2.3.2010 | 19:38
Orðbragð í anda andstæðinga ESB
Því miður kemur þetta orðbragð Nigel Farange, leiðtoga brezka stjórnmálaflokksins UK Independence Party og þingmanns flokksins á Evrópusambandsþinginu, ekki á óvart. Skítkast af þessu tagi er því miður ekkert einsdæmi hjá mörgum andstæðingum Evrópusambandsins, þótt vissulega séu innanum til fólk, sem getur rætt Evrópumál af skynsemi og yfirvegun.
Einn helsti andstæðingur ESB-aðildar, Hjörtur J. Guðmundsson, lýsir Nigel á heimasíðu sinni sem afar góðum ræðumanni og litríkum karakter. Víðast hvar erlendis er litið á Nigel Farange og flokk hans sem samansafn furðufugla og kverúlanta. Á heimasíðu The Guardian er honum líst sem brjálæðislega athyglissjúkum manni, sem leitar logandi ljósi að áheyrendum. Það er hreint út sagt með eindæmum að þessi maður skuli vera eitt helsta "idol" þeirra félaga í Heimssýn.
Kallaði Rompuy raka tusku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
SýniSt þetta bara ansi nærri hjá Farang í allri sinni myndrænu dýrð. Spurning hvort Rompuy drullist til að svara honum hver hann er, því það virðist öllum hulið.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:08
Já og er þetta orðbragð ESB-linga, sem þú kemur með dæmi um, eitthvað betra? „Furðufuglar“, „kverúlantar“ og „brjálæðisleg athyglissýki“...
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:14
Þeir einu sem líta á ESB-andstæðinga í þinginu sem furðufugla og kverulanta eru embættismenn og þingmenn, sem sjálfir þrífast vel á sukkinu og spillingunni í Strasbourg.
Auðvitað eru þessir spilltu þingmenn reiðir, því að ESB-andstæðingar í þinginu hafa komið í veg fyrir margt sem þeir ætluðu að skammta sjálfum sér, í trássi við reglur og gott siðferði. Annars hefði frekar átt að sekta Van Rompuy fyrir að vera blaut tuska.
Að mínu áliti er allt í sambandi við ESB-kerfið og EBE þar á undan svo algerlega fáránlegt að það tekur engu tali. Ég hef sjálfur talað við þingmann frá Independence Party og hann var mér alveg sammála um það að hægt sé að líkja ESB við Sovétríkin hvað varðar spillingu, bruðl, miðstýringu og skort á lýðræði.
Þess ber að athuga, að það eru þingmenn frá ESB-andstæðingaflokkum í mörgum löndum sem vinna saman á Evrópuþinginu. Og þeir einu sem segja eitthvað af viti.
Restin af þingmönnunum eru annaðhvort uppgjafaþingmenn, sem voru orðnir óvinsælir heima fyrir og hafa fundið framhaldslíf í ESB-sirkusnum (enda fá þeir mjög góð laun og ótal fríðindi), eða þá algjör pólítísk viðrini.
Svona er nú það.
Vendetta, 2.3.2010 kl. 20:38
Vel athugað Pétur. Það má tína fleira til á þessu bloggi einu. Ég bendi svo mönnum á að leita uppi tilsvör Jóns nokkurs Frímanns, evrópusinna af trúarlegri sannfæringu. Þar hefur hann nánast í hótunum við þá sem eru ósammála honum. Við skulum svo ekki gleyma Eiríki bergmann, sem brá sér í líki einhvers Sigvalda á Eyjublogginu og var hvað ötulastur í að verja firruna í sjálfum sér með offari og orðgnótt mikilli. Mín er freistað við þetta að grípa til Ad hominem og kalla ykkur trúða Guðbjörn minn. Annað verður ekki lesið út úr málflutningi ykkar og hvernig þið hegðið honum.
Það er samt afar gott að sjá hvernig þið eruð að hrökkva af hjörum einn af öðrum í panikki mótlætisins.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:44
Eiríkur sinn helsti verjandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:48
Í fréttinni á mbl.is stendur: ""... og lýsti Belgíu sem að mestu leyti svona ekki landi". Hvers lags málfar er þetta eiginlega?
Réttara er að skrifa að hann hafi lýst Belgíu sem ekki alvöru landi.
Vendetta, 2.3.2010 kl. 21:31
Hann Farage hefur alveg á réttu að standa og fróðlegt að hlusta á aðrar ræður hans sem m.a. má finna á Youtube.
Promotor Fidei, 3.3.2010 kl. 06:36
Merkilegt... Málfrelsið á Evrópuþinginu er greinilega ekki mikið...
Viðar Helgi Guðjohnsen, 3.3.2010 kl. 08:40
Sennilega er ekkert hættulegra en menn eins og þú Guðbjörn sem styðja að sekta þingmenn fyrir það eitt að tjá sig.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 3.3.2010 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.