Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Sumt af því bloggi, sem ég las við þessa frétt fannst mér mjög óviðkunnanlegt, t.d. hvort ekki væri um eðlilega hreinsun að ræða? Ég veit ekki nákvæmlega hvað viðkomandi gekk til, en ég veit að ég hef ekki áhuga á slíkri hreinsun fyrir mig og mína.

Auðvitað var viðbúið að einhverjar uppsagnir fylgdu í kjölfarið á þessum "samdrætti" í þjóðfélaginu og þá sérstaklega í bankakerfinu. Ég vil ekki tala um núverandi ástand sem "kreppu" fyrr en atvinnuleysið hefur náð a.m.k. 5%, sem verður líklega ekki tilfellið í þessari "efnahagslægð". Ég er einnig sammála að um að þetta fólk mun allt fá ágætis vinnu á næstu mánuðum, því enn virðist vera nokkur eftirspurn eftir vinnuafli í þjóðfélaginu.

Ég er spenntur, hvort það vinnuafl, sem flykkst hefur til landsins á undanförnum árum yfirgefur landið í raun og veru. Ef það gengur upp má búast við að efnahagslífið nái "fyrra jafnvægi" og þá voru þær ráðstafanir, sem gripið var til varðandi innflutning á vinnuafli til virkjunarframkvæmda fyrir austan réttar. Ef vinnuaflið fer ekki heim og við sitjum uppi með þúsundir útlendinga á atvinnuleysisbótum og jafnvel stærri félagsleg vandamál, var auðsjáanlega um ranga aðgerð að ræða.

Ég er ekki svartsýnn á framtíðina og segja má að hagnaðartölur bankanna fyrir síðustu mánuði hafi verið góðar fréttir - þótt það hljómi vissulega í sjálfu sér einkennilega í mínum eyrum. Nokkur hluti þessa gróða var gengishagnaður, sem mun ekki endurtaka sig í næsta uppgjör - vonandi ekki!

Það sem ég vildi sagt hafa er, að við þurfum að bera virðingu fyrir því fólki, sem sagt var og verður upp vinnu í þessum "tímabundnu erfiðleikum". Ég hef sem betur fer aðeins orðið einu sinni fyrir slíkri uppsögn á þeim þremur áratugum, sem ég hef unnið, en það var í síðustu "niðursveiflu" árið 2001. Það var mjög erfið lífsreynsla, sem ég óskaði ekki mesta óvini mínum. Sem betur fer fékk ég vinnu eftir aðeins tveimur mánuðum seinn, svo ég missti hvorki húsið eða lenti í meiri háttar fjárhagslegum erfiðleikum.

Í einu blogginu las ég að "gott fólk" fengi alltaf aftur vinnu. Þetta er rétt, en við þurfum einnig að hjálpa því fólki, sem ekki passar inn í þessa skilgreiningu, hverjir sem annars falla undir skilgreininguna - er ég gott fólk?

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson


mbl.is Umfang uppsagna kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband