Eiga formenn að stjórna þingflokki sínum?

Eiga formenn stjórnmálaflokka að hafa stjórn á þingflokki sínum og þá kannski einnig stjórnmálaflokknum öllum; landsfundum, flokksráði, miðstjórn, kjördæmisráðum, fulltrúaráðum og stjórnum félaga?

Væri ekki nær að grasrótin í flokkunum ræddi mál líðandi stundar og ályktaði um þau og að þinmenn og forusta flokkanna hefði áhuga á því hvað grasrótin hefur að segja?

Felst lýðræði virkilega í því að "formaðurinn" stjórni öllu innan síns stjórnmálaflokks, allt frá þingflokki niður í óbreytta flokksmenn?


mbl.is Hafa ekki stjórn á þingflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

EInmitt það þarf að vera þannig en er það ekki.  Maður mér tengdur góður og gegn sjálfstæðismaður sagði mér að í þeim flokki hefði grasrótinn ekkert að segja, forystumenn færu sínu fram þó grasrótarsamtök ályktuðu annað.  Það er augljóst í VG að bæði flokksfélög um landið og grasrótinn þar hefur marg ítrekað sagst vera á móti stefnu formannsins, en það er ekkert hlustað á þeim bænum.  Tel að þetta sé svona í öllum fjórflokknum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 12:39

2 identicon

Ég held að flokkapóltík hafi verið og eru mistök ,við erum ekki nema rétt rúmlega 300 000 hræður sem búum hér á landi og hvað höfum við að gera við flokka, það eiga að vera persónukosningar, forsætisráðherra vera kosinn af þjóðinni til þess að skerpa skilinn milli framkvæmdarvalds og þingvalds,þá mundum við losna við þetta flokksræði,flokksformenn flokkana eru í raun valdamestu menn landsins.Þingmenn verða að átta sig á því að þjóðinn er ekki fyrir þá heldur eru alþingismenn fyrir þjóðina og ber þeim að haga sér þannig.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 13:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek fyllilega undir þetta með þér Guðmundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband