Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.6.2008 | 12:07
Byrjum á að borga kennurum almennileg laun!
Allt sem Ólafur Proppé sagði í ræðu sinni er hárrétt og er ég viss um að báðir skólar muni græða á sameiningunni.
Líkt og dæmin sanna - t.d. í Finnlandi - þá skilar hærra menntunarstig kennara sér í betri nemendum . Ég held að fáa sé að finna hér á landi, sem enn eru þeirrar skoðunar að bókvitið verði ekki í askana látið.
Samkvæmt síðustu fréttum vantar 100 kennara til starfa næsta haust og undanfarin ár hafa kennarar annaðhvort farið beint úr námi til starfa í öðrum atvinnugreinum eða hrökklast frá störfum fyrr eða síðar. Aðalástæður þessa "brottfalls" kennara eru lág laun.
Lausnin getur því ekki einungis falist í því að útskrifa kennara með meistaragráðu - sem er samt að mínu mati hið besta mál - heldur verður að gera betur við kennara í launum.
Guðbjörn Guðbjörnsson
![]() |
Próf standa alltaf fyrir sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2008 | 00:41
Bjart framundan Íslandi
Þetta eru svo sannarlega gleðifregnir! Ég vona að markaðurinn og þjóðin taki gleði sína að nýju í kjölfar fyrstu skóflu í Helguvík og síðan þessara frábæru frétta frá Bakka. Stór hluti af þessari svokölluðu kreppu er kreppan í höfðinu á landsmönnum og sú kreppa verður einungis leyst af okkur sjálfum.
Auðvitað er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að leysa lausafjárkreppu bankanna, svo allt atvinnulífið stoppi ekki. Auðvita þurfum við að spara og fara varlega næstu 1-2 árin, en á heildina litið er bjart framundan og það hljóta allir með heilbrigða skynsemi að sjá! Framkvæmdirnar á Suðurnesjum og síðan seinna fyrir norðan munu koma í veg fyrir að lendingin verði jafn hörð og menn óttuðust. Mér sýnist að ef framkvæmdirnar í Helguvík fara af stað á fullu á næsta ári ættu þær að ná hámarki á seinni hluta næsta árs og byrjun árs 2010. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að byrja á fullu fyrr norðan árið 2010 og klára það dæmi á árinu 2012.
Sem sagt enga stöðnun og ekkert svartsýnisraus lengur, heldur spýta enn einu sinni í lófana og byrja að byggja og framkvæma. Það sem við þurfum hins vegar að gera er að læra af mistökunum og dreifa framkvæmdunum meira og passa okkur að halda fjárfestingum og einkaneyslu okkar niðri á meðan og við þetta þurfa allir að sameinast, ríki, sveitafélög, fyrirtæki og einstaklingar.
Síðan vonum við auðvitað að þorskstofninn jafni sig fljótt og vel, þannig að hægt verði að auka við kvótann árið 2010 og 2011, sem mun auka útflutninginn aftur og hjálpa okkur enn frekr við að lækka viðskiptahallann.
Hér mun drjúpa smjör af hverju strái innan 2-3 ára.
![]() |
Matsferli vegna álvers á Bakka hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |