11.5.2010 | 07:21
Lofar góðu!
Fyrir um tólf árum flutti ég í Reykjanesbæ, eða kannski réttara sagt til Keflavíkur, þar sem ég bjó í nokkur ár, en nú bý ég í Njarðvík. Það var einkennilegt að koma beina leið frá Þýskalandi, þar sem infra-strúktúr og útlit bæja og borga var mjög til fyrirmyndar, og flytja í Reykjanesbæ, þar sem þessum hlutum var á þessum tíma að mörgu leyti ábótavant. Margir vinir mínir og kunningjar hneyksluðust á mér að vilja setjast að í þessum bæ, sem þeim fannst nú ekki sá fallegasti á landinu. Ég hugsaði með mér: Hér hefur einhver verk að vinna!
Það var ekki að sökum að spyrja, en stuttu eftir að ég flutti í bæinn byrjuðu hlutirnir að gerast, þótt vissulega hafi bæjarstjórar í Njarðvík og Keflavíku unnið þarft og gott starf árin á undan og Árni tekið við góðu búi. Það fyrsta sýnilega var aðkoman að bænum, sem gjörbreyttist eftir að Fitjarnar voru teknar í gegn. Þar var allt umhverfi snyrt og komið upp göngustígum og bílastæðum og fallegum götuljósum. Smám saman tók höfnin í Keflavík á sig aðra mynd og gamli bærinn og svona mætti lengi telja. Þá má ekki gleyma gífurlegum breytingum til batnaðar í mjúku málunum, velferðar-, menningar og síðast en ekki síst fjölskyldumálunum. Árni hefur síðan staðið í framkvæmdum og auðvitað eru þær sumar umdeildar og bæjarstjórinn enginn guð og því ekki fullkominn og yfir alla gagnrýni hafinn, frekar en ég eða þú, en kjarni málsins er að Árni hefur aldrei tapað trúnni á þetta bæjarfélag.
Hvorki þegar herinn fór og þúsundir misstu vinnuna eða þegar kreppan skall á var neitt að sjá, að Árni hefði missti móðinn, aldrei neinn vælutónn! Þvert á móti eflist hann við mótbyr. Hann hefur á undanförnum árum oft á tíðum verið sá eini sem barðist fyrir álveri, kísilveri, einkasjúkrahúsi og annarri atvinnustarfsemi á Suðurnesjum, þegar aðrir sáu ekkert nema gervigóðærið og síðar svartnættið. Það má því segja, að ég gleðjist innilega yfir niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar, þótt betur megi ef duga skal og ég vilji sjá 7 bæjarfulltrúa kjörna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor. Árni Sigfússon á það skilið, en það sem meira er um vert eiga bæjarbúar það skilið!
Fengju meirihluta í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:34 | Facebook
Athugasemdir
Við skoðun ársreiknings Reykjanessbæjar lendir Reykjanesbær í hópi með okkur Álftnesingun innan örfárra mánaða. Reksturinn er hlutfalllega verri í Reykjanesbæ en á Álftanesi og skuldir og skuldbindingar álíka eða verri. Reykjanesbær hefur hinsvegar lausafé til nokkurra vikna sem er þó óðum að klárast.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 11.5.2010 kl. 09:33
Árni er að skila af sér svona venjulegu þrotabúi "sjallastyle".... big time.
Óskar Þorkelsson, 11.5.2010 kl. 15:37
Agalega fer í taugarnar á mér þetta blaður um að Reykjanesbær sé að stefna í sömu átt og Álftanes, menn bara blaðra eintóma vitleysu út í loftið án allrar ábyrgðar. hérna um að ræða tvö virkilega ólík sveitarfélög. Ef vinstri ríkisstjórnin væri ekki með þessi eineltistilburði í garð Reyknesinga væru komin á fullt skrið mörg öflug atvinnutækifæri. Við þurfum bara að berjast af mikilli hörku til að koma þeim áleiðis þar sem hálfnað er hafið verk. Álftanes er bæjarfélag þar sem nær engin atvinna er í boði í bæjarfélaginu nema sú sem snýr að bæjarfélaginu sjálfu, sóknarfærin eru mörg í Reykjanesbæ og til að klára dæmið þarf nafni minn og félagar brautargengi næsta laugardag.
Árni Árnason, 24.5.2010 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.