29.7.2011 | 19:50
Þarf hryðjuverk til?
Ég er undrandi yfir því að Norðmenn lækki tolla á blómum vegna þess að hryðjuverk hafa átt sér stað og þetta er það sem kallað er "tragíkómískt" ástand.
Ætli það þurfi eitthvað afbrigðilegt ástand til að Alþingi Íslendinga ákveði að breyta hinum fáránlegu verndartollum er gilda um innflutning á íslenskum blómum.
Staðreynd er að þessir tollar veita aðeins nokkrum tugum einstaklinga vinnu. Ef tollarnir væru afnumdir, myndi það skapa hundruð starfa við innflutning og sölu blómanna!
Rósatollur felldur niður í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn.
Segðu okkur endilega hversu mikið mikið óheftur og gjaldalaus innflutningur á rósum eða öðrum erlendum blómum myndi þýða í lækkunum á þessum vörum eins og þú talar um.
Segðu mér líka hvað og hversu mikið þetta myndi að þínu áliti þýða í fækkun starfa í Íslenskri blómarækt o glíka fjölgun í fólki sem selur þessi blóm ?
Þetta er algerlega ábyrgðarlaust hjá þér eins og reyndar oft áður, nema þú gerir almennilega grein fyrir hlutunum lið fyrir lið !
Gunnlaugur I., 29.7.2011 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.