Sannleikann upp á borðið!

UppgjörÞað hlýtur að vera kominn tími á að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið komi fram með sannleikann varðandi skuldir landsins. Í langan tíma hefur mig grunað að það sem fram kemur í þessari frétt sé hinn bitri sannleikur, sem ríkisstjórnin þorir ekki að horfast í augu við.

Væri nær að horfast í augu við sannleikann og taka þá á okkur nokkur erfið ár, en rísa síðan aftur úr öskustónni líkt og fuglinn Fönix enn kraftmeiri en áður. Valkosturinn er að búa að við hörmulegt gengi íslensku krónunnar um árabil, hærri skatta en þjóðin orkar að greiða, lakari opinbera þjónustu en nágrannaþjóðirnar og hærri vexti og meira atvinnuleysi en við eigum að þekkja.

Afleiðingarnar eru augljósar eða fólksflótti yngra fólksins og menntamanna, sem myndi síðan enn auka á vandræði okkar í framtíðinni. Stundum verða einstaklingar og þjóðir að horfast í augu við vandann og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það er kominn tími til að við Íslendingar gerum einmitt þetta. 

 


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel orðað hjá þér, mig minnir að Gunnar Tómasson hagfræðingur (mjög gáfaður karakter) hafi ítrekað bent á mikilvægi þess að við leitum til Parísarklúbbsins og viðurkennum skelfilega skuldarstöðu okkar og förum fram á að "endursamið sé um lánin svo eðlileg - viðráðanleg greiðslubirgði myndist hjá okkur."  Við skulum VONA það besta en búast við því versta á meðan Lady GaGa & Samspillingin er við stjórnvöldin.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 08:15

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þetta eru orð að sönnu hjá þér, svo sannarlega komin tími til að horfa á raunveruleikann og vinna út frá því.

Tryggvi Þórarinsson, 11.3.2010 kl. 08:18

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Heyr heyr

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.3.2010 kl. 09:02

4 identicon

Gæti hafa skrifað þetta sjálfur, 100% sammála.

Óli (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband