Svipaðuð hús erlendis skila miklum tekjum

Harpa - nýtt tónlistar- og ráðstefnuhúsÁ ferli mínum sem óperusöngvari söng ég oft í tónlistar- og ráðstefnuhúsum líkum Hörpu okkar. Ég minnist sérstaklega nokkurra húsa í Japan og síðan tónlistar- og ráðstefnuhússins í Mónakó. Þarna spilaði t.d. sinfóníuhljómsveit sálumessu Verdis á kvöldin eða að einhverjar dægurlagahljómsveitir fylltu salinn, en sama dag höfðu hjartaskurðlæknar þingað í sama sal og Sony haldið fund í öðrum sal.

Með nútíma sviðstækni tók það aðeins nokkrar klukkustundir að breyta húsinu. Ég man sérstaklega, að í Mónakó var húsið mjög stórt og með marga sali, sem voru ótrúlega vel bókaðir. Ég vona hins vegar, að auðveldara verði að rata í Hörpu en í Mónakó, því húsið var þannig hannað að það var hálfgerð gestaþraut að rata um það og ég missti næstum af söngatriði fyrir vikið.

Tónlistarhúsið HarpaÞótt mörgum þyki eflaust einkennilegt að stjórnvöld hafi haldið áfram með húsið við þær efnahagsaðstæður, sem nú ríkja, er þetta líklega eina dæmi stjórnarinnar um einhverja framsýni. Reyndar má nú rekja þessa framsýni, þ.e.a.s. varðandi byggingu hússins, til Björns Bjarnasonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, og síðan auðvitað allra borgarstjórnanna, sem ríkt hafa í Reykjavíkurborg undanfarin 4 ár, sem ég kann ekki að telja allar upp.

Ísland hefur fengið hreint út sagt ótrúlega kynningu á undanförnum 2 árum og þótt rétt sé að kynningin hafi skaðað okkur, verður þó að segja að landið er þekktara, þótt af endemum sé. Þessa frægð ber okkur að nýta og klára húsið sem fyrst. Hvar er meira við hæfi að ræða hvernig ríki heimsins skipuleggja endurreisnina eftir hrunið eða afleiðingar hrunsins en einmitt á Íslandi. Ég held reyndar að marga útlendinga brenni í skinninu að sjá þessa þjóð og þetta land af ýmsum ástæðum.

Lifi tónlistarhúsið Harpa og megi þar rúmast í sátt og samlyndi sígild tónlist og dægurlagatónlist í bland við óperusýningar og efnaða og áhrifamikla ráðstefnugesti. 


mbl.is Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góður pistill.

Það er mjög gaman að lesa loksins eitthvað jákvætt um þessa þörfu byggingu.

Ég skil áhyggjur fólks og það hefur fullan rétt til þess að vera efins um Hörpu en mér sýnist það gleyma öllu því góða sem mun koma til með að fylgja henni.

Loksins munum við heyra hversu góð Sinfóníuhljómsveit Íslands í raun er, loksins á hljómsveitin heimili. Þar að auki sýnist mér byggingin eiga eftir að verða gullfalleg, miðað við það sem risið hefur.

Daníel (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband