Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.2.2013 | 14:12
Örugg kosning hjá Bjarna
Það verður að segja að þetta er örugg kosning, enda um enga alvarlega samkeppni að ræða eftir að Hanna Birna lýsti því yfir að hún stefndi ekki á formanninn. Hanna Birna er auðvitað ekki heldur ekki nein endurnýjun, enda nátengd fyrrum forystu flokksins og starfsmaður í Valhöll.
Fyrir aðra stjórnmálaflokka er þessi niðurstaða vissulega ánægjuefni að Bjarni skuli hafa verið endurkjörinn. Ef skipt hefði verið um formann og ESB ályktunin milduð, hefði flokkurinn getað bætt við sig 10-15%.
Bjarni endurkjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2012 | 12:10
Eiga formenn að stjórna þingflokki sínum?
Eiga formenn stjórnmálaflokka að hafa stjórn á þingflokki sínum og þá kannski einnig stjórnmálaflokknum öllum; landsfundum, flokksráði, miðstjórn, kjördæmisráðum, fulltrúaráðum og stjórnum félaga?
Væri ekki nær að grasrótin í flokkunum ræddi mál líðandi stundar og ályktaði um þau og að þinmenn og forusta flokkanna hefði áhuga á því hvað grasrótin hefur að segja?
Felst lýðræði virkilega í því að "formaðurinn" stjórni öllu innan síns stjórnmálaflokks, allt frá þingflokki niður í óbreytta flokksmenn?
Hafa ekki stjórn á þingflokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2011 | 19:50
Þarf hryðjuverk til?
Ég er undrandi yfir því að Norðmenn lækki tolla á blómum vegna þess að hryðjuverk hafa átt sér stað og þetta er það sem kallað er "tragíkómískt" ástand.
Ætli það þurfi eitthvað afbrigðilegt ástand til að Alþingi Íslendinga ákveði að breyta hinum fáránlegu verndartollum er gilda um innflutning á íslenskum blómum.
Staðreynd er að þessir tollar veita aðeins nokkrum tugum einstaklinga vinnu. Ef tollarnir væru afnumdir, myndi það skapa hundruð starfa við innflutning og sölu blómanna!
Rósatollur felldur niður í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2011 | 08:31
Kal og hlýnun jarðar
Það vekur virkilega spurningar, hvort ekki þurfi að rannsaka betur fullyrðingar vísindamanna um hlýnun jarðar þegar veðrið er á þann hátt sem það hefur verið undanfarna vikur og mánuði. Snjór á 1. maí og slydda og snjókoma fyrir norðan um 20. maí og kal í túnum svo minnir á árin milli 1960-1970. Maður minnist fullyrðinga vísindamanna frá því um 1970 um kólnun jarðar og svo fullyrðingar annarra vísindamanna í Þýskalandi um hið svokallaða Waldsterben (þ. deyjandi skóga) í Evrópu frá 1970-1990, en allar þessar fullyrðingar um að skógarnir hafi verið að deyja hafa verið hraktir á síðari árum. Vísindi snúast um rannsóknor og gagnrýna hugsun en ekki trúarbrögð á ákveðningar kenningar vísindamanna!
90% túna á sumum bújörðum eru kalin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2011 | 20:34
Ásbjörn Óttarsson og Morgunblaðið
Ef marka má þess frétt Morgunblaðsins er þetta ekki dagur til gleðjast, heldur til þess að óskapast yfir þeim peningum, sem fóru í þetta hús.
Maður sér að útgerðarmafían og Ásbjörn Óttarsson eru sömu skoðunar, þ.e.a.s. að menningin skili litlu sem engu í þjóðarbúið, þrátt fyrir fréttirnar frá því í gær, þar sem skýrt kemur fram að skapandi greinar skila um 190 milljörðum króna til þjóðarbúsins og ef mig minnir rétt um 40 milljörðum til útflutnings eða um 3% útflutningstekna.
Kannski þurfa blaðamenn Morgunblaðsins og ritstjórn að fá "endurmenntun" í því hvað skilar arði í dag, því ferðaþjónustan skilar líklega um 190 milljörðum í útflutningstekjur í ár á meðan áætlaðar tekjur af útgerðinn eru áætltaðar um 240 milljarðar.
Harpa þá og nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2011 | 07:50
Auðvitað þarf að útkljá EES ágreining
Icesave tengt ESB-aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2011 | 20:30
Hvar er Mazar-i-Sharif
Ég sá ekki að fram kæmi í fréttinni hvar Masar-i-Sharif er en með því að "gúgla" þetta komst ég að því að umrædd borg væri í Afganistan.
Kannski að fréttamenn Morgunblaðsins taki slíkt fram í framtíðinni!
Norðmaður, Svíi og Rúmeni meðal látinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2010 | 12:41
Hvernig slapp þessi frétt í gegnum ritskoðun?
Rýrnun krónunnar 99,95% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2010 | 07:45
Sammála Davíð Oddssyni og Davíð Marsh
Já, ég er sammála Davíð Marsh og Davíð Oddssyni að fylgjast vel með þróun mála í Afríku og þá sérstaklega m.t.t. til peninga- og efnahagsmála. Segja má að saga okkar Íslendinga líkist einna helst sögu þjóða þessara álfu, hvort heldur er horft til stjórnmálasögunnar frá árinu 1970 - 2010 eða stjórnar peninga- og efnahagsmála. Líklega ber enginn einstaklingur meiri ábyrgð á ömurlegri þróun þessara tveggja málaflokka en Davíð Oddsson! Þegar litið er til þessarar staðreyndar er þessi frétt í besta falli spaugileg!
Evran víti til varnaðar í Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2010 | 10:40
Hvar finnur Mogginn þetta fólk?
Það væri gaman að vita hvar Morgublaðið finnur alla þessar spekingar, sem enginn úti í heimi kannast?
Eru Davíð Oddsson, Styrmir og fleiri búnir að stofna Facebook fyrir svona furðufugla?
Skotar í bandalagi með Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |