16.1.2010 | 09:16
Lífeyrissjóðirnir eignist Baug
Ég er þess fullviss að þjóðin vill alls ekki að Baugur lendi í höndunum á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða Jóhannesi föður hans. Þessir menn og fjárfestar þeim tengdir eru "persona non grata" í okkar augum. Ég benti á það í fyrra, þegar þessi mál komu fyrst til umræðu, að eðlilegast væri að lífeyrissjóðunum yrði gefinn kostur á að eignast Baug og að í framhaldinu yrði fyrirtækinu skipt upp í smærri einingar.
Síðan yrði fyrirtækið selt á næstu árum, þegar hlutabréfamarkaðir eru aftur komnir í lag. Að mínu mati eru afskaplega heimskulegt að selja þetta fyrirtæki til útlendinga nákvæmlega í dag, því verðið er einfaldlega allt of lágt. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir gætu hagnast verulega á kaupum á Baugi og væri það vel, því sömu lífeyrissjóðir töpuðu mjög miklu í hruninu á viðskiptum sínum við Baug og önnur útrásarfyrirtæki. Með þessu móti tækist eigendum lífeyrissjóðanna - almenningi í landinu - að endurheimta hluta þeirra fjármuna sem forgörðum fóru haustið 2008.
Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2010 kl. 09:13 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér styð tillögu þína.
Sigurður Haraldsson, 16.1.2010 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.