Einn af þeim sem sat aðeins ...

Það gleður mig að sjá fréttir af Helmut Kohl, en ég er enn þeirrar vonar að sagan muni sýna að hann var einn af stærri könslurum Þýskalands á 20. öld.

Líkt og svo margir valdamenn, sat hann aðeins of lengi á valdastól og var svo óheppinn að tengjast í fjármálahneiksli tengt kosningasjóðum fyrir flokk hans Kristilega demókrata.

En afrekin voru mikil, þar sem hann stýrði þjóðinni í langan og í raun farsælan tíma. Honum tókst svo hið ómögulega að sannfæra Rússa, Frakka, Englendinga og Bandaríkjamenn um að engin ógn stafaði af sameinuðu Þýskalandi í miðri Evrópu - þvílík diplómatísk snilld!

Eins var hann ásamt Mitterand tveir af þeim stjórnmálamönnum, sem voru hvað duglegastir að keyra áfram Evrópusamstarfið og tryggja með því frið í Evrópu í gegnum fall Berlínarmúrsins og lok Kalda stríðsins.

Líkt og ég sagði í byrjun vona ég að einhvern dag muni íbúar Þýskalands og Evrópu átta sig á hversu stór stjórnmálamaður Helmut Kohl í raun og veru var.

Guðbjörn Guðbjörnsson


mbl.is Kohl að gifta sig aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband