Roger Boyes gagnrýnir Þjóðverja jafnt sem Íslendinga...

Berlin - Brandenburger TorÉg hafði líkt og margir gaman af Roger Boyes í Silfri Egils í dag. Án þess að vilja á nokkurn hátt halda því fram að Boyes fari með tóma þvælu í viðtalinu, því mér fannst ýmislegt í málflutningi hans ágætt, fannst mér sá vinkill, að Davíð Oddsson bæri mesta ábyrgð á Hruninu koma mér kunnuglega fyrir sjónir. En eru þessi ummæli áhugaverðari þegar þau hrökkva af vörum útlendings? Er það ekki alltaf áhugaverðara þegar útlendingar lepja eitthvað upp eftir Íslendingum, er það ekki undantekningalaust meiri speki fyrir vikið? Og ég vil aftur ítreka að margt af því sem Boyes sagði var alveg prýðilegt! Ég spyr mig eðlilega með hvaða rökum styður Boyes fullyrðingar sínar? Skynsamleg rök voru allavega ekki að heyra í Silfrinu og því verður maður líklega að lesa bókina. Ég gerði mér þá vinnu að lesa eitthvað af skrifum Boyes í þýska dagblaðinu Tagesspiegel, þar sem hann að mestu skrifar um þýska menningu, þjóðverja, þýsk stjórnmál og stjórnmálamenn. Boyes skrifar af þekkingu, enda líkt og ég þýskufræðingur að mennt (þ. Germanist). Hann er t.d. ansi brattur í yfirlýsingum sínum um stjórnmálamenn, m.a. um hinn samkynhneigða borgarstjóra Berlínar, Klaus Wowereit, sem honum virðist ekki líka vel við. Af skrifum hans að dæma í Tagesspiegel, er hann meira að skrifa hárbeitta, kaldhæðna gagnrýni og skemmtipistla um Þjóðverja og Þýskaland. Í skrifum sínum um Þjóðverja og Berlínarborg er hann jafnan óvæginn og og dregur þarlenda sundur og saman í háði og spotti! Mér fannst aðferðafræðin að mörgu leyti svipuð varðandi Íslendinga. Sennilega hefur hver þjóð gagn og gaman af því að fá hárbeitta gagnrýni frá útlendingum, er ekki sagt að glöggt sé gests augað! Við ættum hins vegar ekki að taka slík skrif sem "vísindalega greiningu" á því sem hér gerðist, heldur sem hárbeitta og nytsamlega gagnrýni manns sem sér málin utan frá.

WOWEREIT IN BERLINÉg hefði gaman af að vita hvaða heimildarmenn Boyes hefur umgengist hér á landi, hver matar hann á upplýsingum? Það virðist allavega vera ansi þröngur hópur manna - varla innvígðir og innmúraðir. Eru hans bestu vinir hér á landi Hörður Torfason og þeir sem voru hvað atkvæðamestir í mótmælum hér á liðnum vetri? Manni heyrist það allavega á skoðunum hans. Ég er ekki að halda því fram, að Boyes geti ekki myndað sér sjálfstæða skoðun á því sem hér gerðist, en þegar rithöfundar og blaðamenn mynda sér “sjálfstæðar” skoðanir á hlutunum vinna þeir úr ákveðnum upplýsingum. Það skiptir höfuðmáli hvaða upplýsingar maður skoðar og hvaða upplýsingar eru valdar ofan í mann, þegar maður les ekki og talar ekki tungumál þeirrar þjóðar, sem maður er að skrifa um. Með því að stýra aðgengi að efni er hægt að leiða menn að ákveðinni niðurstöðu. Þetta þekkjum við mjög vel, því slík blaðamennska var stunduð hér á landi af íslenskum fjölmiðlamönnum um árabil, er íslensku bankarnir og útrásarvíkingar mötuðu íslenska fjölmiðla á bulli og þvættingi. Ég er sannfærður að Davíð Oddsson og Geir H. Haarde bera mikla ábyrgð á hruninu, en mesta ábyrgð bera hins vegar stjórnendur bankanna og útrásarvíkingarnir. Boyes talaði lítið um ábyrgð þeirra manna og afsakaði t.d. Jón Ásgeir Jóhannesson að hann hefði aðeins verið fórnarlamb græðginnar, sem væri í sjálfu sér mannlegt og þar með eðlilegt.


mbl.is Boyes: Of mikil áhersla á ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Það var deginum  ljósara að það var búið að prógramma manninn með röngum upplýsingum um Íslenska atvinnumál enda kom fram vanþekkingin hans fram þegar hann ræddi þau.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 6.12.2009 kl. 19:46

2 identicon

Bjarni Ben er var nú bara síðast í gær að hrauna yfir skýrslu endurreisnarhóps Sjálfstæðisflokksins með hrokann að vopni. Hvenær ætlar þessari vitleysu að linna?

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Rauða Ljónið:

Já, ummæli hans um álbransann á Íslandi sýndu hvaðan hann hefur vitneskju sína.

Valsól:

Vont er ef satt er.

Endurreisnarskýrslan var frábærlega unnin og það sem hefur haldið mér og mörgum öðrum í flokknum til þessa dags!

Hvar var þetta? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.12.2009 kl. 21:16

4 identicon

Það er ekki hægt að tala um ábyrgð Davíðs og Geirs með sama hætti og ábyrgð bankamanna og útrásarvíkinga. Menn í bisness hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni og ganga eins langt og lög leyfa, og oft lengra en það. Það er kjánalegt að gera ráð fyrir einhverju öðru (t.d. að þeir séu uppteknir af "samfélagslegri ábyrgð"). Stjórnmálamenn og embættismenn ríkisins eru hins vegar í vinnu hjá okkur og hafa ríkar skyldur sem slíkir, ekki síst hvað varðar þjóðaröryggishagmuni. Það liggur auðvitað fyrir að hrunið á rót í ákvörðunum nokkurra kapítalista, en menn eins og Geir og Davíð áttu að sjá til þess að þjóðaröryggi væri ekki ógnað fyrir vikið. Við höfum engan samning við Jón Ásgeir.

Hansi (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:39

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hansi:

Ég get að mörgu leyti tekið undir þín orð, þar sem eftirliti og lögum var ábótavant hér á landi.

Ef maður tekur þetta hins vegar of langt - líkt og mér finnst Roger Boyse gera - er það líkt og að kenna tollgæslunni eða lögreglunni um innflutning fíkniefna eða aðra glæpastarfsemi!

Menn eru með Davíð Oddsson á heilanum í þessu landi og svoleiðis er það búið að vera í áratugi. Það hættir fyrst þegar við hættum að hlusta á Davíð og fylgismenn hans og þetta á ekki síst við um Sjálfstæðisflokkinn!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.12.2009 kl. 09:46

6 identicon

Ekki er ég alveg sammála þér Guðbjörn og ekki heldur því sem Hansi skrifar. Bara menn í bissness, sem hugsa um sjálfan sig. Nei og aftur nei. Ef litið er til Davíðs, sem aldrei hefur verið annað enn ríkisstarfsmaður, fyrr en kannski núna, þegar hann er sestur í stól ritstjóra Morgunblaðs. Alla daga áður, hefur hann verið ríkisstarfsmaður og "otað sínum tota", fengið fínar stöðu, eftir  að hætta í pólitík og komst illa frá pólitíkinni og sem Seðlabankastjóri. Skyldi hann ekki einmitt hafa verið að hugsa um sjálfan sig og sína afkomu, með því að næla sér í bankastjórastöðuna á sínum tíma og var þá og er ekki enn bissnesmaður? Kom hann ekki syni sínum líka í góða stöðu hjá ríkinu og samt var hann ekki bissnesmaður?Nei, sama við hvern Roger Boyes talaði, þá tel ég einmitt, að hann hafi séð og fengið rétta mynd af honum og líka af Geir Haarde. Það er alveg augljóst!

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:32

7 identicon

Við mín skrif vil ég svo bæta því, að Davíð er ekki sá eini í heiminum, sem hefur komið syni sínum í góða stöðu,með aðstoð t.d. Björns Bjarnasonar og annara. Það  gerði líka t.d. Kim Il Sung í Norður Kóreu, Mugabe í Zimbabwe , hefur reynst góður sínum ættmennum og svona er þetta víða í heiminum, þar sem ættartengsl eða pólitísk , eru höfð að leiðarljósi. Á Íslandi hefur þetta gengið sennilega alveg frá því á landnámsöld. En eigum við endilega , að sætta okkur við þetta? Nei, frjálslyndið leiðir nefnilega ekki til hagsældar allra!

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband