Furðulegt að þessir dýrlingar pynti einhvern

Ég verð að segja að þessi frétt kemur mér á óvart og þá ekki fréttin sjálf, heldur að þetta sé yfirleitt frétt!

Helstu fréttir okkar frá þessum svæðum koma venjulega frá einhverjum íslenskum krökkum, sem eru orðin leið á að hlekkja sig við vinnuvélar á virkjunarstöðum á Íslandi og fljúga til Palestínu til að bjarga heiminum þar (Saving Palestina).  Ef mark er takandi á þessum ljóshærðu krökkum með svarthvítu klútana um hálsinn, þá eru Fatah og Hamas samtökin helst upptekin við að byggja sjúkrahús og skóla fyrir Palestínumenn.

Myndin sem "Saving Palestina" liðið dregur upp af Ísraelum er hins vegar sú að þar séu á ferðinni algjör skrímsli. Helsta sport þessara skrímsla er að fremja fjöldamorð á sárasaklausum palestínskum börnum, konum og gamalmennum og síðan auðvitað þessum karlmönnum, sem eru jú aðeins að byggja barnasjúkrahús og barnaskóla fyrir sitt fólk.

Miðað við þessar fréttir sem sjást í íslenskum fjölmiðlum, þá hélt ég satt best að segja að þetta væru hálfgerðir fermingardrengir - já svona eins og íslensku skátarnir. Kynni maður sér málin hins vegar má sjá að auðvitað eru þessir samtök algjörlega samviskulaus hryðjuverkasamtök, sem dyljast sem stjórnmálasamtök.

Ég ætla með ekki að fegra mannréttindabrot Ísraela, sem eru auðvitað líka glæpur gegn mannkyninu, en vil samt benda á að Ísraelar eiga í stríði við samtök, sem eru gjörsamlega miskunnarlaus og beita hryðjuverkum og sjálfsmorðsárásum í baráttu sinni.

Síðan eru núna allir hissa þegar þegar kemst upp að Palestínumenn pynta fanga sína.

Ég spyr, bjóst einhver við einhverju öðru?

Halda menn að Ísraelar geri eitthvað annað eða Bandaríkjamenn eða Rússar eða Kínverjar?


mbl.is Pyntingar í Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Frá manni sem sér heildarmyndina? Þegar hann er að fara með algjöra staðreyndarvillu um þá sem eru að fara út til að gera gott. Setjandi þeim orð í munn og gera lítið úr þeim. Hann ætti að skammast sín, ég held að hann ætti bara sjálfur að kíkja þarna út og sjá þetta með berum augum. Ekki vera á bakvið lyklaborðið voða djúpur en vita í raun ekkert.

Aron Björn Kristinsson, 31.7.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hef komið bæði til Palestínu og Ísrael og kynnti mér málstað beggja aðila.

Etir það ákvað ég að taka ekki afstöðu með öðrum aðilanum enda málið mjög flókið og erfitt að gerast dómari.

Það sem ég hef hins vegar séð er að fréttaflutningur hér á landi er mjög einhliða og í raun mjög hliðhollur Palestínumönnum og andsnúinn Ísraelsmönnum.

Það eru engir englar í hvorugu liðinu - það er mín skoðun!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband