Hugsanlega um brot á EES samningi að ræða

RotterdamMér fannst rétt að benda á að í 11. og 12. gr. EES samningsins er skýrt kveðið á um frjálsa flutninga innan EES svæðisins, þótt að í 13. gr. séu reyndar ákvæði þess efnis að leggja megi höft á inn-, út- eða umflutning vöru á grundvelli almenns siðgæðis, allsherjarreglu, almannaöryggis, verndun lífs og heilsu manna og dýra, verndun þjóðarverðmæta, er hafa listrænt sögulegt eða fornfræðilegt gildi, eða vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar eða almannaöryggis. Að lokum er skýrt tekið fram í 13. gr. EES samningsins, að slík bönn eða höft megi ekki leiða til gerræðislegrar mismununar eða til þess að duldar hömlur séu lagðar á viðskipti milli viðskiptaaðila.

HvalstöðinMér finnst að Íslendingar eigum að láta reyna á þessi ákvæði samningsins, þótt það væri ekki nema vegna hegðunar hollenskra yfirvalda undanfarið 1 1/2 ár í okkar garð. Þetta fólk á ekkert inni hjá okkur að mínu mati. Þótt ég aðhyllist ESB aðildarviðræður, skulu menn halda sig við EES samninginn og þau ákvæði, sem þar er að finna. Það þýðir ekki fyrir Hollendinga að reka samninginn framan í okkur þegar þeim hentar, en stinga honum undir stól þegar hann er okkur í hag. Látum hart mæta hörðu í þessu máli.


mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvernig er HAFNARVERNDIN hjá Hollendingum??? Allavega er það þannig hér á Íslandi sem er í þessu tollabandalagi schengen að það má enginn óviðkomandi koma inná hafnarsvæði þar sem millilandaskip eru...

Ef hafnir ega að uppfylla skilirði um hafnarvernd þarf að vera mannheld girðing umhverfis hafnarsvæðið þannig að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi. Nú ætti semsagt að kæra hafnaryfirvöld þarna í Hamborg fyrir að standa ekki við reglugerð um hafnarvernd.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.4.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband