26.11.2010 | 10:40
Hvar finnur Mogginn þetta fólk?
Það væri gaman að vita hvar Morgublaðið finnur alla þessar spekingar, sem enginn úti í heimi kannast?
Eru Davíð Oddsson, Styrmir og fleiri búnir að stofna Facebook fyrir svona furðufugla?
Skotar í bandalagi með Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Guðbjörn Guðbjörnsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari að mennt og starfar sem yfirtollvörður hjá embætti Skattsins, sem söngkennari við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík, sem leiðsögumaður hjá IcelandProTravel á sumrin og er formaður Tollvarðafélags Íslands, situr í formannaráði BSRB og er varamaður í stjórn þess sambands. Höfundur birtir aðallega sínar skoðanir á facebook.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gisliivars
- gun
- smali
- ea
- hlini
- tharfagreinir
- jevbmaack
- bjorgarna
- dadith
- neytendatalsmadur
- heidistrand
- vefritid
- saemi7
- ljonas
- liljan
- rabelai
- latur
- einarhardarson
- oligud
- jakobjonsson
- steffy
- neddi
- th
- heimirh
- kisilius
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- va
- baldvinjonsson
- vibba
- sjonsson
- arniarna
- fhg
- gunnarbjorn
- olofdebont
- carlgranz
- krillijoh
- thorsteinnhelgi
- axelaxelsson
- addabogga
- tibsen
- gylfithor
- drum
- pjeturstefans
- gunnargunn
- erla
- iceland
- herdis
- maggaelin
- kari-hardarson
- logos
- siggisig
- gattin
- gudrunmagnea
- noosus
- ak72
- kolbrunb
- ingvarvalgeirs
- floyde
- doggpals
- steinig
- bjh
- omarbjarki
- gudmunduroli
- metal
- hordurj
- skulablogg
- skari60
- fridaeyland
- svalaj
- tbs
- minos
- kjarri
- ziggi
- sveifla
- dansige
- zeriaph
- ingimundur
- loftslag
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ööööö... Alex Salmond er forsætisráðherra Skotlands. Nei, sennilega kannast enginn úti í heimi við hann :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 26.11.2010 kl. 10:52
Því til viðbótar er hann leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins, Scottish National Party sem er miðju-vinstri krataflokkur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 26.11.2010 kl. 10:53
Vel mælt Hjörtur.
Guðbjörn, það er óvitlaust að lesa fréttina fyrst og svo kvarta og kveina yfir því að fólk þori að hugsa sjálfstætt.
Hinrik (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:11
Þessi frétt er með því mesta bulli sem ég hef lesið. Í fyrsta lagi er Skotland ekki land, Skotland er hreppur í Bretlandi. Í fréttinni er talað um Skotland og Bretland eins og sitthvort landið og sýnir það með einsdæmum fáfræði þess sem þessa grein skrifar.
United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland er eitt land sem í daglegu tali er kallað Bretland, þetta land skiptist upp í 4 svæði sem eru England, Wales, Skotland og Norður Írland. Hvert þessara svæða er með eigið "hreppsþing" Þessi Alex er háttsettur innan síns hrepps og því ekki skrítið að enginn þekki hann enda er ekki vanin að hreppstjórar séu að tjá sig á alþjóðlegri grundu.
Arnar (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:22
Englendingar tala sjálfir um Skotland ef eitthvað bjátar á þar, en um Bretland ef eitthvað gengur Skotum í haginn. Þeir eru eins mikil þjóð og við vorum undir stjórn annara ríkja.
Væri ekki skemmtilegt að stofna United States of the North Atlantic, eða USNA með Skotum, Írum, Færeyingum Hjaltlendingum og Grænlendingum. Þetta yrði stórkostlegt ríkjabandalag :-)
Skúli Guðbjarnarson, 26.11.2010 kl. 11:28
"The United Kingdom is a constitutional monarchy and unitary state. It is a country consisting of four countries: England, Northern Ireland, Scotland and Wales."
"Hreppur (skammstafað sem -hr.) er, á Íslandi, eining sveitarfélags sem hefur ekkert eða lítið þéttbýli heldur búa íbúarnir flestir í dreifbýli."
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/d6/Map_of_the_administrative_geography_of_the_United_Kingdom.png
Hreppur, Arnar? Virkilega?
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:42
Skotar eru ekki þjóð, á vegabréfinu þeirra stendur Great Britain (GB), á bílnúmerunum þeirra stendur GB, ökuskírteinum GB. (sama á við um Norður Írland. Þ Ef einhver flytur frá Edinburg til London er ekkert sem hann þarf að gera nema tilkynna það til þjóðskrár.
Til að einfalda þetta getum við sagt að þetta væri eins og Vestfirðir myndu vilja fara að skilja sig frá restinni af íslandi og stofna sjálfstætt ríki og fara svo í bandalag með Grænlandi.
Arnar (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:53
Brynjar: Þegar lönd eru svona fjölmenn eins og Bretland er ekki hjá því komist að skipta þeim upp í smá einingar en saman mynda þau samt eitt land. Þýskalandi , Frakklandi og Spáni er t.d. skipt upp svipað og Bretlandi. Það má kalla þetta héruð, hreppi, fylki , svæði eða jafnvel lönd ef mönnum líður betur, það skiptir ekki máli því þetta eru ekki sjálfstæð ríki og eiga fátt sameiginlegt með ríkjum eins og t.d. Færeyjum sem eru hálf sjálfstæð.
Arnar (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 12:11
Arnar, þú veist samt að þjóð og ríki er ekki það sama. Skotar eru þjóð þrátt fyrir að Skotland sé ekki sjálfstætt ríki.
Helga (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 12:16
Reyndar rétt hjá þér Helga, sumir í Skotlandi líta á sig sem "Skota" meðan aðrir líta á sig sem "Breta". Það sem ég er aðallega að benda á að það er ekkert í Skotlandi sem aðgreinir það sem sér land. Munurinn á að vera í Skotlandi eða Englandi er svipaður og að vera í Reykjavík eða Vestfjörðum. Þetta er allt eitt land sem er Bretland en sumir íslendingar viðrðast líta á skotland sem annað land.
Arnar (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 12:29
Ef ég man rétt eru tvær af þremur þjóðum, utan Englands, í Stóra-Bretlandi, með nokkra sjálfsstjórn. Skotar og önnurhvor hin. Gæti misminnt að einhverju leyti, en sjálfsstjórnin ætti að útskýra fréttina.
Annars gleypti England Skotland í sig back in the days, og þó Bretland sé lagalega séð heilt ríki þá er Skotland sögulega land og þjóð, með bæði eigið tungumál og eigin útgáfu af ensku (sem jaðrar við að vera annað tungumál, sjá "Scots" á wikipedia.). Það meikar því fullkominn sens að tala um Skotland sem "land", þó það sé ekki sjálfstætt.
Leifur Finnbogason, 26.11.2010 kl. 12:49
Skotland er ekki land frekar en t.d. Galisía, Katalónía eða Baskaland,
Kommentarinn, 26.11.2010 kl. 17:59
Hjörtur ég kannast ekkert við þennan Alex Salmond.. og ég vissi ekki að skotland hefði forsætisráðherra.. svara þetta því sem Guðbjörn er að tala um ?
Ég er líka sannfærður um að þú hafðir ekki hugmynd um þennan mikilsvirta og heimsþekkta mann nema að gúggla hann fyrst ;)
Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 18:20
Kannski las bara Hjortur frettina olikt ollum tessum vitringum herna sem hafa miklar skodanir a tessarri frett sem engin las. . Tetta kemur allt fram tar.
Haraldur (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 10:55
Ég kannast vel við Salmond en ég veit svo sem ekki hvar í ósköpunum Morgunblaðið hefur þetta eftir að Salmond að hann vilji ganga úr ESB. Stefna hans flokk er mjög skýr í Evrópumálum, þeir vilja vera fullgilt og sjálfstætt ríki innan ESB(ekki undir hatti Bretlands) og þeir vilja taka upp evruna.
Mér finnst líklegt að morgunblaðið hafi misskilið fréttina, því það er talað um "leave the Union" en það þýðir ekki að yfirgefa ESB, heldur Bretland.
Ég fylgst mikið með Salmond og aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt hann tala gegn ESB. Hann hefur þvert á móti alltaf lýst þeirri skoðun að Skotland eigi að vera í ESB og skuli taka upp evruna.
Jón Gunnar Bjarkan, 3.12.2010 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.