Frjálst fólk í frjálsu landi

Ég verð að segja að mér fundust auglýsingarnar með kvöldmáltíðinni ganga aðeins of langt, en get ekki sagt það sama um þessar nýjustu auglýsingar símans, sem mér finnst vera fyndnar. Ekki getur nokkur kaþólikki litið á gjörðir kaþólsku kirkjunnar á miðöldum sem neitt annað en ákvarðanir, sem byggðust á fáfræði og hindurvitnum. Að gera grín að síðustu máltíðinni er hins vegar að mínu mati "tabú", þar sem verið er að gera grín að Biblíunni sjálfri og hennar boðskap.

Þegar farið er af stað með kaldhæðna auglýsingaherferð á borð við þá sem Síminn er í nú, verða auglýsendur að gera sér grein fyrir því að þær geta einnig skaðað og haft þveröfug áhrif. Þannig finnst mér það vera eðlileg viðbrögð hjá því fólki, sem er misboðið vegna þessara auglýsinga að segja upp áskrift sinni hjá Símanum.

Það má hins vegar ekki rugla þessu saman við viðbrögð múslima vegna skopteikninga af Múhameð, sem einkenndust af hatri og trúarofsa og síðan hryðjuverkum í garð Norðurlandabúa.

Kveðja,

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband