mati varnarsigri, en í raun er þetta næst versta útkoma flokksins frá stofnun hans árið 1949. Frjálslyndir (FDP) bætti gífurlegu fylgi við sig og er þetta stærsti kosningasigur þeirra frá upphafi, en þeir eru nú á landsvísu með tæplega 15% fylgi. Það sem virðist vera að gerast í stjórnmálum í Þýskalandi, er að fylgið hefur verið að færast frá miðjunni, Kristilegum demókrötum (CDU/CSU) og Sósíaldemókrötum (SPD), er biðu í dag stærsta ósigur sinn frá stríðslokum, til Frjálslynda flokksins (FDP), sem er sem fyrr segir hreinn og klár frjálshyggjuflokkur, og síðan til Vinstri flokksins (Die Linke), sem er mjög langt til vinstri og til Græningja (Die Grünen), sem einnig er vinstri flokkur.

Angela MerkelÞessi þróun, að kjósendur kjósi meira til vinstri og hægri og færist frá miðjunni, er eitthvað, sem ég hef búist við í langan tíma. Vert er fylgjast vel með þessum mjög svo afgerandi tilfærslum á fylgi, þótt ekki væri nema m.t.t. til sögu Þýskalands og Evrópu. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi þróun sé mjög jákvæð fyrir Þýskaland og þar með Evrópu, en einnig fyrir okkur Íslendinga, þar sem að þýski markaðurinn er okkur mjög mikilvægur og Þýskaland hefur lengi verið okkur vinveitt þjóð. Ríkisstjórn Kristilegra hægri (CDU/CSU) demókrata og Jafnaðarmanna(SPD), sem var við völd sl. fjögur ár, var að mínu mati allt of máttlaus. Þótt ríkisstjórnin hafi vissulega reynt að taka á erfiðum málum, þá var lendingin alltaf einhverskonar málamiðlun, sem gerði lítið sem ekkert gagn. Það sem Þýskaland þarf að gera er að fara í gagngerar kerfisbreytingar, t.d. á lífeyriskerfinu, sem þeir hafa frestað um áratuga skeið. Þetta hafa þýskir stjórnmálamenn, jafnt sem þýska þjóðin, vitað í mjög langan tíma. Þýskir kjósendur hafa hins vegar til þessa ekki gefið þeim, sem boðað hafa gagngerar breytingar til hægri eða vinstri, umboð til að ráðast í þær endurbætur, sem telja verður nauðsynlegar. Ég verð að viðurkenna, að ég hef þó vissar áhyggjur af því gífurlega fylgi, sem kommúnistar fengu, þar sem um hreinan og kláran arftakaflokk gamla kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi er að ræða, en á móti kemur að línurnar eru að skýrast í þýskum stjórnmálum og því von á að loksins verði farið í aðgerðir, sem löngu eru tímabærar. Þótt sumum þyki kannski einkennilegt, að hægri manni á borð við mig finnist ekki gott, að fylgi færist frá Jafnaðarmönnum yfir til Kommúnista, þá verð ég að viðurkenna, að ég hef alltaf áhyggjur þegar þegar fylgið fer að færast svo um munar frá miðjunni lengst til hægri eða vinstri, en kannski fylgir alltaf böggull skammrifi? Það sem er gleðiefni fyrir alla lýðræðissinna, er að Þýskir þjóðernissinnar (nýnasistar) virðast vera á undanhaldi í þeim tveimur fylkjum Þýskalands, Slésvík-Holsetalandi og Brandenborg, þar sem kosningar til fylkisþings fóru fram í dag samhliða kosningunum til Ríkisdagsins í Berlín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já er þetta ekki bara það sem koma skal ? Klárar línur, skýrir valkostir

Engin grá svæði og miðjumoð, enda reynast þannig framboð sjaldan standa undir væntingum.

Kv.

hilmar jónsson, 27.9.2009 kl. 19:43

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þá meina ég náttl afgerandi hægri og VINSTRI valkostir....

hilmar jónsson, 27.9.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Já, á svona tímum er kannski best að kosningar séu afgerandi.

Einkennilegt að Þjóðverjar treysti á hægri menn til að koma sér út úr krísunni á meðan við treystum á vinstri flokkana! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.9.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Við erum bara komnir lengra.....he he

hilmar jónsson, 27.9.2009 kl. 20:09

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Já, við skulum bara segja það ...

Ég held að tíminn muni leiða í ljós, að hægri stefna er byggist á alvöru atvinnuuppbyggingu ásamt ESB aðild verður það sem leiða mun þessa þjóð úr þeim vandræðum, sem hún er í!

Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara aðeins að átta sig á hlutunum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.9.2009 kl. 20:14

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hilmar sigur vinstri flokana er atvinnuleysi fyrir verkafólk og alþýðuna fátækt örbyggð , sigur hægriflokana þýðir atvinna fyrir okkur alþýðumennina mat handa börnum klæði og húsaskjól fyrir alþýðumannin.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 21:11

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er ekkert einkennilegt við það að þjóðverjar velji hægri menn í dag.. þeir vita hvað þeir hafa en vita ekki hvað þeir mundu fá.. þetta er ekki svona á íslandi þar sem hægrimenn hafa klúðrað svo illilega að þeir eiga sér vart málsbætur..

svo það er ekki saman að jafna hér Guðbjörn.. annars er hún Merkel með ansi hreint imponerandi skoru :) .. sem flaust hefur ekki skemmt fyrir..

ps annars las eg skemmtilega grein um kosningarnar í þýskalandi hér í noregi , í aftenposten bréfútgáfunni... þar sögðu þeir að þjóðverjar vildu ekki rugga bátnum.. því Merkel hafði þrátt fyrir allt stýrt skútunni ansi vel í þeim brotsjó sem gekk yfir sl ár.. 

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 22:20

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ôskar fyrst klúðruð hægrimenn efnahagnum með útrásinni með fylgifiskum sínum VG sem átti ekki nógu góð lýsingarorð til að vegsama útrásina sem sögðu ekkert þyrfti að byggja upp orkuiðnaðinn ekki þyrfti að byggja upp iðnaðinn ekkert þyrfti að skapa störf fyrir hinn almenna launþega, útrásin myndi sjá Íslendingum fyrir auð um ókomandi ár þá voru samála VG og hægri öflin hægriglæpaklíkan útrásin Vg-klíkan, lestu greinar sem skrifaðar voru af þessum glæpagengi að vormánuðum 2007 eða fyrir kosningar 2007 og fyrr skoðaðu málið án trúarbragða.  Gullfiska mynnið leikur marga grátt..

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 22:58

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að Þjóðverjar séu einfaldlega mjög skynsamt og yfirvegað fólk, sem veit hvað á að kjósa við aðstæður sem þessar!

Ég bjó með þessu fólki í 12 ár og þekki það held ég ansi vel. Síðan hef ég fylgst vel með í Þýskalandi undanfarin 11 ár svo ég hef verið samferða þjóðinni í nær aldarfjórðung.

Ég óska mér stundum að við Íslendingar hefðum, þó ekki væri nema brot af þeirri jarðtengingu sem Þjóðverjar hafa (ég er alls ekki að biðja um fulla jarðtengingu).

Óskar:

Þú virðist vera eini maðurinn, sem áttar þig á þessu með myndina af Merkel!

Ég var alls ekki hissa á því hvernig fólk kaus í síðustu kosningum eftir hvað við sjálfstæðismenn buðum þjóðinni upp á síðustu árin!

Gallinn er að vinstri menn eru farnir að draga árin 1991-2004 niður í skítinn, sem mér finnst ekki rétt, því það var fyrst við einkavæðingu bankann, sem lestin rúllaði út af sporinu. Það var hreint út sagt ekkert að stefnu ríkisstjórnanna frá 1991 - 2003! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.9.2009 kl. 23:13

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Óskar þetta vantaði inn í.

Hægri glæpaklíkan eru trúarbrögð eins er um  VG-glæpaklíkuna.

Sjálf hugsandi menn og sannir Íslendingar með heiðarlegar skoðanir og hreinskylt hugarfar eins og Guðbjörn og fleiri sem gagnrýna sinn eigin flokk til þess að betur megi fara í Íslenskuþjóðfélagi eru þeir menn sem landið þarf á að halda ég er svo vitlaus að vera í þeirra hópi fyrirgefðu eindarskortinn.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 23:22

11 Smámynd: Rauða Ljónið

Á að vera  greindarskortinn.

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 23:23

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú virðist telja mig til vinstri manna Sigurjón og er mér nokk sama um það álit þitt.. en staðreyndinn er sú að ég hef ekki getað kosið hægri flokk á íslandi síðan Albert Guðmunsson var í stjórnmálum hér á landi...

já Guðbjörn, það væri gott ef íslendingar næðu þó ekki væri nema helmingnum af þeirri skynsemi sem þjoðverjar almennt virðast hafa.

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 23:28

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Óskar það eru góð meðmæli bið þig forláts að hafa þig fyrir rangri sök.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 23:45

14 identicon

Þetta eru góðar niðurstöður hér í Þýskalandi.

Skýrar línur dregnar.

FDP minnir soldið á Sjálfstæðisflokkinn, en CDU er íhaldssamari og mun
veita nauðsynlegt viðnám gegn frjálshyggjutilraunastarfsemi. Yfirleitt eru
þeir góðir saman.

"The only way is up!" héðan frá ;-)

PS: góðu hugmynd hjá Þjóðverjum að skilja á milli "vinstri" (kommúnistanna) og "grænna". Ætti að gera svoleiðis á Íslandi. Þeir eiga ekki saman, sjáiði bara hvað kommúnistinn í landbúnaðarráðuneytinu er að gera...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:15

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hægriflokkarnir fengu tæplega 400 þúsund færri atkvæði en við síðustu kosningar svo sigur þeirra í dag skýrist fyrst og fremst á því að enn fleiri vinstrimenn í Þýskalandi ákváðu að sitja heima en hægrimenn. Að 30 % kosningarbærra manna velji að sitja heima (álíka margir og kusu CDU/CSU) er náttúrlega helstu niðurstöður þessara kosninga og mikið áhyggjuefni fyrir flokkakerfið í Þýskalandi sem heild.

Héðinn Björnsson, 28.9.2009 kl. 12:16

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar:

Algjörlega sammála þér að best væri að splitta upp kommunum og græningjunum!

Kannski besta að splitta Sjálfstæðisflokknum upp í gamlar öreindir: Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn?

Héðinn:

Já, sammála þér að þetta séu fréttir. Kosningasigur fyrir hægri menn er þetta engu að síður. Stórsigur fyrir frjálslynd og varnarsigur fyrir Kristilega demókrata og þá m.t.t. þess að þeir voru í ríkisstjórn undanfarin 4 ár og að Sósíaldemókrata töpuðu svona illilega. Líkt og ég segi: fólk færir sig lengra til hægri og vinstri.

Það er vissulega áhyggjuefni, þegar saman fer lítil kosningaþáttaka og að fólk kýs öfgafulla flokka til hægri og vinstri (FDP og Die Linke). Síðast þegar slíkt gerðist, þótt alls ekki sé hægt að bera FDP saman við Nasista, þá voru það slæmar fréttir fyrir Þýskaland og Evrópu. Spurningin er hvað gerist ef FDP og CDU/CSU tekst ekki að ná tökum á vandamálunum? Fer fylgið enn lengra til hægri og enn lengra til vinstri?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.9.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband