9.3.2008 | 12:14
Hver er sannleikurinn í þessu?
Um þessar gífurlegu skuldir Íslendinga er maður búinn að lesa um frá blautu barnsbeini og eitthvað sannleikskorn er eflaust falið í því. Ég tek þó slíkum útreikningum alltaf með fyrirvara, því stundum eru þær forsendur, sem reiknað er út frá mjög ólíkar.
Ég spyr hvort tekið hafi verið tillit til lífeyrissparnaðar Íslendinga, hvort tekið hafi verið tillit til þess í þessum útreikningum að stærstur hluti landsmanna býr í eigin húsnæði og er þar af leiðandi skuldsettari en íbúar Evrópu, sem flestir eru í leiguhúsnæði, hvort samanburður hafi verið gerður á tekjum, hvort tekið hafi verið tillit til þess hversu mikið er af ungu fólki hér á landi - en gamalt fólk skuldar að sjálfsögðu minna en ungt fólk.
Ég segi þetta af því að ég hef samanburðinn eftir að hafa eytt 12 árum í Evópu. Þar eru engir lífeyrissjóðir, þar býr fólk flest í leiguhúsnæði, þar er meðalaldur íbúa mikið hærri en hjá okkur og lítið fæðist af börnum, þar eru meðaltekju mun lægri en hér á landi.
Við skulum alltaf vanda okkur og bera alltaf saman appelsínur og appelsínur. Að bera saman skuldir í krónum, án þess að taka tillit til annarra þátta er að mínu mati of mikil einföldun á flóknu fyrirbæri.
Guðbjörn Guðbjörnsson
Íslendingar skulda mest í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru nettóskuldir. Það er ekki tekið tillit til aldurssamsetningar. En þó þú tækir tillit til hennar þá er þetta samt ansi steikt heimsmet.
thorvaldur (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.