Þurfa að læra að hlusta ...

Ég hef varað við þessu fylgistapi flokksins í nokkuð langan tíma, en allir hafa skellt við því skollaeyrum. Ég held að ég hafi fyrst varað við þessu stefnuleysi flokksins fyrst fyrir fimm árum síðan á fundi hjá Verði og sá eini, sem tók undir hjá mér var Magnús L. Sveinsson.

Jú, við höfum stefnu, það veit ég vel, en öllum stóru markmiðunum, sem við settum okkur fyrir 20-30 árum, höfum við komið í framkvæmd. Þótt ég gleymi efalaust einhverju í þessari upptalningu vil ég samt reyna að muna stærstu stefnumálin: einkavæðing stærstu ríkisfyrirtækja, aukning frelsis fyrir einstaklinga og fyrirtækja, lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki, greiðsla erlendra skulda og hallalaus ríkissjóður.

Þetta voru allt þörf og metnaðarfull verkefni, sem allir sjálfstæðismenn studdu með ráð og dáð. Þjóðin hefur þakkað okkur þessi störf með því að kjósa okkur og gera okkur það öflug að ef Guð lofar, þá höfum við stjórnað þessu landi í samstarfi við annað gott fólk í 20 ár árið 2011.Ef þið skoðið hins vegar stefnuskrá flokksins frá síðasta landsfundi, þá eru nær allar ályktanir eitthvað á sömu leið og ég tek aðeins örfá dæmi:

„Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja að allt starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé áfram í fremstu röð.”

„Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að létta álögum af viðskiptalífi og neytendum ...”

Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta kosti viðskiptalífsins og almennrar markaðsstarfsemi betur á fleiri sviðum, ekki síst á sviði menntamála og heilbrigðismála.”Sjálfstæðisflokkurinn telur að aflétta eigi einkarétti ríkisins á verslun með áfengi. Eðlilegt er að hægt sé að kaupa bjór og léttvín utan sérstakra áfengisverslana, t.d. í matvöruverslunum.”

Sjálfstæðisflokkurinn telur að laga þurfi skekkju í starfsumhverfi iðnfyrirtækja s.s. vörugjöld af ýmsu tagi.” 

Það sem því miður einkennir þessar ályktanir er visst metnaðarleysi og sú tilfinning að nú sé flokkurinn eiginlega búinn að koma sínum stefnumálum í framkvæmd og að það eigi kjósa hann út á það sem hann gerði undanfarin 10-15 ár.

Þannig virka stjórnmál ekki í dag!

Það sem við þurfum er metnaðarfull ný stefnumál, sem miðast við áherslur dagsins í dag. Mál á borð við Evrópumál, samgöngumál, umhverfismál, fjölskyldumál, jafnréttismál, atvinnumál o.s.frv. Þessi mál eigum við síðan að skilgreina á okkar hátt, sem hægri menn. Okkar afstaða til þessara mála þarf verður örugglega önnur en stefna Samfylkingar eða VG í þessum málaflokkum. Við byggjum áfram á sömu lausnum og við höfum notað undanfarin 15-20 ár við gerð nýrra ályktana. Lítum t.d. á ályktun flokksins um samgöngumál:

Slæmar almenningssamgöngur skila sér í of miklu álagi á götur í þéttbýli með tilheyrandi viðhaldskostnaði, auk neikvæðra áhrifa á umhverfið og lífsgæði íbúanna almennt. Skoðaðar verði leiðir til að efla almenningssamgöngur í samstarfi við sveitarfélögin, svo sem með akreinum fyrir forgangsumferð. Einnig verði leitað leiða til að efla einkaframtak á sviði almenningssamgangna í þéttbýli og kannað hvort unnt sé að gera rekstur þeirra samkeppnishæfari en nú er. 

Þarna er ekkert nýtt að sjá, þrátt fyrir að ljóst hafi verið um langt skeið að við verðum að endurskipuleggja allar okkur samgöngur. Bíllinn er auðvitað ekki að renna sitt endaskeið, en hann mun klárlega ekki hafa sömu stöðu í framtíðinni og hann hefur nú, þ.e.a.s. að vera aðalsamgöngutæki almenning til vinnu o.s.frv. Ég veit ekki hver lausnin er, en mér finnst við ættum að hugsa stórt í þessum málum og koma með metnaðarfullar hugmyndir fyrir næstu framtíðarkynslóðir.

Ég man að þegar ég byrjaði mitt söngnám í Berlín árið 1986, þá dáðist ég að samgöngukerfi borgarinnar: neðanjarðarlestunum, sporvögnunum og strætisvögnunum. Þetta kerfi var svo vel skipulagt að maður notaði bílinn einungis 1-2svar í viku til stórinnkaupa og svo til að fara í bíltúra út í náttúruna. Almenningssamgöngur voru ekki eitthvað, sem maður hræddist og forðaðist, heldur eitthvað sem var þægilegt, hratt og ódýrt. 

Lestarsamgöngur byrjuðu um 1830 í Englandi og neðanjarðarlestar byrjuðu einnig í Englandi um 1860 í London. Þær urðu þó fyrst nothæfar eftir að Werner von Siemens kynnti rafmagnslestar árið 1880 í Berlín. Síðan eru einnig til sporvagnar, sem einnig ganga fyrir rafmagni. Það er ótrúlegt hversu fáir hafa tekið undir hugmyndir Gísla Marteins um að skoða lestarsamgöngur, sem raunhæfan möguleika í samgöngum. Þegar við skoðum reynslu annarra þjóða af lestarsamgöngum, þá er hún mjög góð og einmitt núna á tímum hærra olíuverðs upplifa hálfgerða endurfæðingu.

Flestar þjóðir heimsins byrjuðu að byggja upp sín lestarkerfi upp úr aldamótunum og því hafa þær gífurlegt forskot. Þegar við skoðum uppbyggingu slíkra kerfa í borg eða úti á landi er ekki hægt að horfa til 10-20 ára, heldur verðum við að horft 30-100 ár fram í tímann.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðbjörn

Mikið er ég sammála þér með að flokkurinn verður að fara í rótæka naflaskoðun. Gott dæmi sem þú nefnir samgöngumál, ég hef verið fylgjandi því að skoða þennan möguleika, en það er merkilegt hvað menn eru á móti þessu. Við eru svo fá, þetta er svo dýrt og blablabla. En einsog þú bentir svo réttilega á þá verður að horfa til framtíðar 30-100 ár. Það er ekki spurning bara hvað kostar þetta í framkvæmt heldur verður líka að skoða aðra hliðar, sem dæmi hvað sparar þetta koltvíeirmengun minkar, landrými vegna vega minkar. Það eitt og sér mikið og stórt mál í RVK þar sem þrengslin eru orðin of mikil. Það er hægt að halda lengi áfram, nefni RVK- KEF hraðlestarkerfi þar á milli væri mikið þarfa mál, með því væri svo sem ekkert því til fyrirstöðu að færa innalandflugvöllinn til KEF. En því miður hefur það einkennt Íslensk stjórnmál að vera með einhverskonar skammtímalausnir á málum, og eða einkavinna brall á málum, sem ekki hafa gengið langt í því að þjóna almenning vel. Því miður.......

Sigurður Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 13:46

2 identicon

Sæll Guðbörn

Þetta er allt satt hjá þér og ég tek heilshugar undir þetta hjá þér.  Mér hefur reyndar alltaf fundist að við værum með svipaðar hægri-skoðanir á málunum.  Ég óttast reyndar að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í næstu ríkisstjórn haldi þessi þróun áfram og vel geti farið svo að stjórnarmynstrið verði Samfylking + Vinstri-Græn, nokkuð sem okkur hægrimönnum hugnast ekki - (þá mun ég flytjast úr landi sem pólitískur flóttamaður).  Með svona stjórnarsambandi myndum við fá efnahagslegan kjarnorkuvetur!  Svona niðurstaða yrði mikill áfellisdómur fyrir núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins.

Kveðja frá þínum gamla skólafélaga:

Örn Jónasson

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Kenny!

Þetta eru nákvæmlega sömu hugmyndir og ég er með um þessi málefni. Það á ekki að stilla upp bílnum og lestarsamgöngum, sem andstæðum pólum, heldur er mikilvægi beggja málaflokka stórt. Þá gæti líka verið samstaða um málið. Betri vegir stuðla einnig að minni notkun á eldsneyti og fækka slysum auk þess sem þau hafa gífurleg áhrif á atvinnulífið úti á landi.. Við höfum aldrei hugsað málin út frá öllum hagkvæmnissjónarmiðum, heldur einfaldað málin til skaða fyrir alla landsmenn.

Ég vona að sjálfstæðismenn átti sig á því, að markaðurinn mun ekki leysa öll mál og svo sannarlega ekki mál er tengjast samgöngum. Það á að eftirláta markaðnum það sem hann getur ráðið við, t.d. hluta heilbrigðisþjónustunnar og menntakerfisins og samgangna. En í stórverkefnum þurfa ríkið og sveitarfélög að taka sig saman - líkt og svo oft í íslenskri sögu - og vera með frumkvæði í málum.

Síðan er hugsanlega hægt að skoða einkarekstur eftir einhver ár eða áratugi ef það hentar. Útfærsluatriði sem þetta eru ekki trúarbrögð í mínum augum, sem sjálfstæðismanns.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.6.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband